Heimskringla - 20.07.1955, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.07.1955, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA Wjcimskrintila (StofnuO 18»$) CMxmx út 6 hverjum mlðvlkudegL Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 85S og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsfmi 74-6251 Verð blaöalna er $3.00 árgangurlnn, borgist fyriríram. AJlar borganir eendiat: THE VIKING PRESS LTD. öll vlOsklftabréf blaBlnu aPlútandl sendist: Ti>e VUdng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Rltstjóri STEFAJf EINARSSON Utanáskrlft tll ritatjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimakringlo" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorixed as Second C1<m» Mcdl—Pogt Oíiice Dept., Ottawa WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1955 SJÖTUGSAFMÆLI GARÐ- YRKJUFÉLAGS ISLANDS Eftir Pióf. Richa'd Beck Garðyrkjufélag íslands átti sjötugsafmæli 26. maí í ár, og var þeirra merkistímamóta í sögu þess þarfa og ágæta félags- skapar að verðugu minnst bæðí i blaðagreinum og með sérstakri dagskrá í Ríkisútvarpinu ís- ienzka. “Garðyrkjuritið,” sem er árs- rit Garðyrkjufélags fslands, var ennfremur í ár, eins og vera ber, sérstaklega belgað 70 ára afmæli félagsins. Ritstjórinn, Ingólfur Davíðsson magister (hann á ná- komið frændfólk hér vestan hafs) skrifar ítarlega sögu fé- lagsins, og skipar sú skilmerki- lega og fróðlega ritgerð hans öndvegi í ritinu. í inngangsorðum sínum bendir hann á það, að félagið hafi upp- haflega heitið “Hið íslenzka garðyrkjufélag”, allt fram til ársins 1940, en þá var nafni fé- lagsins breytt og heitir það síð- an Garðyrkjufélag íslands. Var það einnig lengi eina garðyrkju- félag landsins, en nú eru slík fé- lög orðin drjúgum fleiri, eftir því sem garðyrkja á íslandi hef- ir fært út kvíarnar og orðið fjöl þættari. Rekur höf. síðan sögu íslenzkrar garðyrkju í nokkrum megindráttum, og er ánægjulegt að fylgjast með þróun hennar. Þá getur höf. nokkurra braut- ryðjenda á sviði slenzkrar garð- yrkju, og er þar fyrstur á blaði OttaW&, Ont., hy Franklin Arbuckle, R.C.A., O.S.A. One of the 65 Paintings in the Seagram Collection. SEAGRAM MYNDASAFNIÐ SENDIBOÐI VINÁTTU OG GÓÐVILJA Til að sýna fólki í öðrum löndum hvernig við lítum út, bað House of Seagram vel- þekta canadiska listmálara, að gera ínyndir af borgum Canada. Þessar myndir hafa verið sendar flugleiðis í kringum jörðina og sýndar meira en kvartmiljón manna. Hvar sem þessir sendiboðar vináttu hafa komið, hafa þeir útbreytt varanlega þekk- ingu á Canada og aðdáun á hinum miklu framförum landsins. f dag er á þúsundum heimila lengst út í Iheimi, talað um hina góðu heimsókn þess- ara ágætu fulltrúa frá Canada. WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1955 Georg Schierbeck, landlæknir, er var hvatamaður bæði að stofn- un Hins íslenzka garðyrkjufé- lags og “Garðyrkjuritsins”. Eiga íslendingar því honum, sem fleiri Dönum, mikla skuld að gjalda í garðyrkjumálum, eins og Ingólfur Davíðsson tekur réttilega og drengilega fram í ritgerð sinni. Annar af stofn- endum Garðyrkjufélagsins og helztu stuðningsmönnum þess framan af árum var Árni Thor- steinsson landfógeti. Sonur hans, Hannes Thorsteinsson var seinna um langt skeið for- maður félagsins. En Einar Helgason garðyrkjustjóri var “einn aðalbrautryðjandinn, mátt- arstólpi Garðyrkjufélagsins á öðru starfsskeiði þess, árunum 1920—1935”, svo að viðhöfð séu orð greinarhöfundar. Á seinni árum, síðan garðyrkj- an varð sjálfstæð atvinnugrein og garðyrkjustéttin að sama skapi all-f jölmenn, koma hér vitanlega miklu fleiri við sögu, eins og sjá má af skrám þeim yfir stjórnendur og aðra starfs- menn Garðyrkjufélagsins, sem birtar eru í þessu afmælisriti þess. Annars er fróðlegt að minna á það, hverjir sóttu stofnfund félagsins 26. maí 1885, en þeir voru þessir, samkvæmt fundar- gerðinni, sem tekin er upp í rit gerð Ingólfs Davíðssonar: — Sahierbeck landlæknir, Pétur biskup Pétursson, Magnús Stephensen assessor (yfirdóm- ari), Theodór Jónassen bæjar- fógeti, Árni Thorsteinsson land- fógeti, Si^urður Melsted presta- skólaforstöðumaður, Þórarinn prófastur Böðvarsson, Halldór Friðriksson yfirkennari, Stein- grímur Thorsteinsson skólakenn ari, Björn Jónsson ritstjóri og Hallgrímur Sveinsson dómkirkju prestur. Var hér sannarlega mannval mikið úr hópi stór- menna lhndsins á þeirri tíð, og má segja, að leiðtogar hinnar andlegu og veraldlegu stéttar tækju höndum saman um að hrinda af stað stofnun þess þjóð þrifafélagsskapar, er hér var um að ræða. Má einnig bæta því við, að Grímur Thomsen skáld var einn af þeim, er skráð höfðu sig fyrirfram sem stofnendur félags ins, þó eigi sæti hann stofnfund- inn. _ Félagið starfaði óslitið fram til aldamóta, en þá tók Búnaðarfé- lag íslands við Starfi þess um all lan^t skeið. Árið 1910 var Garð- yrkjufélagið endurvarkið og hef ir starfað síðan, að undantekn- um þrem árum, er hlé varð á starfsemi þess eftir lát Einars Helgasonar 1935. Árið 1935, á 50 ára afmæli fé- lagsins, rakti Metúsalem Stefáns son (einnig frændmargur vest- an hafs) sögu þess í landbúnaðar ritinu “Frey”, og komst meðal annars þannig að orði: “Það er ekki hægt að segja, að það hafi borið sérlega mikið á Garðyrkjufélaginu þau 50 ár, sem það hefir nú starfað, enda hafa forgöngumenn þess ekki verið neinir hávaðamenn, sem langaði til að láta á sér bera, en þeir hafa verið rólegir eljumenn sem unnu af áhuga og einlægni fyrir gott og nytsamlegt mál- efni, enda var ekki öðru til að dreifa, því að starfsfé hefir fé- lagið aldrei haft. En þrátt fyrir þetta mun þó svo fara, við nánari athugun, að flestar þær breytingar, sem orð- ið hafa hér í garðyrkjumálum s.l. hálfa öld, má^ rekja til Garð- yrkjufélagsins og starfsmánna þess. Þótt þessar breytingar séu minni en æskilegt væri og mik- ið sð enn óunnið garðyrkjunni til eflingar, þá vita þeir, sem muna aftur til síðustu aldamóta og lengra, að margt hefir skipast til betri vegar í garðyrkjunni, og einkanlega er nú meiri trú manna á möguleikana til garð- yrkju hér á landi, bæði á heitum og köldum stöðum, en áður var. Og það er ekki lítilsvert að hrinda aldagamalli vantrú og vekja rétta trú í staðinn, því að þá er komið að aðalatriðinu, að sýna trúna í verkunum, og nú er knýjandi nauðsyn til þess að það sé gert.” Ingólfur Davíðsson, sem þeim málum er gagnkunnugur, bætir svo við ofangreind ummæli um félagið þessum orðum frá eigin brjósti: “Mundu ekki orð Metúsalems vera sannmæli um störf félags. ins enn þann dag í dag? Bæta má því við að þau 20 ár, sem lið- in eru síðan þau voru rituð, hafa framfarirnar í garðyrkju hér á landi verið miklu meiri og örari en nokkru sinn fyrr. í þeirri þróun á Garðyrkjufé- lagið drjúgan hlut. Með garð- yrkjusýningum, fyrirlestrum, umræðufundum, Garðyrkjurit- inu o.fl., hefir félagið vakið á- Nýtt Sívirkt Dry Yeast heldur ferskleika ÁN KÆLINGAR Konur sem reynt hafa hið nýja, skjótvirka, ]mrra ger Fleischmans, segja að það sé bezta gerið, sem þær hafi reynt. Það er ólíkt öðru geri að því leyti að það heldur sér vel þo vikur standi upp á búr-hillu. Samt vinnur það sem ferskst duft, verkar undir eins, lyptist skjótt, framleiðir bezta brauð, af allri gerð til fyrir og eftir matar. . Uppleysist: (l)Leysið það Vel upp í litlu af volgu vatni og bætið í það einni teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið þurru geri á. Lát standa 10 mínútur. (3)Hrærið vel í. (Vatnið not- að með gerinu, er partur öllu vatni er forskriftin gerir ráð fyrir). Fáðu þér mánaðarforða hjá kaupmanninum í dag. 4546—Rcv. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast huga og haldið uppi hagnýtri fræðslustarfsemi í garðyrkju.” Hér er þá jafnframt dregin at- hygli að meginþáttunum í starf- semi félagsins', en þeim eru síð- an, svo sem “Garðyrkjuritinu” og garðyrkjusýningunum, gerð ítarlegri skil í sérstökum köfl- um í sögu félagsins í afmælisrit inu. Um ritið skal þess getið, að auk Ingólfs ritstjóra eiga nú sætTí ritnefndmni Eínar I. Sig- geirsson (hann gat sér mikinn námsframa á Landbúnaðarháskól anum í Fargo, N. Dak.) og Hall- dór Ó. Jónsson. Þá má geta þess sérstaklega að félagð hefir haldið sjö sjálf- stæðar garðyrkjusýningar, tekið þátt í þrem, þar af tveim erlend- is, og aðstoðað við þrjár, sem aðrir aðilar hafa haldið. Hefi fjöldi fólks sótt sýningar þess- ar, sumar þeirra svo mörgum þúsundum skipti, og ifggur því í augum uppi. að þær hafa haft víðtæk og vekjandi áhrif. Núverandi stjórn Garðyrkju- félags íslands skipa: E. B. Malm quist formaður, Ingólfur Davíðs son ritari, Hlín Eiríksdóttir gjaldkeri, og Jóhann Jónasson og Friðjón Júlíusson meðstjórn endur . J£rv jafmTarrrt ~hi«nl iEerlíu Ug fræðandi ritgerð Tngólfs um sögu Garðyrkjufélagsins og öðrum fróðleik varðandi það, flytur “Garðyrkjuritið” að þessu sinni, eins og endranær, fjölda- margar aðrar fróðlegar greinar og athygBsveröar um íslenzka garðyrkju og fleira, er þau mál snertir, og er að því öllu góður fehgur þeim, er láta sig þau mál varða, og þá sérstaklega öllum þeim, sem fylgjast vilja með þró un íslenzkrar garðyrkju á síðari Alt undir einu þaki Útibú hvers löggilds banka eru miklu meira en hentugur staður til að geyma í spari fé. Það er banka þjónustu í öllum skilningg sem nauðsynleg ér sérhverjum borgara þjóðfélagsins- 1 hverjum hinna<f,000 bankabúa Canada, elU ^1111 nauðsynlegustu störf af hendi leyst fyrir alla. I ai ei fé lagt inn, ávísanir greiddar, lán veitt leigðir oryggis kassar, peningum ávísað og keyptir og seldir erlendir víxlar. Einungis í löggiltum bankum, cr öll þessi þjonusta veitt og öll undir einu og sama þaki. 1 gegnum bankanna eru allar þarfir Jnnar í fjárskiftum -óbrotnar, öryggar, auðveldar. SJÁIÐ BÁNKANN ÞVl VIÐYÍKJANDI Aðcins löggiltir bankar veita follkomnustu þjónustu Spari fjárreikningur Daglegan reikning Sameignar reikning Privat lán Verzlunar lán Bænda lán Veðdeildar lán Heimilis lán Upplýsingar um innlands og erlend viðskifti Kaup og sala erlendra vfxla Viðskifta innköllun Peningar sendir Banka ávísanir Ferðamanna ávisanir Lánsskýrteini OryggisLassar Upplýsingar um lán Kaup og sala verðbréfa Geymsla verðmætra skjala Bankarekstur með pósti Zhc Jíouse of Seaq ram the chartered banks serving your COMMUNITY Ad. No. 5501

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.