Heimskringla - 17.08.1955, Side 3

Heimskringla - 17.08.1955, Side 3
WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1955 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA inum, ákalla hefðina og venjuna sem nú er orðin ærið löng. En gegn iþeirri íhaldssemi má þá aftur segja að það sé aldrei of- seint að leiðrétta gamlar villur, sem valdið hafa varanlegum mál spjöllum. Til þess að læra rétta notkun greinisins, er gott ráð að athuga hvernig Snorri notar hann. Ann- ars er svo að sjá sem sjálfstæður h-laus geinir eigi einkum vel við sjálfstæð lýsingarorð, t. d.: — hann skemmti sér ið bezta—og var inn reifasti—valdi úr ina færustu—þann vetur inn næsta —hann er alltaf inn sami—Nap- óleon var kallaður inn mikli. Einnig má nota greininn, þótt nafnorð komi á eftir t.d.—inn bezti maður—hann fór ina fræg ustu för—gat sér í hvívetna ið bezta orð o. s. frv. Jón Ólafsson ritstjóri hóf um aldamótin baráttu fyrir h-laysa greininum, en varð lítið ágengt vegna ófullkomins rökstuðnings. Nú eru menn óðum að skilja hvernig í málinu liggur og breyta samkvæmt því. Þegar t.d. Einar Arnórsson fyrir nokkrum árum hafði athugað áðurgreind rök, tók hann þegar í stað upp h-lausan greini, eins og nýustu rit hans sýna. Eg hafði áætlað að samkomulag mundi bráðlega geta orðið um þetta meðal blaða manna og rithöfunda og vildi því bíða. En eg sé nú að einfaldast er, að þeir sem orðnir eru sann- færðir um að h-lausi greinirinn sé réttur taki hann upp og riti hann svo jafnan. Geta svo hinir athugað hvað þeim finnst rétt. Rithöfundar og blaðamenn verða ekki skyldaðir til að breyta rit- venju sinni. En fræðslumála- stjórnin gæti gefið kennurum bendingu um, að greinirinn í ís- lenzku sé inn sami hvort sem hann stendur sjálfstæður eða er skeyttur við endingu nafnorða. Þetta er einföld regla og auð- lærð. —Lesbók Mbl. EFTIRLEIT — heitir ný ljóða bók sem komin er hingað vestur eftir vin okkar Pái s. Pálsson. í þessari bók er alt sem höfund- urinn átti eftir óprentað af ljóð um sínum. Þar eru mörg ylrík og fögur kvæði að ógleymdum ým- is konar ádeilukvæðum. Bókin er í laglegu bandi, 92 bls. og kostar $3.50 og fæst hjá höfundi og í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave. Win- nipeg 3, Manitoba. BLOOD BANK thi* SPACE CONTRIBUTED B Y WINNIPEG BREWERY L I M I T E D Thelma (RAGNAR STEFANSSC.V ÞÝDDI) Framkoma Thelmu var svo bljúg og aðlað andi að frú Rosine gat ekki annað en brosað og jafnað sig—og þó að hún væri sár—óánægð með sjálfri sér yfir því að almenningur fengi ekki að sjá svona yndislegan háls og handleggi, þá gerði hún sér þau vonbrigði að góðu, og fór með upphlutinn sem svo mikill styr hafði staðið um, og kom með annan eftir tvo daga er tók hinum langt fram að öllu leyti og svaraði betur til skynsamlegum velsæmiskröfum. Þegar þau fóru frá París, hafði Philip bar- ón farið með konu sína beint heim til síns rík- mannlega gamla bústaðar í Warwickshire. Gleði Thelmu yfir hinu nýja heimili hennar var takmarkalaus. Tignarlegu eikurnar sem um- kringdu rósagarðana, blómahúsin — hinir stóru salir, með rósofnum veggtjöldum, eikarhúsgögn og fáséðar myndir—yndislegt bókaherbergi, lng og lofthá herbergi, og víðáttumiklir sam- kvæmissalir, skreyttir og búnir verðmætum hús- gögnum frá tíð Louis Quinze—allt þetta fyllti hjarta hennar með heilbrigðum metnaði og ljúfri aðdáun. Þetta var heimili Philips! og hún var þangað komin til þess að gera honum það bjart og ánægjulegt—hún gat ekki hugsað sér yndislegra hlutverk. Gamla þjónustufólkið á þessu heimili fagnaði nýju húsmóðurinni með auðsjáanlegri virðingu og undrun yfr fegurð hennar, þó svo færi, að þegar það kynntist henni betur, þá dáðist það engu síður að hennar lát- lausu og kurteisu framkomu. Ráðskonan, mynd arleg kona, hvít fyrir hærum sem hafði verið í þjónustu hinnar látnu barónessu Errington, lýsti því yfir að hún væri engill—og kjallara- vörðurinn sór, hátt og í hljóði að nú fyrst sæi hann hvernig drotning ætti að vera! Allt þjón ustufólkið virtist samvalið í því að sýna henni ástúð og virðingu og kappkosta að gera henni allt til hæfis, þó að ef til vill sá sem hrifnastur var af aðlaðandi brosi hennar og ljúfmannlegri framkomu, væri Edward Neville, einkaritari Philips baróns og bókavörður—góðlátlegur og hægur maður um fjörutíu og fimm ára að aldri, en bognar herðar, þunnt hár, og dapurlegt augna ráð, gerði það að verkum að hann leit miklu elli legar út. Thelma var honum sérstaklega góð og hlý, þar sem eiginmaður hennar hafði sagt henni part úr æfilsögu hans. Sá kafli var stuttur og íaunalegur. Hann hafði kvænst laglegri ungri stúlku, sem hann hafði kynnst þar sem hún vann fyrir rýru lifibrauði með því að syngja í einu af fylkjaleikhúsunum—hann hafði orðið hugfanginn af henni, og jafnframt kennt í brjóst um hana fyrir að þurfa að lifa þesskonar lífi— en eftir sex mánaða sæmilega ánægjulegt hjónaband, strauk hún frá honum, án þess að getfa honum nokkra vitneskju um hvert hún hefði farið. Hann tók sér það svo nærri að hann varð ekki mönnum sinnandi, og þar sem hann var hljómlistarmeistari og organleikari gerði sorg hans og sinnuleysi það að verkum að lærisveinar hans hættu námi hjá honum—einn eftir annan, og eftir nokkurntíma var honum sagt upp organ- leikarastöðunni við þorpskirkjuna líka. Þetta var þungt áfall fyrir hann, því að hann unni hljómlist af alhug, og hafði snillingshæfileika— og það var undir þessum kringumstæðum sem hann af tlviljun hafði komist í kynni við Err- ington. Philip var um þær mundr í sárum— faðir hans og móðir höfðu dáið með einnar viku millibili—og, honum fannst hið eyðilega heimili sitt óbærilegt, og ákvað að ferðast erlendis um tíma, eins fljótt og hann gæti fundið trúverðug an mann til þess að sjá um óðalsetrið, með þess dýrmæta bókasafni og málverkum, í fjarveru hans. Eftir að hafa heyrt sögu Edwards Neville frá sameiginlegum vini þeirra beggja, ákvað hann með sinni meðfæddu skörpu dómgreind, að þarna væri einmitt maður við hans hæfi—vel ættaður, og fékk orð fyrir að vera hámentaður maður—.0g hann bauð honum stöðu einkaritara með 200.00 sterlingspunda kaupi um árið. Nev ille varð svo undrandi að 'hann ætlaði ekki að geta trúað þessari miklu heppni sinni, og byrj- aði að stama fram þakklæti sínu með titrandi vorum, en Errington tók fram í fyrir honum og sagði að það væri þá allt klappað og klárt, og bað hann að taka við verki sínu sem fyrst. Hann kom sér því tafarlaust fyrir í þessari öfundaverðu stöðu. Fyrir hann voru bókmentir og hljómlist eins nauðsynlegir og dýrmætir hlut ir eins og loft og birta — hann handlék hin merkilega bókmentaverk á hillum Erringtons með helgiblandinni hrifningu, og oft dvaldist honum yfir gömlum fáséðum handritum þang- að til löngu eftir miðnætti, og gleymdi nálega yfir þeim hörmum sínum í bili. Einnig gafst honum kostur á að leita íhuga sínum svölunar í hljómlistinni—því voldugt organ var í öðrum enda hinnar löngu bókhlöðu, og þar sat hann og lék sín uppáhalds lög stundum saman. Philip barón reyndist honum samúðarríkur og tryggur vinur, sem hann virti og mat að verðugleikum. Hann fylltist dálitlum efa og kvíða þegar hon- um barst hin skyndilega tilkynning um giftingu húsbónda síns—en allur kvíði fyrir því hvernig hin nýja barónessa Bruce-Errington myndi reynast. hvarf eins og ský fyrir sólu þegar hann sá hið yndislega andlit Thelmu og fann hið hlýja handtak hennar. Á hverjum morgni er hún kom ofan til morgunverðar, hafði hún þá venju að líta inn ’-r-iar á skrifstofu hans, sem var lítið her- bergi við hliðina á bókhlöðunni, og það komst upp í vana fyrir honum að búast við því með gleði og tilhlökkun að heyra hið vingjarnlega ávarp hennar, “Góðan daginn, herra Neville!’’ Það varpaði einhvern veginn birtu og yl inn í sál hans sem entist honum allan daginn. Hamingjusamur og stoltur varð hann þegar hún beiddi hann um tilsögn til að leika á hljóð- færið—og aldrei gleymdi hann því þegar hann heyrði hana syngja í fyrsta sinn. Hann var að leika hið volduga lag “Ave Maria”, eftir Strad- ella, og hún stóð við hlið manns síns og hlust- aði, þegar hún hrópaði skyndilega: “Nei, þetta vorum við vanar að syngja í Arles!” — og hljómskæra volduga röddin hennar fyllti salinn með yndislegum tónum, þegar hún söng lagið með tækni og frámunalegu listræni með undir- leik hljóðfærisins. Hjarta tónsnillingsins var snortið—hann hlustaði á söng ihennar með undr un og hrifningu, og þegar hún hætti var eins og hann væri í öðrum heimi. “Engin hrósyrði ná yfir slíka rödd!” sagði hann; “Það væri aðeins nálega vanhelgun. Hún er svo guðdómsleg!” Eftir þetta eyddu þau mörgum skemmti- legum kvöldum- saman við söng og hljómleik í mikilfenglega stóra bókaherberginu, og eins og frú Rush-Marvelle hafði með svo mikilli gremju sagt manni sínum—var engum gestum boðið til óðalsetursins um veturinn. Errington var fylli- lega hamingjusamur og ánægður—hann óskaði ekki eftir neinum félagsskap öðrum en návist konu sinnar og hugsunin um að fylla sali húss- ins með veizlugesti og ónæði sem myndi áreiðan lega koma í bága vð hið yndislega heimilislif fannst honum næstum hræðilega ógeðfeld. Fyrirfólkið úr sveitanágrenninu gerði sér ferð þangað—en fór á mis við að sjá Thelmu, því að deginum til var hún æfinlega úti með manni sínum á löngum göngutúrum og ferðum til þcirra mörgu mismunandi staða sem frægð og helgi Shakespears hvíldi yfir—og þegar hún, eftir uppástungu Philips, heimsótti sveita-aðal- inn, virtist hann einnig aldrei vera heima. Og SVO var það þá, að ennþá hafði hún ekki kynnst neinum utan heimilisins, og nú hafði hún verið gift í átta mánuði og var komin til London, og sama sagan endurtók sig. Fólk kom að vísu, en það gerði það síðari hluta dags einmitt á þeim tíma, sem hún var úti að aka—þegar hún endur- galt heimsóknir þess, fann hún það aldrei heima. Hún skildi það ekki ennþá þennan leyndar- dóm að setja til síðu vissan dag til þess að taka á móti gestum í hópum—dag, þegar drukkið var ósköpin öll af tei, og þar sem grunnhyggnislegt og tilgangslaust samtal fór fram, sem alla gerði svo leiða og uppgefna á endanum—í rauninni, sá hún ekki neina nauðsyn til að þekkja margt fólk—maður hennar var henni fullnægjandi — að vera í hans félagsskap var allt sem hún þráði. Hún skildi eftir nafnspjöld sín í mörgum húsum af því að hann beiddi hana að gera það, 1-1 bessi félagslega skylda hennar fannst henni hlægileg. “Þetta er eins og leikur!” lýsti hún yfir, hlæjandi; “fólk kemur og skilur eftir þessi litlu spjöld, sem útskýra hverjir hafa komið—og svo fer eg og skil eftir okkar litlu spjöld, er skýra hver við erum—þetta gengur koll af kolli, og við fáum aldrei tækifæri til að sjást eða kynn- ast! Það er eitthvað svo einkennilegt!” Errington fannst einhvern veginn engin þörf á að útskýra sannleikann í þessu efni—sem sé það, að enginn af þessum hefðarkonum hafði nefnt neinn tilsettan dag fyrir konu hans að heimsækja þær—honum fannst ekki nauðsyn- legt að segja henni það sem hann vissi fyrir víst, að þessi kunningjahópur hans, bæði í sveit inni og b.orginni, hafði ákveðið að sniðganga hana á sinn auðvirðilega hátt við öll tækifæri sem gæfust. Ekki heldur hafði hann fengið sig til að nefna neitt við hana þó að hann hefði fengið undanfarið allmörg boðsbréf þar sem hún var undanskilin, og sem hann þessvegna hafði aldrei svarað—og að eina heimilið sem hún var boðin á með honum samkvæmt réttum og sjálfsögðum kurteisisreglum, var heimili Winsleigh lávarðsfrúar. — Honum var meira skemmt heldur en að honum gremdist þessi ákvörðun sem hinar svokölluðu forustu- konur félagslífsins höfðu tekið gagnvart konu hans, þar sem hann var ekki í minnsta vafa um, að hún myndi bera af þeim öllum, og vinna frægan sigur á endanum. j Professional and Business | Directory= =— Ottioe Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingai Bank oí Nova Sootia Bldg. Portage og Garry St Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bkig. Winnipeg, Man. Jh°ne 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg 1 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL limited Hkkistur og annast um utfarir. Allur útitoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 927130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Slmi 72-1272 ^— -.. MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 "l r -COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistut, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðslur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe &: Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _ Res. Ph. 3-7390 V ; V MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - S. — J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street Vancouver 9, B. C. V- ^ r GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK. MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmei PHONE 3271 - Selkirk i GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 -- ■ 'X JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOUCITOR, NOTARY PUBUC Off. Ph. 927751 — Res Ph. 56-1015 206 ConfederatioÐ Building, Winnipeg, Man. \. - j HERE JOWI ToastMaster MIGHTY FINE BREADJ At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgi. PHONE 3-7144

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.