Heimskringla - 21.09.1955, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.09.1955, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. SEPT., 1955 HEIHSKBIHGLA 3. SÍÐA SILFUR BRÚÐKAPSVÍSUR til Mr. og Mrs. Bainey Björnson fluttar í samsæti í Seattle, Wash. 8. ágúst 1955 Thelma Hér í kvöld er gleði og gaman, góðir vinir koma saman, orsökin er öllum ljós: “Barna” og Klöru brautir taldar, bjuggu hér í fjórðung aldar, eiga skilið hæsta hrós. “Barni” þú ert besti maður, brosmildur og altaf glaður, það er ættar þínnar mark, djúpvitur og dáða-ríkur, dagsins störfum altaf líkur, missir aldrei móð né kjark. “Klara” þú ert kona og móðir, könnuðu margir þínar slóðir, Hátt í metum hús þitt var, gestrisni og góðvild sýndir, gleði brosi aldrei týndir, þegar gest að garði bar. Þið eigið marga mæta vini, manndóms-ríka og fríða syni, það eru ykkar lífsins laun, þið hafið trúföst til þess unnið, traustan þátt í mannlí^ spunnið, hjálpráð mörgum rétt í raun. Nú skal syngja sálminn góða, silfur-brúðkaup ykkar hljóða, út um alla borg og bygð, Barney lengi lifi og Klara, leidd af drottins engla skara, fyrir þeirra dáð og dygð H. F. Magnússon AthsRitstj. í kvæði þessu sem prentað var í Hkr. 31. ágúst, urðu svo slæmar prentvillur (línu- brengl), að það er hér endur- prentað Og forláts beðið á mis- tökunum. The Women’s Association of the First Lutheran Church will sponsor ‘ The Home Hour” at the Auditorium of the Westing- house plant, Ellice Ave and St. James St. on Tuesday, Sept. 27th, at 1.45 p.m. —Tickets 25c. The “RIM KING” Conada’s Favorite Eyeglasses Áreiðanlega bezt að gerð útliti og end- ingu. Sterkustu og fegurstu gleraugu sem búin eru til. Kaupið þau á verksmiðju- verði. Sparið alt að $15.00 með því. Prófið sjón yðar, fjarsýni og nærsýni með HOME EYÉ TESTER. Sparið peninga Sendið nafn yðar, addressu og aldur, og Við sendur þér Home Eye Tester ■1 frítt til reynzlu i pril 30 Oaga. Álitlegt catalog mcð fullri skýringu. Agents Wanted VICTORIA OPTICAL CO„ Dep». KT-S61 276'/z Yonge S*. Toro’nto 2, Qn*. 0Ú ty&tí/L BLOOD BANK THIS SPACI CONTRIBUTID Drewrys man itoba division WESTERN CANADA BREWERIES (RAGNAR STEFÁNSSCtN ÞÝDDI) Herra trúr!—hvað kemur nú næst? Marciu langaði mikið til að flissa af hlátri og frú Van Clupp er sér þess meðvitandi mjög gremjufull að Erringtons demantarnir eru mikið stærri, verðmætari, og fallegri en hennar eigin. Á þvi augnabliki kemur Philip barón til konu sinnar með George Lorimer og Beau Lovelace. Thelma fagnar Lorimer brosandi eins og gömlum vini—sólskinsbrosi sem kemur hjarta hans til að slá hraðara en venjulega. Hann gefur henni gætur þegar hún snýr sér við til þess að vera kynnt Lovelace—meðan frú Van Clupp sem veit hversu mikilli kaldhæðnis- gáfu þessi rithöfundur er gæddur, býst við ein- hverju ‘hneyksli” — því eins og hún trúir frú Marvelle fyrir, í lágum hljóðum, “Hún getur þó aldrei vitað hvernig á að tala við þann mann.” “Thelma”, segir Philip barón, “þetta er hinn víðfrægi rithöfundur, Beaufort Lovelace, —þú hefir oft heyrt mig tala um hann.” Hún réttir fram báðar hendurnar. “Ó! þú ert einn þessara miklu manna sem við öll unnum og dáumst að!” segir hún, með falslausri ein- lægni og einurð—og hinn kaldlyndi og forherti Beau, sem aldrei hefir fengið svona yndislega einlæg hrósyrði, roðnar eins og skólatelpa. “Eg er svo stolt af að fá að kynnast þér! Eg hefi lesið þína undursamlegu bók, ‘Azaziel’, og hún bæði gladdi mig og hryggði í senn. Því hversvegna dregurðu upp göfuga fyrirmynd og segir þó um leið að ómögulegt sé að breyta eftir henni? Af því að stundum hvetur þú alla með þinni dásamlegu andagift til þess að vera góðir og fullkomnir, en segir þó í sömu andránni að þeir geti—aldrei orðið það! Það er ekki rétt— finnst þér það?” Beau mætir hinu spyrjandi augnaráði henn- ar með ofurlitlu brosi . “Það er að öllum líkindum gersamlega rangt frá þínu sjónarmiði, barónessa Erring- ton,” segir hann. “Einhvern tíma verðum við að tala út um það efni. Þú skalt sýna mér villu míns vegar. Ef til vill bregður þú nýju ljósi yfir lífið og það erfiða hlutverk að lifa þvi— og veitir um leið nýjum innblæstri inn í sál mína!. Þú veizt að við skáldsagnahöfundar leik- um til allrar ógæfu þau brögð að líta á hinar skuggalegustu hliðar mannlífsins—við getum ekki við því gert. Auk þess er það tízka nú á dögum að tína upp tötra og sorahliðar lífsins Og hampa Öllum ljótleik þeirra framan í hinn sálsjúka almenning. Til hvers væri að eyða hugsun og tíma í það að búa til kórónu skreytta demöntum, og bjóða fólkinu hana glitrandi á flossessu, þegar það vill heldur útslitna fata- larfa, fúin bein, og útbrunna kertastubba? I stuttu máli, að hvaða gagni kæmi það að rita eins dásamlega eins og Shakespeare eða Scott, þegar samkvæmislífið heimtar Zola og hans líka?” Það var kominn allstór hópur utan um þau —karlmenn söfnuðust vanalega utan um Beau Lovelace hvar sem hann lét í ljós skoðanir sín- ar—0g nú var aðdráttaraflið tvöfalt, þar sem það var yndisleg kona sem hann átti orðastað við. Marcia Van Clupp starði undrandi —vissu lega mundi ekki þessi Norska lágstéttarkor.a skilja samlíkingar Beaus—því að þær voru Marcíu sjálfri óskiljanleg ráðgáta. Og hvað sið- ustu athugasemdina snerti — Auðvitað hafði hún lesið allar skáldsögur Zola í laumi í sínu eigin svefnherbergi, Og hafði haft nautn af þeim—engin orð gátu lýst hinni áköfu aðdáun hennar á bókum sem voru svo ruddalega raun- verulegar! “Hann öfundar aðra rithöfunda, geri eg ráð fyrir”, hugsaði hún; “þetta bókmennta- fólk hatar hvert annað eins og plágu.” Á meðan lýsti sér dálítill vandræðasvipur í hinum bláu augum Thelmu. “Eg þekki ekki það nafn”, sagði hún. Zola!—hvað er hann? Hann getur ekki verið mikill eða vel þekktur. Shakespeare þekki eg—allur heimurinn dáir hann, auðvitað—mér finnst hann eins mikill og göfugur eins og Hómer. Og svo Walter Scott— eg elska allar fögru sögurnar hans—eg hefi lesið þær nærri eins oft og Norðurlandasögurn "r og Hómer. Og heimurinn hlýtur að elska slíkar dásamlegar bókmenntir—eða hvernig gætu þasr annars varað svo lengi?” Hún hló og hrissti gullna höfuðið, og hafði yfir langar til- vitnanir á frönsku. Beau brosti aftur og bauð henni handlegg- inn. “Lofaðu mér að reyna að finna stól handa þér! sagði hann. Það verður enginn hægðar- leikur, en eg get þó gert tilraun að minnsta kosti. Þú kemst að því að þú verður þreytt a£ að standa of lengi.” Hann þræddi gegnum þyrp- inguna, með hina litlu hanskaklæddu hönd henn ar hvílandi létt á jakkaerminni hans—meðan Marcia Van Clupp og móðir hennar litu hvor á aðra með undrun og skelfingu. “Fiskikonan gat talað frönsku—meira að segja, hún gat talað hana með yndislega mjúk- um og hárréttum framburði— “persónan” hafði' kynnt sér og numið Hómer og Shakespeare, og gat vitnað í og rætt um helztu heimsbókmennt ir—og beiskast og sárast af öllu var þó það, að “almúgasniftin” skaraði fram úr öllum konum í salnum í kurteisi og göfugri, háttprúðri, og tiginni framkomu, og dásamlegum, smekk í klæðaburði! Hver einasti búningur leit hégóm lega og tildurslega út við hliðina á hinum fagra, hylgjaudi, dragsíða flaujelsbúningi hennar—all ir niðurflegnu og baklausu búningarnir urðu ógeðslegir og fjarri öllu velsæmi bornir saman kjól Thelmu, sem var aðeins nægilega fleginn i hálsinn til þess að sýna hina breiðu demanta— hálsfesti—og allt kvennfólkið í salnum virtist annaðhvort digurt og luralegt, of stórt eða of feitt, eða of horað og of krangalegt—borið sam an við hið fagra og tignarlega vaxtarlag henn- ar. Teningnum var kastað—fordæmi Beau Love lace var nálega skilyrðislaust fylgt á tízku og listasviðinu innan vébanda samkvæmislífsins, og frá því augnabliki að það sást að hann í hrifn ingu beindi allri athygli sinni að hinni nýju feg urðargyðju”, fóru að heyrast æstar hvíslingar— “Hún verður fegurðardrotning samkvæmislífs ins á þessum vetri”! —“Við verðum að bjóða henni heim til okkar!” — “Beiddu frú Wins- leigh að kynna okkur!” —“Hún má til með að heimsækja okkur!” — og þvílíkt. Og lávarðs frú Winsleigh var hvorki blind eða heyrnar- laus—hún sá og heyrði greinilega að valdstjórn hennar var með öllu lokið, og innst í hjarta sínu var hún hamstola af reiði. “Lágættaða bóndadóttirin var hvorki al- múgaleg eða ómenntuð—og hún var fram úr skarandi yndisleg—jafnvel frú Winsleigh gat ekki neitað svo greinilegri og óhrekjandi sann reynd. En lávarðsfrúin var heimsvön, og hún hafði orðið þess áskynja undir eins að það var Thelma ekki. Philip hafði giftst konu með fagr an gyðjulíkama og saklausa barnssál—og það var einmitt sú barnslega, hreina sál sem skein svo bjart út úr augnaráði Thelmu sem hafði valdið löngu gleymdum blygðunarroða í kinn um Clöru Winsleigh. En sú sjálfsfyrirlitningar tilfinning hafði fljótlega horfið—hún var hvorki betri eða verri en aðrar konur í hennar stöðu, fannst henni—þegar allt kom til alls, hvað þurfti hún að blygðast sín fyrir? Ekkert, nema—nema—ef til vill þetta daður við Lennie. Ný tilfinning kom nú blóði hennar í æsingu— illgirnis og haturstilfinning, blönduð hugsun og sárum endurminningum um forsmáða ást og óuppfyllta girndarþrá—því að hún dáði Philip ennþá með heimskulegum ofsa. Augu hennar leiftruðu fyrirlitlega þegar hún tók eftir af- stöðu herra Francis Lennox—hann hallaðist upp að marmara-arinhillunni, og strauk yfirskegg sitt með annari hendinni, upptekinn við að horfa á Thelmu, sem sat í 'hægindastól sem Beau Lovelace hafði fundið handa henni, og talaði og hló glaðlega, við þá sem voru næstir henni, hóp, sem alltaf óx, og var mestmegnis karlmenn. -■ j Professional and Business Directory— Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appoirrtment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry SL Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg Dr. G. KRISTJAN SSON 102 Osborne Mcdical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 - Res. 74-0118 V — w . _ CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ef Fresb and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 9S4 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken 'u u u ' ' ' u uu v M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 ’— A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um utfarir. Allur úkbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann r*IUi™.wTT minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg r -vj The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 216 AVENUE BUILDING OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250 Bookkeeping, Income Tax, Insurance “ j Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financlal Agents Sími 92-50«! 508 Toronto General Trusts Bldg. MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. ^ X Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 V “Fífl!” tautaði frú Winsleigh við sjálfa sig, og átti aðallega við “Lennie”. “Fífl! — Skyldi hann halda að eg sé afbrýðissöm! Hann má vera leiguþræll allra kvenna í London ef hann vill! Hann lítur út eins og spjátrungur í samanburði við Philip!” Augu hennar leituðu til Philips—sem stóð hjá konu sinni, og ræddi glaðlega við Winsleigh lávarð. Þau voru öll nálægt hinu mikla hljóðfæri— og frú Clara reyndi að slétta úr gremjuhrukkun um á enninu, og hélt upp hinum dragsíða kjól- slóða um leið og hún hélt í áttina til þeirra sem voru næst hljóðfærinu. Áður en hún gat sagt nokkuð, stóð hinn víðfrægi herra Machtenklink en frammi fyrir henni með dálitlu drembilæti. “Náðug lávarðsfrún sýnir mér ef til vill þá góðvild að minnast þess”, sagði hann, ákafur, “að eg á að leika hér á hljóðfæri! Það hefir ekki verið neitt tækifæri—það myndi ekki heyrast til hljóðfærisins í þessum voðalega hávarða. Er það mögulegt að frúin ætli ser ekki að hafa neina hljómlist í kvöld? Ef svo er mun eg bráð- lega fara héðan.” Frú Winsleigh horfði á hann mjög þótta- lega. “Þú ræður því”, sagði hún, kuldalega. “E: þer stendur svo alveg á sama um þinn eiginn hagnað—þá get eg ekki annað sagt en að mér sé sama! Þú ert ef til vill þekktur á meginlandi Evrópu, herra Machtenklinken—en ekki hér— og mér finnst að þú ættir að vera þakklátari fyrir mín áhrif.” Að svo mæltu hélt hún leið sína, og skildi við hinn mikla píanósnilling agndofa og sár- reiðan. “Guð í himninum!” tautaði hann við sjálfan s*g. °g saup hveljur af reiði. “Keisarinn sjálfur mundi ekki hafa talað svona við mig! Eg kem í greiða og velvildarskyni—frúin býður mér ekki eitt “penny”—hljómlist er ekki fyrir svona fólk—þetta land veit ekki hvað list er—”, hann lagði á stað út úr salnum, en Beau Lovelace náði í hann—hann hafði farið á eftir honum í flýti. “Hvert ertu að fara, Hermann?” spurði hann glaðlega. “Okkur langar til að þú leikir fyrir okkur. Það er frú hér sem heyrði til þín í París mjög nýlega—hún dáist ákaflega mikið að þér. Viltu ekki koma og vera kynntur fyrir henni?” COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kxliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað eT. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 -.r in.n.-I i-i.i-i,- i-ii-i — 1-— ———— BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími SUnset 3-6127 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI SUnset 3-3809 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. 3-7390 ------r> Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. leal Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING relephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU DENTIST Dr. HAROLD L FLEISCHMAN AT ARBORG—Every Tues. & Wed. Phone 7-6342 WINNIPEG—807 Henderson Hwy, EAST KILDONAN, MAN. Phone EDison 0834 GILBARTFUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. íone 223 D. R. OAKLEY, R.O. OPTOMETRIST Vision Specialist — Eyes Examined -borg, uesdavs Centre Street, GIMLI, Man. GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clodu, Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170 ——— ——w/

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.