Heimskringla - 28.09.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.09.1955, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR WINNTPEG, MIÐVIKUDACrDíN, 28. SEPT. 1955 NÚMER 52. Hörmuleg frétt Sú hörmulega frétt barst frá Washington upp úr helginni, að Eisen'hower Bandaríkjaforseti lægi sjúkur á spítala og væri veikin afleiðing af hjartaslagi, er hann fékk s.l. laugardag. Það er vonað, að honum batni veikin innan tveggja mánaða, en verði honum ekki að fjörtjóni. Þetta áfall forsetans er þegn- um hans hrygðarefni og mönn- um út um allan heim og hvort sem austan eða vestan járntjalds- ins eru. Starf forsetans á Geneva-fund inum er haldið að hafi reynt of mikið á hann. Það er einnig i sambandi við það og lyktir þess friðarstarfs, sem þá var hafið, sem veiki forsetans er öllum nú ahyggjuefni. Skeytum rignir að hvarvetna utan úr heimi með óskum um bata forsetans. Falli hann úr leik, getur vissu- lega orðið mikil breyting innan flokkanna í Bandaríkjunum. Það mundi ekki spá sigri fyrir repub! ika. Heims málin geta og beðið mikinn hnekki verði hann nú frá að hverfa. Vöxtur Bandaríkjanna Samkvæmt síðustu manntals- skýrslum Bandaríkjanna 1. ág., 1955, búa þar nú 165,495,000 manna. Hefir íbúunum fjölgað um 14, 362,000 síðan 1. apríl 1950, er manntal var síðast tekið. Fjölgunin nemur eins miklu á 4 Vz ári, og öll íbúatala Canada nemur. Bíll á þremur hjólum German Messerschmitts, stend ur til að farið verði að selja í Canada. Þetta er 3-hjólaður bíll, lítill skratti, en getur farið 70 mílur á klukkustundu og 100 mílur á galloni af bensíni. Verðhækkun Tyrki, uppáhaldsmatur Canada búa á jólum, er haldið að lækki í verði á þessu ári. Ástæðan er offramleiðsla. um 4 miljónir fugla eru fáanlegir og er þaö einn tyrki á hverja þrjá eða fjóra íbúa. Hveiti í Argentínu í Argentínu er sagt að sé meira en 1 y2 miljón smálesta af hveiti óseldu frá fyrra ári. Þetta er auk uppskerunnar sem í hönd fer. Ef vel á að fara þaif að selja 30% meira hveiti 1956 en árið áður. Brazilía, sem verið hefir góður kaupandi Argentínu hveitis vill kaupa ódýrara hveiti frá Landarikjunum. Glatt á hjalla Síðast liðinn mánudag, Var Björgvin tónskáldi Guðmunds- syni og konu hans, frú Hólmfríði haldið samsæti í Sambands- kirkjunni á Banning af Kvenfé- lagi Sambandssafnaðar og venzla fólki heiðursgestanna. Var á annað hundrað manns samankom ið í kirkjunni. Eins og gera má ráð fyrir skiptust þar á ræð- ur, kvæði og söngur. Fór sam- sætið fram undir stjórn séra Philips Péturssonar og var hið skemtilegasta. Þarna var gömlum kunningja að mæta, manni úr hópi Vestur-íslendingai, er til frægðar og frama hafði gengið brautina er honum leik ungum hugur á að kljúfa, og sem kunn- ingjar hans og vinir, sem ekki höfðu heim farið 'höfðu ekki séð í 20 ár. Flestir íslendingar sem heim höfðu farið á þessum tíma, haía að sjálfsögðu heimsótt heiðurs- gestina þar, því þangað voru þeir ávalt boðnir og oftast fult hús af fólki með þeim. Við sem heim fórum 1946, getum af reynslu dæmt um þetta. Og svo munu fleiri geta. Og þar þraut ekki skemtun. En með samsæti þessu var verið að gjalda þeim gamlan kunningsskap, forna vin áttu á samverutímanum hér vestra. Ræður fluttu hjónunum við þetta tækifæri Friðrik Kristjáns son, Paul Bardal, Dr. Valdimar Eylands, frú S. E. Björnson, Kr. Sigurðson, en frumort kvæði fluttu Dr. S. E. Björnsson og Jón Jónatanson. Að síðustu svaraði tónskáldið. Mrs. Elma Gíslason söng einsöng. Allar lýstu ræðurnar vináttu og virðingu til tónskáldsins og þakklæti til hans fyrir söngstarf hans hér. Jón Jónsson forseti “Fróns” afhenti Björgvini 36 árganga af Tímariti Þjóðræknisfélagsins að gjöf. Fleiri minjagjafir voru afhent ar. Að síðustu var drukkið kaffi. K VE Ð J A til BJÖRGVINS GUÐMUNDS- SONAR TÓNSKÁLDS Þú komst hér með söngva sálar þinnar: alþjóðalist, sem ei fá grandað höfuðskepnur, né heimsvísindi nútímans, maurar né morðvélasafn. Vannstu þá úr efni, sem í þig spann Alfaðir íta, er á leið sinni til Rjúpnafells, forðum daga, hörpu ljúfra laga þér lagði í skaut. Þú einn vildir skapa, eins og hann, söngva í djúpi sálar þinnar: safna helgihljómum 1 hörpu Braga; frumstæðum bæði Og fjölradda. Yrkja þú vildir, eigin höndum, akur til uppskeru anda þíns; berjast þó yrðir við allra veðra öfl og andstæður úti í frá. Trú þín var reist á tvennt í heimi: guð í algeimi guð í þér sjálfum. Hún ein fekk svalað sálu þinni, sem uppSpretta tær frá iðrum jarðar. Sem uppsprettu lind frá æðra heimi farveg sér bryti um frjólönd ný; skyidi leggja leið sem lög skipa að ægi fram á ’ið yzta haf. Lind á leið sinni skyldi lög skapa; svanasöngur á heiði, sólarljóð: ofin straumþunga strengja, fossa, ljóða og lífssögu lands og þjóðar. Þjóð skyldi hlusta þunnu blóði á fallþunga líða í fossins raust; stundanna strengleik í straumkasti brothljóð böls og harma í brimsins gný. Þjóð skyldi heyra í hljómasölum himins og jarðar hjartaslátt, djúpsins regin rök í regni tóna lífsins ljóðahörpu af list slegna. List þín Björgvin skyldi á bjargi reist, sem völundarhús hins vitra manns; lýsa lífs á höf, sem ljós frá vita farmannsins auga á yztu mið. Þakka nú vinir í Vesturheimi hugljúfa söngva; heimsókn þína. Þakka og henni er þér við hlið stoð sem hetja sterk á stríðvelli. Siglið heil í höfn um hafsins djúp í útbreidda faðminn föðurtúna. Berið landi og þjóð bróðurkveðju vina og frænda í Vesturtieimi. S. E. Björnson —Wpg., 26. september ’55 ÓLAFUR HALLSSOX SJÖTUGUR ólafur Hallsson, kaupmaður í Eriksdale, verður sjötugur 1. október næstkomandi, Var hann fæddur og upp alinn á Seyðis- firði, en fluttist með foreldrum sínum, Halli Ólafssyni og Guð- rúnu Kristjönu Björnsdóttur, til Canada árið 1903. Eftir fjögurra ára dvöl hélt hann til íslands aftur og vann um hríð við verzl- unarstörf í Reykjavík. Foreldrar Ólafs komu heim ári síðar en Ólafur, hafði fund- izt sem þau mundu ekki una ti! langframa vestra. En vegna heilsu Halls fóru þau aftur vest- ur sama árið. Mun það eflaust í hafa losað um ólaf og valdið þeirri ákvörðun hans að flytjasc alfari vestur ásamt konu sinni, Guðrúnu Björnsdóttur frá Vaði í Skriðdal, er hann hafði kvænzt í Reykjavík. Settust þau við komuna hingað brátt að í Eriks- dale, þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Hefur ólafur rekið þar verzlun og reynzt bæði nýtur borgari og vinsæll kaupmaður. Forfeður vorir töldu kaupskap til íþrótta, og í hinu merka forn- riti Norðmanna, Konungsskugg- sjá, þar sem gætinn faðir er lát- inn leggja greindum syni sínum hvers konar heilræði, verður hon- um mjög tilrætt um kaupmenn og íþróttir þeirra. Rifja eg upp hér ifáeinar setningar úr þeim viðræðum, hefði hvort sem er lesið þær yfir Ólafi, ef eg hefði náð í hann, þegar hann var í bæn- um seinast. Eaðir. Þó að ég hafa heldui konungsmaður verið en kaup- niaður, þá vil eg eigi þá iðn fyrir þér lasta, fyrir því að til þess veyjast oft hinir beztu menn. En það varðar miklu, hvort maður líkist heldur þeim, er kaupmenn eru rettir, eða þeim, er sér gefa kaupmanna nöfn, og eru þó mang arar eða falsarar, selja og kaupa ranglega. Sonur. Það mundi mér vel gegna að líkjast þeim, er vel væri, fyrir því að það mun sýn- ast verr en von væri til, ef yðar son líktist þeim, er eigi væri vel. En hvers sem mér verður af auð- ið, þá fýsir mig þó, að þér gerið mér kunna þeirra manna siðu, er vel þykja vera í þeirri íþrótt. Faðir. Nú ef þú ert staddur í kaupstöðum, eða hvar sem þú ert, þá ger þig siðsaman og léttlátan; það gerir mann vinsælan við alla góða menn. Ven þú þig árvakran um morgna og gakk þegar fyrst til kirkju, þar sem þér þykir bezt fallið að hlýða tíðum, og hlýð þar öllum dagtíðum og messu þegar eftir óttusöng, og bið þá meðan fyrir þér með sálmum þínum og þeim bænum, er þú kannt. En að loknum tíðum gakk þá út og skyggn um kaup þín. En ef ókunn eru þér kaup í bæ, þá skyggn þú vandlega að, hversu þeir fara með sínum kaupum er mestir og beztir kaupmenn eru kallaðir. Það skaltu og varast um allan þann varning, er þú kaupir, að hann sé allur óspilltur og flærðalaus og fyrri rannsakaður en þú festir kaup þitt til fulls. Og enn seinna segir faðirinn við son sinn, er hann hefur rætt um, hver nauðsyn kaupmönnum sé á að kunna skil á lögum: En þó að eg ræða flest um lög- mál, þá verður engi maður alvit- ur, nema hann kunni góða skiln- ing og hátt á öllum siðum, þar sem maður verður staddur; og ef þú vilt verða fullkominn í fróð- leik,- þá nemdu allar mállýzkur, en allra helzt latínu og vöIsku (þ.e. frönsku), því að þær tungur ganga víðast, en þó týndu eigi að heldur þínu máli eða tungu. Þetta kann nú að þykja útúr- dúr eða nokkuð langur texti, og þó finnst mér, að varla hefði með öðrum orðum hægt að lýsa betur hinum víðsýna kaupmanni í Eriksdale. Hann hefur, hvar sem hann hefur verið, gert sig siðsaman og léttlátan og þannig orðið vinsæll af öllum góðum mönnum. Hann hefur vanið sig árvakran um morgna og jafnan hlýtt tíðum. þar sem honum hefur bezt fallið. Og vitað er, að hann hefur stuna- um sungið tíðir sjálfur, þegar prestlaust hefur verið, og mönn- um þótt gott á hann að hlýða. Þá munu allir geta borið ólati það vitni, að varningur sá, er hann hefur keypt og selt um dagana, hefur allur verið bæði óspilltur og flærðalaus”. En það, sem mest er þó um vert, er þetta: að Ólafur hefur alltaí horft langt út yfir búðarborðið og kunnað að sjá og meta margs konar verðmæti, þótt þau verði ekki reidd á vog eða tölum tekin. Hann hefur verið sínemandi og sífræðandi, haft yndi af að lesa góðar bækur og ræða síðan efni þeirra við kunningjana. Enska tungu hefur hann numið mjög vel, og sænsku talar hann ágæt- lega, m.a. sökum þess, að margir Svíar eru búsettir í nágrenni Eriksdale og þeir verið við- skiptavinir Ólafs. En Óiafur hef- ur þó ekki týnt að heldur sinni tungu, þó að hann viti, að hinat gangi víðara. Hann hefur alltaí fundið, hún kemur kaup- skapnum ekkert við, eitt eru kaupmál, og annað hjartans mál. Ólafur hefur tvisvar farið tii íslands á síðari árum, fyrra skiptið 1950, en hið síðara 1953. Hefur hvortveggja förin styrkt hann í trúnni á íslenzkan mál- stað og málefni bæði heima og hér vestra. Hefur 'hann flutt er- indi og samið blaðagreinar þar að lútandi og sumt af því verið með snilldarbragði. Ólafur er sérstakur unnandi íslenzkrar tónlistar, enda er hann söngvinn sjálfur og hefur samið nokkur lög, er sungin hafa verið beggja vegna hafsins Ólafur HalAsson er vakandi áhugamaður um þau mál, er hanu ann, og heimili hans og búðirnar í Eriksdale einn hlýjasti og bjartasti áfangastaðurinn á ís- lenzku þjóðbrautinni norður á milli vatnanna. Það munu þvi góðir hugir stefna heim til þeirra nú um helgina og biðja þeim og fjölskyldu þeirra langra lífdaga og allrar blessunar. Finnbogi Guðmundsson G. O. EINARSSON Minning Meðan hljóð við banabeð, börn sín þjóðin grætur, vil eg bjóða vini með vísu — góðar nætur. Þennan blund við þráum mest þegar stundir líða. Er því, Mundi, ebki bezt endurfunda að bíða. Lúðvík Kristjánsson FRÁ MOUNTAIN, N. DAK. Oft hef eg óskað að vera nógu vel ritfær, til þess að færa í let- ur, svo ekki fyrndist, ýmsa sögu lega atburði, sem stöðugt eru að gerast á meðal vor í borg og bygð. En því miður skortir mig það vald á penna og máli, sem til þess þarf að segja vel frá, svo það sem hér birtist, er aðeins lít- ið sýnishorn af því, sem fór fram í samkomuhúsinu á Mountain sunnudaginn 18. sept., en þann dag kl. 2 e.m. var afar fjölmenn guðsþjónusta, og í sambandi við hana hinn nýlega kosni prestur fyrir söfnuðina hér, séra Ólafur Skúlason, formlega settur í em- bætti af dr. V. J. Eylands for- seta kirkjufélagsins. Auk hans tóku þátt í þessari messugerð sr. S. T. Guttormson, sr. H. S. Sig- mar og sr. Robert Jack. Séra Guttormur stýrði messu formi. Fjölmennur blandaður kór undir stjórn Tho. T'horleifsonar söng í byrjun “Dýrð sé Guði í hæstum hæðum”. Var söngurinn hrífandi fagur. Mrs. Esther Oi- geirson við hljóðfærið. Pistil dagsins las séra Robert Jack. Þá flutti dr. Eylands ágæta ræðu að miklu leyti tileinkaöa nýkomnu hjónunum—minti með al annars á það, ~að þessa dags athöfn yrði minningarík fyrir alla, sem hlut áttu að máli, og lauk með árnaðar og blessunar- óskum til prestshjónanna. Aðal- ræðuna flutti séra H. S. Sigmar; fór þar saman efni og mælska. Séra Harald talaði af huga og sál og því andríki, að fátítt erð af ungum manni að vera, þar sem að vonum reynsla og æfing er ekki orðin eins mikil og hjá þeim sem eldri eru. Þá var komið að lokaþætti þessarar virðulegu messugerðar, og eins og fyr var sagt, fram- kvæmdi dr. Eylands þá afhöfn. Thorgils Halldórson forseti Vík- ursafnaðar kynnti séra Ólaf, sem þessu næst flutti vel hugsaða ræðu. Endaði hann mál sitt með einlægri ósk alls safnaðarfólk um góða samvinnu í sínu víðáttu mikla prestakalli, sem hann nú tæki við, sem þjónandi prestur. Séra Guttormur kynnti séra Ro- bert Jack—flutti hann stutt á- varp á góðri íslenzku, gat þess meðal annars, að þrátt fyrir það að hann væri Skoti, fyndist sér samt eins og að hann væri nokk- Á SPÍTALANUM — Eg þakka fyrir samúðina, bréfin, skeytin, blómin, Hin bróðurlegu handtök öll, og vingjarnlega róminn — Og þeirra fórn; sem aðeins geta stutta stundu dvalið — Enn stanza: og varpa brosi um dapurt hospítalið — LúUi Kristjánsson urs konar fulltrúi þessara góðu hjóna fyrir hönd íslands. Séra Robert Jack er hinn mesti íslands vinur, enda að flytja þangað, og fjölskyldan, þar sem hann heldur lífsstarfi sínu áfram sem þjónandi prestur. Að lokum var sungið “Praise God, from whom all blessings flow”. Að síðustu var öllum boð ið að neyta ágætra veitinga í neðri sal samkomuhússins. Hvað er svo meira að segja?— Veðrið var yndislegt—glaða sól- skin, hafði ringt nóttina áður, svo loftið var hreint og tært. Eg held helzt að gott, ferskt and- rúmsloft sé eitt af beztu heilsu meðulunum til sálar og líkama. Einn af ræðumönnunum mintist einmitt þessa atriðis. Það var sannfæringar vissa í rödd hans, þegar hann sagðist trúa því, að með þessum íslenzka presti kæmi nýtt og freskt andrúmsloft. Fólk virðist yfirleitt vera mjög ánægt, að vera búið að fá þennan glæsilega, velgefna mann ásamt hans ungu og myndarlegu konu, og mér finst alt spá góðu um langa og bjarta framtíð. Verið velkomin í Rauðarárdal Norður Ameríku! Alt fór þetta prýðilega fram, og samvinna fólks í söfnuðunum eins og bezt gerist. Allar ræður og söngur með þeim ágætum að lengi mun minst. —A. M. A. FJÆR OG NÆR Gestur væntanlegur Sunnudaginn, 9 okt- verða prestaskifti í kirkjunum hér i Winnipeg og Duluth, Minn. Sr. Philip messar í Duluth og Vir- ginia þ ann sunnudag, en prestur þeirra safnaðar, Rev. Kenneth J. Smith messar 'hér í Winnipeg. Gert er ráð fyrir að bjóða kvöld- söfnuðinum til morgunmessunn- ar og gera hana að sameiginlegri guðsþjónustu. ★ ★ ★ Gifting Laugardaginn 24. september, gifti séra Philip M. Pétursson Frank Price og Stephanie Rez- nik, í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg. Mr. Price, sem er ís- lenzkur í móður ætt er heilbrigð iseftirlitsmaður í þjónustu fylkis stjórnarinnar í Roblin , Man. Móðir hans hét Marion Elding og var systurdóttir Mrs. Paul Reykdal hér í bæ. Brúðhjónin- voru aðstoðuð af Mrs. Betha M. Fisher og Alan Atkinson. Fram- tíðarheimili þeirra verður í Rob- lin, Man. * ★ ★ Jónas Anderson fyrrum kaup maður í Cypress River, lézt s-1. föstudag að Ste C. Layton, Apts. Winnipeg. Hann var 71 árs, fædd ur í Cypress River, ólst þar upp og rak verzlun í 32 ár. Hann flutti til Winnipeg fyrir 8 árum. ÍCypress River hafði Jónas mörg opinber störf með höndum. Hann var um langt skeið skóla- ráðsmaður. Hannlifa kona hans, Jónasína Lilja; tveir synir, Halldór og Marino; tvær dætur: Mrs. E. S. Brynjólfsson, Chicago, og Mrs F. W. Johnson, Boston Bar, B. C. og einn bróðir S. H. Anderson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.