Heimskringla - 28.09.1955, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.09.1955, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. SEPT. 1955 FJÆR OG NÆR i Messur í Wintiipeg Sameiginleg guðsþjónusta Sunnudaginn 2. október verð- ur hér á ferð Dr. John NichoJls Booth, prestur í Unitara kirkj- unni í Belmont, Mass., og messat við morgun guðsþjónustuna í Fyrstu Sambandskirkjunni þann dag. Hann kemur til Winnipeg á vegum Celebrity World Adventure Tour Series, sem Mr. A. K. Gee stendur fyrir, og sýn- ir myndir og flytur fyrirlestur í Playhouse Theatre, laugardags kvöldið 1. október. Efni hreyfi- myndarinnar verður “The Heart of Africa’’. Dr. Booth ferðaðist Afríku og tók víða hreyfi myndir, bæði í stórborgum og út í eyðimörkinni. Meðal annars heimsótti hann Dr. Albert Schweitzer og spítala hans í Lambarene. Gaman og fræðandi verður að sjá og hlusta á Dr. Booth, hvort sem er á laugardags kvöldið í Playhouse Theatre eða í kirkju, sunnudagsmorguninn. Héðan fer Dr Booth til Regina og Edmonton, og síðan heim aft ur til kirkju sinnar í Belmont, Mass., þar sem hann er þjónandi prestur, og iðkar öll vanaleg preststörf. En kirkjan þar er með hinum stærri kirkjum Unit- arafélagsins og aðstoðar prestur léttir mjög starf hans, er hann er á fyrirlestrar ferðalögum. ★ ★ ★ Frónsfundurinn Frá því hefir verið skýrt í blöðunum, að Frón efndi til al- menns fundar í G. T. húsinu á mánudaginn, 3. október n.k. kl. 8.15 e.h. Allir eru boðnir og vel- komnir; verður inngangur ekki seldur, en leitað samskota svo sem siður er til á fundum deildar innar. Að venjulegum fundar- störfum loknum fer fram skemmtiskrá sem hér segir: ROSE THEATRE ! —SARGENT <S ARLINGTON— | Photo-Nite every Tuesday j and Wednesday. T. V.-Nite every Thursday. —Air Conditioned— Piano Solo: Carl Thorsteinsin, 1. A Doll’s Dream, Oesten 2. Knight Rupert, Schumann Vocal Solo: Diane Broadly, Tvö íslenzk lög. Kappræða: Æðsta hlutverk ís- lenzkrar þjóðrækni vestan hafs er viðhald íslenzkrar tungu. Þáttakendur— Jákvæða hliðin: Frú Ingibjörg Jónsson, Thyggvi J. Oleson. Nei-kvæða hliðin: Frú Hólmfríður Danielson, Heimir Thorgrimson. ’Eldgamla ísafold, God Save tbe Queen —Nefndin ★ ★ ★ Gefin voru saman í hjónaband í Fyrstu Sambandskirkju í Win- nipeg, 23. september, Guðjón Johanneson frá Riverton og Ev- elyn Beatrice Jonasson frá Geys- ir. Séra T'hilip M. Pétursson gifti. Þau voru aðstoðuð af Ethel Bergin og Lauga Johanneson. Þau gera ráð fyrir að setjast að í Riverton, Man. ★ ★ w Á sjúkrahúsinu í Selkirk dó hinn 24. september, Jóhann Sig urðson kapteinn, í Selkirk. Hann var 85 ára. Jarðarfórin fer frain ídag (miðvikudag) frá lútersku kirkjunni í Selkirk. Hann lifa kona og börn. ★ ★ ★ Veitið Athygli Þriðjudaginn 4. október, n.k. gefst tækifæri að kaupa heita lifra pylsu og blóðmör, hjá *]iiiiiiiiimniiiinimioMiiiiiiiiiniiiMmiiiiuiiiHiiiiiiiniiiiNiMiii(]iiiiiiMiiiiaiiiiiiiiiiii[3iiiMiiMNiniiiNNNiii[]niiNiMiiiuiiiiiiiiiiiiuiiii<s> ENDAST OLLUM VINNUSOKKUM BETUR Þér getið fengið hvaða stærð og þykt, sem vera vill, og óþrjótandi úrval af PENMANS vinnusokk- um. Það stendur á sama hvað þér veljið, þér fáið ávalt beztu vöruna á sann gjarnasta og bezta verði. ífmrtUMh WORK SOCKS 1 EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT | Frægt firma síðan 1868 | WS-10-4 I I i 43*l!lt]llllllitllll[]NIIIIIINN[]NIIIIIIIIIinillllNNIII[]IINIINIINnitlllllllNI[]lllllllltlUUIIMIItlllNUINIIIIIINIUNIIIIIINH[3lffllllllllinitllllNIIII[^ kvennfélagskonum Fyrsta lút- erska safnaðar í fundarsal kirkj- únnar. Salann byrjar kl. 12 um hádeg- ið og verður til kl. 8 um kvöldið. Notið þetta tækifæri! * » » Falið nýtt háskólastarf Dagmlaðið “Grand Forks Her- ald” og “Dakota Student”, viku blað ríkisháskólans í Norður Dakota, fluttu nýverið þá frétt, að forseti háskólans, dr. George W. Starcher, hefði skipað dr. Richard Beck sem ráðunaut er- lendra stúdenta á háskólanum (Faculty Adviser to Foreign Students). Er hér um nýtt há- skólastarf að ræða, og er það meðal annars verksvið dr. Becks að eiga hlut að því, að hinir er- lendu stúdentar hafi sem fyllsta sðstöðutil þátttöku í háskólalíf- inu og einnig til kynningarstaris í þágu heimalands síns og þjóð- ar. Á háskólaárum sínum í Cor- nell var hann forystumaður í hópi erlendra stúdenta, um skeið forseti “Cornell Cosmopolitan Club”. ★ ★ ★ Gefin voru saman í Fyrstu lút- ersku kirkju í Winnipeg 17. septeber, Alvin Kristján Sig- urdson og ungfrú Aurora Joice Thordarson. Er brúðguminn sor ur Kristjáns B. Sigurðssonar kennara og Bjargar konu hans. En brúðurin er dóttir Johns skrifstofustjóra Thordarsonar. og konu hans Auroru. Að afstað inni giftingu fór fram veizla á Hotel Assiniboine í St. James Ungu hjónn verða til heimilis í Winnpeg. Dr. Valdmar J. Ey- lands gifti. ★ ★ * Athygli íslendinga skal vakin á auglýsingu H. C. Paul and Co., í þessu og sðasta blaði Heims- kringlu. Mr. Paul er sonur sænsks frumherja í Norður Can- ada og þaulkunnugur starfi og stríðibænda. Hann hefir greitt veg margs manns áður, sem leio beininga hafa leitað til hans. — Skrifist á við hann. ★ ★ ★ A meeting of thé Jon Siguru son chap1|er I.O.D.E. will be held at the home of Mrs. F. Steph enson, Ste. 12 Edgeæater Apts, 39 Balmoral Place, on Friday Evening, October 7th, at 8 o’ clock, when Mrs. F. Stephensen and Mrs. O. Stephensen will be hostesses. FRÉTTIR FRÁ ISLA'NDl Bændum á Fljótdalshéraði smalað til síldarvinnu Mikil síld hefur borizt á land undanfarna tvo sólarhringa; — hefur verið leitað til bænda í Eiðaþinghá, á Völlum og í Fell- um og hafa allmargir sinnt kail- inu. Það munu vera um 4000 tunnur er borizt hafa til Seyðisfjarðai þessa daga, og hefur mikið vant- að á að nægur mannskapur væri þar fyrir til að verka þennan afla. Hefur því í gær og dag verið leitað til bænda í áðurnefnd um þremur hreppum og úr Egils staðaþorpi. Hafa allmargir brugð ist vel við og farið sjálfir, cn aðrir hafa sent kaupakonur sín- ar eða dætur. Þykir mönnum þetta í einu nýstárlegt og skemti legt. TOU6M TiMBBG. s\iC_A h DIRECT DRIVE HIGH SPEED CHAIN DIAPHRAGM CARBURETION LIGHT WEIGHT KAUPIÐ CANADISKAR VÖRUR VéJahluti og þjónusta allstaðar. Aflið aukareitis tekna á þessu hausti með því að höggva við til pappirsgerðar,—Upplýsingar veittar. H. C. PAUL & COMPANY, distributors 230 MADISON ST WINNIPEG 12, MAN. Hér hefur verið úrvalstíð í allt sumar. Upp á síðkastið hefur veð urstofan stundum verið að spá norðaustanátt með tilheyrandi súld og rigningu, en þeir spádóm ar hafa hingað til reynzt meira afvilja en mætti: það er altaí glampandi sólskin. Heyskapur hefúr því gengið með ágætum. Túnaslætti er lokið, og sumir byrjaðir að slá há. Ella hefðu bændur heldur ekki tekið sig upp frá búum sínum og farið að verka síld við sjóinn. —Þjóðv .17. ág. ★ Höll framfaranna ný risabygg- ing reist N. York Fyrirhugað er að reisa risa- byggingu í N. York, sem hefui hlotið nafnið ‘Höll framfaranna'. Bygging þessi verður 1152,4 m. há og gólfflötur henna verður 641,010 fermetrar. Bygging þessi á að hýsa “Heimssýningu”, sem verður stöðugt opin og er ætlast til þess að hinar frjálsu þjóðir heimsins sýni þar helztu fram- leiðsluvörur sínar. Sýningarsvæðinu verður kom- ið fyrir á neðstu hæðum bygg- ingarinnar, en forsalur hennar verður 182 fermetrar og 24 metra hár. Þarna verða 200 sýningar svæði fyrir hinar ýmsu þjóðir heims, þar sem þær geta sýnt helztu íramfarir, sem verða í vísindjm, iðnaði og öðrum mei'.n ingarmálum. Fjögur kvikmynda hús verða í byggingunni, þar sem sýningarþátttakendur geta kynut framleiðslu sína. Á efstu hæð byggingarinnar verða skrifstofur fyrir kaupsýslumenn. Bygging þessi verður á þjim stað, þar sem Pennsylvania járn brautarstöðin er, en hún verjur tndurbyggð neðanjarðar. Áætlað er að byggingarkostnaður muni nema 100 milljón dollara. Arki- tektar byggingarinnar verða Lester Tichy og Leoh Ming Pei, sem fæddur er í Kína og var um margra ára skeið prófessot í hús gerðarlist við Harvárd-háskóla. Billy Rose, sem gat sér gott orð fyrir störf sín viðheimssýning una í New York árið 1939 hefur verið skipaður framkvæmdastjóri fyrirtækisins (Palace of Pro- gress Inc.). Mun hann á næst- unni leggja upp í hnattferð og ræða við ríkisstjórnir og kaup sýslumenn ýmissa landa og sýna þeim fram á þá kosti, sem það hefur í för með sér að taka þátt í þessari heimssýningu. Ásetlað er að byggingarframkvæmdi: hefjist l. júní 1956 og er gerí ráð fyrir að verkinu verði lokið að vori árið 1958. V. HERE _NOW! / ToastMaster MIGHTY FINE BREADl At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgi. PHONE SUnset 3-7144 1 COPENHAGEN “Eitthvert athyglisverðasta at riðið á hátíðahöldunum í Utah 17. júní, var uppfærð ramm-is- ienzk kvöldvaka í gömlum stíl.” Þannig kemst Alþýðublaðið að orði með myndinni “kvÖldvaka á fslandi”, sem það birti nýlega og synd var í skrúðförinni í Utah. Sama mynd birtist og í Heims- kringlu með greininni um Utah hátíðina. • Fregnriti N. Y. Times í Mos kvu, sendi blaði sínu einn dag inn þá góðu frétt, að nú værimik iðslakað á ritskoðun á fréttum í Rússlandi. En fréttin kom ekk; til N. York fyr en þrem dögum seinna, vegna tafar hjá ritskoð unarnefndinni í Moskvu. VERÐUR RÓM GLEÐI- BORG EFTIRSTRÍÐÁR- ANNA, EN EKKI PARÍS EINS OG 1920? Róm <er nú farin að þjóna því hlutverki, sem París hafði í Ev- rópu á árunum í kringum 1920. Þangað sækja björtustu stjörn- urnar á himni kvikmynda, bók- mennta, málaralistar og aðals. Fólk þetta heldur sig einkum á Via Veneto, sem liggur frá Pi- azza Barberini til hins forna borgarhliðs Rómar, Pinciana- hliðsins. Gangstéttir Via Veneto eru þaktar sólhlífum í björtum litum og litlum borðum, sem einnig eru í hressilegum litum. MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - Örþreyttur ferðalangur, sem varpar sér í einn hinna þægilegu stóla þarna við útiborðin ein- hvern tíma síðdegs, sér ekkerc nema aðra örþreytta skemmti- ferðamenn. En frá því skömmu | fyrir kvöldverð um tíu-leytið og fram undir morguninn er Via Veneto eins og hringleikahús, þar sem frægasta fólkið í Róm er mest áberandi. Alþjóðahópurinn í Róm notar Via Veneto sem nokkurs konar útiklúbb, þar sem þeir gera við- skifti sín. Við veitingaborðin ræða kvikmyndaframleiðendur væntanlega samninga yfir aper- tivo, dapurleg ensk skáld renna mjóum fingrum í gegnum nýj- ustu útgáfur ljóða sinna og snot urmennin eyða tímanum í klæð- skerasniðnum fötum við að meta verðmæti skartgripa konunnar við næsta borð og þrasa um hver þeirra eigi að bjóða einhverri dömunni þjónustu sína. Fram hjá útiborðunum streyma svo ungar stúlkur með hið ágætasta sköpu- lag og fera sér vonir um ao leiða að sér athygli eirihvers kvik myndaframleiðandans. Þá er í síðasta lagi fjölmennt þarna af skemmtiferðafólki, sem kemur til að horfa á tiltektir þeirra frægu. Fastir gestir Via Veneto halda sig á sömu stöðum. Á kaffihúsi Rosatis geta vegfarendur séð A1 berto Gaetano Martino, utanrík- isráðherra og Guiseppe Saragat, vara forsætisráðherra. Og eftir miðnætti má sjá þar Önnu Magn ani og Vittorio DeSica. Hinum megin við götuna við borð Strega kaffihússins má sjá svo margar minniháttar stjörnur og aukaleik ara, að þess eru daemi, að leik- stjórar í kröggum hafi þotid þangað og tekið þaðan það fólk, sem þeir þurftu á að halda í það og það skiftið. Alþjóðlegasta hús ið er Caffé Doney, þar sem frétta menn heimsblaðanna halda sig gjarnan og þjónarnir taka við pöntun á mjólkurhristingi, án þess að depla auga. Þarna má sjá Farúk, fyrrverandi kóng, verzl- unarmenn frá Bandaríkjunum og Tyrklandi og aðra þess háttar fugla. Á öðrum stað borða þær Ingrid Bergman, Gloria Swanson og Marta Toren innan um prinsa og aðalsfólk. Þegar nótt er komin, fara sumir til staðar, sem stjórn að er af aldurslausri rauðhærðn Bandaríkjakonu, sem gengui uno ir nafninu Bricktop- “John Stein beck var hér fyr'r skömmu , sagði Bricktop í fyrri viku, “og Louis Bromfield gekk hér í gegn. Tenesse Williams var hér í morgun, og Truman Capote lít- ur inn, þegar hann er í bænum.” En Róm er ekki eins og Paris var og Bricktop vill ekki heyra að tímabilin séu borin saman. “HEIMSINS BEZTA NEFTÓBAK” Það er ekki einu sinni að í Rórn sé að finna neinn prins af Wales, heldur er engan Hemingway eða Don Passos að f inna á Via Ven eto. Þar er aftur á móti að finna þá, sem hafa lítil auraráð og eyða litu, leikara, sem eru að hvíla sig og listmálara, sem eru ekki að mála, og fólk sem vill láta sjá sig og f ólk sem vill láta sjá sig með því. Og Bricktop, sem hefir lifað mörg tímabil, segir sorgmædd, að breytingin liggi í því, að fólk sé hætt að eyða peningum. Hún segir, að í París hafi veitinga- húsið ekki þurft að 'hafa nema fjögur borð og máske prinsinn af Wales við eitt og Cole Ported við annað og allir að drekka kampavín, og þótt þeir drykkju wiskí urðu þeir að borga fyrir það sem kampavín. Hún segist hafa grætt á einni nóttu > gömlu góðu daga, eins og hún græðir nú á einum mánuði. Fóik skemmtir sér ekki eins og áður, “en auðvitað þurfti fólk ekki að hugsa um neitt í þann tíma”. —Tíminn 23. júlí hjá TIP TOP TAILORS færðu . . . Tip Top framleiðslan í Toronto, Ont. SNIÐIÐ gerðina og LITINN sem þú krefst l-öt gerð eftir máli hvers einstaklings KLUBB-föt TIP TOP föt Fleet Street föt »4950 «5950 $6950 Kaupið öruggir — Á- byrgst að þér verið á- nægðir, eða verðinu skilað aftur. LÁN yðar er Gott ] Það eru Tip Top sölu- staðir alls staðar TIR TOR TAILORS TF55-1 ERTU ÞESSU EKKI SAMÞYKKUR? Vegsemdin er ekki endilega þess, er ann ættlandi sínu heldur hins er ant er um alt sem göfugt er. BAHA’ ULLÁH Bækur er fræða um Baha’i alheimstrúna fást með því að skrifa til: Box 121, Winnipeg eða síma 4-4165

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.