Heimskringla - 05.10.1955, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
H^itnakringk
^ (StofnuS 1SI8J
Kímui út á hverjuœ miðvikudegl.
Cigendur: THE VIKING PRESS LTD.
85S og 86s Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251
Verð blaQslns er $3.00 árgangurinn, borgist lyrirfram.
______Allai borganlr sendiat: THE VIKING PRESS LTD.
öll vlðaklftabréf blaBinu aPlútandi sendist:
Tbe VLking Prese Limited, 853 Sargent Ave., Winnlpeg
Rltatjóri STEPAN EINARSSON
Utan&skrift Hl rltstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Wlnnlpeg
“Helmskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251
Authorlred gs Second Clasg Mgil—Post Office Dept., öttawg
WINNIPEG 5. OKTÓBER 1955
KOMIN Á SJÖTUGASTA
ÁRIÐ
I.
Með þessu blaði hefst sjötug-
asti árgangur Heimskringlu.
Að undanteknu öðru dagblað-
inu í þessum bæ, mun Heims-
kringla vera eina fréttablaðið, er
háð hefir gönguna í þessu fylki
síðan 1886.
Ymsir spá nú, að aldur íslenzku
blaðanna fari að styttast, og er
margt ólíklegra. Lesenda hópur
þeirra hér, má vænta að eigi ekki
eftir að stækka úr þessu.
En alt um það hafa útgefendur
Heimskringlu ákveðið að ýta nú
úr vör, við byrjun nýs árs, eins
og að undanförnu.
Þetta lýsir enn trú á íslenzka
þjóðækni svo sterkri jafnvel, að
maður fer að spyrja, hvort í því
efni sé eins illa komið hér og oft
er haldið fram. Hvað sem með
eða á móti því má segja, erum
vér þess vissir, að hér er til
fjöldi ísendinga, sem um langt
skeið enn mun tala og lesa ís-
lenzku, ann þjóðerni sínu, og er
reiðubúinn að veita hverju því
fylstu aðstoð, sem þjóðræknis-
mál vor áhræra. Þeir eru með
öðrum orðum einlægir þjóðækn-
ismenn og munu öðru eins máli
og því, er útgefendur Heims-
kringlu hafa með höndum, með
áframhaldandi útgáfu blaðsins,
skjótt skilja hvað í húfi er, ef
dagar íslenzku blaðanna hér eru
taldir, og munu almennara en
nokkru sinni fyr er eftirtekt
þeirra er vakinn á þessu, kaupa
Heimskringlu og stuðla á allan
hátt að veg hennar og gengi. Það
væri skemtilegt að sjá hinn
djarfa draum útgefenda eiga eft-
ir að rætast um mörg ókomin ár
í þessu efni. Það væri hverjum
sönnun þjóðræknismanni gleði-
efni.
Áskriftagjald Heimskringlu er
þrír ($3.00) dalir um árið, og
blaðið sent heim til kaupandans
vikulega fyrir það. Þessi við-
skifti, blaðakaupin, eru að visu
lítilræði. Þjóðræknum íslending
um eru þau samt sem áður mikils
virði. En það eru einmitt lítil-
ræði þessu lík, sem blöðunum
eru oft þungar búsifjar, ef gleym
ast. Og það gera þau stundum.
Það eru einnig þessu lík lítil-
ræði, sem straumhvörfum geta
ollað í athafnalífi einstaklinga
og stofnana. Fyrir því barðinu.
verður þjóðræknisstarf íslend-
inga hér yfirleitt og það er ein-
mitt það lítilræði, sú gleymska,
sem því háir mest og harðast
leikur félagsmálastarfið. Blöðin
eru svo mikilsvert þjóðræknis-
starf að þau bera þessa menjar.
II.
Það hefir áður verið á það
minst að íslenzku blöðunum
verði ekki haldið úti með áskrif-
endagjaldi einu. Það tekst vel til
ef það greiðir 40% af útgáfu
kostnaði. En það fylgir ávalt út-
komu fréttablaða, viku- og dag-
blaða, að gert er ráð fyrir tekj-
um af auglýsingum vegna hinn-
ar tíðu útkomu þeirra. Það er
aðal-tekjugrein fréttablaða, háð
fullkomnum skilningi milli blaða
og auglýsenda. Enda eru flest
fréttablöð mikið til ein um þessa
hitu, nema íslenzku blöðin. ís-
lenzkir ritlingar af öllu tæi og
ársfjórðungs- og ársrit þeirra,
æða einnig inn á þetta almenna
tekjusvið fréttablaða, þó engin
fréttablöð séu. Þau koma ekki
Þetta Nýja Ger
Verkar FÍjótt Heldur Ferskleika |í
Þarf Engrar Kælingar
Nú getið þér bakað í snatri án fersks gers! Takið aðeins pakka
af Fleischman’s skjótvirka þurra geri, úr skápnum yðar og notið
alveg eins og köku af fersku geri! Hér er alt sem gera þarf:
(l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið í það einni
teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið þurru geri
á. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel í. (Vatnið sem notað er
í gerið er hluti þess vatns, er forskriftin segir) Fáið mánaðar forða
í dag frá kaupmanninum. 4548—Rev.
1 pakki jafagildir 1 köku af Fresh Yeast!
WINNIPEG 5. OKTÓBER 1955
nógu oft út til þess. Fáar aðar
þjóðir gera eins mikið að þessu
og íslendingar. Af auglýsendum
eru þeir einna kunnastir að
þessu og spyrja: “Hvað mörg ís-
lenzk blöð gefið þið út, og hvað
marga þjóðhátíðardaga eiga ís-
lendingar á ári hér vestan hafs?
Auglýsendum ofbýður þetta.
III.
Það má því miður, með nokkr-
um sanni segja þessu líkt um
margt, eða flest, sem við bjástr-
um við til eflingar þjóðrækni
hér. Það má oft heita, að rifið
sé niður með annari hendi, sem
by gt er upp með hinni. Það cr
eins og íslenzkum stofnunum
fækki hér aldrei nógu ört og
enskar séu reistar í stað þeirra.
Ein tvö eða fleiri þjóðræknisfé-
lög eru hér stofnuð—auk hins ís-
lenzka, sem auðsjáanlega á að
sofna út af, þegar þeim hefir
nógu mikið fækkað, sem komið
hafa að heiman, uppkomnir.
Við þá lítur helzt út fyrir, að
ný-þjóðræknin þurfi að losna.
í annan stað virðast landar hér
reiðubúnir að reisa háskóla upp
til skýja, til þess að kenna hverju
íslenzku barni milli himins og
jarðar íslenzku, en raunin verð-
ur sú, að íslenzku kensla barna
legst hér niður. Ensk blöð er
hér hamast við að gáfu út af ís-
lendingum, en svo er lagt til að
fækka þeim íslenzku, sem hægt
er að minsta kosti um eitt, því
það skilur eftir eitt fyrir því.
Maður getur ekki annað en spurt
hvern pauran sé meint með slíku
og þívlíku þjóðræknisstarfi? Og
svo verður farið að gera því
skóna, að íslenzk tunga sé ekki
virði mustarðskorns til viðhalds
þjóðræknisstarfi fslendinga t
þessu landi?
IV.
Finst mönnum ekki þegar á
þetta er litið að þjóðræknisstarf-
ið hér sé að fara með okkur í
gönur ? Væri ekki hollara að líta
dálítið íhaldssamari augum á
afstöðu íslendinga hér, en nú
virðist gert orðið, en ekki sízt
þar sem sú skoðun ryður sér ti!
rúms að halda skuli þjóðræknís-
starfinu íslenzka við á ensku. Er
þá ekki skörin farin að fáerast
upp í bekkinn? Og er þá ekki
tími kominn til að íhuga stefn-
urnar og straumana í þjóðræknis
málum vorum?
V.
í skuggsjá sögunnar sjáum við
hér svo margt í fari frumherj-
anna, sem sver sig í ætt við þaó
sem bezt er í þjóðararfinum ís-
lenzka. En þeim arfi verður ekki
haldið hér við nefna með kunn-
áttu íslenzks máls, hann hveriur
hér út og deyr með málinu. Turg
an er orkugjafinn sem heldur arf
inum við.
Um þennan gamla íslenzka
heim frumherjans sem hér lýsir
enn, eins og stjörnur um dimmar
nætur—leiðina til íslenzkra dáða
og drengskapar, vill Heims-
kringla í dálkum sínum draga at-
hygli að, meðan þol og þrek ekki
þrýtur. Árunum sem hún og
við eigum hér eftir, sem frá ætt-
jörðinni komum fullorðnir, yrði
ekki á neinn hátt betur varið aö
vorum dómi en þannig. Með
góðri áhugasamri samvinnu í þá
átt, höfum vér og góðar vonir
um, að sprotið geti beinna og
óflóknara þjóðræknisstarfs.
Hvernig þótti þér ræðan hjá
mér ?
Alveg prýðileg. Um hvað tat-
aðirðu annars?
ÞORSTEINN J. GÍSLASON
Frh. frá 1. bls.
Guðna var Sigríður Sigurðardótt
ir frá Gautlöndum. Petrína móð-
ir Lovísu andaðist í Grand
Forks, N. Dak., 9. jan. 1912, að-
eins 46 ára að aldri.
Heimili Þorsteins og Lovísu
mun ávalt hafa mátt telja félags-
lega miðstöð bygðarinnar. Þang-
að var gott að koma, góðar við-
tökur, jafnt heimabygðarfólki
sem langferðamönnum. Ættar og
ástvinatryggð hjónanna beggja
var óvenjulega traust og fögur.
svo að fágætt má telja. Bæði
voru þau leiðtogar og megin-
stoðir í félagslífi bygðar sinnar.
Mér virðist vart ofmælt að þau
voru lífið og sálin í starfi Guð-
brandssafnaðar, þ ótt þar séu og
jafnan verið hafi dyggir og trúir
starfsmenn að verki. Sama má
segja um starf þjóðræknisdeild-
arinnar í byggðinni, sem ávalt
hefir verið fjörugt og lifandi.
Hjónin bæði áttu yfir svo mikl-
um hæfilegleikum að ráða. Lov-
ísa, frábæra sönghæfni og
túlkun í músik, sem knýr fóik
til að vera þátttakendur hvort
heldur í því að syngja hina dýrð
legu íslenzka sálma—eða ættjarð
arljóð, samfara áhuga hennar og
elsku til félagslegra mála.
Fóstursonur Gíslason’s hjón-
anna er Lárus Sigurðsson, er þau
tóku til fósturs 5 ára gamlann,
mannvænlegur maður, kvæntur
Elfrida Barke, er býr á næsta
landi við fósturmóður sína. Ungu
hjónin eiga tvo sonu.
Þorsteinn Gíslason var í hópi
ágætustu leikmanna—leiðtoga
kirkjufélags vors, af hinni elijri
kynslóð. Hann átti yfir fjölhæf-
um gáfum að ráða. samfara
glöggum skílningi, er jafnan
reyndist affarasæll er til fram-
kvæmda kom, og leiðsögn í vel-
ferðarmálum umhverfisins—og
Can you picture what life in your town would be like without a weekly newspaper?
You’d have nothing to keep you up to date on happenings right in your own neighbourhood.
If you had something to sell, you'd have to go out and look for a buyer. If you needed to buy
something, you’d have to look all over town for it.
Your neighbours could marry, have children, or even die, without you hearing about it until much later.
Council could pass a by-law afTecting you and you might never hear of it.
Plans for worthwhile community projects might never get started for lack of news and support.
And how would you keep up with the fortunes of the hockcy team or the baseball club ?
Fortunately, your town has a weekly newspaper, a source of local information that
no other kind of publication can replace.
Over the years, Canadian weekly edítors have lent their support unstintingly to many a good J
community cause. This year, for the first time, they are celebrating National Weekly Newspaper
Week, and Imperial Oil is glad to participate in paying tribute to your weekly newspaper.
nationalweekly newsfwper
WEEK-OCTOBER I*1--70 8™-
IMPERiAL OIL UMITED
0