Heimskringla - 12.10.1955, Blaðsíða 1
LXX ÁRGANGUR
CENTURY MOTORS LTD.
£41 MAIN-716 PORTAGE
S.-------------------
WINNIPBG, MIÐVIKIIDAiGiINN, 12. OKT. 1955 _________________________ NÚMER 2.
Bæj arkosningar
Bæjarkosningarnar í Win-
nipeg mega heita byrja fjörugt.
Um 9 bæjarráðs og 9 skólaráðs-
stöður sækja 33 fulltrúaefni.
Það þykir ekki slæmt er ekki er
gert ráð fyrir kosningu borgar-
stjóra. En þetta á ef til vill eftir
að koma fram í öðru ljósi við at-
kvæðagreiðsluna!
Kosningarnar fara fram 25.
október.
Átján sækja um bæjarráðs
stöður en 15 um skólaráðsstö'ður.
Fjórtán eru úr borgaraflokk-
inum, 10 úr CCF, 5 kommúnistar
og 5 óháðir.
Tryggingarfé er $25, og endur-
greiðist ef fulltrúaefni hefir
15% allra atkvæða. Skólaráðs-
menn greiða ekki tryggingarfé.
Þrjú mál kbma til greina í
þessum kosningum. Hið fyrsta er
um að veita leyfi til íþrótta-
iðkana á sunnudögum. Er talið
víst að um þetta verði háð snörp
deila milli kirkna og íþrótta
félaga. Annað er Disraeli-brúin
og hið þriðja eru ný bókasöfn.
Um fé er beðið til þessa.
íslendingar sækja tveir í þess
um kosningum, sem vonandi
sigra báðir, því þeir eru ágætir
menn, sem bæði löndum sínum
og bænum eru til gagns og sóma.
Það eru Paul Goodman núver-
andi bæjarráðsmaður, er sækir í
annað sinn í Ward II. Hann
hlaut flest atkvæði í deildinni
er hann var síðast kosinn og átti
það fylgi margra hluta vegna
skilið og á það enn.
Hinn íslendingurinn er Paul
Thorkelsson, er um skólaráðs-
stöðu sækir í annari deild. Hann
var kosinn á þessu ári fyrir eitt
ár í stað Campbell Malcolm, er
sagði stöðunni lausri. Mr. Tlhor-
kelsson hefir komið á þessu líri
fram, sem hinn nýtasti maður i
þessari stöðu Og á fylgi kjós-
enda, er velferð bæjarins unna,
í fylsta máta skilið.
Jack St. John fylkisþingmað-
ur sækir um bæjarráðsstöðu í S.-
Winnipeg. Hann var áður bæj-
arráðsmaður annarar deildar og
er reyndur að gætni og glögg-
skygni á sviði opinberra mála.
Hann nýtur fylsta trausts alira
er nokkuð þekkja til hans.
James Maclsaac er og góður
drengur og trúverðugur er sækir
í annari deild um bæjarráðs-
stöðu. Hann er úr borgaraflokki.
í þessu eða næsta blaði birtist
.skrá yfir nöín allra er um full-
trúastöðu sækja.
Taka höndum saman
yfir ís'orður-pólinn!
HVErjir?— Rússar og Can-
adamenn! Svo sagði Lester B.
Pearson, utanríkisráðherra Can?
ada, sem s.l. miðvikudag kom til
Moskvu ásamt frú sinni. Hann
var í boði Russa, en er að öðru
leyti á ferð til Singapore. Situr
hann þar fund Columbo-samtak-
anna.
Molotov áleit ferð Pearsons
byrjun til mikilla viðskifta milli
Canada og Rússlands og fagnaði
því fyrir hönd beggja þjóðanna.
Kvað gott til þess að vita, að Can
ada yrði frjálst að því að leita
sér markaðar í Rússlandi og slíta
sig úr úlfakreppu viðskiftanna
við Bandaríkin. Pearson væri og
tilvalinn meðalgangari eða sátta-
semjari milli Bandaríkjamanna
og Rússa.
Blaðið Winnpieg Free Press
heldur nú, að Pearson standi illa
að vígi með að segja Bandaríkj-
unum fyrir verkum, í utanríkis-
málum, og telur að viðskifti
þeirra við Canada hafi verið
brúkleg meðan Rússar gátu ekki
hjálpað upp á sakirnar.
Rússar og Canadamenn verði
því að haldast í hendur eins og
Pearson býður yfir norður-pól-
inn þar til Rússar ihafi eitthvað
að selja.
UPPSKERUHÁTÍÐIN
Hátíð þessi sem jöfnum hönd-
um er hér nefnd þakkargerðar-
dagur og uppskeruhátíð, var
haldinn s.l mánudag um aft Can-
ada. Hún hefir verið fastahátíð
hér síðastliðin 20 ár—að minsta
kosti. En þá var ákveðið að hún
skyldi haldin annan mánudag
alla mjólk, en fyrst og fremst
þá, sem ætluð er sjúklingum og
börnum.
—Vísir 13. september
Hernaðarver
í suðvestur-horni Winnipeg-
borgar er að rísa upp hermanna-
ver, herskálar og íbúðir, er innan
tveggja mánaða, er ætlað, að bygt
verði um 1000 manns, verði nokk
urs konar borg innan Winnipeg-
borgar. Hermannabústaður þessi
kostar með íbúðarlhúsum og öllu
nærri 10 miljón dollara.
hvers októbermánaðar.
Sagnir herma, að hátíð þessi
sé gömul og hafi tíðkast í hin-
um gamla heimi fyrir daga
Krists.
Á þessari hátíð, sem haldin
var 1955, var hugmyndin í hin-
um vestræna heimi, að þakka
þeim er alt gott kemur frá, bæði
ríkulega uppskeru og önnur lífs-
ins gæði.
Á íslandi eru það töðugjöldin,
sem minna vel á þessa Ihátíð.
Canada átti á þessu sumri mjög
góðri uppskeru að fagna. Verði
mönnunum minna úr henni en
ætla mætti, er það þeim sjálfum
að kenna.
Fyrsti þakkargerðardagur í
Canada, kvað hafa verið haldinn
1872. Ekki laut þakkargerðin
það árið að uppskeru, heldur
snerist hún um, að þakka guði
bata Prinsins af Wales, er síðar
varð Edward VII. En síðan hefir
hann haldist við og verið viður-
kendur helgidagur, þó dagurinn
sem hann er nú haldinn á, væri
all-nýlega ákveðinn, eins og á
hefir verið bent.
ósáttii um skattbrevt-
inguna
Sambandsstjornin hefir lengi
átt í stímabraki við fylkisstjórn-
ir Canada um að fá skattsvið
sitt aukið. En hún vill fá það á
þann hátt, að það ekki komi í
bága við núverandi skatta fylkj
anna. Hefir Ottawastjórn þar
aðallega tekjuskattin í huga, vill
leigja hann, ef hún fær hann ekki
með öðru móti. Eru flest fylkin
eða öll nema Quebec með að
láta Ottawastjórn þetta skattsvið
í té, ef þsu fai nógu háa leigu
fyrir það. En sambandsstjórn
græðir ekkert á, að innheimta
skattinn og greiða hann allan til
fylkjanna. Um þetta koma fylkis
og Ottawastjórn sér ekki saman.
En svo er annað sem tii mála
kemur. Quebec-fylki vill ekki
sleppa hendi af skattinum vegna
þess, að hann áhrærir breytingu
á stjórnarskránni. En Frakkar
vakta þær eins og sjáaldur auga
síns. Af því leiddi að ein lög yrðu
ekki yfir alt land, en út á þá
baut vill engin sambandsstjórn
leggía- Hvað af því ihlytist, gæti
orðið óþægilegt.
En tekjuþörf sambandsstjórn-
ar er nú orðin svo mikil, að núver
ar>di skattar nægja ekki. IJtgjöld
'n öafa áttfaldast á fáum síðustu
árum.
REYKVÍKINGAR VILJA
bæta mjólk MEÐ
d-fjörefni
Engin ákvörðun hefur enn ver
ið tekin um það, hvort nýmjólk-
in skuli efnabætt með D-vítamíni
í vetur
Eins og skýrt hefur verið frá
kom fram um þetta tillaga í bæj-
arstjórn og var henni vísað til
borgarlæknis til umsagnar. Hann
er nú erlendis, en þegar hann
kemur heim mun málið verða tek
ið upp. Efnabæting mjólkurinn-
ar mun orsaka einhverja verð-
hækkun á henni, en talið er'að
ekki sé nauðsynlegt að efnabæta
MIÐAR VEL í BARÁTT-
UNNI GEGN SVEFNSÝKI
Vissa um sigur í viðureigninni
við svefnsýki í mönnum, er frá
ómunatíð hefur verið ein af
hræðilegustu plágum Afrku, virð
ist nú aðeins tímaspursmál. Tala
nýrra sjúkdómstilfella hefir
lækkað úr 4318 árið 1949 niður í
574 á sl. ári.
Svefnsýki (trypanosmniasis)
berst aðallega með tsetse-flug-
unni; veikin brýtur niður lífs-
þrótt manna og gerir konur ó-
frjóar. Þegar hún er svæsnust,
geisar hún sem drepsótt og eyðir
heilum þorpum.
Þótt sú tegund veikinnar, sem
veldur svefnsýki dýrum, sé ekki
eins örlagaþrungin, gerir hún
gífurlegt tjón í mið- og austur-
hluta Afríku og gerir milljónir
ekra af frjósömu landi óbyggi-
legar. í Kenya, Rhodesíu og U-
ganda hefur DDT-úðun, útrým-
ing skóglendis og kjarrs, þar sem
tsetseflugan klekst út og ræktun
nautgripastofns sem er ónæmur
fyrir svefnsýkinni, bætt nokkuð
úr skák. En sérfræðingar telja,
að sóknin gegn þessari tegund
veikinnar verði löng og erfið.
—Vísir
Herliði fækkað
Bretar hafa ákveðið að fækka
herliði um 100,000 menn bráð-
lega. Verður Iherinn eftir það
um 700,000 manns.
Sjónvarp í litum
Stuart Finlayson, forseti Mar-
coni félagsins í Canada, hélt
fram er hann var hér á ársfundi
Canadian Chamber of Commerce
að sjónvarp í náttúrlegum litum
yrði að líkindum tekið upp í Can
ada fyrir þessa árslok. Hann
kvað sjónvarp í lítum verða fyrst
. í stað 50% dýrara, en nú er.
i
|KjARNORKA
Fyrir nokkrum dögum gerðu
menn þá uppgötvun í Svíþjóð,
t aÖ mikil jarðlög skammt frá bæn
I um Örebro hefðu talsvert Ur-
aníum inni að halda. Uraníum
' innihaldið var ekki eins mikið
'hlutfallslega og fundizt hefur
annars staðar í veröldinni, en
vegna þess hve jarðlög þessi eru
þykk og stór, telzt mönnum svo
til að þetta séu stærstu úraníum
námur í heimi.
Við þennan fund þykir hagur
Norðurlandanna á sviði kjarn-
orku vinnslunnar mjög vænkast.
Alkunna er að Norðmenn fram-
leiða mest allra af þungu vatni
og nú kemur Svíþjóð og gerist
einn stærsti úraníum-framleið-
andinn. Er þess að vænta að Norð
urlandd þjóðirnar hafi samstarf
a þessu sviði sem mörgum öðr-
um. —Mbl.
Hveitiveið lækkað
Hveitiráð Canada lækkaði
verð á hveiti sínu um 3 til 5 cents
mælinn á númer 1, 2, 3, 0g 4
hveiti, s.l. miðvikudag. Er verðið
nú $1.70 á hverjum mæli. Þýzka-
land keypti strax 3þ^ milljón
mæla daginn eftir verðlækkun-
ina.
FRÁ WYNYARD, SASK.
Sept. 1955
Það var laust fyrir þjóðhátíð
þeirra Winnipeg-Gimli manna í
sumar, að fáséðir en frægir gestir
gengu hér um garð: Björgvin
Guðmundsson, kona hans og
dóttir þeirra. (Björgvin var vin-
sæll og víðfrægur—áður hann
hvarf—fyrir nálega aldarfjórð-
ungi, til íslands — Það hafa
margir saknað hans hér).
Sömuleiðis Finnbogi Guð-
mundsson og Kjartan Ó. Björns-
son. Þessum gestum þarf eg ekki
að lýsa—blöðin eru búin að því,
en hvað þeir aðhafast í það og
það skiftið verður að gera grein
fyrir að einhverju leyti.
Það mun hafa verið sunnudag-
inn 3 1. júlí að Björgvin leysti
söngleik úr segulböndum, í und
irheimi Unitara kirkjunnar í
Wynyard, Sask. Björgvin var
með “spólurokk”—og verður
honum ekki hér lýst. S. E. B. er
búin að því í Winnipeg blöðun-
um nýlega. Menn höfðu þá grillu
í kollinum — af því engin hafði
neitt í staupinu—að það væri
ókurteisi að varpa lofi af lófa
á segulbanda “spólurokkinn” —
þó vel væri sungið—svo að hver
klappaði sínum sessunaut þegar
hrifningin var sem mest. Góð-
kunningi, sem talin er “hagorð-
ur", skaut þessari stöku að mér:
Björgvin söng úr segulböndum,
sónar-mál:
Sýndist eiga í öllum “löndum”,
ögn af sál!
Þennan sama sunnudag var
Ásgeir Gíslason, (stórbóndi frá
Leslie, Sask.,) hér á ferð; og í
fylgd með honum voru þeir Finn
bogi Guðmundsson frændi hans,
og kvikmynda- “specialistinn”
Kjartan O. Björnsson. Þeir
höfðu komist á snoðir um það,
að Björgvin væri þegar kominn
til bæjarins, og myndi véra búin
að detta niður á aðstoðarmann
—og “spólurokk”. Nú var Björg-
vin gripinn glóðvolgur og orða-
laust, og fluttur nokkrar mílur
norður fyrir bæinn, til Valda
Hall—þar var þá staddur Stein-
grímur bróðir Valda. Björgvin
hefir líklegast ekki vitað hvaðan
á hann stóð veðrið, því þegar
þangað kom, voru þessir frægu
stéttarbræður kviksettir, eða
myndaðir, af K.O. B.
Kvöldið eftir, 1. ágúst, skemtu
þeir Finnbogi G. og Kjartan O.
B. Leslie búum með þessari
góðu kvikmynd sem oft hefir
verið nefnd í íslenzku blöðun-
um að undanförnu, ásamt segul-
banda hljómlist, við góðann orð-
stýr. Á þriðjudagskvöldið voru
þeir félagar Ihér afturgengnir,
með sinn ágæta “spólurokk”, og
þessar fögru hreyfimyndir, sem
að allir dáðust að, að meðtöldum
segulmagnaða söngnum, og aðlað
andi framkomu hinna ungu
manna. Finnbogi G. sagði okkur
að lokum, skemtilegann útdrátt
úr ferðasögu þeirra félaga, suð-
vestur um Bandaríkin, að hafinu,
og norður ströndina, alla leið til
Vancouver, B. C., þaðan í austur
veg, yfir kletta fjöllinn til Cal-
gary, Edmonton, og Markerville,
Alta., en þar býr Rósa dóttir St.
G. Sömuleiðis er systkini henn-
ar, Jóný og Jakob, búsett í þeirri
bygð. Þeir félagar munu hafa
bæði skoðað og myndað heimili
og þessa miklu minnisvarða,
sem hinu fræga skáldi hafa ver-
ið reistir. Áður en Finnbogi lauk
máli sínu, gat hann um, að síð-
asta kvikmyndaafrek þeirra fé-
iaga, hafi verið framið s.l. sunnu
dag með því að kvikmynda tvö
tónskáld, sem áður er aðvikið.
Wynyard- og Vatnabygða-ís-
lendirigar þakka þessum gestum.
(sem þegar eru nafngreindir) fyr
tr komuna, fyrir skemtunina, og
fyrir alúðlega framkomu.
Jakob J. Norman
minningarorð
Mrs. Guörún Johnson
Hinn 24. júní s.l. andaðist á
sjúkrahúsinu á Gimli Mrs. Guð-
rún Johnson frá Arnesi. Hún var
fædd 25. febrúar á Reyn í Hegra
nesi í Skagafirði. Foreldrar
hennar voru hjóitin Þorvaldur
Þorvaldsson og Þuríður Þor-
bergsdóttir. Guðrún fluttist á-
samt foreldrum sínum til þessa
lands árið 1887. 8. júlí giftist
hún Sigurjóni Johnson. Þau
settust að á landi í Arnesbyggð
er þau nefndu Odda, og bjuggu
þar. Sigurjón dó árið 1925 og bjó
Guðrún á landinu ásamt börnum
sínum, en þau eru Dr. Þorvaldur,
yfirmaður hveiti rannsóknar-
stofnunar í Winnipeg, Mrs. Þur-
íður Ólafson, kennari í Win-
nipeg, Marenó, bóndi í Odda,
Ólafur, veðurfræðingur, Berg-
sveinn og Albert, báðir dánir,
Sigurrós, Marrét og Júlíana-
Guðrún Johnson var hin
mesta merkis kona. Hún var góð
um gáfum gædd, framúrskarandi
áhugasöm og dugleg. Hún var
ágæt starfskona eigi aðeins á
heimili sínu, heldur og í bygð-
inni. Hvert það mál sem hún
taldi þarft og gott átti vist lið-
sinni hennar. Hún var sérstak-
lega hjartagóð og hjálpsöm við
alla bágstadda, en skóla og upp-
eldismál voru henni næst huga.
Hún barðist fyrir sunnudaga-
skóla í bygðnni og kendi hann
árum saman. Hún var ætíð í
stjórn Sambandssafnaðarins í
Árnesi og í kvenfélögum Ihans
Sömuleiðis í stjórnarnefnd Sum
arheimilisins á Hnausum. Hvar
sem hún starfaði komu mannkost
ir hennar í ljós, ósérhlífni og
tryggð við málefni ásamt góðri
dómgreind, vöktu aðdáun og
þakklæti samverkamanna hennar.
og nú, þegar hún er horfin úr
hópnum minnumst vér hennar
með söknuði.
Guðrún heitin var hin mesta
starfskona, en hún fann samt
tíma til að lesa og fylgjast með.
Hún bar virðingu fyrir mentun
og lærdómi, tveir sona hennar
luku háskólanámi og gegna nú
þýðingarmiklum störfum í þágu
fylkisins. Tvær dætur Ihennar
eru kennarar. Þau Guðrún og
Sigurjón voru ekki auðug en
blessun fylgdi búskap þeirra, og
sambúð þeirra var reist á traust-
um grundvelli ástar og skilnings
á því. fyrir hverju væri vert að
berjast og hvert væri bezt að
stefna. Bæði voru þau frjálslynd
í trúarskoðunum og áhugasöm
um velferðarmál bygðarinnar.
Þau voru bæði sönghneigð og
ekki hugsa eg að þau hafi verið
mörg sálmalögin í íslenzku
sálmabókinni, sem hún kunni
ekki. Þeim er firða fegurst að
lifa, sem velmargt vita, segir hið
fornkveðna. Það átti við um
þessa framliðnu merkiskonu. Líf
hennar var auðugt af góðum og
nýtum verkum, auðugt af ástríki
við mann, börn og heimili, og
þarft og fagurt af mörgum góð-
verkum. Vér sem þektum hana
þökkum henni fyrir samstarfið,
vér minnumst hennar með virð-
ingu og biðjum Guð að veita
henni sinn frið.
E. J. Melan
KVEÐJA
í dag kveðja Björgvin Guð-
mundsson tónskáld og frú hans
Vestur-íslendinga og leggja flug
leiðis af stað til New York. Það-
an ferðast þau með skipi til ís-
lands.
Þau hafa verið hér vestra á
þriðja m ánuð, hitt f jölda fornra
kunningja, er heimsókn þeirra
hefir verið hin mesta skemtun.
Fylgja þeim hjónum beztu óskir
að skilnaði og þakkir fyrir kom-
una.
FJÆR OG NÆR
Sunnudaginn 9. október við
sameiginlega guðsþjónustu í
.Fyrstu Sambandskirkju í Win-
nipeg prédikaði Rev. Kenneth J.
Smith, prestur Unitara safnaðar-
ins í Duluth, Minn. Hann og sr.
Philip M. Pétursson gerðu skifti
þann dag, og messaði séra Philip
í Unitara kirkjunni í Duluth, og
einnig sunnudagskvöldið í Unit-
ara kirkjunni í Virginia, Minn.
í Duluth heimsótti séra Philip
Séra Skúla Sigurgeirson og konu
hans, við kirkju þeirra sem er
veglegt hús á aðalstræti borgar-
innar. Hann lætur vel af ferð-
inni.
Hér í Winnipeg var messan vel
sótt og létu -allir vel af komu
Rev. Smith. Hann er útskrifað-
ur af Wittenberg College og
Meadville Theol. School. Hann
stundaði einnig nám við Univer-
sity of London á Englandi. Með-
hjálpari við guðsþjónustuna hér
sem fór fram á ensku var Mr. A.
N. Robertson.
* ★ ★
Útnefndur í skólaráð Win-
nipeg af CCF flokknum hefur
verið Mr. A. N. Robertson, sem
í tólf ár var í skólaráðinu og
reyndist vel. Mr. Robertson er
giftur íslenzkri konu, Fannej’'
Julíus. Þau eiga eina dóttur.
Hann var fyrst kosin í skólaráðið
1942 og sat þar til 1954, þá var
hann útnefndur í bæjarráðið en
hlaut ekki kosningu, en sækir nú
aftur um skólaráðið þar sem
reynsla hans getur verið að góðu
liði. Meðal annars um tveggja
ára tímabil var hann formaður
skólaráðsins auk þess að vera
formaður nefndar sem sá um
byggingu Technical Vocational
Highschool, stærsta skóla Win-
nipeg borgar.
★ ★ ★
Jón Ólafsson stálgerðarmaður
sem verið hefir hér eystra heilsu
sinnar vegna. mikið úr sumrinu,
lagði af stað í dag vestur til
Salmon Arm, B. C. þar sem
hann á heima, og dvelur yfir
veturinn. Jón segir Mantoba-sól-
skinið hafa gert sér gott og er
furðu hress. Hann bað að heilsa
fornum kunningjum.
* * *
Sú villa varð í lok nýlegrar
afmælisgreinar Finnboga Guð-
mundssonar um Ólaf Hallsson,
að þar stóð: “heimili hans og búð
irnar í Eriksdale”, en átti að vera
“heimili hans og Guðrúnar í Er-
ksdale” o.s.frv. Eru lesendur
beðnir velvirðingar á þessu.