Heimskringla - 02.11.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.11.1955, Blaðsíða 1
CENTIUtY HOTORS ITD. 247 MAIN — Phone 92-3311 LXX ÁRGANGUR 1 CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE -r1 WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. NÓV. 1955 NÚMER 5. HALLDÓR KIJAN LAX- NESS HLÝTUH BÓK- * MENNTAVERDLAUN NÓBELS Þau tíðindi bárust hingað ný- lega í útvarpi og blöðum, að hin konunglega sænska akademía hefði ákveðið fimmtudaginn 27*. október að veita Halldóri Kiljan Laxness bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955. Þótt skildingurinn sé óneitan lega góður: 190.214 sænskar krónur (37.000 dalir), er þó heið- urinn fyrir öllu og sú viðurkenn- ing, sem Halldóri og þá jafn- framt nútímabókmenntum íslend inga hefur þannig hlotnazt frammi fyrir alheimi. Að vísu teljum við það enga tilviljun eða slempilukku, að fs- lendingur skuli hafa hlotið þessi verðlaun, því að við höfum átt önnur skáld á þessari öld, fylli- lega verð slíkrar viðurkenning- ar, þ e.a.s., ef menn virtu vits og anda verkin allra þjóða og landa. íslenzk skáld hafa goldið þess út á við, að þau ortu ljóð, er fáir utan íslendingar hafa skilið og urðu ekki metin til fulls nema á frumtungunni. Halldór Kiljan Laxness nýtur þess, að hann er Uppi á. h»ntugrj. tíma: að þekking á íslenzkri tun^ti hefur vaxið er- lendis á síðari árum svo sem í landi Nóbels sjálfs, Svíþjóð, — og hann ritar á óbundnu máli, er hægara er að snúa á aðrar tung- ur án þess það tapi sér til muna Er Halldór nú kunnari erlendis en nokkur annar íslenzkur rit höfundur og sögur hans verið þýddar víða um lönd. Það sem einkum hrífur menn í verkum hans er ritsnilldin, þrótturinn í málinu og auðlegð og frumleiki líkinga'nna, en jafnframt frásagn- argleðin. Enginn íslenzkur rit- höfundur nær slíkum sprettum sem Halldór, þegar hamurinn er á honum, svo að lesandanum finnst sem hann berist fyrir stríðum straumi. En hann kann einnig þá list að hægja ferðina og hvíla lesandann, áður en hann gæðir rásina á ný. Á þetta jafnt við í sögum hans og ritgerðum og veldur því, að hann verður sjaldan leiðinlegur, hvern skoll- ann sem hann skrifar um. Saman við allt, sem hann ritar, ýrir hann svo kýmni sinni, notalegri, neyðarlegri, grimmilegri — og þeirri íþrótt, sem enginn er hon- um jafnleikinn í: að koma flatt upp á menn, slá þá út af laginu, kollvarpa gamalli trú og ýmsum hefðbundnum hugsunarhætti. En þar er auðvitað skammt öfganna á milli, svo sem þegar hann hef- ur ætlað að sanna okkur, að Gunnar á H-líðarenda hafi verið bæði lítill Og hjólbeinóttur og Grettir Ásmundarson líklega aldrei verið til! Og nú seinast, til þess að sýna, að honum var full alvara, hefur hann ritað heila “forn”sögu til höfuðs alda- gróinni gullaldardýrkun fslend- inga. Niðurstaðan hefur þó orðið sú, og kom hún engum óvart, að fs- lendingar nú á dögum eru sýnu viðkvæmari fyrir því sem sagtver um forðfeður þeirra í 30. ættlið en hinu, sem á þá sjálfa er -borið. Jafnframt sannaði þessi tilraun okkur, að jafnvel Nóbelsverð- launahöfundur getur ekki endur- sa'mið íslenzkar fiornsögur né steypt trú íslendinga á þær. Hefur skáldinu ekki gengið annað en metnaður til, er hann valdi sér efnið í bók sína Gerplu, og nær því hugleiðing hans um áleitni yrkisefna, í greininni Höfundurinn og verk hans, ekki Halldór Kiljan Laxness til efnis Gerplu- í grein þessari (er eg vitnaði einnig til í afmæl- isgrein um skáldið fimmtugt 23. apríl 1952) segir Halldór m.a.: Samtíminn, hið lifandi líf um- hverfis höfundinn og í brjósti hans, neyðir upp á hann yrkis- efnum, sem hann hafði sízt órað fyrir, yrklsefnum, sem hann hef- ur kannske flúið undan árum saman, yrkisefnum, sem hann mundi gefa aleigu sína, þótt hann væri milljónamæringur, til að þurfa aldrei að færast í fang. Til dæmis veit eg, að höfundur einn er nýbyrjaður á -bók, sem hann hefur í átján ár verið að biðja guðina að forða sér frá að skrifa. Höfundinum finnst sér verkefn- ið með öllu ofvaxið, hann hryllir við öllu þessu stríðandi lífi, sem heimtar að hann gefi því mál og form, neitar, þverneitar og þrá- neitar að leggja sig í þennan voða, — en hann hefur nú einu sinni veðdregið sig sköpunaröfl- um lífsins, og þau halda áfram að heimta hann óskiptan, og honum verður ekki undankomu auðið. Fáir un-gir menn mundu hlýða kalli skáldsins, ef þeir vissu hvað biði þeirra. Að minnsta kosti mundi eg ekki hafa gert það. — Gefur skáldið með þessu i skyn, að ekki sé við hann að sak- ast, þótt lýsingar sumar í ritum hans séu ófagrar, þar sem lífið sé nú einu sinni svona, þegar öllu sé á botninn hvolft. Á þetta sjónarmið fást þó margir íslenzkir lesendur ekki til að fallast, þar sem þeir telja sig ekki kannast við allt hið óhróðlega mannlíf, er Halldór lýsir í verkum sínum. En hér sannast sem fyrr, að skáldunum fyrirgefst mikið og orðalagið, má sín stundum meir en þaðj sem í þeim felst. Og því hafa flestir fyrirgefið Halldóri óhroðann í verkum hans vegna þess fyrst og tremst, hve skáldinu tekst að lýsa honum níðangurslega vel! Er það nokkuð svipað og þegar fslendingar hafa fyrirgef- ið Þorgeiri Hávarssyni í tæpar tíu aldir víg hans á saklausum smalamanni fyrir það eitt, hve vel hann sagði frá því: “Eigi hafði hann nokkurar sakir til móts við mig, en hitt var satt, að eg mátta eigi við bindast, er hann stóð svo vel til höggsins.” Á eg þó með þessari samlík- ingu alls ekki við það, að fslend- ingar hafi staðið Vel tij ajjra þeirra höggva, er Halldór hefur greitt þeim í ritum sínum, held- ur er henni einungis ætlað að skýra umburðarlyndi þeirra í garð skáldsins. Þó að það muni hafa hvarflað að Halldóri ungum að ryðja sér til rúms erlendis á annarri tungu, skildi hann brátt, að honum mundi íslenzkan hollust, að móð- urmálið var sá klettur er af mundi spretta lífsins vatn, ef sá er kynni lysti sprotanum á hann. En Halldór skildi einnig, að slíkrar kunnustu varð ekki aflað átakalaust. í fyrrnefndri grein, Höfundurinn og verk hans, segir hann m.a.: Þó skyldi enginn ætla eg sé því meðmæltur, að menn hætti sér út í þennan leik án þess að vita reglur. Maður verður að þekkja bæði anda og stíl móður- máls síns frá öllum bókmennta- tímabilum og vera allæs á nokkur helztu menningarmál samtíðar sinnar og helzt nokkurn veginn ritfær á þau líka. Þetta er vissu- lega lágmarkskrafa menntunar fyrir mann, sem þarf að vita ná- kvæm skil orða og hugmynda, sf því þau eru efniviður hans í listaverk, tré hans og leir. -Hafa fáir rithöfundar reynzt jafnótrauðir námsmenn íslenzkr- ar tungu sem Halldór né verið meiri málagarpar en hann. Enda sér augljós merki hvorstveggja í ritum hans. Hann hefur á öllu sínu flandri um lönd og álfur aldrei létt nema einum fæti sf íslandi, því að hann veit, að fót- festan þar er grundvöllur árang- urs hans sem rithöfundar: Land- ið, þjóðin og tungan, þetta þrennt, eins og 'hann hefur séð það heima fyrir og í ljósi annarra landa, þjóða og tungna. Það var sagt um Ásgrím Hellnaprest, er löngum átti í úti- stöðum við sóknarbörn sin og / tvisvar var dæmdur fra prests- skap, að hann var—að fenginni uppreisn tvívegis—þeirri stundu fegnastur, er hann komst aftur heim í sitt -fyrra kall og gat enn tekið að þjarma að sóknarbörnum sínum. Ekki veit eg, hvar Halldór Kiljan Laxness er nú niður kom- inn, en hvar sem hann er staddur, mun hann á leið til síns fyrra kalls til að tala yfir sóknarbörn- um sínum á því máli, er engir skilja betur en þau, hvort heldur talað er til þeirra með blíðu eða stríðu. —Finnbogi Guömundsson ÚRSLIT WINNIPEG KOSNINGANNA Úrslit kosninganna í Winm- pegpeg breyta ekki miklu um styrk flokkanna í bæjarráðinu. C.C.F. -unnu eitt nýtt sæti, hafa þeir því 5 fulltrúa, af 18 alls. Kommúnisti er einn. Óháðir 3{ en 9 úr borgaraflokki. Jafnvel þó allir andstæðingar borgaraflokksins séu á móti hon um, geta þeir ekki gert nema jafntefli. Og þá getur borgar- stjóri skorið úr, sem borgara- flokki mun veita að málum. Annars mun ekki strangs flokksfylgis gæta við atkvæða- greiðslu um hvert einasta mál. Öll málin, sem leitað var sér- stakra atkvæða um, voru feld. Bærinn fær því enga 5 miljón dala brú fyrst um sinn, heldur ekki hús yfir 6 lestrarfélög, er kosta áttu 450,0000 dali öll. Og leyfi íþróttamanna til að selja aðgang að boltaleikjum á sunnu- dögum, var og felt. Það er ekki mikið framfara legt við þetta, þó mikið sé um þær talað- Tveir íslendingar sem sóttu, Paul Goodman í bæjarráð og Paul Thorkesson í skólaráð unnu sigur í Mið-Winnipeg. Til Björgvins Guðmundssonar, tónskálds (flutt í samsæti, sem honum og konu hans var haldið 26. sept. 1955> 1 ljóði og söng er listin vönd, þar láni fæstir hlíta. Þú ungur stóðst með hörpu í 'hönd við “háa fossinn hvita,” þú hófst í streng þinn hreimfall hans, und himins bláa feldi og kleifst þig upp í hæð til hans í hljómsins töfranvedi. Heyrði eg vell “á heiðum hver” hér um miðjan vetur það hljómar enn við eyra mér og ekki þagnað getur, það minti á ættlands hörpuhreim Og hljóm í fossatali, sem eg væri horfinn heim um haf í íslands dali. y Hugurinn geymir helgan dóm og hlúir að sem blómi; hjartað skilur skáldsins róm og skeikar vart í dómi. Hvert er æðsta óðal manns? — öðru fram sem tekur, það er, ef að andi hans yl í hjörtum vekur. II. “Nú legg eg augun aftur” eg, ætla að lífi haldi á meðan aldan ómar og yppir hvítum faldi. III. Og raustin þín í “risi” sem rís í hvítagaldur er ekki úr minni mist. Það á sér langan aldur sem er í hjörtun rist, þetta hástig: — “Þór er fallinn þjóðin tilbiður Krist.” IV. Þér eiri íslands vættir og allar dísir góðar háværar, og hljóðar, °g fylgi fram í ættir. Af góðhug brag eg gel. Lifðu lengi og vel. Jón Jónatansson British Columbia 100 ára 1958 Hvenær er British Columbia- fylki 100 ára? Um það hefir sagnriturum fylkisins ekki komið saman. En Bennett forsætsiráðherra, sem fæddur er í New Brunswick og lengi bjó í Albertafylki, áður en hann kom til British Columbia hefir nýlega skorið svo úr þess- ari þrætu, að minnast 100 ára af- ælisins árið 1958, eða að þrem árum liðnum, hvað sem sagnfræð ingarnir segja. Fyrsta stjórn þessara strand- héraða komst á laggir, er krónu- nýlenda var mynduð á Vancouver eyju frá Bretlandi árið 1849. Stjórnandi Fort Victoria sem Hudson flóafélagið stofnaði árið 1843, sá að fólkinu fjölgaði ört á ströndinni og að brátt myndi þörf á einni aðalstjórn. Hann hét James Douglas og bjóst við, að vinna stjórnarsætið, en hon- um brást það. Bretar sendu Rich ard Blanshard til að taka við stjórn á eyjunni. Sýndi Douglas sem þarna hafði stjórnað sem einvaldur honum svo mikla ráð- ríkni, að Blanshard fór að ári liðnu burtu og til Englands. En við stjórnarstöðunni (Governors- stöðu) tók Douglas. En nú greip menn gullæðið við fund gulls í Californúi og menn hópuðust norður eftir ströndinni, norður til Cariboo héraðs og víðar. Með slíkum inn- flutningi, fjölgaði óðum fólki á þessum slóðum. Taldi Douglas þá þörf á myndun stjórnar á meg inlandinu. Var þar mynduð stjórn Krónunýlenda 19. nóv, 1858 og var Douglas stjórnandinn þar jafnframt og á Vancouver- eyju. Gekk svo fram til ársins 1866, að þessar stjórnir voru sam einaðar. Lagði Douglas þá niður völd sakir aldurs. Hafði 'hann þá verið stjórnari tveggja krónuný- lenda fleiri ár með stjórnarsetr- um bæði í Victoria og í New Westminster. Þar var höfuðborg meginlandsins fyrst. Vancouver borg var þá ekki fædd. * Árið 1866, er meginlandið og eyjan sameinuðust stjórnarfars- lega, var New Westminster á- kveðið höfuðborgin. En Victoria reiddist þá. Hvað á þetta að þýða, hrópuðu Victoríubúar. — Meginlandið er ekki neitt og verður aldrei! Eftir tveggja ára hatrammar deilur, var samþykt að Victoria skyldi vera höfuð- borg hins sameinaða British Col umbia fylkis, sem þá var megin landið og Vancouvereyja. Vic- toria er höfuðborgin enn og verð ur að líkindum í framtíðinni, þó skilyrði og mannf jöldi hennar sé nú ekki til að réttlæta það, eins og fyrrum, meðan hún var þunga miðja bygðarinnar á ströndinni. Menn sem nú heimsækja Van couver furðar á því að höfuð- staður British Columbia skuli vera 85 mílur burtu frá fjölmenn ustu borg fylkisins á meginland inu, Vancouverborg. En ástæðan er að suðurhluti Vancouvereyju bygðist fyrst. Borgin Vancouver kom varla til sögu fyr en 1886. Margir halda að telja skuli ald ur fylkisins frá 1866, er eyja- og meginlandsstjórnin var sam- einuð. En íbúar á meginlandinu töldu það fyrsta sjálfstæðis- og framfarasporið, að þar var stjórn mynduð 1858 og þeir losnuðu undan' kúgun sem þeir svo köll- uðu stjórnar Vancouver-eyju. í raun réttri ætti bezt við, að miða aldur fylkisins við það, er það sameinaðist Canada 1871. En Bennett forsætisráðhr. þykir oflangt að bíða eftr því og ákveður að fagna 100 ára af mælis British Columbia 1958. State Medical Examiner Sveinbjörn Stefán Björnson Sveinbjörn Stefán Björnson, læknir, er fæddur í Árborg, Man. 3. febrúar, 1920, og eru foreldrar hans Sveinn E. Björns- son læknir, og Marja Laxdai Björnsson, sem um mörg ár voru búsett í Árborg, en eiga nú heima í Winnipeg. Sveinbjörn útskrifaðist úr læknaskólanum í Winnipeg árið 1946, og gegndi síðan læknis- störfum í Ashern, Man. í fjögur ár. Hvarf hann þá til Regina, Sask., og tók að stunda forensic medicine — (réttarlæknisfræði). Dvaldi hann þar við Almenna spítalann í eitt ár, en að því loknu innritaðist hann við Yale háskólann til framhaldsnáms, og vann samtímis við spitala í New Brittain, Conn., að rann- sóknum. Ári síðar var honum veitt “Army and Navy” Fellow- ship” við Harvard háskólann, og hefir hann nú lokið tveggja ára framhaldsnámi þar, í sérgrein sinni. Var hann á sðastliðnum vetri útnefndur “Associate in Legal Medicine” við Harvard há- skóla. f desember, í fyrra birti New England Medical Journal ítarlega grein eftir hann, um rannsóknir hans við Harvard há skóla, en nú í haust var hann ráðinn “State Medical Examiner” í Delaware riki, og verður heim- ili þeirra hjóna í borginni Welm ington. Sveinbjörn er giftur Helgu, dóttur S V. og Kristrúnar Sig- urdsonar í Riverton, Man., og eiga þau hjón þrjú efnileg börn. í STUTTU MÁLI Nobelsverðlaunin, sem veitt hafa verið Halldóri Kiljan Lax- ness, verða afhent honum af Gustaf Svía konungi 10. des., í Stokkhólmi. • Margrét prinsessa hefir lýst því yfir að hún ætti ekki að gift ast Peter Townsend flugsveita stjóra. Ætti biskupum ensku kirkjunnar að líða betur. Towns- end er farinn til baka til her- starfs síns. • Þjónar fylkisstjórnar Mani- toba fara fram á kauphækkun, er 10% nemur. Tala þjónanna er 3,754 og fá til samans í laun 10.8 miljónir dala Við hækkunina, verða vinnulaunin alls um 12 miljónir. • Eisenhower forseta batnar hægt og seint, en hann reis þó upp í rúmi sínu á spítalanum í Denver s.l. viku og sendi Geneva fundinum sem þá hófst skeyti. Var það fólgið í því, að biðja fulltrúa að hallda áfram hinu góða starfi er byrjað hafi verið á fundinum í sumar og riðja sem mestu úr vegi, sem friði væri til tafar. Það væri verkefnið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.