Heimskringla - 02.11.1955, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.11.1955, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. NÓV. 1955 Hcitnakrin^k (StofnuD ÍSH) CMmz At ð hwrjuai mlMkudtgL Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. #53 og 9bb Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsimi 74-6251 VertJ btatðslne er $3.00 árgangarlnn, borgjst fyrirfram. Allar borganlr •endlart: THE VIKING PRESS LTD. öll vlOakiftabréf blaSinu aPlútandi sendist: Tbe VUdng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Rlbrtjóri STBFAW EINARSSON UtanAatarift Ul ritatjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Wlnnlpeg "Helmakxingla" is published by THE VIKING PRESS LIMTTED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Anthorixed aa Second Clauag Mctil—Poat Office Dept., öttawq WINNIPEG, 2. NÓV. 1955 MERKILEG ÚTGÁFA Á borði mínu liggja tvö þykk bindi, ný útgáfa af “Þjóðsögum og æfintýrum” Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssónar. Bæ'Si bindin komu út árið 1954. Að út- gáfunni stendur Bókaútgáfan Þjóðsaga en bækurnar eru prent- aðar í Hólaprenti hinu nýja (Prentsmiðjunni Hólar). Tveir ungir fræðimenn Árni Böðvars- son og Bjarni Vilhjálmsson hafa séð um útgáfuna eða búið hana til prentunar. Mönnum gæti dottið í hug að hér væri um hundrað ára minn- ingarútgáfu að ræða, Svo er þó ekkí bemlínis, því, eíns og menn muna, komu þjóðsögurnar út 1862 —64, en þó þessari útgáfu sé ekki lokið eins og þegar verður sagt, þá er ólíklegt að útgáfa síðasta bindis dragist fram á árin 1962— 64. Eins og jafnaldrar mínir frá því um aldamót muna þá voru þjóð- sögur Jóns Árnasonar “Gömlu þjóðsögurnar” eins og þær oftast voru kallaðar, með fágætustu bókum í landinu. Fólkið í land- inu hafði á þessum tæpu fjöru- tíu árum bókstaflega lesið þær upp til agna. Það var ekki fyrr en 1925 að Sögufélagið tók að gefa út “Gömlu þjóðsögurnar’’ á ný, til mikils fagnaðar fyrir bókavini, þótt nokkuð hlyti þaS að draga úr fagnaði hinna eldri manna að bókin kom út í svo smáum iheftum að útgáfunni varð ekki lokið fyrr en 1939-rétt i safelJ der Gegcmwart”. fyrir stríðið verra og síðara. Þá komu víðar í ljós þegar menn fóru að bera útgáfuna saman við handrit þau, er Jón hafði notað, handrit sem þjóðsagnaritararnir sjálfir höfðu sent honum. Þetta sýndi sig t.d. þegar Sigurður Nordal gaf út “Sagnakver” Skúla Gíslasonar (Rvík 1947) eftir eig- inhandritum Gísla. Hér var þá sýnilega verkefni, kannske ekki svo lítið, fyrir nýja útgefendur þjóðsagnanna, að igefa sögurnar út orðrétt eftir handritum þeim, er sögumenn og safnarar ihöfðu sent Jóni, að svo miklu leyti sem handrit þessi voru enn finnanleg, en mikill fjöldi þeirra er enn í bréfasöfn um Jóns í Landsbókasafní. Hinir ungu fræðimenn hafa nú leyst af hendi þennan samanburð við handrit sagnamanna, svo langt sem þessi tvö bindi ná, en í þeim er sama efni og í þeim tveim bindum er út komu 1862— 64. Við aukið er nokkrum skýrsl um um sögurnar, aftan við bind- in, en Formáli Jóns Árnarsonar er prentaður framan við fyrra bindið, í fyrsta sinn; formáli Guðbrands er hér settur í annað bindið. Þessari útgáfu fylgja ljósmyndir af höfuðskörungum þeim, er að þjóðsögunum stóðu: Jóni Árnasyni, Magnúsi Gríms- syni, Guðbrandi Vigfússyni og Konrad Maurer. Jón Árnason getur þess í formála sínum, að hann hafi tekið flokkun safns- ins því nær pbreytta eftir flokk- un Maurers í “Islandische Volks Ljósprentuð eru hér titilblöð- in af fyrstu útgáfunni, titilblaó- ið af “íslenzk æfintýri.” Söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni, Rvík 1952 og titilblað að “Island ische Volkssagen eftir Maurer, Leipzig 1860. Auk þess eru ljós- prentuð mörg handritasýnis- horn þjóðsagnaþulanna. Galdra- stafir o.fl. þessiháttar er notað fyrir bókarskraut. Yfirleitt er frágangur allur prent og band með ágætum, svo sem hæfir slíku merkisriti. En af útgáfu þessari er enn varla hálfsögð saga. Menn haía lengi vitað að Jón Árnason áttt miklu meira safn af þjóðsögum en það sem prentað var í þessum tveim bindum. Að lítt rannsök- uðu máli ætluðu útgefendur aðí þetta aukasafn með registri * mundi komast í eitt bindi til, þriðja bindið. Nú hafa þeir kom izt að raun um að ekki muni af veita þrem bindum enn til að koma safninu á prent. Svo safnið verður þá allt fimm bindi og sög- urnar allar igefnar út á sama hátt eftir handritum þeim sem Jón „„ „ , ri - , hafði safnað. Geta má nærri hve og var sa hattur hafður a þvi , , * * , _ ___ ___,_:__ -c,_.„imikið verk það er að koma ollu þessu mikla þjóðsagnasafni á prent og eiga kostnaðarmenn og Útgefendur geysimikla hönk í bak íslendinga fyrir það. En eng um ætti útgáfa þessi að vera kær komnari en íslenzkum fræði- mönnum og íslenzkri alþýðu, þvi enn eru þjóðsögurnar skemmti- legasta efni um að lesa sem til er. —Stefán Einarsson (próf) var víst margur góður og gamall sögufélagsmaður kominn undir græna torfu En þessi seinagang ur á útgáfunni leiddi einfaldlega af því, að milli stríða voru íslend ingar ekki einungis fáir, eins og þeir hafa alltaf verið, heldur líka í fátækara lagi, þótt eigi brigði þeim við það. En fátt er svo með öllu illt að tkki boði nokkuð gott. Stríðið verra og síðara auðgaði íslend- mga svo, að nú geta þeir ráðist í að gefa út á einu ári bók sem milli stríða tók þá 14 ár. Mér er ókunnugt, hvort Sögufélagsút- gáfan er uppseld eða ekki, en þó svo væri er óhætt að fullyrða, að hún sé enn ekki orðin eins sjald- gæf eins og “Gömlu þjóðsögurn- ar” upp úr aldamótum. En hví þá þessi nýja vandaða og dýra útgáfa? Til hennar liggja rök þau er nú verða talin. f útgáfu Sögufé- lagsins voru 160 fyrstu blaðsíð- urnar settar upp aftur. En er svo langt var komið prentun, hafði mönnum lærst að ljósprenta bæk ur sem eftir var verksins. Fyrir utan þessar 160 sður er því önn- ur útgáfa nákvæm eftirmynd fyrstu útgáfu svo ekki verður um bætt, og er það geysimikill kostur ef menn vilja hafa það svo. En eins og geta má nærri gátu villur af ýmsu tagi slæðst inn í hina fornu fyrstu útgáfu, ekki sízt þar sem svo var í pottin búið, að Jón Árnason gat ekki lagt síðustu hönd á ihana þar sem hún var prentuð út í Leipzig. A meeting of the Jon Sigurd- Sú var ástæða til að ekki var son chapter IODE will be held hægt að prenta formála hans fyr - at the home of Mrs. H. G. Nichol ir safninu, heldur varð Guð- son, 557 Agnes St., Friday Nov. brandur Vigfússon, staddur ytra, 4th at 8 o’clock with Mrs. H. B. að hlaupa þar i skarðið. VillurSkaptason joint hostess. Bróðurhönd yfir hafið Sumar bóka- og blaðasendingar ýta við manni og vekja mann til umihugsunar um aðrar fram. Slík sending barst mér í hendur frá Árna bókaútgefanda Bjarnarsyni á Akureyri fyrir nokkrum dög- um; en það var eintak af “Laug- ardagsblaðinu”, sem hann gefur út vikulega, er var að þessu sinni, laugardaginn 22. október, sér- staklega helgað Vestur-íslend- um, því að þann dag voru liðin rétt 80 ár, frá því að fyrstu ís- lenzku landnemarnir komu til Nýja-íslands. Öndvegi skipar á forsíðu blaðs ins prýðileg grein, og myndum prýdd, eftir ritstjórann, “Átta- tíu ára landnámsafmæli Nýja-ís- lands”, sem bæði er skilmerkilega samin og af glöggum skilningi á aðstæðum landnemanna og bar- áttu, og að sama skapi hlýleg i garð vor íslendinga vestan hafs. Þessi eru niðurlagsorð umræddr- ar ritgerðar: “Hér verða ekki ræktar orsak- ir vesturferða frá íslandi. Þær voru margar, þótt vafalaust hafi það vakað fyrir þorra manna, að þeir mundu tryggja sér betri af- komu og meiri menningarskil- yrði í nýja landinu en heima á Fróni. En hverjar sem orsakirn- ar voru, þá var landnámsfyrirtæk ið djarflegt. Landnemarnir mættu erfiðleikunum með mann- dómi og þreki. Þeír sköpuðu sér á stuttum tíma virðingu inn- lendra manna, og sjálfum sér yfirleitt góða afkomu. Og um- fram allt, þeir hafa allt til þessa dags sýnt undraverða tryggð ís- lenzkri menningu. Þess vegna ber oss hér heima að minnast þeirra með bróðurhug og virðingu. íslenzka nýlendan í Nýja-ís- land» liðaðist sundur að nokkru leyti. Allt um það ber að minn- ast stofnunar hennar, sem ein= af þrekvirkjum hins íslenzka kynstofns. En á engan hátt fáum vér heimamenn á íslandi minnst hinna þrautseigu landnema og niðja þeirra maklegar en með því að gera nú drengilegt átak til eflingar samstarfs og kynna milli íslendinga austan hafs og vestan. Það samstarf á að vera skerfur vor til viðhalds íslenzkr- ar menningar í Vesturheimi. f skörulegri ritstjórnargrein, “Hugsað vestur um haf”, ræðir Árni síðan nánar nauðsyn fram- haldandi og aukinna samskipta fslendinga yfir hafð; leiðir sterk rök að því, hvers virði heimaþjóo inni sé slíkt samband, og eggjar til öflugri viðleitni af hennar hálfu í þá átt. Á sama streng slær Steindór Steindórsson, menntaskólakenn- ari á Akureyri í ávarpi sínu. “Tengslin mega ekki rofna”, og jafn drengileg og fögur eru ávörp þeirra séra Péturs Sigur- geirssonar á Akureyri og Jónas- ar Jónssonar frá Hriflu, fyrrv. ráðherra og skólastjóra, til vor Vestur-íslendinga. Einnig eru í blaðinu kveðjur og velfarnaðaróskir oss til handa frá fjölmörgum öðrum einstakl- ingum og fyrirtækjum. Enn- fremur er þar endurprentað kvæð ið “Víðitangi”, sem Frank Olson orti á ensku í tilefni af 75ára landnámshátíðinni í Nýja-íslandi 1950, en dr. Sigurður J. Jóhannes son skáld sneri á íslenzku. Vér fslendingar í landi hér skuldum Árna Bjarnasýni mikla þökk fyrir þá ræktarsemi í vorn garð, og framtakssemi, sem hann hefir sýnt með útgáfu þessa af- mælisblaðs oss til heiðurs. Vissu lega mega drengileg og faguryrt ummæli hans, og annarra þeirra ágætti manna, sem hér eiga hlut að máli, hita oss um hjartarætur. En hitt sæmir eigi síður, að þau kveiki oss auknn metnað i brjósti, um að standa sem fastast saman um varðveizlu hinna ís- ienzku menningarerfða vorra hér í álfu. Látum handaband frændseminnar í verki brúa haf- ið þeim málum til styrktar. Rchard Beck SEX HUNDRUD RIT- STJÓRAR VIÐ PRAVDA OG ISVESTIJA OG JAFN- FJÖLMENNAR EFTIR- LITSNEFNDIR i(Þessi fróðlega grein um rúss- nesk blöð, birtist 16. sept. í Ai- þýðublaðinu. Munu margir lesa hana sér til skemtunar. Gripdeild ina vonar Heimskingla að ofan nefnt blað fyrirgefi.—Rstj. Hkr) Forustublöð Rússa, Pravda, (Sannleikurinn) og Isvestija, (Fréttir), má hiklaust telja með athyglisverðustu blöðum, sem nú eru gefin út í heiminum. Óhætt er að fullyrða, að þau séu ekki svipuð neinum öðrum blöðum i víðri veröld, heldur eru þau bæði fyrirbæri frá tímum bolsé- víkanna. Útgáfa Pravda, sem hófst þeg- ar árið 1912, og er þess vegna enginn unglingur lengur, er aðal málgagn rússneska kommúnista flokksins. Isvestija — eða eins og það blað iheitir, ef allur titili þess er þýddur, Fréttatilkynning ar frá fulltrúum verkamanna i æðstaráði Sovétríkjanna, hóf göngu sína í febrúarmánuði 1917 sem lítið tilkynningablað á veg- um fyrsta verkamanna- og her- mannaráðsins í Pétursborg. Var blaðið fyrst í höndum byltingar sósíalista, en síðan tóku bolsévík ar það í sínar hendur, í október- mánuði sama ár, og fluttu það nokkru síðar til Moskva. Bæði eru þessi blöð lítil í snið um, venjulega aðeins f jórar síður í litlu broti, myndalaus og flytja engar auglýsingar. V.- Evrópu búum þykir því útlit þeirra ekki neitt sérlega glæsilegt, en Rúss- ar hafa nú sínar hugmyndir, varö andi útlit dagblaða, og að þeirra dómi eigi dagblöð að flytja það efni, sem þessi dagblöð flytja, og ekki annað. Allt annað er frá iþeim vonda. En þótt þessi blöð láti lítið yfir sér hið ytra, eru þetta vold- ug blöð, og starfsmannaf jöldi þeirra mikill á okkar mælikvarða Við Pravda vinna til dæmis 2500 fastráðnir blaðamenn, en þar af eru 1500 fastir fréttaritarar í einstökum borgurn og héruðum. Svipaður starfsmannafjöldi er við Isvestija. Við ritstjórnina sjálfa starfar 300 manna eftirlits ráð, sem hefur nákvæmt eftirlit með því sem ritstjórarnir skrifa en ritstjórarnir eru líka 300. Blaðamenn við þessi öreigablöð hafa gott kaup, menn, sem skrifa neðanmálsgreinar fá tvö þúsund rúblur í mánaðarlaun. og er það kaup svo hátt, að erlendir blaða- menn, sem dveljast í Moskva, verða að fá gífurlega launaupp- bót á ári, eða leggja sér þá upp- hæð til sjálfir, eigi þeir að búa við svipuð lífskjör og þessir starfsbræður þeirra við Pravda og Isvestija. Æðsti maður við hvort þessara blaða, eða aðalritstjórinn, hefr.r 15 aðstoðar-aðalritstjóra. Aðal- ritstjóri Pravda iheitir D. T. Sjepilov, og á þessu ári hefur hann verið einn af leiðandi mönnum innan miðstjórnar kom múnistaflokksins. Það var Sjep- ilov, sem opinberlega hóf þó sókn á sínum tíma, er endaði með því, að Malenkov afsalaði sér völdum. Blöðin fá ekki að birta neitt stjórnmálalega mikilvægt efn’- fyrr en æðstu mennirnir hafa gefið samþykki sitt til Þess Verður þar af leiðandi að leggja allar slíkar greinar fyrif þá háu herra, löngu áður en þær eiga að birtast. Þeir, sem rita eiga Ieiðara eða neðanmálsgrein, hafa 15 daga til umráða og skrifa því aðeins tvær slíkar greinar á mánuði. Má telja að það sé all góður tími til stefnu en þess er heldur engin vanþöri, því að hamingjan hjálpi þeim, sem verður á í messunni, og skrif ar eitthvað það, sem ekki sam- rýmist línunni á þeirri stund, sem það kemur fyrir almennings- sjónir. Um áramótin 1952—53, þegar Stalin var að kveðja þennan heim og ýmislegt að ger- ast á meðal forustumannanna í Moskvu, reyndust ritstjórnarstól stólarnir við Pravda og Isvestija mörgum heldur völt sæti. Uröu margir af þeim að þola harðar ákúrur, og ihurfu margir þeirra, svo að ekki hefur til þeirra spurst eftir það. Sæti einhver gagnrýni fyrir eitthvað í Pravda, á sá hinn sami ekki margra kosta völ til að fá: leiðréttingu mála sinna. Eina leiðin er þá að skjóta máli sínu til næsta flokksþings kommún istaflókksins, með aðstoð ein- hverra vina eða vandamanna á æðstu stöðum. Hins vegar kem- ur það oft fyrir, að þeim Pravda og Isvestija lendir í hár saman, þar sem annað blaðið er fulltrúi flokkslínunnar en hitt þings og æsta ráðs, og nú að undanförnu einnig menntamannastéttarinnar og getur á stundum borið tals- vert á milli. Þegar slíkt kemur fyrir, er það öruggt merki þess, að um verulegan ágreining sé að ræða í miðstjórninni, og reynist þá oftast skammt að bíða nokk- urra atburða. Eiga iþá ritstjórarn ir allt sitt undir því, að þeir hafi íúlkað sjónarmið þess, sem sig ur hlýtur í átökunum. - Allar mikilvægar stjórnmála tilkynningar og fréttir birtast samtímis í báðum blöðunum, og er því ónauðsynlegt að lesa nema annað þeirra, til þess að fylgj- ast með því, sem gerist helzt í innanríkis og utanríkismáluin. Það er einungis í neðanmáls- greinum og greinum um menn- ingarmál sem um mismun er að ræða. A ártíð Lenins, þann 23. apríl fluttu bæði blöðin til dæmls mestmegnis sama efni. Og aldrei þessu vant birtist stór mynd á forsíðu beggja blaðanna frá minningarhátíðinni í Stóra leik- húsinu í Moskvu, og fyrir neðan myndina tók við leiðari, þar sem Lenin var hylltur og lýst afrek um hans. Síðan var frétt um það, ihvaða framámenn hefðu tekið þátt í minningarhátíðinni og inni og haldið þar ræður. Önnur | blaðsíðan og helft þeirrar þriðju var í báðum blöðunum varið til að birta ræður þær, sem aðalrit- stjórar hvors blaðs um sig höfðu haldið á minningarhátíðinni. Síðast komu skeyti frá erlendum ríkisstjórnum til ríkisstjórnar- ar Sovétveldanna í tilefni af ár- tíðinni. Okkur mundi eflaust þykja blöð þessi heldur einhliða og leiðinleg, en engu að síður koma þau daglega út í allt að þrem milljónum eintaka, hvort um sig. Auk þess eru myndamót af blað síðum þeirra flutt flugleiðis til allra helztu borga Sovétríkjaima þar sem blöðin Jroiud ut samdæg urs í hundrað þúsundum eintaka En það reynist ekki allt sann leikur í “Sannleikanum” og ekki allt fréttnæmt í fréttunum. Því er sagt í Moskva, í hálfum hljóð um, “Pravda ne imeet pravda, Isvestija ne imeet Isvestije”, — í Sannleikanum er engan sann- leik að finna, í Fréttum er ekk ert í fréttum.” Það er ekkert furðulegt við það, að búar Saar greiddu í mikl um meirihluta atkvæði með því að heyra Vestur-Þýzkalandi til, en Frakklands. En það lítur alt lakara út, er þess er gætt, að hugmyndin var, að veita Frakk. landi héraðið til þess að gefa því nokkumveginn jafnt tækifæri til Nýtt Sívirkt Dry Yeast heldur ferskleika ÁN KÆLINGAR Konur sem reynt hafa hið nyja, skjotvirka þurra ger lischmans, segja að það sé bezta gerið sem þær hafi reynt Það Slíkt öðru geri að því leyti að það heldur ser vel þo vikur standi d á búr-hillu. Samt vinnur það sem ferskst duft, verkar undir s, lyptist skjótt, framleiðir bezta brauð, af allri gerð til fynr og ir matar. . , . _ pleysist: (l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið að einni teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Straið rru geri á. Lát standa 10 mínútur. (3)Hrærið vel í. (Vatnið not- með gerinu, er partur öllu vatni er forskriftin gerir ráð fyrir). ” K .V 1 • / 1 • f 1 ACAC D Alf 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.