Heimskringla - 09.11.1955, Page 1
LXX ÁRGANGUR
WINNTPEG, MIÐVIKUDAjGINN, 9. NÓV. 1955
NÚMER 6.
80 ára landnám
Á þessu hausti voru 80 ár frá
því er landnám hófst á Gimli.
Það var á síðasta sumardag, þ.e.
22 október árið 1875, sem fyrsti
innflytjenda hópurinn lenti þar.
Ekki höfum vér heyrt neitt um,
að þessa afmælis hafi verið
minst, eða líkindi fyrir að það
verói gert á þessu ári.
í kirkjuraeðum mun þó á það
hafa verið minst. Að líkindum
hefir þótt of mikið nú að efna
til hátíðarhalds út af þessu sama
efni og gert var fyrir 5 árum, er
75 ára landnáms Gimli var minst.
Einn maður heima, Árni
Bjarnason á Akureyri, lagði þó
út í að helga blað sitt er út kom
22. október þessu efni. Skrifar
hann og ýmsir fleiri góðar grein-
ar um landnámið á Gimli. Hafa
suglýsendur styrkt hann til
þess og flytja auglýsingarnar
allar sama boðskapinn, heilla-
óskir til Vestur-íslendinga.
Það má ekki minna vera en að
við þökkum þessa hugheilu og
bróðurlegu kveðjur frændanna
heima og útgefanda Laugardags
blaðsins.
Býður ódýr hús
1 Montreal gerir samvinnufé-
lag ráð fyrjr ag reisa íveru'hús,
er ekki kosti yfir $48.00 á mán-
uði, með 20 ára greiðslu og $100
borgun út í hönd. Gert er ráð
fyrir 7 herbergja húsum. Hafa
þegar verið pöntuð 300.
ÞVERNEITAR KOSNINGU
Molotov þverneitaði í gær á
Geneva f undinum, að samþykkja
tillögur Vestlægu þjóðanna um
sarneiningu Þýzkalands með al-
mennri atkvæða greiðslu..
Molotov sagði almennar kosn-
ingar, að sumu leyti koma í bága
við stefnu Edens um að sameina
Þýzkaland fót fyrir fót, en ekki
alt í einu. Tillaga um atkvæða-
greiðslu hefði meira að gera við
að sameina alt Þýzkaland Atlanz
hafs þjóðasambandinu í eina
sterka heiid en nokkuð annað.
Útliðið er, ag ^ þessum Gen-
eva fundi stanai hnífurinn í
kúnni og alls ekkert verði gert,
ef Molotov ræður. Dulles er þrátt
fyrir alt ekki vonlaus um starf
fundarins ennþá eða að það verði
að engu gert. Það verði aðeins ti!
að herða sóknina til sigurs hin-
um góðu málstað, sem virðist
þýða á móti Rússum.
EISENHOWER FLYTUR
TIL WASHINGTON
Næstkomandi föstudag heíir
Eisen'hower ráð gert að flytja úr
spítalanum í Denver til Wash-
ington.
Má af þessu líklegt telja, sem
og vonandi er, að forsetinn sé á
góðum batvegi. En um það að
hann taki við stjórnarstarfi, verð
ur ekkert ákveðið, fyr en í jan-
úar eða febrúar.
Og þá verður ennfremur svar-
að spurningunni um, hvort að
hann verði í vali við næstu kosn-
ingar.
SÓLARLJÓSIÐ ORKU-
GJAFI
Um 900 sérfræðingar í orku-
hagnýtingu sólarljóssins frá 36
þjóðutn, komu nýlega saman á
fundi I Phoenix, Ariz., í Banda-
ríkjunum. Hugmyndin var að
kynnast hvað liði tilraunum með
notkun sólarorku við framleiðslu
Tilraupirnar eru orðnar tals
vert víðtækar. Og margir segja,
að í sólarljósinu, sem umlykur
okkur jarðarbúa, sé fólgin hita
orka, er beizluð verði fyr eða
síðar og eigi eftir að uppylla
orkuþörf mannkynsins um milj
ónir ára.
Það er eins og af þessum fjöl-
menna fundi má sjá, mikið meiri
athygli veitt hitaorku sólarljóss-
ins, en á orði er haft. Var í frétt
um af fundinum sagt, að Rússar
voru hugvitsamastir á þessu
sviði. En það er eitt sem fram-
för í þessa átt háir. Það er fram
leiðslukostnaður við beizlun sól-
arorkunnar. Héldu ymsir aðrar
orkulindir verða um tíma mikið
ódýrari.
Til framleiðslu, hita eða orku
sólarljóss eru speglar eða safn-
gler notuð.
SPJALLA SAMAN UM
PEÐRÍKI RÚSSLANDS
John Foster Dulles sem nú er i
Geneva—og Tító forseti Júgó-
slavíu, áttu skraf saman síðast
liðinn sunnudag um peðríki
Rússlands. Hélt Dulles fram, að
öllum þessum ríkjum Austur-
Evrópu yrði að veita frelsi; heim
urinn gæti ekki til lengdar horft
upp á þau rúin sjálfstæði sínu,
eins og þau nú væru. Verkefni
Sameinuðu þjóðanna væri að
vinna að frelsi þeirra.
Þegar hann spurði Tító um
skoðanir á þessu máli, kvaðst
hann vera Dulles sammála.
Tító er ekki einn af stórþjóða
utanríkisráðherrunum fjórum, á
Geneva-fundinum. En skoðanir
hans mega sín eigi að síður mik-
ið.
ÍSLENZKUKENNSLA
FYRIR BÖRN
íslenzkukennsla fyrir börn
hefst á vegum Þjóðræknisfélags
ins næstkomandi laugardag, 12.
nóvember, klukkan 10:30 fyrir
hádegi í efri sal lútersku kirkj-
unnar við Victor stræti.
JÖRÐIN OKKAR
INNVORTIS
Því^var lengi haldið fram (á
nítjándu öldinni), að jörðin væri
glóheit innan, bráðin málm-
blanda undir geysilegum þrýst
mg. Hinn nafnfrægi enski vís-
indamaður, Kelvin lávarður, var
með þeim fyrstu til að véfengja
þessa hugmynd, sem þá virtist
vera byggð á traustum grund-
velli_ Útras hita, svo sem úr eiö
fjöiium, hverum, o.s.frv. virtist
benda a innvortis 'hita, og þdg
sérstaklega, að gröftur, svo sem
í djúpum námum, leiddi í ljós,
að jarðhiti jókst reglulega eftir
því sem neðar dróg, ein gráða á
C. hver 104 fet í Evrópu (ein
gráða hver 138 fet í vesturheimi)
Héldust þessi aukning óbreytr
myndi hitinn vera orðinn 1000
gráður á C. á 20-mílna dýpi í
Evrópu (á 26 mílna dýpi í vest-
urheimi). Var álitið að jarðskorp
an, en hún er að jafnaði 44 mílur
á þykkt, væri því nokkuð þykkri
undir vesturheimi.
Nú er hugmyndin um ástandið
innvortis í jörðinni með nokkuð
öðrum hætti, jafnvel að taki að
draga úr hitanum þegar komið
er niður fyrir skorpuna. Og eng-
um efa er það nú bundið, að fyrir
neðan hana mun Vera lítið um
bráðinn málm, og að kjarni ihnatt
arins, svo sem 4000 mílur í þver-
mál, er að mestu járn-nikkel
blanda, mjög samanþrýst. Þetta
er vitað með vissu á því, hvernig
bylgjur frá jarðskjálftum haga
sér, en þær fara þess hraðar sem
efnið sem þær fara um er þéttara.
Verður því nákvæmlega reikn-
að út hvaða efni P (primary)
bylgjan fer um. Og svo reiknast
til, að jörðin í heild sé fimm-og
-hálft sinnum þyngri en væri
hún öll úr vatni.
Sagan segir að þegar Kelvin
lávarður var að skýra fyrir læri-
sveinum sínum að jörðin væri
ekki lögur innvortis, þá notaði
hann tvö egg, annað hrátt en hitt
harðsoðið, sem hann svo setti í
snúning Kom þá í ljós, að hráa
eggið stóðvaðist nokkru fyrr en
ið harðsoðna, sem kom til aí
því, að lögurinn í því snérist
ekki eins hratt og skelin, og
snúningurinn af þessu dró því
úr snúningshraðanum, en þetta
ætti sér ekki stað í harðsoðna
egginu. Væri jörðin lögur að
innan, myndi hún hlýða sama
lögmáli, að snúningurinn dragi
úr snúningshraða hennar.
Nú er vitað að hún hefur hring
sólast með sama hraða í þrjár
biljónir ára, og vel það, en væri
hún lögur að innan, ihefði hún
hætt að snúast um möndul fyrir
löngu, eins og túnglið, snéri ætíð
sömu hlið að sólinni.
Er haldið af þeim sem gefa
sig að þessum fræðum, að jarð-
hitinn sem gerir vart við sig i
eldgosum, nái ekki niður fyrir
skelina, sem að jafnaði er aðeins
44 mílur á þykkt. —L. F.
Skagfirðingar fá bréf og
handrit Magnúsar frá Fjalli
Árni Eylands stjórnarráðsfull-
trúi og frú voru hér á ferð fyrir
nokkrum dögum. Var erindi
Árna að afhenda stjórn héraós-
skjalasafnsins bréf og handrit
Magnúsar Jónssonar frá Fjalli,
sem andaðist í Blaine í Wash-
ington, 1942.
Þegar Árni Eylands var á ferð
vestra fyrir skömmu, kynntist
hann séra Albert Kristjánssyni,
presti í Blaine, og hafði hann
varðveitt bréf og handrit Magn-
úsar. Séra Albert hafði ákveðið
að gefa théraðsskjalasafni Skaga
fjarðar handritin, og fól Árna
Eylands að afhenda stjórn safns
ins umrædd bréf og handrit.
Bréfin eru allmikið safn og
merkilegt, meðal annars eru þar
nokkur bréf frá Stefáni G. Stepli
ánssyni, sem ekki eru birt í
bréfasafni skáldsins.
Séra Helgi Konráðsson, for-
maður stjórnar héraðsskjalasafns
ins, þakkaði Árna Eylands fyrir
greiðslu hans og milligöngu í
málinu, og kvað safninu það mik
inn feng að fá þessi handrit hins
merka Skagfirðings og ágæta
fræðimanns, sem Magnús Jóns-
son var.
Magnús Jónsson frá Fjalli
futtist vestur um haf 1887, þá
fulltíða maður, og var þá einn
af forustumönnum Skagfirðinga,
meðal annars í stjórn Háskóla.
Hann gaf út vestra bókina Ver-
tíðarlok, sem er í tveimur bind-
um, og kom fyrra bindið út 1920,
en það síðara 1933. —G. ó.
—Tíminn 5. október
FRÁ ÍSLANDI
í september hefti “Samvinn-
unnar” eru myndir sýndar á kápu
ritsins af tveimur stúlkum,
klæddum yfirhöfnum úr íslenzk
um lambskinnum, sem líta út
eins og beztu tegundir, Beaver-
lamb—o.s.frv. Hefir verksmiðj-
an Iðunn verkað skinnin, svo að
úr þeim má gera þessar ágætu
yfirhafnir ásamt fleiru. Heldur
Samvinnan fram, að margt bendi
til þess að almenningur í landinu
hafi 'hraðvaxandi trú á íslenzka
framleiðslu og styðji hana bet-
Uf en áður. Yfirhafnir þessar
kváðu mikið ódýrari, en sams-
konar vara erlendis.
•
f blaðinu “Vísi”, 10. október
segir frá öðrum nýjum iðnaðar-
rekstri, sem farið var af stað
með á s.l. sumri, er blómgvast
hafi vel. Er það þakpappverk-
smiðja. Eftirspurn pappa hvort
sem notaður er úti eða inni, er
mjög mikill og öll framleiðsla
verksmiðjunnar selst jafnóðum
og hún er búinn til.
Það þykir og athyglisvert við
þetta, fyrirtæki, að vélar þess
eru allar búnar til á íslandi, hjá
Keili, vélsmiðju Sigurðar Svein
björnssonar og vélsmiðju ísa-
fjarðar.
Albert E. Kristjánsson:
BROT ÚR BLAINE
ANNÁL
SUMARIÐ 1955
22. Mai. — Þennan dag kom
frá Seattle, lest af bílum, hlöðn-
um íslenzku fólki. Var ferðinni
heitið að Stafholti, því þar skyldi
veizla standa. Tóku íslenzku fé-
lögin í Seattle upp þann fagra
sið fyrir nokkrum árum, að fjöl
menna til Blaine um þetta leyti
árs, í þeim lofsverða tilgangi, að
gefa vistfólki í Stafholti góðann
og glaðan dag. Kemur það með
(veizlufagnað allan með sér i bíl-
i um sínum og ihina ágætustu
jskemtiskrá. Treður þá hver sín-
|um ellibelg undir rúmið og fer
fram í borðsalinn og sezt við
borðin blómum skreytt og vist-
um hlaðin. Getur þar að lita vel
mörvaðan blóðmör og rúllupylsu,
hangna magala, og hænsnalæri,
kæfu og hveitibrauð, kaffi og
kleinur, vínartertur og vænar
lummur, o.fl. o-fl. Á eftir er
svo skemt með söng og hljóð-
færaslætti, ræðum og kvæðum—
alveg eins og í gamla daga, þeg-
ar veröldin var ung. Vel sé þeim
“Vestra” og “Einingu” fyrir þá
hugkvæmu mannúð, sem kemur
fram í þessari árlegu heimsókn
til aldraða fólksins í Stafholti.
17. júní. — Þjóðræknisdeildin,
Aldan, sem er jafngömul hinu
íslenzka lýðveldi, heldur upp á
afmæli beggja ár hvert. Þennan
dag, og gl'eymir því aldrei að
það er einnig fæðingardagur
frelsishetjunnar, Jóns Sigurðs-
sonar. Enda á 'hann að sjálfsögðu
öndvegissessinn á öllum slíkunt
mótum. Að þessu sinni bauð
Aldan íslendingum í Blaine og
grendinni til ókeypis skemtunar
og veitinga í samkomusal lút-
ersku kirkjunnar í Blaine. Var
það allra rómur þeirra er boðið
sóttu, að hið bezta hefði skemt
verið og að Öldu-konurnar hefðu
enn sem fyr haldið uppi heiðri
íslenzkra húsmæðra með rausn
EGGERT J. ÁRNASON
F. 6. júlí 1885 — d. 24. apríl 1955
Síðan við Eggert
samleið áttum
er nú hálf öld
að ósi runnin.
Sól var á tindi
sumarmála,
geislatöfrum snerti
gróður jarðar.
Man eg á þeim árum
þú ortir ljóð
og í ræðu og riti
rökum beittir.
Bækur þú lærðir
og brauzt til mergjar
yndi mest þú fannst
í orðsins list.
Vissir þú vísindi
er velja og hafna:
trú þín var frjáls
I og fölskvalaus;
Virti vitur rök
vantrúarmanna
er fann hún þá í leit
eftir lífssannindum.
Gekkstu snemma í lið
með góðtemplurum
og við gamla Bakkus
og myndarskap við veizluborðin. j
3. júlí komu til Blaine Kjartan
Ó. Bjarnason, ljósmyndari og
Finnbogi Guðmundsson, próf.,
Unnu þeir af kappi þann dag og
allan næsta dag að því að taka
hreyfimyndir af íslendingum og
háttum þeirra í Blaine og Bel-
lingham. Hefðu landar hér gjarn
an kosið að hafa þá sem nætur-
gesti og sýna þeim aðra gest-
risni, en þeir kusu heldur að
gista í Motel, svo þeim yrði ekki
“haldið uppi á snakki” og þannig
tafðir frá stöfum. Varð eg þess
var að kjartan leit oft til himins
að morgni þess 4. “Eg er hrædd-
ur við skýin þarna”, sagði hann
En skýin sneiddu hjá sólinni
og notaðist þeim félögum dagur
inn vel til myndatökunnar, enda
létu þeir hendur standa fram úr
ermum, rétt eins og þeir væru að
hirða þurra töðu heima á íslandi.
Þó náðum við hjónin þeim til
kaffidrykkju “drykklanga
stund” um kvöldið. Þótti okkur
þeir góðir og skemtilegir gestir
og hefðum fegin viljað njóta ná-
vistar þeirra lengur. Beztu þökk
fyrir komuna og komið aftur
og dveljið lengur.
31. júlí — íslendingadagurinn
í Peace Arch Park í Blaine. Síð
asti sunnudagurinn í júlí ár
hvert, er sá dagur sem flestir
íslendingar eru saman komnir á
einum stað hér á Ströndinni.
Koma þeir einkum frá Vancouver
Point Roberts, Blaine og Belling
ham. Talsverður hópur kemur
frá Seattle og svo víðs vegar að
frá fjarliggjandi stöðum. Aðal-
ræðu dagsins flutti Mrs. Hólm-
fríður Danielson og mælti hún
á ensku að ósk nefndarinnar.
Ætluninn var að ná eyrum yngra
fólksins í því augnamiði að
vekja áhuga þess á því að kynna
sér hinn íslenzka menningararf,
tileinka sér hann og vinna svo að
þvi að vernda hann og ávaxta.
Kom mönnum saman um að ræðu
konan hefði leyst hlutverk sitt
hið bezta af hendi og var henni
klappað óspart lof í lófa. Annars
munu flestir sem þar voru staddir
hafa lokið upp einum munni um
það, að nefndinni hefði í engu
misheppnast að velja það eitt
fólk til að skemta þennan dag,
sem gerði daginn góðan, glaðan
og eftirminnilegan. Þess má geta
hér, að nefndinn hafði hugsað
sér að nota komu frú Danielson,
sem bezt í þarfir þjóðræknis-
starfsins. Hafði hún í þessu
glímu háðir;
varðist sem víkingur
hans vélabrögðum
örfum anda þins
og orðfimi.
Stóðstu löngu síðar
í styrjöldum tveim,
sjálfboði í fylking
þíns fósturlands
og með hug og ihönd
í hjálparliði
sóttir særða í val
og sjúka gladdir.
Enn hefir þér runnið
annar dagur
og vordrauma ráðning
þín vitund fengið
þar sem orðsins list
er utan bóka
og sögu ríkari
sjón þín varð.
Vel sé valmenni
vöskum sjálfboða
er með lífs síns starfi
líknaði og gladdi
frjáls þinn andi fór
til fjarra heima
og vordrauma ráðning
þin vitund fann.
S. E. Björnson
skyni lagt drög fyrir að hún
mætti hópum af yngra fólki til
viðtals um þjóðræknismál, í Se-
attle, Bellingham og Vancouver.
Af þessu varð svo í tveimur síð
astnefndum stöðum. Er mér ekki
kunnugt um með hverjum hætti
þetta fór fram í Vancouver. f
Bellingham er kvenfélag sem
stofnað var fyrir tveimur árum
af yngri konum af íslenzkum
ættum, og nefnist Freyja. Þess-
ar konur buðu frú Danielson og
okkur hjónunum til miðdags-
verðar á Hotel Leopold í Bel-
hngham. Var setið undir borðum
alt að því í tvo klukkutíma, því
þegar menn (eða öllu heldur
konur, því eg var eini karlmað-
urinn) höfðu notið hinna ljúf-
fengu rétta er fram voru bornir,
var tekið ti) óspiltra málanna
um þjóðræknismálin. Flutti frú
Danielson þar snjalt erindi um
þau mál. Síðan tóku allar kon-
urnar þátt í samtali og spurning-
um og svörum. Var þeim einkum
hugleikið að fá fréttir af hátíða
haldinu í Spanish Fork á síðast-
liðnu sumri, sem haldið var í
minningu um landnám fslend-
inga í Utah fyrir 100 árum. Varla
getur hjá því farið að sú ræktar
semi við minningar feðranna sem
þetta hátíðahald er augljós vott-
ur sem hafi vakið þá kvöt hjá
þeim sem þarna voru saman
komnir til þess að vera ekki eft
irbátar landanna í Utah í þessum
efnum. Verður manni þá strax
ljóst að verkefni liggja fyrir
hendi. Hvenær hófst landnám ís
lendinga í Washington ríki? —
Hverjir hafa þar komið við sögu
o.s frv.? Hér er verk sem þarf
að hefjast áður en það er orðið
of seint.
21. ágúst — Þennan dag var
hópur eldri íslendinga í Blainc
og grendinni saman komnir i
garðinum Fyrir framan hús Gísla
Guðjónssonar og konu hans.
Voru það meðlimir bókafélags-
ins “Jón Trausti”. Hefir það fé-
lag um fjölda mörg undanfarin
ár komið saman um þetta leyti
sumars á samkomu undir beru
lofti sem það kallar “skógar-
gildi”.
Hafa þau farið fram í ýmsurn
stöðum, svo sem í skemtigörðum
í Bellingham og Blaine, eða í
fögrum skógarlundum fram við
sjó. Nú er mörgum félaganna,
mönnum og konum, farið að
þyngjast sporið. Sumt þeirra eru
nú vistmenn í Stafholti. “En
andinn lifir æ hinn sami”, og
skógargildunum er haldið uppi,
þó skemmra sé nú farið en áður.
Skemtunum er hagað á sama hátt
og alt af hefir tíðkast hjá Jóni
Trausta. Það éru nokkurskonar
frjáls samskot úr andlegum sjóð
um þeirra sem mættir eru. Getur
úr þessu orðið furðu fjölbreitt
skemtiskrá, svo sem ræður, söng
ur, þulur, gátur, upplestur, skrítl
ur, þulin ljóð eftir minni, kveðn
ar rímur o. fl. Þennan áminsta
aag var veður hið ákjósanlegasta
og leið fólkinu vel þar sem það
sat undir háu og skuggasælu
álmtrjánum framan við hús
Guðjónsons hjónanna. Eftir
skemtiskrána var svo farið inn
í húsið og sezt að hinum rausnar-
legustu veitingum, sem konur
félagsmanna lögðu til. Þessir
gömlu andar hafa tileinkað sér
hina ágætu lífsreglu Hávamál-
anna; “Glaður og reifur skili
guma hver, unz sinn bana bíður”
1. sept. — Björgvin tónskáld
og kona hans koma til Van-
couver
2. sept. — Þjóðræknisdeildin
[“Ströndin”, stendur fyrir sam-
jkomu í Vancouver í tilefni af
komu Björgvins. Var þar vænn
Framh. á 2 síðu