Heimskringla - 28.12.1955, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.12.1955, Blaðsíða 3
HEIMSXRIIíGLA 3. SIÐA WINNIPEG, 28. DES. 1955 ótótlegri hestpöddu í þokkabót, þá var hann sannarlega einhver sá ósjálegasti padre, sem eg hef nokkru sinni augum litið. Fáum mundi hafa dottið í hug, að þarna færi einn af menntuðustu mönnum þjóðar sinnar,—en ís- land er ekki eina landið, þar sem maður hittir menntun, er mann varir minnst, og sjaldan hefur menntun verið dýrkuð af hreinni hvötum en af þessum samtýnis- manni norðurskutsbaugsins. (C. S. Forbes í ferðabók, um Jón Þorleifsson á Ólafsvöllum, 1859) —Þjóðv. í LJÓSASKIFTUNUM Lag (Skapari stjarna, herra hreinn ) Nú sólin lækkar lofti á, líða skuggarnir til og frá. Dagurinn kvaddi, höndin Ihans með hringinn ljóssins skaparans. Hann seig í djúpið dimt varð þá og dauðan sjálfan minti á. Við úthafs bauginn dagsbrún dvín dulbúin kveðja þaðan skín, Nóttin. Þá nóttin kom, svo hæg og hljóð með hjartnæmustu vöggu ljóð. Hvert eyra Iheyrir aftansöng um óendanleg leynigöng. Hún breiðir út sitt töfra tjald er tekur alt undir sitt vald. Afklæðir þreyttan innri mann, inní hvíldina leiðir hann. Að svæfli tímans höfuð hneig, er heilög nóttin niður steig. Með undra svefnlíf ofanað Aldanna faðir til bjó það. Á auðlegðinni ei er spör úðansdöggin, með koss á vör Uhvefur alt með ró í ró í rekkjunni sem Guð til bjó. í svefni dafnar barnið bezt, í brosinu heilt bókfell sézt. Upphafs orðið, ber ásýndin innsigluð Guði barnslundin. Ó, blessuð nótt, að brjósti þér hvert blóm, hver líftaug hallar sér. Þorstanum svalar drykkur dýr í dropanum guðsmáttur býr. í vökulokin sæll er sá er sér og finnur Guð sér hjá. f lífsins hönd, sem ljósið er “Lifuni, hrærumst og erum vér”. Af s.vefni vakin sáiin rís sólarbirtan er öllum vís. Líkaminn öðlast líf og þrótt liðin er hjá hin dimma nótt. Drottinn blessaðu dagsverk mitt í dag er opið hliðið þitt. Hér geng eg inn í garðinn þinn, Guð, þú leiðir fótsporinn. Ingibjörg Guðmundsson ------/------- —Afsakið, sagði rakarinn, vor- uð þér með rautt bindi, þegar þér komuð hér inn? Nei, svaraði maðurinn í stóln um. —Hvert þó í veinandi!1 ★ Móðir: í hvert skipti, sem þú ert óþekkur, Villi minn, fjölgar um eitt grátt hár í höfðinu á mér. Villi: Þá hlýtur þú sjálf að hafa verið alveg voðalegt barn. Littu bara a harið á afa og ömmu. Læknirinn: Eg held, a'Ö við ættum að taka vænan skammt af laxerolíu. Sjúklingurinn: Fyrir alla muni gerðu þér það læknir. Þér megið taka minn skammt líka. ★ Heldur læknirinn, aá örið eft- ir botnlangaskurðinn komi til með að sjást? Hmmm, — ekki þarf það nú að vera, fröken! ★ —Ó, — þetta er alveg hræðileg manneskja. Hávaðinn í henni fyllir stofuna, áður en hún kem- ur inn. Thelma (RAGNAR STEFÁNSSCM ÞÝDDI) Á því augnabliki nálgaðist hinn ávallt reiðu búni herra Francis Lennox með létta ullarslæðu sem hann hafði fundið í fordyrinu- “Leyfðu mér —” sagði hann mjúkur í máli, og lagði slæð- una hæversklega yfir herðar Thelmu. Hún skifti dálítið litum—henni féll ekki stimamýkt hans, en hún gat ekki almennilega látið eins og hún yrði þess ekki vör án þess að sýna ókurteisi. Hún þakkaði fyrir í lágum hljóð um, og stóð upp af stólnum og ávarpaði frú Winsleigh: “Ef þér er kalt, Clara viltu þá ekki koma og fá þér te,” sagði hún. “Eigum við að fara inn, þar sem það er til reiðu?” Frú Winsleigh féllst á það mjög fúslega— og báðai þessar fögru konur — önnur dökk, og hin ljós—gengu saman heim að húsinu, og leidd ust. “Tvær drotningar—og þó ekki keppinaut- ar ?” hálfspurði Lovelace, með efakeim í rödd- inni, þegar þær hurfu sjónum. “Hásæti þeirra eru örugg!” svaraði Philip barón, glaðlega. Hinir þögðu. Hugsanir Winsleigh lávarðar, Txverjar svo sem þær voru, gerðu það að verkum að alvöruhrukkurnar á andliti hans virtust enn- þá dýpri; og Georgé Lorimer, þegar hann reis upp þar sem hann hafði legið á grasflötinni, varð eitt augnablik var við svip í hinum brúnu augum herra Francis Lennox sem hafði mjög óþægileg áhrif á hann. * En hann gleymdi þeim áhrifum brátt, og fór inn í runnana til þess að reykja í næði. 6. KAFLI Thelma fór með vinkonu sína frú Winsleigh inn í einkaherbergi sitt sem hafði verið sérstakt uppáhaldsherbergi móður Philips. Veggirnir voru fóðraðir með bláu silki sem i voru ofin gulllituð blóm og silfurþræðir—og öll húsgögn in, keypt í fornri búð í Milan, voru útskorin af mikilli list og skreytt með fílabeini og silfri. Hingað var þeim borið te og hér voru þær alger- lega ótruflaðar—báðar voru dálítið þreyttar eft- ir veizlufagnað og glaðværð dagsins. Frú Wins- leigh lýsti því yfir að hún yrði að hvíla sig dálítið, annars yrði hún ekki fær um að taka þátt í gleðskap kvöldsins. Thelma sjálf var glöð að hvíla sig um stund frá húsmóðurskyld- um sínum—svo að þær sátu alllanga hríð í djúp um samræðum, og frú Winsleigh trúði Thelmu fyrir því hvað hún hefði heyrt sagt viðvíkjandi hinum nána kunningskap Philips baróns við hina alræmdu leikkonu Violet Vere. Og þær voru báðar svo lengi í burtu, að eftir nokkurn tíma kom Errington, sem saknað hafði konu sinnar—til þess að leita að henni. Hann kom inn í einkaherbergi hennar, og sér til undrunar fann þar aðeins frú Winsleigh aleina. “Hvar er Thelma?” spurði hann, hálf óþolin mæðislega. “Hún virtist ekki vera vel frísk—dálítill höfuðverkur eða eitthvað því um líkt—og hún fór og lagðist fyrir”, svaraði frú Winsleigh, dá- lítið vandræðalega. “Eg held að hitinn í dag hafi verið fullmikill fyrir hana.” “Eg ætla að fara og líta eftir henni”—hann snéri við og ætlaði út úr herbergingu. “Phiiip barón!” kallaði frú Winsleigh. — Hann nam staðar og leit aftur. “Bíddu augna- blik , hélt frúin áfram, í mjúkum málrómi. “Mig hefir lengi langað mikið til að segja nokkuð við þig í einrúmi. Gerðu það fyrir mig að lofa mér að segja það nú. j>ú—þú veizt”_ hún leit feimnislega niður fyrir sig—“áður en þú fórst til Noregs—hagaði eg mér mjög heimskulega —” “Engin ástæða til að rifja það upp eða láta það fá á þig”, sagði hann alvarlega og þýtt. “Eg var búinn að gleyma því.” “Það er svo fallegt af þér!” djúpur roði lit aði hið fagra andlit hennar. “Því ef þú ert búinn að gleyma því, þá ertu einnig búinn að fyrirgefa það?” “Algerlega!” svaraði Errington, og þar, sem hann komst við af angurværð hennar og sjálfsásökunum, gekk hann til hennar og tók báðar hendur hennar í sínar eigin. “Hugsaðu ekki um liðna tímann, Clara! Ef til vill átti eg einnig dálitla sök á því—eg er fús til að játa að svo hafi verið. Daður getur aldrei verið hættu laust.” Hann þagnaði þegar hann sá tvö glitr- andi tár í augum hennar, og í hjarta sínu iðrað- ist hann þess hálfpartinn að hafa nokkurn tíma leyft sér að hugsa ilia um hana. “Við erum ágæt ir vinir núna, Clara,” hélt hann áfram glaðlega, “og eg vona að við verðum það héðan af. Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér þykir vænt um að þú annt Thelmu hugástum!” “Hver getur annað en unnað henni!” and- varpaði frú Winsleigh blíðlega, þegar Philip losaði um hendur hennar—hún leit á hann tár- votum augum og bætti við hugsandi: “Þú verð ur að annast hana umhyggjusamlega, Philip— hún er svo tilfinningarnæm—mér finnst alltaf L að óvingjarnlegt orð myndi ríða henni að fullu”. “Hún heyrir það aldrei af mínum vörum!” svaraði hann, með svo blíðlegum og einlægum svip að frú Winsleigh fékk sáran öfundarsting í hjartað. “Eg má annars til með að fara og vita hvernig henni líður. Hún hefir gengið svo fram af sér í dag. Fyrirgefðu mér!” Hann brosti kurteislega—hneigði sig og hraðaði sér út úr herberginu. Þegar frú Winsleigh var orðin ein, brosti hún beiskjulega- “Allir karlmenn eru eins!” sagði hún hálf hátt. “Hver myndi hafa gert sér í hugarlund að hann væri þvílíkur hræsnari? Hugsa sér að hann skuli geta skift ástaratlotum sínum milli svo gerólíkra kvenna eins og Thelmu og Violet Vere! Samt sem áður er óger- j legt að reikna út smekk fólks. Og hvað tryggð ; karlmanna snertir, þá gef eg ekki túskilding fyr ir hana—eða siðlæti þeirra—!” Hún lauk við setninguna með fyrirlitningar-hlátri, og fór út úr herberginu og lagði leið sína til veizlugest- anna! Errington barði hægt að dyrum svefn- herbergis kon'u sinnar, og þar sem hann fékk ekkert svar, opnaði hann hurðina hægt og fór inn. Thelma lá ofan á rúminu í öllum fötunum, með aðra hendina undir vanganum, og var andlit hennar að nokkru leyti hulið. Maður hennar læddist á tánum, og kyssti hægt á enni hennar. Hún hreyfði sig ekki—leit út fyrir að vera 1 fastasvefni. “Blessunin!” hugsaði hann, “hún er úttauguð, og engin undur, af öllum þessum gauragangi og hávaða þessa fólks! Gott ef hún getur hvílst dálítið áðpr en kvöldskemmtunin kemst í algleyming. Hann læddist út úr herberginu, og þar sem hann mætti Brittu í stiganum, sagði hann henni j að húsmóður hennar mætti alls ekki ónáða þang j að til kveikt yrði á rafmagnsluktunum á hallar-! flötunum. Britta lofaði því. Hún var rauðeygð—j rnaðui* gat nálega ímyndað sér að hún hefði ver- ið að gráta. En Thelma var ekki sofandi—hún hafði vit- að af því þegar eiginmaður hennar kyssti hana—! hjarta hennar hafði barist í brjósti hennar eins ótt og títt eins og fuglsvængir í búri við hans mjúku og heitu snertingu, og nú þegar hann var farinn snéri hún sér og snerti koddann ást- j ríðufullt með vörunum þar sem hönd hans hafði hvílt. Hún reis þvínæst hægt upp af rúm- inu, og gekk seinlega til dyranna til þess að loka þeim fyrir öllum sem kynnu að koma. Bráðlega tók hún að ganga um gólf í herberg- inu—fram og aftur—aftur og fram. Andlit henn ar var mjög fölt og þreytulegt, og öðruhvoru brautzt titrandi andvarp frá briósti hennar. “Á eg að trúa því? Ó, nei!—eg get hvorki —eða vil trúað því!” tautaði hún. “Það hlýtur að vera misskilningur—Clara hefir tekið skakkt eftir.” Hún andvarpaði aftur. “Og þó—ef svo er— má ekki ásaka hann—það er mín sök—það er eS—sem hefi brugðist vonum hans á einhvern hátt. Hvar—í hverju hefi eg brugðist?” Sárs- auki og efi lýstu sér í bláu alvarlegu augun- um, og hún nam staðar allt í einu. “Það getur ekki verið!” sagði hún, hálf hátt —“Það er með öllu svo ólíkt honum; þó að Clara segi það— og hún er búinn að þekkja hann svo lengi! Clara segir að hann hafi elskað hana einu sinni —löngu áður en hann sá mig—vesaling Philip! —Sú ást hefir hlotið að vera honum þungbær! —Ef til vill var það ástæðan fyrir því að hon- um fannst lífið svo þreytandi þegar hann kom fyrst til Altenf jarðar — ó! Altenf jarðar!” Þung | grátstuna brautzt fram, en hún barðist á móti henni. “Eg má ekki gera hann leiðan,” hélt hún afram, blíðlega— “eg hlýt að hafa gert það á j einhvern hátt, eða hann væri ekki orðin þreytt-! ur á mér. En hvað það snertir sem eg hefi heyrt | —þá get eg ekki farið til verks og spurt hann.! Eg vildi ekki fyrir nokkurn mun láta hann j halda að eg treysti honum ekki. Nei—það er mín sök að einhverju leyti—eitthvað .sem hon- um fellur ekki, eða hann færi aldrei til—” Hún þagnaði og rétti út báðar hendur, biðjandi- Ó, Philip! Yndið mitt!” hrópaði hún, með grát- ekka. “Eg vissi alltaf að eg var þín ekki verð- u£ en eS hélt að ást þín myndi umbera og fyrir gefa allt sem mér var áfátt.” Gráturinn fékk að lokum yfirhöndina, og hún leitaði til bogamyndaðs afvikins staðar í herberginu, sem flostjöld héngu fyrir—sem var bænastaður hennar—þar sem yndislegt likneski stóð af hinni heilögu mey og barninu. Þar kraup hún nokkrar mínútur, og huldi andlitið í hönd- um sér, og þegar hún reis upp var hún alveg róleg, þó að hún væri mjög föl. Hún baðaði andlit sitt úr köldu vatni, lagaði Professional and Business -= Directory— Office Phone 924 762 Res. Phone 726115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingax Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry SL Stmi 928 291 Dr* P. H. T. Thorlakson WINMPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS RentaL Insurance and Finaneial Agents - Simi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg r^~ Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 - Res. 74-0118 1 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Uscd Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um utfarir. Alluf útfoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann nllglrymffr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) » 216 AVENUE BUILDING OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250 Bookkeeping, lncome Tax, Insurance l' Union Loan & Investment COMPANY Rental. Insurance and Financiul Agents Sími 92-5001 508 Toronto General Trusts Bldg. MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst ailan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Ailur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi \ Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörmr. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMl SUnset 3-3809 BAJLDWINSON’S BAKERY 749 Ellicc Ave., Winnipeg (uiilii Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar sainkvæmt pöntun Sími SUnset 3-6127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital j NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. (ohnson Res. Phone 74-6753 tr' GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 - Res. Ph. 3-7390 MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - -y1 FRÉTTAMOLAR Hanna Bjarnadóttir frá Akur- eyri er við söngnám vestur í Cali- fornia. Hún hefir fagra sópran- rödd. Lærir hún hjá 'kunnri, fyrrverandi óperusöngkonu, sem segir um Hönnu, að hún sé kom- in nógu langt til þess að syngja ““V iaSao1 i j óperu, og lýkur miklu lofsorði ufna harið, og for þvi næst ofan stigann, og! , . . mætti manni sínum sem var á leiðinni upp að 1 á hæflleika hennar og ugna' . vitja um hana. “Og hér ert þú!” hrópaði hann, glaðlega. ”Gatztu notið nægilegrar ihvíldar yndið mitt?” “Já, sannarlega!” svaraði hún, blíðlega. “Eg fyrirverð mig fyrir að vera svona löt. Hefirðu þurft mín, Philip?” “Eg þarf þín alltaf,” sagði hann. “Eg er aldrei hamingjusamur án þín.” Hún brosti og andvarpaði. “Þú segir þetta Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Streeí — Vancouver 9, B. C. Hanna hefir dvalizt vestra þrjú ár næsta vor. Hún mun hugsa til að fara heim að námi loknu. GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-317C c— Gunnar Eyjólfsson leikari' hef ir komið fram í sjónvarpi í tvö eða þrjú skipti og einnig haft leikhlutverk með höndum. Hann hyggst fara heim næsta sumar til þess að gleðja mig”, sagði hún, hálf dapur- og mun leika á sviði í Þjóðleik- leSa- húsinu næsta vetur. GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmei PHONE 3271 - Selkirk

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.