Heimskringla


Heimskringla - 01.02.1956, Qupperneq 2

Heimskringla - 01.02.1956, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. FEB. 1956 Hfemtskrmgla (StotnuB ltUJ Cmntu At A hverjura mlðvUnidegl. Bígendur: THE VIKING PRESS LTD. 85S og 955 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talskni 7445251 VeiO blaOsla* er S3 00 árgangurlnn, borgíst fyrirfram. AJlar horganir nendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaötnu aPIútandi sendist: The Vlking Press Lknited, 8S3 Sargent Ave„ Winnipee Ritatjóri STEFAN EINARSSON L’tanéskrlft til ritatjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 8S3 Sargent Ave., Wlnnlpeg "Helmakringla" is publáshed by THE VIKING PRESS LIMITED and priníed by VIKING PRINTERS 855-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Aathorixed ai Second Clasa MnH—Poat Offlce DepL, öttawg WINNIPEG, 1. FEB. 1956 ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ Það birtir að jafnaði yfir hug- um fslendinga er þeir lesa aug- lýsinguna í íslenzku blöðunum um þjóðræknisþingið, sem nú, sem fyr, er haldið seint í þessum mánuði. Ástæðan fyir því er auð- skilin. Hún er ein af þessum ó- skráðu lögum, er við finnum til. er við getum frékast verið það, sem við sjálf erum, eða eins og okkur er eiginlegast og kærast. Þjóðræknisþingið hefir þessa iþýðingu fyrir hvern góðan ís- lending hér vestra. Eg mintist á óskráð lög. Það minnir á þjóðina, sem við höfum gengist á 'hönd og heitið þegn- hollustu. Hún hefir ekkert á móti þessum óskráðu lögum ís- lendinga, að leggja rækt við menningu þess ættstofns er þeir eru sprottnir af. Stjórnarlög Breta sjálfra eru óskráð, en ekki boð og bönn, skráð og skrif uð, til að fara eftir. Þegar vér athugum þessi óskráðu lög Breta, dylst það ekki, hve merki- ieg og veigamikil þau eru í upp- eldi þegnanna og allri fram- komu. Frjálsara uppeldi á ef til vill engin þjóð en þetta að bjóða þegnum sínum. Við finnum til þess, höfum reynt það, að Bret- inn eða Englendingurinn er öil- um frjálsari í framkomu. Hann hefir lifað lífi sínu svo eðlilega og óháður öllum lögum, að það er vafasamt hvort aðrar þjóðir en þær, sem á eyjum og afskekt ar búa geti það. Eyja-lífið veld ur því, að eðlishættir þegnanna eiga dýpri rætur, en þjóða, sem ekkert landfarslegt aðhald hafa og af stjórnarskrám verða meira að læra en af lífinu sjálfu. UM HVEITISÖLU CANADA (Um bana hefir Heimskringlu verið sent eftirfarandi bréf frá bónda úr vestrinu) “Þing er nú fyrir nokkru korn. -ið saman í Ottawa. En ekki verð ur af neinu sem þar hefir frarn farið, séð að liberalstjórnin hugsi sér að gera nokkuð viðvíkj andi hveitisölunni. Þeim sem heima eiga í vestur-landinu, dylst þó ekki hvað hér er um alvarlegt mál að ræða. Hvað oft sem því er haldið fram að ráðning sé engin til bóta, í málinu, er það hel ber fjarstæða. Stjórnar andstæðing- ar á þinginu hafa bent á ýms góð ráð til bóta. En tillögur þeirra hafa enga náð fundið hjá liberölum. MINNINGARORÐ MARÍA FREDERICK 1884 — 1953 Þann 18. nóvember 1953, and- aðist hér í borginni mæt og vel látin kona, frú María Frederick. Langvinnan sjúkdóm hafði hún borið með aðdáanlegri hugprýði. Hún lætur eftir sig eiginmann þrjú börn og fjögur barnabörn, ásamt einni systir. Hún var jarðsungin af séra Eric Sigmar þáverandi presti Calvary Luth- eran safnaðar, sem hún hafði til heyrt frá því fyrsta. Frú María var fædd 13. janúar, 1884, í Æðey í ísafjarðarsýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sumarliði Sum- arliðason, gullsmiður, frá Koíla búðum við Þorskaf jörð, Helga Kristjánsdóttir frá Túngu við ísaf jarðardjúp. Þau voru aí-‘sinni, þar til friðarbogi drottins Það er ósköp auðvelt fyrir stjórnina, að veifa “lúsa-lánum” framan í bændur og greiða fyrir geymslu á óseldu hveiti af ska$t fé þjóðarinnar. En til þess að leysa viðunanlega og skynsam- lega úr vandræðunum, krefst meira starfs, en liberalar eru fúsir að leggja á sig. Á sama tíma og fjöldi manna, hálfu og heilu hungri í kvæðafólk sinnar tíðar, og þeirra hefur beggja verið ítarlega minnst í vestur-íslenzkum blöð- um. Þau fóru vestur um haf og settust að í íslenzku byggðinni í Norður Dakota, snemma í sög- unni þar. í grend við þorpið Milton reistu þau bú, og þar ólst María sál. upp í stórum systkina hóp. Af þeim gjörvilegu börnum er aðeins eitt á lífi, Prófessor Dora S. Lewis, yfirkona í Home Economics deildinni við Hunter College í New York borg, mjög nafnkennd kona í sinni grein. sveltur Skömmu fyrir aldamótin tók Asru fjölskyldan sig upp, flutti vestur Eg hefi heyrt canadiskan mann segja, að hann hafi aldrei; liberalu kynst þjóð í heild sinni sem1 afieiðmgar ri skilning hafi sýnt á lífinu, herfilegustu ^ , j- A /, - menn, sem hver um annan þver Englendmgar. Af þvi stafaðJ ’ ™„iimlln meiri en þetta eins og útvarpið fræðir oss dag- lega um, er oss sagt af letingjur um, sem með völdin fara í Ot tawa, að offramleiðsla sé um allan heim. En það er ekki um offramleiðslu að tala meðan mik il þörf er til fyrir hana. Það er glópsku og dáðleysi stjórnar- innar sem söluna tók að sér, illu heilli, að kenna að varan hefir ekki komist þangað sem þörf er fyrir hana. Auk þess sem að bændur eiga um sárt að binda vegna aðgerðar í stjórninni, eru þess einnig hinar fyrir smákaup- sem kallað er íhaldssemi hjá þeim og sem á sér stað hjá þjóðum með sterkar eðliskendir og háttu. Þegar eg heyrði þetta, datt mér í hug, að íslendingar væru ef til vill bráðlíkir Bret- um andlega í ýmsum skilningi, frjálsir, íhaldssamir, hneigðari til að læra af lífinu sjálfu, er. skráðum stjórnarskrám, skynj uðu og veittu öllu athygli, sem í sál mannsins byggi og viðhoríi hans til hlutanna, fremur en nokkrum útreiknuðum kenni- setningum eða utan að komandi valdi. ^ En hvað sem um alt þetta er, eigum við Bretanum að þakka það frelsi, að geta komið hér saman og verið um stund það sem við í raun og veru erum, islendingar, aldir upp við ís- lenzkt þjóðlíf og menningu, sem þó óskráð sé og ókunn hér yfir- leitt, er samt sem áður nýt hér og hvar sem er og þess virði að vera vernduð. Heimskringla óskar þjóðrækn- isþinginu £il lukku og vonar að þýðing þess og starf alt megi sem mestu góðu til leiðar koma. The annual meeting of the Jon Sigurdson chapter I.O.D.E. will be held at the home of JVTrs. E. A. Isfeld, 575 Montrose St., Friday, Feb. 3, at 8 p.m. an verða nú að loka verzlunum sínum vegna viðskiftanna, sem úr sögu eru dottin með féleysi bænda- Það getur verið að kaup menn í Austur-Canada hafi ekki neitt af þessu að segja, þar sem alt er í góðu lagi með iðnaðinn sem atvinna þeirra veltur á. vestrinu þar sem alt hvílir á al uryrkju, viðskifti, sem annað, e aðra sögu að segja. Ein ástæðan að minni skoðun fyrir því, að liberalar slá skoll- eyrum við öllu, sem þeim er bent á af þeim sem eitthvað vilja gera í hveitisölumálinu, er sú, að bændur, sem heild, eru ekki liber alar, hvorki í sambands- né fylk iskosningum. Að minni skoðun, eru liberalar blátt áfram að hegna okkur fyrir þetta í fram- komu sinni í hveitisölumálinu sem öðrum, er samvinnu frá sam bandsstjórn verða að leita um af eðlilegum ástæðum. Lib eralstjórnin hefir alt að því hundsað hvert slíkt mál Vestur- landsins. Að endingu vildi eg draga at hygli íbúa vesturlandsins að þvi að þeim er þörf á meiri samtök um sín á milli um slík mál, en verið hefir að heilsa til þessa Verulega aðstoð frá sambands stjórn á vestrið nú ekki völ á nema við sækjum rétt vom alva: legar en við höfum oft sætt oss við.” á yrrahafsströnd og settist að í borginni Seattle. Þá voru fslend ingar úr eldri byggðunum að hef ja nýtt landnám vestan Kletta fjalla,—m. a. sökum meiri veð- ursaldar þar. íslenzkt félagslíf var á byrjunarstigi í Seattle um aldamótin, og heimili þessarai stóru fjölskyldu af uppvaxandi ungu fólki, varð um tíma mið- stöð slíkra samtaka. Enda ríkti þar gestrisni og góðvild sem margir urðu aðnjótandi og minnt ust jafnan síðan. María sál. var greind og nam- fús súlka, og ötul í því að afla sér menntunar. Síðan stundaoi hún skólakennslu hér í borginni þar til hún giftist. Þann 25. júní, 1910, gekk hún sð eiga Karl F. Frederick sem nú er konsúll íslands í Washing ton ríkinu. Foreldrar hans höfðu numið land í Norður Da- kota árið 1883, en flutt til Se- attle 1902. Þau voru hjónin Frið- björn Friðriksson og Sigfríður Einarsdóttir, bæði ættuð úr S. Þingeyjarsýslu. Karl varð snemma á árum skrifstofumaður hjá stóru iðnfélagi, og síðan for- stjóri þar um margra ára bil. Heimili þeirra Karls og Maríu var ætíð prýðilegt. Eldra ís lenzka fólkið átti þar t.d. marg- ar ánægjustundir, á afmælisdög um móður frú Maríu, sem vai þar til heimilis að síðustu í hárrl elli, þá var margt rifjað upp — — — f félagsmálum var þátt taka þeirra hjónanna óberandi enda mikils metin. Einkum voru þau ágætir stuðningsmenn krkju og safnaðar. Þar var María sál. svo fær sem leiðbeinandi I sunnudagaskóla starfsemi o.s frv. f smáum félagsskap er mik ill söknuður að hverjum góðum liðsmanni.---------Börn þeirra hjóna eru sem fylgir: Ricliard Karl, búsettu í Port' land, Oregon, giftur Virginia Matlack. Útskr. af Univ. of Washington, í Mechanical Eng ineering. Gen^ral manager hjá Can Co. Dr. Philip Markus, læknir Seattle, giftur Graoe Olson og á tvo syni. Útskrifaður af Univ. of Wasl.'ngton (B.S.) og Univ. of Oregon Medical College. Elaine Margaret, gift Dr. Louis Vorhaus II, á tvær dætur og er búsett í New York borg. Útskrifuð af Barnard College, New York, les læknisfræði (þriðja ár) við Columbia Uni- versity. Frú María Frederick var fjöl- hæf kona og vel að sér um margt. Hún var t.d. á tímabiii v-el þekkt bæði í amerískum og íslenzkum félagsskap sem ágæt- ur upplesari. Hafði lagt fyrir sig Dramatic Reading sem sér- grein og kenndi þá list. Eins var hún oft leiðbeinandi og leið- andi persóna í sjónleikjum, á meðan þeir tíðkuðust í félagslif inu. Alt í þeirri grein fórst henni mæta vel úr hendi. Hún var áhugasöm með hvað sem hún tók sér fyrir hendur að læra eða koma í verk. í framkomu var hún ákveðin og stillt, og stjórnsöm í öllu starfi, hvort heldur á heimili sínu eða í félagsálum. Hinir mörgu vinir þessarar góðu konu geyma vandlega minn ingarnar um það hversu vel hún tók því. sem að höndum bar er veikindin ágerðust. Eigi mun þeim heldur gleymast hversu eig inmaður og börn hennar, systir og vinir, sveipuðu hana ástúð birtis( í skýjum. Jakobína Johnson Seattle, 12. jan. ’56 EINAR SIGURDSON HAGALAGÐAR HEIMFERÐINNI ÚR 1955 Framh. Svo næsta morgun sem rann upp heiður og bjartur, tók eg mér íar með Akranesbílnum til Reykjavíkur. Þegar farið er iandveg frá Akranesi til Reykjavíkur, liggur leiðin kring um Hvalfjörð. Og hvernig sem það nafn varð til í fyrstu, er það réttnefni nú því þar er eina hvala veiðastöðin sem starfrækt er á íslandi. Fáir staðir á landinu bera eins margar minjar stríðs- áranna og setuliðsins eins og Hvalfjörður. Þar var flotastöð á stríðsárunum. Voru .þá gerðar miklar lendingarbætur, bygðir margir og stórir olíugeymar, og aragrúi af bröggum. Komits hef- ur til orða, að setja bílaferju á Hvalfjörð skamt frá mynni hans þar sem hann er tiltöulega mjór, yrði það mikill tímasparnaður fyrir ferðir og flutninga, og ætti að geta borið sig fjárhagslega, því umferð er þarna afar mikil. Ekki entist þurkurinn nema einn dag, og reyndist það eini sólskinsdagurinn sem kom á Suðurlandi þá 20 daga, sem eg dvaldi þar eftir að eg kom að norðan. Það voru samningar með okkur Þorvaldi bróðir mínum, að þegar eg kæmi aftur úr ferð minni um Austur- og Norður- land, skyldi hann fara með mig í skemti- og kynningarferð austur í sveitir. Urðum við að híða nokkra daga, því alltaf rigndi. Þó kom að því, að við lögðum af stað austur yfir fjall, og varð fyrsti viðkomustaður Hveragerði. Það er snoturt þorp með 5—600 íbúum, og er rétt fyrir austan Hellisheiðina, eitt- hvað um 25 mílur frá Reykjavík. Það er ekki mjög langt síðan að íslendingar komust að þeirri niðurstöðu að eitt af dýrmæt- ustu náttúrufríðindum Iandsins væri jarðhitinn, en síðan hefur líka notkun hans farið sívaxandi Stærsta mannvirkið í því sam- bandi er á Reykjum í Mosfells- sveit, en þaðan kemur heitavatn- ið sem hitar upp Reykjavíkur- t>org> °g það sögðu mér kunnugir menn, að þó b ærinn hefði mörg járn i eldinum, og "hefði haít hönd í bagga með margvíslegum framkvæmdum, mundi hitaveit- an vera þýðingarmesta og arð- samasta fyrirtækið, sem þar hef- ur verið komið í framkvæmd. Auðsætt er, að Hveragerði á til- veru sína jarðhitanum að þakka. Eins og nafnið bendir til er þar fjöldi lauga' og hvera í grend- inni, og hefur jarðhitinn verið tekinn í þjónustu garðyrkjunn- ar. Eru þar mörg gróðuhús, og margskonar jarðargróði er fram- ieiddur þar, allt frá suðrænum aldinum, niður í algengasta grænmeti. Mest sýndist þó bera á blómaræktinni, enda er það víst orðin hefð, einkum í höfuð- staðnum, að “tala með blómum” cg blómagjafir tíðkast við öll möguleg tækifæri má því vel vera, að blómaræktin reynist arð samari en ræktun nytjajurta. Garðyrkjuskóli er á staðnum og elliheimili er þar^einnig. Þá var náttúrulækningafélag íslands að reisa þar stórmyndar- legt hressingarhæli fyrir þá sem vilja hagnýta sér lækningaaðferö ir þeirra. Eins og kunnugt er, Ihafa jafn an verið, og eru enn mörg skáld á íslandi, og er Hveragerði víst engra eftirbátur á því sviði, að minsta kosti er ein þorpsgatan kölluð Skáldagata, í daglegu tali, sem sýnist bera vott um að það eigi sinn skerf af skáldum. Frá Hveragerði er ekki mjög langt að Ölfusárbrú, en þar við brúarsporðinn austan við ána, er stærsta sveitaþorp á íslandi Sel- foss. Reyndar er þetta talsvert stór bær með um 1100 íbúa. Dá- lítið kom mér það einkennilega fyrir sjónir, að finna svona stór- an bæ langt upp í sveit, því allir þeir kaupstaðir og þorp sem eg rnundi bezt eftir frá gamalli tíð, voru á sjávarbakkanum. Höfðu vaxið upp við góðar hafnir, þar sem auðvelt var að fermá og af- íerma skip þau er önnuðust ílutninga til og frá landinu. Stundum voru þessir kaupstaðir nefndir í sambandi við möl og eyrar. Algengt var að segja um þá er fluttu úr sveit í kaupstað, að þeir væru að flytja sig á möl- ina, og oft voru kaupstaðarbúar í Eyrar vinnu. Ekkert af þessu á við Selfoss. Þar verða hin nýju farartæki bifreiðarnar að full- nægja allri flutningaþörf bæjar ins. Mætti víst segja að Selfoss sé bifreiðabær í mótsögn við siglingabæina við sjávarsíðuna. Tvö stór fyrirtæki hafa höfuð- stöðvar sínar á Selfossi, og hafa eflaust átt drjúgan 'þátt í vexti bæjarins og viðgangi, en það eru Kaupfelag Árnesinga og Mjólk- urbú Flóamanna. Sýnist kaupfé- lagið vera langstærsta verzlunin á staðnum, og mjólkurbúið ætti að hafa góða aðstöðu til vaxandi viðskifta, á meðan Reykjavík vex eins ört og hún gerir nú, því það leggur til stórann skerf af neyzlumjólk Reykvíkinga. Frá Selfossi fórum við laust eftir hádegi, og var ferðinni heit ið austur undir Eyjafjöll. Víða má sjá þess merki^á þeirri leið, að náttúran hefur verið gjöfull’-| við Suðurlandsundirlendið, en flesta eða alla aðra landshluta og engin furða þó sumir föru- nautar Ingólfs íandnámsmanns, teldu sig lítils hafa farið um góö héruð, ef þeir *ttu svo að byggja útnes það er varð landnám Ing- ólfs. En eíns °S til að halda jafnvæginu milli hins góða og illa, liggur nokkur hluti leiðar- innar um sanda og auðnir. Er það þar sem hin illræmda Þverá hef- ur verið að verki, en hún hafði ’engi vel þann vonda sið, að skifta um farveg þegar minst varði, og breytti þá oft blómleg um lendum í aura ag sanda. En nú hefur henni verið sniðinn stakkur og þröngvað til að verða Markarfljóti samferða til sjávai. °g gera þau til samans stórt vatnsfall, enda er brúin á Markar fljóti með stærri brúm á land- inu. Skamt frá brúnni er farið fram hjá fallegum og einkennileguin fossi, Seljalandsfossi. Slútir bergið þar sem fossinn fellur íram af því, svo hægt er að ganga bak við hann. Rétt eftir að Seljalandsá sam- einast Markarfljóti fellur það í stríðum straumi upp að rótuin Eyjafállanna og hefur sennilega valdið þar landbroti, því nú er verið að byggja þarna varnar- garð sem beinir aðalstraumþung anum frá fjöllunum út í miðjan álinn. Ekkert undirlendi er þarna meðfram fljótinu, en veg- urinn liggur um brattar hlíðar, og er tæpasta einstígið í einni brekkunni, kallað Kattarnef, þeg ar ferðamaðurinn er kominn yíir þann vegarspotta, er sagt að hann sé komin fyrir kattarnef. Þennan dag var dumbungsveð ur. Skýjað loft en þurviðri þó þegar út undir Eyjafjöllin kom varð skýjarof nokkurt og sá ti! sólar skiftist á skin og skuggar um alla sléttuna, svo langt sem sást, en útsýni var ekki gott, þoka ihið ytra yfir söndum og hafi. En Vestmanneyjar, eða hæstu hæðir þeirra stóðu upp úr þokuslæðunni, eins og útverð- ir héraðsins. Hafði eg orð á því við bróður minn, að nú væri svo komið að Reykvíkingar yrðu að fara austur undir Eyjafjö'll e£ þeir vildu sjá sólskinsblett í 'heiði. Einhverjir Reykvíkingar ætluðu víst að nota sér sólskin- ið undir Eyjafjöllunum, því í fögrum hvammi upp undir hlíð brekkunum sáum við Reykja víkubíl, og var mannskapurinn að reisa tjald. Hafa víst ætlaö að liggja þar við yfir helgina. Tíðkast mjög hjá Reykvíking um að fara úr borginni um helg-^ ar. Þeir sem eiga sumarbústaði fara þangað en hinir fá sér út- búnað til útilegu, og faja svo þangað sem bezt hentar í það og það skiftið. Við höfðum ráðgert að fara um Fljótshlíðina í bakaleiðinni, en menn, sem við höfðum tal af undir Eyjafjöillunum, töldu að vegir mundu þar ógreið færir vegna rigninga, svo það varð úr að við fórum aftur sömu leið til baka. Á Hemlu í Landeyjum h;á Ágústi bónda Andréssyni varö nokkur vjðdvöl. Frá Hemlu blas ir Fljótshlíðin við sjónum, og Ágúst, sem hefur dvalið á þess- um slóðum állann sinn aldur, þekkir þar hverja laut og leyti. For hann með okkur út á hól í túninu og benti okkur á helstu sögu- og merkisstaði í. hinm frægu Fljótshlíð. Á svæðinu milli Markarfljóts og Þjórsá eru að vaxa upp tvö sveitaþorp. Er annað Hvolsvöllur gengt Stórólfshvoli, en hitt Hellur. Á báðum stöðunum voru nýjar byggingar í smíðum, sem bendir til þess að þeir seu í vexti, en ekki kyrstöðu- Ný brú er komin á Þjórsá. En til að sýna framþróunina er gamla brúin eh*1 V1ð lýði skamt fyrir neðan þá nýju. Ekki virðist. ólíkleg2' að eftir önnur 50 ár verði enn komin ný brú á jjjórsá, sem. beri eins mikið af þessari brú o ghún ber a£ hinni eldri. Laust fyrir náttmál komum við aftur að Selfossi og tókum gist- ingu í Tryggvaskála. Mun skál- inn eða gistihúsið vera kent við hinn stórbrotna athafnamann Tryggva Gunnarsson og stafar ef til vill frá þeim dögum, ei Tryggvi sá um smíði Ölfúsárbrú arinnar gömlu. Tæplega getur þó núverandi bygging verið það gömul, þó gömul sé að vísu, og geti ekki í öllu fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til ný- tísku gistihúsa. En eigi að síður var allur aðbúnaður í betra lagi, og verðlag mjög sanngjarnt. Næsta morgun var komin helii rigning. Var nú haldið til Þing valla. Á leiðinni stönsuðum við stundarkorn við Sogsfossana og skoðuðum hið stóra orkuver, sem þar hefur verið byggt. Var okk- ur fenginn leigsögumaður, sem tók okkur í lyftivél ein 90—100 fet niður í iðurjaðarinnar, en þar niðri var rúmgóður vélasalur, og starfsmenn að verki. Komu mér þá í hug hendingar úr aldamóta ljóði Hannessár Hafsteins; þar sem hann segir:

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.