Heimskringla - 10.10.1956, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.10.1956, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. OKT. 1956 WINNIPEG 10. OKT. 1956 FRÉTTAPISLAR FRÁ KYRRAHAFSSTRÖNDINNI Frh. frá 1. bls. ingum þeirra. Fjallkonan var frú Emma Scheving, sem flutti ræðu, ásamt frumsömdu kvæði eftir Jónas J. Middal. Hinar voru ungfrú Ethel Vatnsdal, frú Margret Gustafson, Mabel Thordarson og Valdis Bracken. Aðal ræðumaðurinn v ar Hall- dór Kárason, frá Bellingham. Þá tóku til máls þeir: K. F. Fred erick og séra Russel Weberg. Þa söng Tani Björnson1 nokkur lög. Við ihljóðfærið var frú Erika Eastvold. Þá lék á fiðlu, frú Kristin Smedwig, hana aðstoð- aði frú Erna Dolan. Loks var almennur söngur, og flutt þjóðrækniskvæði. Að endingu voru framreiddar veit- íngar. Samkoma þessi var vel sótt, og varð fólki til mikillar ánægju. —J-M. Hið frumsamda kvæði, eftir Jónas J. Middal, sem Fjallkonan flutti, 17. júní: Eg er konan, fjalla fríð, með fossinn, dalinn, græna hlíð. Og trygðum bundinn traustum lýð. Tignarleg um ár og síð. Eg á fornann fræða sjóð og frelsisríka menta þjóð. Og skáldin sem að semja .1 jóð, um sveina, menn og göfug fljóð. Eg hef forna frelsi náð, fjötrum engum lengur háð. Dagur nýr um loft og láð, leiðin verður geislum stráð. Flétti þjóðir friðarband. Framtíð ekki kvíðum grand. Meðan báran berst við sand blessi Drottinn fsaland. Frú Hanna Bjarnadóttir, og Þórarinn Jónsson.—Þessi h'jón voru stödd hér í Seattle, þann 9. júní s.l. og var elft til samkomu fyrir þau, undir nafni Vestra. Bæði eru þessi hjón ung og fríð. Maðurinn stundar múraraiðn, en konan hefur stundað söngnám um nokkur ár, og síðustu tvö árin hefur hún dvalið í Los Angeles, California. Þarf þá ekki að efa um hennar hæfileika og list. Hún söng fyrir Seattle íslend inga sem allir dáðu hennar fram komu, því hún hefir mikil og fögur ihljóð og beitir þeim hríf- andi vel og þvingunarlaust. Frú Victoria Johnston aðstoðaði með sinni viðurkenndu slaghörpu- kunnáttu. Vestra félagskonur fram- reiddu veitingar og lengdist þá um allann helming þessi hríf- andi gleðistund. SKÓGARGILDl VIÐ MÖRTU VATN —(Martha Lake) Þangað eru réttar 16 mílur, frá miðbiki Ballardborgar, og er þessi staður í Snowhomish Coun ty. Vegur er greiðfær aila leið °g liggur yfir lágar hæðir og lautir. Meðfram veginum er bygð á báðar hliðar, og við kross götur eru vegamerki, .^r því auð iatað um landið, sem og sýndi sig bezt þann 22. júlí s.l.. Þá var haldið hið árlega íslendinga gildi við vatnið, og sótti þetta mót um 300 manns. Varð þetta fyrir atorku Vestra nefndarmanna og áhrií sumar- blíðunnar. Til skemtunar var söngur Tana Björnssonar og frú Margrétar Kristjánssonar og hljóðfærasláttar frúnna Eriku Eastvold og Sigríðar Björnsson. Þá var harmonikuflokkur Sig- urðar Thorlakssonar. Aðal ræðumaður var Herbert Axford prófessor, en til máls tóku séra Eiríkur Brynjólfsson og ræðismaður K. F. Frederick, sem líka var forseti dagsins i fjarveru séra Guðmundar, for- seta Vestra. Loks voru íþróttir og verð- laun veitt. Það má um þessa sam- komu segja, að þar komu allir fram innilega glaðir, og nutu hins heilnæma loftslags við vatn ið, sem blandaðist saman við þá andlegu fæðu, er á boðstólum var. Ein nýbreyttni var þama ao kaffi lagði hver og einn sér til sjálfur, og hver át úr sínum poka, og voru allir anægðir með þetta. Síðan þetta skeði, hefur verið almenn ánægja á meðal fólksins, og fer vellíðan manna þar eftir. DÁN ARFREGNIR Þann 8. júlí s.l. andaðist ekkj- an Geirþrúður Helga ólafsdótt- ir, sem bezt var þekt undir nafn- inu Mrs. Dúa Hanson, Útför hennar fór fram 13. júlí. Hin látna hafði dvalið hér í Seattle all lengi, hún var ættuð af Vest- fjörðum á íslandi. Hana syrgja hér fjórir synir og tvær systur, og aðrir nánir ættingjar á ís- landi. Þann 28. ágúst s.l. andaðist í Seattle, Gunnar Bergsveinsson Þorlákssonar 75 ára. Hann var ættaður af A\isturlandi, en hafði dvalið í Vesturheimi um 50 ár og stundað múraraiðn. Jarðar- iör hans fór fram 1. september. Séra Kolbeinn Sæmundsson flutti þar kveðjumál. Eftirlif- andi syrgjendur eru þrír synir cin dóttir, tveir bræður og ein systir. Gunnar heitinn var mjög fé- lagslyndur. Hann var meðlimur Oddfellows reglunnar, Ballard Eagles félagsins, og íslenzka safnaðarins. GIFTINGAR Þann 17. ágúst s.l. voru gefin saman í Trinity Methodist Church, þau Mr. Lee David Nafies og ungfrú Kristín Dagný Hilmansdóttir fráHafnarfirði á íslandi. Framtíðarheimili þessa ungu hjóna verður í Dayton, Ohio, þar sem brúðguminn er uppalinn. Ofanritaðar fréttir eru teknar úr Vestra blaðinu “Geysir”. Til skýringar má geta þess að þar sem ritstjóri Geysis kallar íslendingadaginn “Skógargildi” eða fslendinga gildi, að Félags- skapurinn Vestri, hefur samþykt að halda einn íslenzkan þjóð- minningardag, það er að segja 17. júní, á hverju ári, og vanda til þeirrar hátíðar af fremsta rr.egni. En aftur að hinn gamli íslendingadagur sem haldinn hefur verið» vanalega fyrsta sunnudaginn í ágúst, en var haldinn að þessu sinni 22. júlí að sá dagur verði bara Skógar- gildi íslendinga í Seattle, á hverju sumri, meðan þess er 8 $ WE ALL BENEFIT from a strong, healthy community. We know that the 36 Agencies supported by the Winnipeg Com- munity Chest are essential to building up such a community . . • All contributions do add up to big totals are essential to meet only the basic costs of these Agencies. GIVE YOUR FAIR SHARE when the voluntary canvasser calls on you. :«• •»> x«r< Serr/ee •RELIABL • COURTEOUS EXPERIENCED T1 4 See your FEDERAL AGENT for yeor round crop service. FEDERAL GRAIN L I M I T E D SERVING PRODUCERS ACROSS THE CANADIAN WEST Jim’s ávísun er ein af tveim miljónum Það er borgunardagur-Jim hleypur i hasti yfir bankann, fær fé út á ávísunina, eða leggur hana í banka, lætur skrifa það í bók sína. Honum geðjast að því, að höndla peninga svona örugt og fyrirhafnarlaust. Ávfsun Jims er aðeins ein af tveim miljón- um höndluðum yfir daginn í Canada, gefnar út fyrir vörur eða greiddar fyrir vinnu. Þær eru nærri 90% af öllum peninga viðskift- um og hin skjótu og æfðu handtök þeirra er með þau fara, eru nauðsýnleg til þess að engin töf verði á afgreiðslu. Skiftavinir, sem oft skrifa út ávísanir, hafa hlaupareikning, hinir sem peninga leggja inn til geymslu, hafa spárireikning. Banki í nágrenninu, sér um þessa mikilvægu þjónustu. THE CHARTERED BANKS SERVING YOUR COMMUNITY Nýtt Sívirkt Dry Yeast heldur ferskleika ÁN KÆLINGAR Konur sem reynt hafa hið nýja, skjótvirka, þurra ger Fleischmans, segja að það sé bezta gerið, sem þær hafi reynt. Það er ólíkt öðru geri að því leyti að það heldur sér vel þó vikur standi upp á búr-hillu. Samt vinnur það sem ferskst duft, verkar undir eins, lyptist skjótt, framleiðir bezta brauð, af allri gerð til fyrir og eftir matar. Uppleysist: (l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið í það einni teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið þurru geri á. Lát standa 10 mínútur. (3)Hrærið vel í. (Vatnið not- að með gerinu, er partur öllu vatni er forskriftin gerir ráð fyrir). Fáðu þér mánaðarforða hjá kaupmanninum í dag. 4546—Rcv. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast kostur. FRÁ blaine Lestrarfélagið “Jón Trausti” í Blaine hélt sína árlegu útisam- komu sunnudaginn 12. ágúst, sem hepnaðist ljómandi vel í ólla staði, skemtisamkoman var haldin á túninu hjá þeim góðu fhjónum Mr. og Mrs. Gisli Guð- jónsson, þar voru sleginn upp 3 Plenty of HOT WATER at all tintes u lth a WATER HEATER from CiTV HYDR0 ÁícCL aiy EVERDUR COPPER WATER HEATERS with a 25 YEAR GUARANTEE against leakage Two immersion type heaters the.mostatically controlled 3 inch fibreglass insulation White and gold baked enamel casing 30 to 40 Imperial gallons. ★ ★ Monthly Payments as low as $4.00 Installation Within 24 Hours DISTRIBUTED IN WINNIPEG BY GENERAL STEELWARES LTD. BEL-AIR n GLASS LINED WATER HEATERS with a 5 YEAR GUARANTEE * Two Immersion type heaters themostatically controlled * No danger of rust in water * 3 inch fibreglass insulation * 22l/2 and 30 gallon sizes * Installation within 24 hours Single Heater Models Double Heater Models $99.50 »p $112.50 «p MANUFACTURED BY GREENSTEEL INDUSTRIES LTD., WPG. Citij UtjJic PORTAGE, east of Kennedy PHONE 96-8201

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.