Heimskringla - 10.10.1956, Side 3

Heimskringla - 10.10.1956, Side 3
WINNIPEG 10. OKT. 1956 HEIMSKBINGLA 3. SÍÐA stór langborð, með hvítum dúk- um og fjölda af fallegum blóm- um, síðan þakin ágætis kræsing- um af ýmsu tægi. Síðan góð °g. fjölbreytt skemtiskra, mikið af íslenzkum söng. Þar skemti líka Albert Félstedt meö söngv- um á segulbandi og svo iika Sig urjón Björnsson, með ávarp frá Iíalli Magnússyni í Seattle, og Barney Björnsson, líka á segul- bandi, sem alt gerði hina ánægju legustu skemtun. Síðan ræður, sem þeir fluttu séra Haraldur Sigmar, D.D., séra Albert Kristjánsson og séra Guðm. P. Johnson. Frú Sigmar spilaði und ir slenzku söngvana á orgel sem sett var á pall fyrir utan húsið. Varaforseti Trausta, Frú A. Kristjánsson stjórnaði skemti- skránni, eftir að forseti Jóns Trausta, frú Herdís Stefánsson hafði beðið fólk velkomið og talað nokkur orð til fólksins. Þessi skemtun lukkaðist ljóm- andi vel og öllum viðstöddum til ánægju enda var veður hið ákjós anlegasta, sólskin og blíða. Síðan hafði Jón Trausti sinn fyrsta fund, eftir sumarfríið, sunnudaginn 16. september, heima hjá þeim hjónum Mr. og Mrs. jón j Johnson, eru þau ein af þeim sem ekki hafa búið nema fá ár í Blaine, en gengu strax í félagið, og hafa reynst hinir ágætustu meðlimir, dug- legt starfsfólk og vellátin í bygðinni. Fundur þessi var hinn ánægju legasti í alla staði, fyrnefndir psestar voru þar á fundi og tóku til máls, ásamt Thorsteini ísdal, forseta og fl. Það sem sérstak- *ega gerir Trausta fundi ánægju lega, er hinn fjörlegi og þrótt- ^aikli söngur, þar syngur fólkið i einni lotu fjölda af söngvum, þar til allir eru ornir skínandi af ánægju og gleði. Fundurinn var ágætlega vel sóttur, enda var mikið af góðu kaffi og yfir- fljótanlegar veitingar. DAGUR ÍSLENDINGA VIÐ FRIÐARBOGANN Áður en eg enda þessar frétta- línur frá Blaine, þá get eg ekki látið vera að minnast fáum orð- um á þann dásamlega íslendinga dag sem haldinn var í hinum fagra skemtigarði, við Friðar- b°gan, sunnudaginn 29. júlí s.l. Forseti dagsins var Stefán Eymundsson, frá Vancouver, B. •> sem stjórnaði þessu f jöl- reytta skemtimóti af sérstakri lipurð og snilid. Mlkið var þjalfaða skemtiskrá að ræða, tvær agætar söngkonur, frú Anna Arnason McLeod og frú Robert Murphy. Strengja kvart ett, undir leiðslu Jule Samúel- son, söng kvartett, sem Elli K. Breiðfjörð stjórnaði, síðan tveir ágætir ræðumenn, T. B. Asmund son, lögfræðingur, á ensku og sr. Eiríkur Brynjólfsson, á ís- lenzku. Síðan fjöldi af stuttum ávörpum, og að endingu svo mik ið af almennum íslenzkum söng að sjaldan hefur heyrst meira sungið á fslendingadegi, þvi í heilan klukkutíma var bara sung ið, undir leiðslu ýmsra ágætra söngmanna, fyrst mun séra Ep rikur hafa leitt.í fjölda söngva, siðan Gunnar Mattiasson frá Califorma, og fleiri. Söngflokk ur sem samanstóð af ágætu söng fólki frá Vancouver og Blaine, söng mjög hrífandi. En svo var það líka eitt stórt attriöi sem setti sérstakan svip á allan dag inn og það var það að forseti dagsins, hr. Eymundsson stj^órn aði sekmtiskránni algerlega á ís^ ienzkri tungu, svo mér datt i hug, að ef svona heilbrygt, al- íslenzkt, hátíðarhald heidur á- fram, við Friðarbogan á landa- mærum Bandaríkjanna og Can- ada, þá mun óhætt að gera ráð fyrir fslendingadagshaldi við Friðarbogan í Blaine, hin næstu 50 árin. Hátíðin var afar f jölsótt, veðr- ið skínandi og staðurinn guð- dómslegur. —Guðm. P. Johnson Thelma (RAGNAR STEFANSSOkN PÝDDI) Einmitt á því augnabliki byrjaði loftið í kringum þá að fyllast af einkennilegum og daun illum reykjarþef—dálitlir reykjarstrókar og eld tungur komu upp í gegnum þilfarið—og harðar vindkviður ofan af fjöllunum sveigðu “Valkyrj- una” hör.kulega. Seinlega og með auðsjáan- legri nauðung, byrjaði Svensen að leysa hana frá bryggjunni—og fann ósjálfrátt að augu hins deyjandi manns hvíldu stöðugt á honum. Þegar aðeins var eftir að losa einn mjóan kaðal, kraup hann niður við hlið gamla mannsins og hvíslaði með skjálfandi rödd að allt væri tilbú- ið. Á því augnabliki lagði rauðan eldsloga upp um stigaop skipsins, og Guldmar, sem sá það, brosti. “Eg sé að þú hefir efnt eið þinn”, sagði hann, þakklátur, og þrýsti hönd Svensens. — “Þetta er hið síðasta verk sem þú þarft að vinna í sambandi við svardaga þinn—megi Guðirnir endurgjalda þér ríkulega trúmennsku þína!— við munum finnast hinum megin. Nú þegar skína geislarnir frá Regnboga—brúnni—þarna —þarna eru gullnu fjallatindamir og hið víða haf! Farðu, Valdemar!—dragðu þetta ekki leng ur, því sál mín er óþolinmóð—hún berst við að losrta! Farðu!—og farðu vel!” * Utan við sig af ofurharmi og sárri örvænt- ingu—en fullur hlýðni og auðmýktar beygði hann sig undir lög hins óhjákvæmilega—kyssti hann hönd yfirboðara síns í síðasta sinn, og með þungri grátstunu snéri hann í burtu festu lega, og fór af skipinu. Hann stóð á tæpustu brún bryggjunnar, og . losaði síðustu festina —vindurinn fyllti seglin og þau þöndust út—það marraði í köðlunum, og skipið tók smákippi. Á því augnabliki kvað við hátt siguróp í loftinu. Olaf Guldmar spratt upp á þilfarinu eihs og ósýnileg hönd hefði ,lyft honum upp, og snéri sér að hinum skelkaða þjóni sínum, sem starði á hann í dáleiðslu- kenndri undrun og ótta. Hið hvíta hár hans glitr aði eins og silfur—ásjóna hans var ummynduð, og glóði undursamlega, föl, en þó ósegjanlega tignarleg—dökka loðkápan féll um líkama hans í bylgjum eins og konungsskikkja. “Heyr!” hrópaði hann, og rödd hans var skýr og mjúk. “Heyrið þrumandi hófatökin!— sjáið—sjáið, glampann af skildinum og spjót- inu ! Hún kemur—Ó—Thelma! Thelma!” Hann lyfti höndum fagnandi. —Dýrð! — gleði—sigur!” Og eins og tignarlegt tré lostið af eldingu, féll hann niður—örendur! Um leið og hann féll, dýfði “Valkyrjan” sér, vindgusa fyllti seglin, og hún fleygðist út fjörðinn eins ogvilltur fugl undan ofviðri, og meðan skipið bar áfram með ofsahraða, lagði eldurinp það undir sig, og brátt stóð það allt í björtu báli, og logann og reykjarstrókinn lagði hátt í loft, og dökkrauður bjarminn blandaðist norðurljósadýrðinni sem enn skreytti himin- hvolfið. Skipið bar fljótt yfir dökkar öldurn- ar og stefndi í áttina til Seiland-eyjarinnar. Valdemar Svensen kraup í þungu skapi á kryggjusporðinum, og reyndi að vakta skipið, sem lengst. Hann hafði staðið við eiö sinn!— Þetta einkennilega heit sem hafði bundið hann svo sterkum böndum—heit sem stafaði frá hin- um einkennilegu erfikenningum hans og heiðnu trúarbrögðum. Fyrir löngu síðan, þegar hann á æskuárun- um var fullur hrifningar og aðdáunar — og ýrkaði og tilbað Óðin og allan hinn forna frægðarljóma og hetjudáðir Norskra Víkinga og herkonunga—fannst honum í allri einlægni, að Olaf Guldmar einn allra þálifandi manna vera sannur afkomandi konunga, sem hann og var, hvað ættgöfgi og glæsimennsku snerti, þótt ekki sæti hann að völdum—og eftir að hafa rakið ætt hans að nokkru leyti eftir munnmæl- um—aftur í gráa forneskju, hafði hann sann- fært sjálfan sig um í huganum, að hann, Sven- sen yrði lagalega, og samkvæmt fornu lénstjórn ar-fyrirkomulagi^að gerast undirgefinn þjónn konungs síns. Og þar sem hann með aldrinum varð ákveðnari í þessu—hafði hann svarið leynd ómsfullt trúnaðar- og vináttuheit, sem Guld mar Þegið og samþykkt, en krafist samt se a ur aðeins eins af hofium afdráttarlaust. r.a Var« Tn’ k°nijm látnum skyldi gerð bál- for og að ik hans ihlyti legstað í öldum hafsins, þvi sv0 a 1 in síðasta sigling hans göfugu og herskáu forfeðra verið gerð-því tilhugsun- in að likami hans yrðt mniluktur í þröngri kistu og lagður i ormamold til þess að rotna, hafði alla æfi skelft þessa heiðnu hetju. Og hann háfði notað sér hollustu, hlýðni og skyldurækni Svensens til þess að brýna fyrir honum ihversu mikilvægt það væri að hann héldi þetta síðasta og eina heit. “Sjáðu um að engar hræsnisfullar bænir eða sálumessur fari fram yfir mínum andvana líkama”, hafði hann sagt. “Eg gæti ekki þolað að fingur Lúterskra snertu lík mitt. Bjargaðu þessum hrausta líkama mínum sem hefir enzt mér svo vel frá lítilmótlegu dufti—láttu hinum björtu eldslogum og hinu ægilega hafi hann eftir—og sál mín, sem sér endalok hans úr fjar- lægð, mun fagna og öðlast frið. Sverðu, við reiði þrumur Guðanna! —Sverðu við hinn óvinnandi Hamar Þórs!—Sverðu við Ihlið Valhallar, og við nafn Óðins!—Og komi ógnir og bölvun alls þessa yfir þig ef þú heldur ekki eið þinn!” Og Valdemar hafði svarið. — Nú þegar öllu var lokið—þessi eiður trúlega efndur—nú þeg- ar hlýðnisloforðið hafði verið haldið—og allt framkvæmt í sambandi við það, þá var hann líkt og í leiðslu—sturlaður og agndofa. Hann skalf, og var sér þó ekki þess meðvitandi að það var kominn snjóbylur, hann stóð vörð, og starði, starði eins og dáleiddur út á f jörðinn, þangað sem Valkyrjuna rak, nú alelda, fyrir ofviðrinu, eins og eldhnött sem glampaði á gegnum fann- ( fergjuna. ■ Norðurljósadýrðin fölnaði smátt og smátt, | og hið brennandi skip sást nú greinilegar en nokkurn tíma áður. Það sást frá Bosekop-strönd i inni, og hópur íbúanna þar nuddaði sín sljóu | augu, og gátu varla gert sér grein fyrir því hvort það sem þeir sáu var eldur, eða einhver ný töfrabirta hinna breytilegu Norðurljósa—, hinn sívaxandi snjóbylur gerði þeim erfitt fyr-1 ir að greina nokkuð að ráði. Þeir að minnsta kosti ihugsuðu ekki mikið um það—þeir voru nýbúnir að fá annað til að hugsa og tala um — sem sé fréttina um lát hinnar vel þekktu Lovísu Elsland, sem Ulrika sagði þeim nákvæmiega frá þegar hún kom frá Talvig. Auk þess hafði enskt fluttningsskip, á leið til North Cape, komið inn á höfnina fyrir klukkustund síðan, og lent þar farþega—leyndardómsfullri konu með þykka blæju fyrir andlitinu, sem undireins hafði leigt sleða, og beðið ökumanninn að fara með sig til bústaðar Olafs Guldmars, í átta mílna fjarlægð. Allt þetta taldist til stór.viðburða hjá þessu góða, heimska, og máluga fiskifólki í Bossekop —og það svo mjög, að það í rauninni, veitti hinu brennandi skipi tæplega neina athygli, þó að það hrekti hraðfara á haf út til hinna snævi- þöktu Seilands-tinda. Lengra og lengra barst það í burtu fyrir sjó og vindi—og himinháir logar blöktu í kringum það—lengra og ennþá lengra—þangað til að Valdemar Svensen, þar sem hann stóð enh vörð á bryggjunni, fór að missa sjónar á hinu logandi flaki—hann vaknaði af leiðslu-dáinu, og hljóp upp frá ströndinni, upp eftir garðstígnum heim að húsinu, til þess að komast upp á hæðina, og geta þannig vaktað síðasta eldsneistann af Vikingsbálförinni. Þegar hann náði iheim að húsinu, nam hann staðar allt i einu og rak upp undrunaróp. Þar —á svölunum þökktum glitrandi isstönglum— stóð Thelma!—Thelma—andlit hennar fölt og þreytulegt, og þó með daufu brosi—það glamp- aði á hið gullna, yndislega hár hennar ,er fallið hafði undan hattinum og ofan á dökkleitu síð- kápuna. “Eg er komin heim, Valdemar!’’ sagði hún þýðlega og blátt áfram. “Hvar er faðir minn?” Valdemar nálgaðist hana eins og í leiðslu, eða einhverju hræðilegu martraðar-ásigkomu- lagi—ihið undarlega útlit hans og framkoma fyllti hana skyndilegum ótta — hann greip hönd hennar og benti út á dökkan fjörðinn—á blett þar sem daufir, eldrauðir logar blöktu flögrandi yfir síðustu leifum skipsflaksins. “Fröken Thelma — hann er þarna!” stam- aði hann með hálfkæfri og hásri rödd, “þarna— farinn—þangað sem Guðirnir hafa kallað hann!” Thelma rak upp lágt skelfingaróp og horfði út á dökkan og skuggalegan fjörðinn— og meðan hún starði tárvotum augum, vöfðust og ihringuðust síðustu logarnir eins og langar eldslöngur upp úr sökkvandi skipsflakinu, en dóu fljótlega út—og að síðustu sást aðeins rauð neistaglóð sem hvarf brátt með öllu! Skipið var horfið! Thelma þarfnaðist engra útskýringa; hún pekkti átrúnað föður síns—hún skildi allt. Hún losaði um stuðningshald Valdemars, og æddi nokkur spor áfram með uppréttum örmum “Faðir minn! Faðir minn!” hrópaði hún hátt með grátstaf í röddinni, “bíddu eftir mér! __þaó er eg—Thelma!—Eg er að koma—pabbi!” Hvíta, fannþakta umhverfið í kringum hana sortnaði—hún riðaði á fótum og féll nið- ur meðvitundarlaus. Valdemar lyfti henni upp samstundis, og bar hana mjúklega—með nær- gætni og lotningu, eins léttilega og lítið barn í sínum sterku örmum inn í húsið. Skýin dökkn uðu—snjóbylurinn óx—fjallatindarnir hleyptu brúnum eins og ægilegir risar, og störðu gegn- um snjódrífuna á íshafs-auðnina fyrir neðan þá —og yfir brunnu og sokknu líki hins burtkall- aða dýrkanda Óðins kvað hafið sinn volduga og hátíðlega sorgaróð. Professional and Business — Directory ===== Oífice Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin 8c Stringer Lögfrœðingcn Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Olfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bestL Ennfremur selur hann allskonaz minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Flnandul Agents SIMI 92-5061 Crown Trust Bldg., 364 Main St., Wpg. v BALDWI$ÍSON’S BAKERY 749 EUice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) AUar tegundir kafíibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími SUnset 3-6127 Halldór Sigurðsson Se SON LTD. Contractor & BuUder Office and Warehouse: 1410 ERIN ST. PHONE 72-6860 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI SUnset 3-3809 “HEIMSINS BEZTA NEFTÓBAK” Ofl. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbcrs and CoU Springs 175 FORT STREET Winmpeg - PHONE 93-7487 - Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY l — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. GUARANTEED WATCH, & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clo.ki, Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170 French-Style \' SHORTS Fara vel, eru köld, þægileg. Fín- brugðin úr vel kemdri bófull. Saumarfínir, teygjuband um miti- ið . . . tvefalt í fyrir með opi. . . liggja vel að bér . . . Jedseys er við eiga. * " ’ W-19-56 SK YR LAKELAND DAIRIES LTD SELKIRK, MAN. t PHONE 3681 At Winnipeg IGA FÓOD MARKET 591 Sargent Avenue 1 MflVA/S 7 BETEL í erfðaskrám yðar THE WATCH SHOP 699 SARGENT AVE. WATCH, CLOCK & JEWELLRY REPAIRS — AU Work Guaranteed — Large Assortment Costume Jewellry V. THORLAKSON Res. Phone: 45-943 699 Sargent r'--- Dag nokkurn rifust hjónin þar til þau voru orðnir svarnir óvinir. Þegar rifrildinu lauk loks.sagði maðurinn: “Nú fer eg inn í svefnherbeg ið og skýt mig!” GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. S-7S90

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.