Heimskringla - 17.10.1956, Síða 1
r*------
(ENTURY MOTORS ITD.
247 MAIN — Phone 92-3311
{o
CENTURY MOTORS LTD.
241 MAIN-716 PORTAGE
S.----------------------^
LXXIÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. OKT. 1956
NÚMER 3.
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Fylgjendur Björnsons
rkki aðgerðalausii*
Valdimar Björnson
Gordon Yock frá Clara City,
hiet-- sá, er formensku sjálfboða
nefnSanna hefir, er starfa að
kosningu Valdimars Björnsonar
til fehirðisstöðunnar i Min-
nesota. Er tala nefndanna orðin
450 um alt ríkið og starf þeirra
er hið bezta.
Nefnd þessi fór af stað af sjálf
dáðum innan hins fjölmenna
vina hóps Valdimars og er re-
publika, demókrata og óháða
jöfnum höndum í honum að
finna.
Sjálfur hefir Mr. Yock ferð-
um ríkið og haldið ræður
víða og fyrir þúsundum áheyr-
enda. Telur hann engan efa á,
aÖ Valdimar njóti mikils fylgis
og trausts fyrir fjögra ára starf
hans áður í féhirðisstööunni og
haefni hans, áhugi og einlægni
> hvívetna viðurkend, af
þeim, er nokkuð til hans þekkja.
Eisenhower og bænda-
málin
f ræðu, sem Eisenhower for-
sti hélt nýlega í Peoria, komst
ann þannig að orði um bænda-
‘álin:
vörur • sem bændur hafa
Ufft að kaupa á s.l. 10 árum hafi
' ®Ugt h*kkað í verði, hefir
ö a vorum þeirra sjálfra far.
5 lækkandi tt j , •
* . ‘ undantekningar
rU aS'm‘ 'T Það
ar anS, sm, K„„u slrlði6 sk
ðl markað sem engan fýsti
ó, að bændavara hækkaöi f
erði. Hitt var á þessu ári, Qg
Em meira er, á friðartíma.
Hvað olli þeirri stöðugu verð-
ækkun? Aðeins eitt, pólitiskar
ðfarir í Washington D.C. Og
verjar urðu afleiðingarnar?
Ein var sú, að Sam frændi
5r sjálfur að leggja fyrir sig
úskap. Gerfibændurnir sitjandt
ið skrifborðin í Wasihington,
áru að segja bændum til um
vað gera skyldi, hvaða korn-
Bgundum þeir ættu að sá, hva'ö
uklu af hverri og á hvaða verði
eir ættu að selja vöruna. Eins
g þið vitið, lítur búskapur alt
etur út, þegar plógarnir eru
pennastengur og þú ert þúsund
ir mílna í burtu frá ökrum, og
sáningu. Vö rubirgðirnar á
stjórnarbúinu nú í Washington,
sem eftir er að selja, nema 9 bilj-
ón dölum. Geymsla ein á þeim
hefir kostað eina miljón dali á
dag—er stjórnin sér um greiðslu
á. Þessar miklu vörubirgðir olla
lækkun á veröi, er á s.l. ári kost-
aði bændur orðið um 2 biljón
dala.
Eg hika ekki við að segja, að
stjórn vorri hefir orðið talsvert
ágengt með að bæta úr þessu á
45 mánuðum, sem hún nefir átt
*
þess kost. Við léttum af öllum
hömlunum á framleiðslu frá
ófriðartímunum, en reyndum á
sama tíma að mínka birgðirnar.
Við náðum í talsvert af þeim
markaði aftur, er fyrverandi
stjórn hafði tapað. Við aðstoðuð
um þá, er minst báru úr býtum í
búnaðinum. Við lögðum grund-
völl að þjóðlegu öryggi í bú-
skapnum fyrir einstakiinginn.
Við greiddum bændum 60 miljón
dali á ári fyrir notkun gasolíu.
Við lögðum í að gera St. Lawr-
ence-leiðina færa hafskipum,
sem bændur í Mið-vesturfylkj-
unum hafði dreymt um í 30 ár,
til eflingar ihag sínum. Og' við
snerum sílækkandi verði á
bændavöru í verðhækkun—án
stríðs.
Eg hefi tvent að segja um
þessa byrjun vora. í fyrsta lagi
hélzt verðhækkunin sem demó-
kratar rígbundu bændur með
upp að síðasta uppskeru ári og
tafði það ekki lítið viðreisnar-
starf núverandi stjórnar. Áttatíu
og fimm prósent af verðlækkun-
iíini eftir Kóreu stríðið, er fyrir
rennurum vorum að kenna. Þeir
gæta þess ekki í kosningunum
nú, andstæðingar vorir, þegar
þeir eru að úthúða stjórn vorri
fyrir lágverð hveitis, að það er
þeirra eigin lofsverði arfur, sem
þeir epu að lýsa með því, og
halda nú, að kjósendurnir flask
ist á að kjósa þá til þess verks,
er þeir tóku úr höndum þeirra
1952.
í öðru lagi, er það vel að koma
í ljós, að starfið sem stjórn vor
er byrjuð á, í gambandi við bún-
aðarmálin, er að heppnast vei.
Má þar til nefna greiðslur þær,
er ætlaðar eru fyrir að haida
landi frá sáningu (The Soil-
bank). Á þessu ári eru yfir 12
miljón ekrur af landi ósánar, er
gefur yfir 500,000 bænaum 260
railjón dali fyrir snúð sinn. Á
næsta ári verða 40—50 miljón
ekrur ósánar, sem greitt verður
fyrir að halda ósánum. ■ Þetta
dregur úr framleiðslu, svo að
afgangur hennar verður ekki
eins mikill og áður. Með því er
viðráðanlegt skipulag komið á
í Hamleiðslu, sem til bænda meiii
ar öllu öðru meira.
Eins lengi og sköpun á sér
stað, er það jafnvægislögmálið,
sem fyrst og síðast kemur til
greina. í starfi manna er því
tins farið. Jafnvægis er einnig
þörf í viðskiftum og framleiðslu,
þar verður framleiðsla og eftir-
spurn að vega salt. Eg helt þessu
Eram fyrir fjórum árum í Kasson.
Eg held þvi enn fram og vinn að
því, vegna þess að það boðar
farsæld í framkvæmdum. Hefir
reynsla vor sýnt þetta nú þegar.
Það eru færri bændur nú sem
frá jörðum sínum verða að
-hverfa eða tapa þeim. Það eiga
fleiri bændur nú en áður jarðir
sínar. Verð bújarða er hærra en
nokkru sinni fyr. Tekjur af bú-
skap bænda er 1 biljón dala
meiri, en þær voru á s.l. ári.
Verðfall vöru er stöðvað. Verð
bændavöru er nú hærra en það
var í apríl, þegar vér feldum lög
þingsins, sem andstæðingar vor-
ir kölluðu bændafrumvarp, en
”ar ekkert annað en pólitískur
skollaleikur. Verð bændavöru er
7% hærra nú en það var s.l. des-
ember. Það er hærra en fyrir ári
síðan, þrátt fyrir þó stjórnarfé
væri varið til að halda því í háu
verði. Hvað eina sem verðið bæt-
ir munum vér styðja ef til upp-
byggingar er, en ekki á skylt við
pólitskan hráskinsleik. Búnað-
inn viljum við styðja á heilbrigð-
um grundvelli og bygðan er á ör-
yggi, jafnt á friðarárum sem í
stríði.”
DR. SIGURÐUR NORDAL
SJÖTUGUR
Sigurður Nordal ambassador
er 70 ára. Hann er fæddur 14.
j september 1886 að Eyjólfsstöð-
um í Vatnsdal. Hann varð stú-
| dent í Reykjavík 1906, mag. art
I í norrænum fræðum í Kaup-
í mannahöfn 1912 og dr. phil. frá
Kaupmannahafnarháskóla 1914.
Auk þess nam hann heimspeki
frá 1915—’18 í Berlín og Ox-
ford. Árið 1918 var hann skipað-
urprófessor við Háskóla fslands
í íslenzkri málfræði og bók-
menntum. Árið 1951 var hann
skipaður sendiherra í Kaup-
mannahöfn og er nú ambassador
íslands þar.
Sigurður Nordal hefir getið
sér mikinn orðstír víða um lönd
fyrir rannsóknir sínar og rit-
störf urft íslenzkar bókmenntir
að fornu og nýju. Þá hefir 'hann
einnig gefið sig talsvert við
skáldskap. Hann er einhver
snjallasti ritgerðahöfundur og
ræðumaður, sem nú er uppi á ís-
landi.
ar, sem þar bjóðast. Eru nöfn
margra þeirra í þessu tölublaði
birt og frá hverjum og einum
eitthvað sagt í auglýsingum
þeirra. Lesið þær og kjósið að
þvi loknu með óskina í íhuga:—
May the BEST man win!
Það eru ýms þýðingarmikil
mál, sem einnig er greitt at-
kvæði um. Að yfirvega þau
gaumgæfilega er skylda hvers
kjósenda, áður en framkvæmt
er.
VERÐRÝRNUN PEN-
INGA
UR ÖLLUM ÁTTUM
Því hefir löngum verið haldið
fram, að bæjar- og sveitamál
væru ekki pólitísk í eðli sínu og
um atkvæði kjósenda ætti ekki
að vera beðið á þeim grundvelli.
Þetta er hverju orði sannara. Að
baki hvers þjóðfélags er ein-
staklingurinn, maðurinn, gullið
þrátt fyrir alt, eins og Burns
sagði. í kosningum þessa bæjar,
er fram fara 24. október, sækir
fjöldi góðra manna um stöðurn;
í víðlesnu amerísku vikuriti
birtist nýlega grein eftir þekkt
an fjármálasérfræðing. Greinin
nefnist “Hin miklu svik” og f jall
ar um verðrýrnun peninga, til
hagnaðar fyrir auðug fyrirtæki,
en á kostnað alls almennings. Til
að sanna mál sitt birtir hann eft-
irfarandi skýrslu um verðrýrn-
un peninga í ýmsum löndum,
miðað við vísitölu framfærslu-
kostnaðar.
%
Portúgal.................... 0
Egyptaland .............. 2
Haiti ...................... 3
Indland ................... 10
Pakistan .................. 10
Ceylon .............■....... H
Líbanon................. - 10
Belgía ................... 19
Sviss .................. • 19
Þýzkaland*.............. • 22
Honduras .. • 24
Irland......................24
ítalía .................... 24
Guatemala.................. 25
Bandaríkin ............... 27
Costa Rica ................ 27
Danmörk ................... 27
Ecuador .........,......... 27
Kanada .................... 28
Holland.....................29
Noregur..........i.........29
íran...................... 30
Venezúela...................30
S. Afríka.................. 31
Spánn.......................31
Svíþjóð . .............. • 31
E1 Salvador ............... 32
Tyrkland .................. 32
Hong Kong ................ • • 33
Thaíland .................. 33
Malaya .................... 34
Nýja Sjáland .............. 34
Bretland .................. 35
Columbía ....,............. 46
Úruguay .................. 46
ísland ................... 48
TURNING THE SOD FOR NEW BETEI.
CONSTRUCTION, SUNDAY, SEPT. 23, 1956
From left to right: Mr. J. Johnson, resident of Betel, Mr.
Frank Lount; Dr. G. Johnson and his son; Mr. Mundi
Magnusson, foreman of construction work; Mr. Sveinn
Bjornson, superintending the construction; Rev. B. Frið-
riksson, Pastoi at Betel—returned recently to Iceland;
Mrs. J. Augusta Tallman, matron at Betel; Mrs.
Howard, newspaper reporter; Mr. J. Howardson and
small daughter; Mayor Barney Egilson, Chairman of
the Special Búilding Committee of six membeís set up
by the Board of Trustees to supervise the construction of
the building. He is turning the sod. To the right is Valdi
Arnason of Gimli.
Mexico ,......
Nicaragúa ...
Ástralía ....
Finnland ...
Austurríki . .
Perú ........
Brazilía ....
Grikkland ..
Frakkland ...
Japan .......
ísrael ......
Indónesía ...
Nýja Taíwan
Clhile ......
Chile .......
Paraguay ...
B.olivía ....
Korea .......
48
49
50
52
54
59
60
61
66
67
68
69
85
85
91
91
95
99
Þess ber að gæta, að þar sem
verðrýrnun peninganna er hér
eingöngu miðuð við vísitölu
framfærslukostnaðar, þá gefur
skýrslan ekki rétta mynd af á-
standinu, því að í mörgum lönd-
um,—þar á meðal ísland,— er
þessari vísitölu hagrætt af stjórn
arvöldunum til að sýna minni
verðgildisrýrnun peninga en
raunverulega hefir átt sér stað.
f grein, sem þessi höfundur
skrifaði viku síðar, kemst hann
að þeirri niðurstöðu að ómögu-
legt verði að koma á föstu verð-
lagi peninga, fyrr en aftur sé
horfið að gulltryggingu, bæði
heima fyrir og í alþjóðaviðskift-
um.
Undanfarin ár hefir í mörgum
löndum verið reynt að vinna
gegn verðbólgu, og þar með rýrn
un á verðgildi peninga, með pen-
ingapólitískum aðgerðum, svo
sem háum vöxtum, takmörkun
útlána o.fl. En árangurinn hefir
víðast hvar verið ófullnægjandi.
Og menn eru víðast hvar and-
vígir háum vöxtum, og takmörk-
un útlána hefir einnig mætt mik-
illi mótspyrnu úr sömu átt. Það
er lika ljóst, að á meðan verð-
’ýrnun peninga er ör, að lán-
takendur ekki einasta sieppa við
alla vaxtabyrðina, þegar þeir
endurgreiða lánin, iheldur líka
hluta af höfuðstólnum, eftir því
hvað verðrýrnunin er ör og eftir
lengd lánstímans, þá muni þeir
neyta allra bragða til að viðhalda
núverandi ástandi. En lántakend
ur eru oftast mestu ráðandi í
hverju þjóðfélagi. — Lántakend
ur setja ekki fyrir sig að greiða
nokkuð háa vexti, þar sem svona
er ástatt.
Sparif járeigendur eru yfir-
leitt fátækari hluti fólks í
hverju þjóðfélagi. Þeim er varla
láandi, þótt þeir þreytist á að
safna peningum, hvort sem er í
sparisjóði eða liftryggingar og
elli- og örorkutryggingar, þegar
beir vita fyrir fram, að verðrýrn
un peninganna etur t\pp, ekki
aðeins alla vexti, heldur einnig
hluta a{ höfuðstólnum. — Þeir,
sem græða á þessu “verðfalls-
svindli” eru oftast auðugustu fyr
irtæki og einstaklingar þjóðfé-
lagsins. Afleiðingin er svo óhæfi
)eg eyðsla almennings, sem eyk-
ur yerðbólgu og hvers konar
fjárhagslegan glundroða.
Þær skoðanir verða meira á-
berandi með hverjum mánuði,
sem líður, að hér þurfi við nýrra
og róttækari aðgerða. Það færist
mjög í vöxt, — einkum i þeim
löndum, sem hafa örasta verð-
bólgu, — að bjóða út löng lán
með einhverkonar verðfallstrygg
ingu, að láta sparifé njóta ein-
hvers konar verndar og fleiri að-
gerðir af svipuðu tagi.
Það á ef til vill ekki við í þessu
cambandi að geta þess, að Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn keypti
nýlega bandarísk ríkisskuldabréf
fyrir 200 millj. dollara með gull
tryggingu. En það gefur þó að
vissu leyti visbendingu, sem
vert er að athuga, þegar rætt er
um þetta mál. Það er ekki laust
við, að oft hafi verið—og sé enn
—.litið á sparif járeigendur—
peningaeigendur—sem eins kon
ar skaðræðisgripi. — Jafnvel
heimsfrægir hagfræðingar virð-
ast stundum hafa haft þessa
skoðun (Keynes t.d.) —Víðast
hvar munu vera lög, sem banna
peningaokur, þó að alit annað
okur sé leyft eða liðið. — Þegar
eg var unglingur, var búf járleiga
algeng, en leiga eftir búfé svar-
aði til 12—20% peningarentu.—
Eg er ekki með því að mæla bót
peningaokri, enda mundu venju-
legir sparifjáreigendur ekki
njóta ávaxtanna, þótt það væri
leyft.
Sennilega verður þess langt
að bíða, að tekinn verði upp aft-
ur gjaldmiðill, seðlar, innleys-
anlegir með gulli, eins og tíð-
kaðist í flestum lndum um langt
skeið fram til 1914. En þótt svo
verði ekki, fæ eg ekki séð neitt,
sem mælir gegn því, að verðgildi
gjaldmiðilsins verði niðað við
gullverð í öllum peningavið-
skiftum. Þetta álit eg, að vér ís-
lendingar eigum að gera og það
áður en peningarnir verða með
öllu verðlausir. Lánsf jársýkin
mundi sennilega læknast að
mestu, ef lántakendum væri gert
að skyldu að endurgreiöa nokk-
urnv veginn sömu verðmæti og
þeir hafa fengið að láni.
Verðbólgan er heimatilbúin.
Vér höfum ekki við aðra að sak-
ast um hana. Vér eigum því að
geta læknað ihana af eigin ramm
leik, ef ekki skortir áræði til að
ganga undir óhjákvæmilegan
uppskurð og nægilegt úthald til
að bíða afturbatans.
Jón Árnason
—Tíminn, 1. sept.
FRIÐFINNUR EINARSSON
F. 14. júlí, 1868 — d. 12. okt. 1956
Friðfinnur Einarsson bóndi í
grend við Gimli, dó þar s.l.
föstudag 12. október. Hann kom
frá íslandi 11 ára gamall dreng-
ur og bjó í Nýja íslandi, en J)ó
lengst í Gimli bygðinni,, 77 ár.
Hann kom með landnámshóp ár-
ið 1879, og átti þar heima það
sem eftir var af æfinni, örfá ár
í norðurhluta bygðarinnar, en
allan tíman eftir það i grend við
Gimli.
Hann var fæddur á Hrauni í
Helgastaðahreppi í Þingeyjar-
sýslu, og foreldrar hans voru
Einar Einarsson og Guðbjörg
Grímsdóttir kona hans. Af syst-
kinum hans lifa einn bróðir, Ein
ar á Gimli og ein syst.ir, Mrs.
G. Fjeldsted, líka á Gimli.
í Nýja íslandi ólst hann upp
og á fyrstu árunum kyntist hann
erfiðleikum og einnig á-
nægju landnámgáranna, því þau
ár er menn voru að ryðja sér til
rúms í skógum og á sléttunum,
voru margar gleði- og ánægju-
stundir alveg eins og hitt.
Hann giftist þar, Salbjörgu
Jakobínu Jóhannsdóttur, sem
dó 1949.
Af börnum þeirra, eru tveir
synir og tvær dætur á lífi, Karl,
í Arborg; Pálmi á Gimli. Dæt-
urnar eru Guðbjörg og Sigrún,
báðar til heimilis í Winnipeg.
Einnig eru fimm barnabörn.
Kveðjuathöfn fór fram s.l
mánudag, 15. október að mörg
um vinum og ættingjum við
stöddum, frá útfararstofu Gil
barts á Gimli. Séra Philip M
Pétursson flutti kveðjuorðin
Jarðsett var í Gimli grafreit.