Heimskringla - 07.11.1956, Side 3
WINNIPEG, 7. NÓV. 1956
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Marja sál. var félagslynd og
þjónaði með trúmennsku og ó-
sérplægni þeim félögum sem
hún kaus að Ijá fylgi sitt. Hún
tilheyrði Unitarasöfnuðmum í
Blaine, kvenfélagi og söngflokki j
þess safnaðar og lestrarfélaginu
Jón Trausti”. Hvar sem hún
var í starfi með öðrum var glatt
á hjalla og gengið vel að verki,
en vantaði Marju í hópinn þótti
mönnum sem ský hefði dregið
fyrir sólu. Hún hafði yndi af
ljóðum og söng 0g hafði sjálf
fagra söngrödd. Kunni hún mik-
ið af íslenzkum sönglögum og
söngtextum. Uppáhalds lag henn
ar var “Sú rödd var svo fögur",
°g bað hún um að það væri sung
ið við útför sína og var það gjört.
Þykir mér nú vel hlýða að
kveðja Marju Finnsson með síð
ustu vísu Þorsteins Erlingsson-
ar:
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið
móða
blessar lokað auga þitt.
Nún veit hve bjartur bjarminn
var,
þó brosin glöðu sofni þar.
A. E. K.
Þegar Sjang Kai Shek flutti
ásamt íiði sínu til Formósu
fy gdu svo margir Knverjar í
fotspor þeirra, að íbúum þessar-
ar eyju fjölgaði um helming.
Formósubúar ihafa þv þurft að
vera mikið upp a vesturveldin
kominn, einkum Bandaríkin. ____
Hafa þeir nú séð, að þeim er
nauðsynlegt að bjarga sér sjálfir
frekar en verið hefur. Ætla þeir
nú fyrst um sinn að leggja allt
kaPP á að koma þeim þrem atrið
um 1 lag> sem hér greinir:
i- Að reyna að auka utanríkis
verzlun sína, einkum á suð-aust
ur str°ndum Asíu.
2 Að breyta og bæta frétta-
ur blaðanna, SVo að útlending-
ar, einkum vinverttar vestur-
andaþjóðir, geti fengið sem rétt
gt fréttir af höfuð Formósabúa.
f.r einn hluti þessara mála að
in wSk°ðun afnumda, en stjórn
e ur ekki treyst sér til þess
vegna óbilgjarns fréttaburðar. '
3. Að laða ferðamannastraum
til landsins, einkum Evrópu- og
Asiumanna, bæði til þess að vest
Iaenar þjóðir kynnist landi og
þjóð 0g vegna þess, að ferða-
nienn flytja með sér inn landið
mikið af erlendum gjaldeyri,
sem Formósu vanhagar alltaf
um.
Maðurinn, sem stendur fyrir
þesSum samtökum, Yú Kúó-Húa,
stgir að líkindi séu til að auka
megi stórum útflutning til Suð
austur-Asíllandanna, og hefur
hailand keypt af þeini yfir 5
konarnbaðkUr (m6tra) 3Í margS
af þessum vefnax 3 keypt ^
að, til dæmis i6o s s . .
r 0 smalestir af
asfalti og allmikið , .*.
t , t- v- Tz-. f krossviði.
Loks sagði Yu Kuo-Húa, að ekki
væri von a, að ntanríkisverzlun
með nýjar tegundir gengj betur
því að síðustu sjö árin, eða frá
1949, hefðu Formósubúar ekkU
haft tíma eða ekki gefið sér tima
því að stjórnmálin hefðu á þess
um árum yfirskyggt allt-
Annar maður í stjórn þessara
mála er Sjen Sjeng. Hann legg-
ur áherzluá, að ritstjórar og út-
gefendur vinni með skynsam-
-egum rökum að því, að ritskoð-
un sé afnumin. Sé almennt álit-
ið, að stjórnin á Formósu sé orð
in því hlynnt, því að útgáfu
írelsi sé nauðsynlegt til þess að
vinna hylli Vesturlanda. U®
ferðafólk segir íhann, að það mál
sé að komast á góðan rekspöl,
því að samið hafi verið við Pres
tdent-gufuskipafélagið um að
%tja farþegahópa í liringferð
Um eyna 0g hafi þegar einn hóp-
Ur verið fluttur. Hafi sá hópur
^Venð sérlega ánægður yfir ferða
'aginu, þvi að náttúrufegprð sé
V1ða á eynni frábær, auk þess
fjöll 0g hitabeltisskógar, fossar
vötn dásamleg og heitar laugar.
Thelma
L
(RAGNAR STEFÁNSSOkN ÞÝDDI)
vera stolt og gleði foreldra sinna, og réri einn
daginn yfir fjörðinn til leynda hellisins þar
sem móðir Thelmu lá í innsiglaðri steingröf.
Þar skildi hann líkkistuna eftir, og var viss um
að hann hefði gert rétt.
Ulrika spurði hann einskis—hún var alger-
lega upptekin við skylduverk þau sem fallið
höfðu í ihlut hennar, hún vaktaði og hlúði að
Thelmu með svo mikilli alúð og dæmafárri
skyldurækni, að svo mátti heita að hún ætlaði
sjálfri sér engan tíma—hvorki til svefns eða
matar. Hugmyndin um að með þessari hjúkrun
og umhugsun væri hún að bjarga velferð sálar
sinnar i augliti Guðs hafði fest hjá henni djúp-
ar rætur; hún lét Ihvorki þreytu eða skort á þæg
indum á sig fá, og var ávallt til reiðu—hvenær
sem stuna leið upp frá brjósti hinnar veiku konu
eða hún hreyfði sig óþolinmóðlega var hún til-
búin að hlynna að henni með blíðum hughreyst-
ingarorðum, og þegar hún bað til Guðs pú, var
það ekki fyrir henni sjálfri heldur Thelmu.
Dag eftir dag úthellti ihún heitum bænum,
og trúði því að þær yrðu veittar—þó að Thelma
hrakaði dag frá degi. Hún var enn með óráði—
andlit hennar var orðið horað og dregið—hend-
ur hennar hvítar og nálega gegnsæar, og rödd
hennar svo veikluleg að hún gat tæplega gert
sig skiljanlega.
Ulrika varð stundum hrædd við útlit henn
ar, og óskaði af hjarta að hún hefði einhver
hjálparlyf við hendina, en á því voru engin tök.
Þessvegna var hún neydd til að treysta a lækn-
ingakraft eins einfalds lyfs—jurtadrykks til að
lækna sótthita—nytsemi þessa meðals hafði
henni verið innrætt í æsku—þetta lyf^ og misk-
uharríkur græðslukraftur náttúrunnar, ásamt
hraustri líkamsbyggingu hennar sjálfrar, voru
þræðirnir sem lif Thelmu hékk á.
Tíminn leið, og enn komu engin skeyti frá
Philip Errington.
Eitt kvöld sat Ulrika eftir venju hjá sinum
örmagnaða sjúklingi, og fannst ihún sjá breyt-
ingu á föla andlitinu—rólegri svip, og einhver
blæbrigði sem ekki höfðu sést í marga daga.
Hún vaktaði nákvæmlega, milli vonar og ótta.
Thelma virtist vera sofandi—en bráðlega opnaði
hún stór'u bláu augun—og i djúpi þeirra lýsti
sér stillileg undrun. Hún snéri sér ofurlítið á
koddanum og brosti dauflega.
“Hef eg verið veik?” spurði hún.
“já, góða mín,” svaraði Ulrika blíðlega,
utan við’sig af gleði, og þó óttaslegin yfir því að
hún var búin að fá ráð og rænu. “Mjög veik. En
þér líður nú betur, er ekki svo?”
Thelma andvarpaði, lyfti annari litlu hor-
uðu hendinni, og athugaði hana forvitnislega.
Bæði giftingar og trúlofunar-hringir hennar
voru svo rúmir á fingrinum að þeir hefðu dottið
af ef hún hefði haldið hendinni í annari afstöðu.
Hún virtist hissa á því, en fór engum orðum
um það. Hún þagði um stund—og starði stöðugt
á Ulriku, og var auðsjáanlega að reyna að koma
því fyrir sig hver hún var. Von bráðar hóf hún
máls aftur. “Eg man allt nú”, sagði hún, sein-
lega. “Eg er heima, i Altenfirðinum—og eg veit
hvernig eg kom—og einnig hversvegna eg kom”.
Varir hennar titruðu. “Og eg sé föður minn
aldrei aftur, því hann er farinn—og eg er alein
í þessum heimi!” Hún þagnaði—og bætti síðan
við. “Heldurðu að eg sé að deyja? Ef svo er,
gleðst eg af því!”
“Uss, góða mín!” sagði Ulrika. “Svona
máttu ekki tala. Maðurinn þinn kemur bráðlega
—” hún þagnaði skyndilega, hrædd við hinn
hörmulega vonleysis og örvæntingarsvip i aug-
um Thelmu.
“Þú hefir ekki rétt fyrir þér í þessu”, svar
aði hún, þreytulega. “Hann kemur ekki—hann
getur það ekki. Hann kærir sig ekki neitt um
mig lengur!” Tvö stór tár hrundu hægt niður
f°lu kinnarnar.
Ulrika var undrandi, en varaðist að grafast
frekar eftir þessu, þar sem hún óttaðist að slíkt
■^undi assa bana og hryggja ennþá meira, og
gerðl sig ánægða í bráðina með það að hugsa
um hinar líkamlegu þarfir sjúklingsins. Hún
°r að eldstæðinu, og fór að framreiða ilmandi
kraftsupu, Sem hún !hafði þar alltaf tilbúna—og
mue. an hun var að því, rofaði meira og meira til
i hinu þokukennda heilabúi Thelmu—þangað til
að an lit hennar roðnaði skyndilega af nýrri
von, °g hún spurði blíðlega og biðjandi eftir
barninu sinu. “Eg Var búin að gleyma því!”
sagði hún, látlaust 0g innilega. “Auðvitað er
eg ekki alein lengur. Lofaðu mér að sjá barnið
mitt—eg er mikið betri nærri því albata—og
mig langar svo til að kyssa það.”
Ulrika stóð orðlaus, þrumul0stin og ráða-
laus yfir þessari óvæntu beiðni. Hún þorði ekki
að segja henni sannleikann—hún óttaðist áhrif
in sem hann mundi hafa á hina viðkvæmu og
veikluðu geðsmuni hennar sem hún hafði vonað
að væru að komast i samt lag. En meðan hún
hikaði gizkaði Thelma af eðlishvöt á allt sem
hún var að reyna að dylja.
“Það er dáið!” hrópaði hún. “Dáið!—og eg
vissi ekkert um það!” Hún gróf hið gullna höf i
uð sitt ofan i koddann, og brast í sáran og
krampakenndan grát.
Ulrika varð gersamlega örvingluð af að ^
heyra gráthljóðin—hvað átti hún að gera? Allt
virtist ganga henni á móti—hana langaði til að
gráta sjálfa. Hún vafði hina harmþrungnu konu
örmum, og reyndi að sefa hana, en til einskis.
Hið langa óráðs og veikindatímabil—ásamt því
leynda böli sem lá henni á hjarta—hafði ger-;
tæmt allt mótstöðuafl vesalings Thelmu, og hún
hélt áfram að gráta í faðmi Ulriku þangað til
að kraftar henn,ar voru þrotnir, og hún gat ekki
grátið meira. Þá lá hún hreyfingarlaus, nieð
lokuð augu, algerlega örmagna á sál og líkama,
og dróg varla andann, og ef að einstaka veik og
titrandi stuna hefði ekki liðið frá brjósti henn-
ar af og til, hefði mátt ætla að hún væri nálega
meðvtundarlaus. Ulrika vaktaði hana þung á
svip, og hugsandi—hún hlustaði á veðurofsann
úti. Klukkan var ellefu að kvöldi. Hún fór að,
telja á fingrum sér—þetta var sextándi dagur-1
inn síðan barnið fæddist—nákvæmlega sextánj
dagar síðan hún hafði skrifað herra Philip Er-
rington, og sagt honum greinilega hvílíkri
hættu Thelma var í—hættu, sem enn var langt
frá að vera liðin hjá. Þar sem hún var að hugsa
um það sem gerst hafði, og hversu allt var
gersamlega vonlaust í sambandi við bata Thelmu
hugsaðist henni skyndilega að reyna síðasta i
úrræðið.
Hún l^raup niður í einu horni stofunnar.
“O, almáttugi miskunsemdanna Guð!” hrópaði
hún grimmt og tryllingslega, “sjá, eg hefi þjón
að þér til þessa! Eg hefi þrábeðið þig og grát-
bænt þangað til þolinmæði mín er þrotin! Ef
þú vilt ekki heyra bænir mínar, hversvegna kall
arðu þig þá góðan?, Eru það gæði að kremja
þá sem þegar eru fallnir? Eru það gæði að sýna
hinum harmþrungnu enga miskun eða meðlíð-
an? Vilt þú fordæma hina saklausu, ástæðu-
laust- Ef svo er, þá ert þú ekki sá heilagi Guð,
sem eg hefi ímyndað mér og truað að þú værir!
Neyttu almættis þíns—nú—nú! áður en það
er of seint! Bjargaðu henni sem er hjúpuð
skugga dauðans—því hvað hefir hún gert þér á
móti svo að hún þurfi að deyja? Dragðu það
ekki lengur, eða hvernig á eg að geta borið trún
.aðartraust til'þín? Sendu fljótt hjálp frá þín-
um eilífu bústöðum—eða, sjá, eg skal yfirgefa
þig—og sál mín skal leita miskunar og eilífs
réttlætis annarstaðar!” —Meðan hún lauk við
þetta óvanalega eintal, sem sannarlega liktist
meira vantrausts-yfirlýsingu, hótunum og guð-
lasti en auðmjúkri bæn, öskraði vindurinn ægi-
lega útifyrir, og blandaðist brimhljóðinu við
ströndina, létu slík óhljóð í eyrum Ulriku eins
og djöfullegur og storkandi hlátur.
Hún stóð og hlustaði—örlítið skelkuð—en
þó með æðiskenndum þrjótzkusvip á andlitinu,
og hún beið með ólundarlegri þolinmæði, og
bjóst auðsjáanlega við að fá svar tararlaust við
hinni ofbeldisfullu bæn sinni. Henni leið eitt-
hvað svipað og uppreistarforingja lýðsins, sem
býður enveldisherra byrgin, jafnvel þó að yfir
vofandi líflátsdómur skelfi hann.
Snjóslyddan lamdi gluggann—henni varð
litið til Thelmu, sem lá svo grafkyr í rúminu,
að hún líktist meira hvítu líkneski, en lifandi
veru. Vindurinn skók hurðirnar, og ýskraði
hátt og tryllingslega—þá var eins og hann væri
orðinn þreyttur á sínum eigin hamförum, og
það lægði veðrið í bili, og það var stutt, áhrifa-
rík þögn. Ulrika beið ennþá—og hélt nálega
niðri í sér andanum—beið eftir einhverri guð-
legri opinberun. Þessi stutta þögn var óbærileg
—Þei! Hvað var þetta? Bjölluhringl! bjöllu-
hljóð! Sleðabjöllur—hljóðið færðist nær og
nær! Nú heyrðust tíð og létt hófatök á hjarn-
inu—þá var ferðin smáhægð—litlu málmbjöll-
urnar glömruðu ekki eins títt, og þögnuðu að
lokum. Hjarta Ulriku barðist ótt og titt hún
varð blóðrauð í andlitinu—hún flýtti sér að
rúmi Thelmu, milli vonar og ótta. Það heyrðist
ákveðið, en þó hratt fótatak fyrir utan—ómur
af lágum röddum—ihálfkæft undrunar og fagn-
aðaróp frá Valdemar—og þá var stofuhurðinni
hrundið upp, og hár maður, í klökugri ioð-yfir-
höfn, stóð í dyrunum.
Thelma hrökk upp af dvalanum við hávað-
ann—hún opnaði fögru, þreyttu, bláu augun
sín. Hvílíkur guðdómlegur fögnuður—hvílík
óviðjafnanleg undrun og ofsagleði ljómaði úr
þeim, hún reis í skyndi upp í rúminu og rétti
út handleggina.
“Philip!” hrópaði hún, með grátstaf í rödd
inni. “Philip! ó! Yndið mitt! Reyndu—reyndu
að elska mig aftur!—aðeins ofurlítið—áður en
eg dey!”
Meðan hún var að tala þrýsti hann henni
að hjarta sínu—vafði hana sterkum örmum—
með ástríðufullum og afbrýðisþrungnum ofsa—
hann þrýsti kossi á' fölu varirnar hennar—og
meðan hin djúpa og helga þögn sem á eftir
fylgdi, læddist Ulrika út úr stofunni, og skildi
hjónin eftir alein til þess að njóta sæluríkra
endurfunda.
Professional and Business
=-----Directory—
■ <•
Offlce Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors ol
Fresh and Frozen Fisb
311 CHAMBERS ST.
Otfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-S917
"S
M, Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distrihutors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osbome St. Phone 4-4395
BAJLDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(nýlli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími SUnset 3-6127
“HEIMSINS BEZTA
NEFTÖBAK”
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Logfrœðingai
Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sími 928 291
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Weddlng and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
LIMITED
selur líkkistur og annast um
utfarir. Allur útbúnaður sá bestl.
Ennfretnur selur hann allskonór
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 W’innipeg
Union Loan & Investment
COMPANY
Hental, Insurance and Finandai
Agents
SIMI 92-5061
Crown Trust Bldg., 364 Main St., Wpg.
Halldór Sigurðsson
& SON LTD.
Contractor & Builder
OfGce and Warehouse:
1410 ERIN ST.
PHONE 72-6860
r'—
l
Vér veczlum aðeins með fyrsta
flokks vömr.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Wlnnipeg
TALSIMI SUnset 3-3809
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Matemity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
CrissXCross
(Patented 1945)
French Shorls
Fara alveg sérstaklega vel, með
teygjubandi um mittið—einka-
levfð—knept með sjálfvirku
“Criss X Cross’’ að framan, er
liið bezta lítur út, búið til úr
efnisgóðri kembdri bómnll. Auð-
þvcgin — engin strauing — sézt
lítið á við brúkun — Jersey er við
á. W-18-56
COPENHAGEN
MANITOBA AUTO SPRING
WORKS
CAR and TRUCK SPRINGS
MAN1) FACTURED aud REPAIRED
Shock Absorbers and Coil Springs
175 FORT STREET Winnipeg
- PHONE 93-7487 -
Hafið HÖFN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
— 3498 Osler Street —
Vancouver 9, B. C.
------—--------------
S l!
GUAR.ANTEED WATCH, & CLOC.K
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Clokj,
Silverware, China
884 Sargenl Ave.
Ph. SUnset 5-3170
SK YR
LAKEUAND DAIRIES LTD
SELKIRK, MAN.
PHONE 3681
At Winnipeg
IGA FÖOD MARKET
591 Sargent Avenue
r-—
HERE NOW!
ToastMaster
MIGHTY FINE BREAiU
At your grocers
J. S. FORREST, J. WALTON
Manager Sales Mgi.
PHONE SUnset 3-7144
THE WATCH SHOP
699 SARGENT AVE.
WATCH, CLOCK & JEWELLRY
REPAIRS
— All Work Guaranteed —
Large Assortment Costume Jewellry
V. THORLAKSON
Res. Phone: 45-943 699 Sargent
MINMS7
BETEL
í erfðaskrám yðar
L
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. 744558 Res. Ph. 3-7390