Heimskringla - 13.02.1957, Page 6

Heimskringla - 13.02.1957, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 13,—20. FEB. 1957 1 HRÍFANDI SAGA UM ÓGLEYMANLEGA EIGIN KONU REBECCA RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI V—----------------s “Eg hafði komið þarna fyrir nokkrum árum, með konunni minni. Þú spurðir mig hvort þetta umhverfi væri það sama og áður, hvort það hefði breytzt nokkuð. Það var nákvæmlega eins, en—eg var þakklátur fyrir að geta gert mér grein fyrir því 'hvað það var einkennilega ópers- ónulegt. Þar var alls ekkert sem minnti á hitt skiftið. Það getur hafa verið af því að þú varst með mér. Þú hefir þurkað út mitt liðna líf kröftuglegar en öll Ijósadýrðin í Monte Carlo. Ef það hefði ekSi verið fyrip >þig, væri eg farinn héðan fyrir löngu farinn áleiðis til ftalíu, og Grikklands, og ennþá lengra ef til vill. Þú hefir sparað mér all- an þann flæking. Þú, með þínar hugmyndir um góðsemi mína og gustukaverk. Eg býð þér a<5 koma með mér vegna þess að mig langar til að hafa þig með mér, og ef að þú trúir mér ekki, þá geturðu farið út úr bílnum nú og gengið ein heim. Farðu, opn- aðu hurðina, og farðu út”. Eg sat kyr, með hendumar í kéltunni, og vissi ekki hvort hann meinti þetta eða ekki. “Jæja”, sagði hann, “hvað ætl- arðu að afráða?” Ef að eg hefði verið tveimur árum yngri held eg að eg hefði farið að gráta. Tár barna eru mjög nálægt yfirborðinu, og koma við fyrsta mótblástur. Eins og var fann eg ónotakökk í háls- inum, fann að eg varð eldrauð í andlitinu, sá í bílspeglinum sem snöggvast hvað aumingjalega eg leit út, volæðisleg á svip, og með flaksandi hárið undir barða- breiðahattinum. “Mig langar til að fara heim”, sagði eg, og röddin var hættulega nálægt því að titra, og án þess að segja nokkurt orð setti hann bíl- in í gang og snéri heim á leið. Okkur bar fljótt yfir, allt of fljótt, fannst mér, og hið samúð- arsnauða sveita-umhverfi vaktaði okkur hiðuleysislega. Við komum að bugðunni á veg inum þar sem eg hafði óskað að eg gæti geymt augnabliksáhrif, og sveitastúlkan var horfin, og allt var flatt og litlaust, og stað- Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og áttunda Þjóðræknisþing í Winnipeg ASGEIRSON’S PAINTS WALLPAPER & HARDWARE I I i I I 698 SARGENT AVE. SIMI SUnset 3-4322 f urinn var eftir allt saman ekkert nema aðeins ein af hinum mörgu bugðum vegarins sem hundruð ferðafólks fór fram hjá. Æfin- týrablær staðarins hafði horfið með lífsgleði minni, og við hugs unina um það fylltust augun af tráum sem runnu ofan kinnarnar. Eg gat ekki stöðvað þau, því að þau komn óboðin, og ef að eg hefði reynt að ná klútnum úr; vasa mínum hefði hann séð það. Eg varð að láta þau renna af- skiftalaust, og þola beiska selt- una á vörunum í auðmýkt og nið urlægingu. Eg veit ekki hvort hann snéri sér við og leit á mig, því að eg horfði stöðugt á veginn | framundan, en skyndilega rétti j hann út höndina, greip hönd j mína, og kyssti hana, og sagði enn ekki nokkurt orð, og svo | kastaði hann vasaklútnum sínum í kéltu mína, sem eg fyrirvarð mig of mikið til að snerta. Eg hugsaði um allar þessar kvennhetjur í skáldsögum sem litu yndislega út þegar þær grétu og hvað gerólík þeim eg hlaut að vera, með társtorkið og bólg- ið andlit, rauðeygð og dapurleg. j Það var dauflegur endir á þess- um morguntúr mínum og dagur inn framundan reyndist langur. Eg neytti hádegisverðar með frú Van Hopper ií herbergi hennar, af því að hjúkrunarkonan ætlaði út, og á eftir mundi hún láta mig fara að spila við sig “bez- ique” sem aldrei tæki enda. Eg vissi að eg mundi hálfkafna í herberginu. Það var eitthvað ó- heilnæmt við þessi lök, öll í hrukkum, og teppin á ringul- reið, og koddanna alla hnoðaða og bælda, og svo borðið við rúm- ið rykugt af púðri, ilmvatnsslett um, og andlitsfarfa, sem farinn var að bráðna og skemmast. Rúmið hennar mundi vera þakið með dagblöðum, tímarit- um og skáldsögum, allt í einni kássu. Hálfreyktir vindlingar lágu allstaðar, í smyrsladöllum, á diski með vínberjum, og á gólf inu ,undir rúminu. Þeir sem heim sóttu hana voru ósparir á að færa henni blóm og sælgæti, og einnig það lá um allt eins og hráviði. Seinna mundu vinir hennar koma inn til að fá sér í staupinu, sem eg mundi þurfa að blanda fyrir þá. Allt þetta beið mín í íbúð- inni, þar sem hann, þegar hann hefði skilað mér heim í gistihús- ið, mundi fara eitthvað í burtu aleinn, ofan að sjónum ef til vill, hann mundi sökkva sér niður í allt þetta endurminningadjúp sem eg vissi ekkert um, sem eg gat ekki tekið neina hlutdeild í. Djúpið á milli okkar var breið ara en það hafði nokkurn tíma verið, og hann var fjær mér en r.okkurn tíma áður, snéri við mér baki á ströndinni hinum megin djúpsins. Mér fannst eg vera svo ung og smá og mjög einmana nú, og þrátt fyrir metnað minn, tók eg vasaklútinn hans og snýtti mér, mér var sama hvernig eg leit út. Það gat aldrei gert neinn mis- mun. “Þetta getur fjandann ekki gengið ’, sagði hann skyndilega, eins og hann væri reiður og ergi- legur, og hann dróg mig nær sér, og lagði handlegginn ^yfir herðarnar á mér, en horfði enn beint fram fyrir sig, og hafði hægri höndina á stýrishjólinu. Eg man að hann ók jafnvel harð ara en áður. | WELCOME | Delegates to the Icelandic National League Convention February 18, 19 and 20th í ! DR. S. MALKIN DR. CHAS. MALKIN Phys. & Surgeon Dentist 857 SARGENT AVE. PH. SPruce 4-4391 ! . - “Eg hygg að þú sért nógu ung til að geta verið dóttir mín, og eg veit ekki ’hvernig eg á að haga mér gagnvart þér”, sagði hann. Vegurinn mjókkaði þá, og hann þurfti að beygja skarpt til þess að aka ekki yfir hund. Eg hélt að hann mundi sleppa hald- inu á mér, en hann hélt mér eftfir sem áður, og þegar hann var kom inn fyrir beygjuna og vegurinn breikkaði aftur, sleppti hann mér ekki. “Þú verður að gleyma öllu sem eg sagði áðan”, sagði hann, “það er allt liðið og gleymt. Við skul- um aldrei hugsa um það eða minnast á það framar. Skýldfólk mitt kallar mig Maxim, mig lang ar til að þú gerir það líka. Þú hefir umgengist mig eins og ó- kunnugan mann nægilega lengi”. Hann þreifaði eftir haldi á hattinum mínum, náði honum, og kastaði honum yfir öxl sína í aftur sætið, og þá laut hann að mér og kyssti á kollinn á mér. “Lofaðu mér því að vera aldrei í svörtu satín”, sagði hann. Eg brosti þá, og hann hló, og morguninn og allt umhverfið fékk aftur yndislegan blæ. Frú Van Hopper og seinnipartur dagsins voru nú svo lítilvæg atriði að þau komu ekki til greina. Tíminn mundi Hða svo fljótt, og svo kæmi kvöldið, og annar dagur á morgun. Eg var óhikandi og fagnandi, á því augnabliki hafði eg nærri því hugrekki til að krefjast jafn- réttis. Eg mundi ganga í róleg- beitum inn í svefnherbergi frú Van Hopper of sein til að spila við hana bezique, og spurningu hennar mundi eg svara hirðu- leysislega og segja, “eg gleymdi tímanum. Eg hefi verið að neyta hádegisverðar með Maxim ’. Eg var ennþá nógu mikið barn til BnteonylW <JTt»mpnng. INCORPORATED 21? MAY 1670 mmwmm flVE ROSES ALL-PURPOSE FLOUR And flVE ROSES CAKE MIX Yfir 60 ár hafa canadiskar konur, sem baka heima, reynt og sannfærst um gæði Five Roses Vitamin-Enriched Flour. Five Roses Cake Mixes, sem bragð bakningsins getur breytt á 6 mismunandi vegu, er hámark í góðri brauðgerð, hvað gæði og bragð áhrærir. TAKIÐ EFTIR í i Five Roses Homebakers Quiz . . . yfir útvarps- stöðina yðar á hverjum mánudegi til föstudags- in«. Þrjú mjög góð verðlaun eru veitt á hverri viku. Og aðalverðlaun hverja fimtu viku. The Bay extends greetings to the Conwention Delegates of the Icelandic National League. When in Winnipeg Youll Find The Bay . . .* * * * EASIER to get to. * * * EASIER TO PARK AT HIN NÝJA ÁFENGISSALA og ÁBYRGÐ ALMENNINGS LAKE OF THE WOODS MILLING CO., LIMITED, WINNIPEG ‘NAFNIÐ SEM MEST ER TEKIÐ EFTIR VIÐ BAKNING I CANADA’ KlÍ\!k\<lá\iÚ;ikÝlkXÍáVikÝííWá\ýk7iÍ\l'láV'íáYrkYíkYí»YÍáYík\'ÍMkWá\‘tÍYÍáYÝÍ\‘'/,kX'í»YÍ»\"(áYrt\i'í\iiA*\'ít\ytiV(kYI»' Um leið og farið er fram á söluleyfi áfengis í HVAÐA mynd sem er og HVAÐA stærð af glösum sem er, verður leyfishafi að auglýsa það i Manitoba Gazette og öðrum blöðum í umhverfmu, sem söluleyfið er veitt í. Á sama tima getur HVER sem er lagt fram mótmæli gcgn sölu áfengis, eða veitingu á söluleyfi—. áfengis, í sveit sinni eða bæ. Ef mótmælin eru á góðum rökum bygð, þá kveður ráðið, sem leyfisöluna veitir, til fundar og verða þá andmælin og athugasemdir við þeim, er einhver eru, athuguð. Fundur þessi fer fram að almenningi áheyrandi. Ráðið er leyfi veitir, hefir enga tilhneygingu, að veita leyfi, þar sem góð ástæða er fyrir, að það sé ekki gert. Það er þessvegna skylda almennmgs að láta ráðið vita um hvað eina, sem móti sö!u mælir. One in a series presented in the public interest by the

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.