Heimskringla - 15.05.1957, Page 2

Heimskringla - 15.05.1957, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA Ijeimskrimila (StotnuB tSI9) IComiu öt á hverjum miðvlkudegrl. EJsPTiflur .THF VIKING PRESS LTD 856-855 Sareent Ave., Winnipee 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 VwO bíaOslns er $3.00 árgangurinn, borglst fyrlrfrara A lax borgar.lr sendlst: THE VIJKING PRESS LTD. 011 viðsiílítabreí biaðinu aðlútandi senaist: Th<* VOdng Press Limited, 853 Sargent Ave„ Winnlpeg Rltetjóri STEFAN EINARSSON Utana&krift til rltftjórans: EDITOR HLIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg HEIMSKRINGLA is puhlished by THE VIKING PRESS LIMITED and prinled by VIKING PRINTERS 856-855 Sareent Ave., Winnipee 3. Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Anthomed rg Second Class Mail—Post Offlce Dept., Ottawa WINNIPEG, 15. MAÍ 1957 Tilkynning FRÁ SKRIFSTOFU NORMAN M. DUNN, Q.C. Ræða flutt af hr. John Diefenhaker, Q.C., Sambands}»ingmanni og leið- toga Progressive Conservative flokksins í Canada, í Massey Hall, Tor- onto, Ontario, 25. apríl 1957, við byrjun kostningabaráttunnar. Þa'ð er bæði upplífgandi og hressandi að koma hér fram fyrir slíkan fjölda áheyrenda canadiskra meðborgara, þá er allsherjar ríkiskostningabaráttu Progrcssive Conservative flokksins hefst. Þér eruð hingað komin til þess að ræða um hin alvarlegu vandamál þjóðarinnar sem blasa við oss, og til að ráðstafa stjórn- arfyrirkomulagi sem veitt getur jafnrétti og tækifæri sert: tryggt getur örugga framtíð þjóðarinnar. Eg tek það fram að það er ekki áform mitt að ræða program Conservative flokksins í heild sinni, í þessum kostningum. Aðrar hliðar málsins veróa teknar til meðferðar, á öðrum meiriháttar sam- komum, í hinum ýmsu fylkjum. | —.................... ..........--- Ýmsir myndu, e.tv. spyrja hversvegna eg kaus hina stóru Toronto-borg fyrir upphaf máls míns, sem flutt verður alls, í þremur stjórnmálaræðum. Svar- ið mun auðskilið. Eg ólst upp bar sem nú nefnist Austur-Tor- onto. Forfeður mínir komu til “Muddy York”, fyrir 140 árum. Það var hér í Ontariofylki sem Sir John A. Macdonald, sem leið togi þessa flokks, lagði undir- stöðuna fyrir frjálsa, mikla og glæsilega þjóð, er byggir þetta mikla land, frá hafi til hafs og r.orður í Heimsskaut. Arfleifð þessa flokks er gerði sambands- stjórn mögulega, hefir aldrei fyrnst né dofnað. Sú arfleifð helzt í hendur við framtíðarfor- lög þjóðarinnar til þess að skapa hækkandi, betrardi við- borf í hinu merka þjóðlífi í Can- sem nauðsynlegu fyrir þjóðar- t-Iningu, og vér álítum að sarn- bandsstjórnarfyrirkomulagið sé í hættu sökum samþrýstings- eðlis St. Laurent stjórnarinnar, og að hollt jafnvægi hvað tekj- um viðvíkur, verði að ríkja milli Sambands-og fylkisstjórna. — (Þetta á einnig við sveitastjórn- ir). Sökum þess höfum vér áform- að að mynda stjórn sem tafar- laust setur á ráðstefnu meðal Sambands- og fylkjastjórna, til þess að koma á samkomulagi um þessi vandamál, en ekki í þeim anda hroka og yfirgangs sem í Jjós hefir komið hjá Liberal- | stjórninni á slíkum ráðstefnum, —en þvert á móti, í anda eining- ar, muburðarlyndis og samheldni sem eykur virðingu allra máls- parta. ada. Aldrei, sem í dag, hefir slík nauðsyn borið til þess, að stjórn- málaflokkur vor heitstrengi á ný að halda við hinum háleitu hug- sjónum Macdonald's og Cartier um framtíðarþróun þjóðarinnar, nærðri bróðurhuga, hugsjónum og trú. Með slíku hugaríari kem og til að ræða við ýóur um fram- tíð Canada, ekki um eitt né ann- að hérað, heldur um eitt heil- steypt Canara-ríki. Frá þessu sjónarmiði mun eg taka til hugleiðingar ýmsar meg- inrelgur sem program Conserva- tive flokksins byggist á. 1. HEILSTEYPT CANADA. Vér trúum á Canada sem eina heild með jöfnum tækifærum fyr ir alla borgara í öllum hlutum landsins. Vér álítum að veruleg þjóðar- eining geti ekki átt sér stað, — sé aðeins marklaus draumur, — unz því markmiði er náð. Hvernig getur veruleg þjóðar eining átt sér stað, meðan allt gengur á afturfótunum í sam- vinnu fylkjastjórna og Sam- bandsstjórnar, og fylkin og sveitastjórnir eru fjötraðar af ó- fullkomnum tekjuuppsprettum, svo að mörgum fylkjum er um megn að framfylgja löghelgun skyldustörfum eða að hagnýta sér auðuppsprettur sínar. Vér trúum því að fylkin og sveitirnar ættu að hafa fjárhags- legar uppsprettur til þess að framkvæmta lögskyldustörf sam kvæmt þeirri ábyrgð sem á þeim hvíltir. Án þess getur ekki hag- fræðileg framleiðsla aukist. Vér treystum sambandsstjórn arfyrirkomulagi og viðhaldi þess . ÞJÓÐLEG STEFNUSKRÁ Til þess að grundvaila hag- , fræðilegar framfarir í öllum hlut j um landsins, mun Conservative- flokkurinn bjóða nýja þjóðfé- lagslega stefnuskrá, sem byggð er á endurnýjuðum skilningi á þjóðlegum tilgangi. Þar sem Sir John A. Macdonald var, á stjórn armyndunartímabilinu, umhugað um útbreiðslu vestur á við, mun- um vér nú beyta oss fyrir fram- förum í Norður Canada. Norður Canada, sem geymir í skauti sínu stórkostlegar upp- sprettulindir af huldum fjár- sjóðum, er um það bil að láta til sín taka. Undur og áeggjan Norðursins verður að ná tökum á meðvit- und þjóðarinnar. Allt sem þarf til þess að opna dyrnar fyrir Canadiska framsókn og framtak í þessum efnum, er hugrekki og hugvitsöm stefnuskrá stjórnar- valdanna. Vér trúum því að velmegun Canada heimti af oss rótttæka stefnuskrá sem leiðir til notkun ar náttúrufríðinda landsins, svo að þjóðin öll njóti fullra hags- muna á þeim sviðum; sem hvetur og örvar Canadiska framleiðslu úr Canadiskum frumefnum; sem örvar fjárhagslega þátttöku Can ada þegna. Vér höldum því fram að Can- adamenn verði að skilja tafar- laust að stefnuskráin á sviði hag- fræðinnar verður að ábyrgjasí ;ullvissu fyrir því að varðveitt sé fyrri oss og fyrir komandi kynslóðir allt vald yfir hag- fræðilegri framtíð þjóðarinnar. Sagan sínir að missi þjóðin tök in á hagfræðismálunum megi búast við rýrnun á stjórnarfars- legum umráðum. Þessvegna mótmælum vér hinni hættulegu heimspeki nú-| verandi stjórnar eins og hún var sett fram fyrir nokkrum árum á þinginu* þá er samgönguráð- herra liberala sagði: “ — —að ein ágæt afleiðing St. Lawrence sjávarvegsins yrði sú að gera oss mögulegt að senda járnmálmgrýti landsins til stór- verkstæða Bandaríkjanna”. Þetta má kallast afturhalds-1 stefnuskrá sem setur Canada aft- ur í skaut, og leyfir—eða jafnvel heldur fram—að hin stórkost- iegu náttúrufríðindi landsins skuli unnin að mestu leyti utan ( Canada. Svo sem aðrir Canada borgar- ar, bjóðum vér velkomið útlent starfsfé. Ekki má banda á móti því, en framtíð þjóðarinnar heimtar að því sé ráðstafað til j hins mesta hags fyrir Canada. | Eg trúi því að þjóðin eigi að skapa hentugt andrúmsloft og hvatningu til framtaka, en er ekki komin tími til þess að út-1 lend félög sem iðnað reka í Can- ada, séu skilduð til að verða lög gildar deildir í landinu sjáfu, íj stað þess að starfrækja algerlega útlend fyrirtæki í Canada? —j Conservative flokkurinn heldur manna, er orðið gætu ágætis borgarar. 4. BÚNAÐARSTEFNA — Vér viljum veita bændum fullvissu fyrir því að þeir fái sanngjarnan arð í hlutfalli við tekjur þjóðar- innar, með því að koma á upp- bóta programi eftir því sem nauðsyn bertil, svo að sanngjarntj verð fáist fyrir búnaðarafurð- ir með tilliti til framleiðslu- kostnaðar. 5. STJÓRNAREINOKUN — Vér trúum fastlega á samkeppni í kaupsýslu og öðrum opinberum fyrirtækum, og munum vér hefta þá hættu sem stafar af allri ein- okun, t.d. sem á sér stað í sam-; bandi við sjónvarpið, útvarpið og I loftleiðasamgöngur. 6. SMÁFYRIRTÆKI — Vér höldum því fram að meiri nær-| gætni ætti að eiga sér stað í garð j þeirra sem starfrækja smáfyrir- tæki, þeir þarfnast stuðnings. Höfum vér ráðgert að stofna nefnd sem mun samanstanda aí mönnum úr ráðuneytinu, og full- trúum frá smáiðnaðar íyrirtækj- um, víðsvegar um Canada, svo að réttmætar tillögur í þessum mál- um fái framgang. Munu þá smá- fvrirtæki í heildsölu, smásölu eða iðnaði hafa tækifæri til að því fram að slík ráðstöfun hefði átt að gerast fyrir löngu. Vér hvetjum útlenda innflytjendur tii þess að gerast canadiskir borg arar; jafnframt ættum vér að sjá um að innflutt starfsfé gerist canadiskt starfsfé. Þjóðfélagið á að skapa hent- ugt andrúmsloft og hvatningu til þess að einka-fyrirtæki geti staðist. Vér trúum því fyllilega að uppbygging landsins sé undir því komin að einkafyrirtæki og einstaklingsframtakið fái nægi- lega uppörvun til framkvæmda. Vér trúum því að tekjuskatt- lögin ættu að vera þess eðlis sem veita canadiskum þegnum hvatn- ingu og möguleika til þess að ieggja arðsfé í canadisk fyrir- tæki. Vér trúum því að skatta afslátt ur ætti að leyfast í sambandi við rannsóknarstörf til þess að nvetja vísindalegar rannsóknir á öllum sviðum í Canada. Það er nauðsynlegt fyrir þjóð ina í heild að hið óverjandi skattafyrirkomulag sem nú á sér stað, taki enda. Þessir háu skatt ar verða að lækka um mun. Á síðast liðnu ári var hver fjölskylda í Canada sköttuð $120.00 umfram það sem þarfir kröfðust. Það er tímabært að lyfta nú þegar þeirri þungu byrði sem lögð er á herðar fólks- ins af iðrunarlausum skattherr- um. Enginn getur neitað því að núverandi skattbyrði heítir fram íarir, rýrir framgirni og mínk- ar framleiðslu. þrýfast og ná útbreiðslu. 7. VERKAMENN — Aðeins fáein orð um verkalýðin. Árið 1872 var George Brown forrnað- ur nefndar vinnuveitenda til þess að eyðileggja verkfall. Con- servative stjórnin dreif i gegn um þingið lögin um verkamanna samtökin sem losuðu verka inannasamtök úr viðjum gam alira lögbanna. Fram efíir árum hefir flokki vorum orðið mikið ágengt í baráttunni fyrir rétt- látum verkamannalögum. Progressive Con servative fiokkurinn, nú og ætíð, er þess íullviss að einkafyrirtækisstefn- an, í samstarfi við öflug og gild sndi verkamannasamtök, veitir canadiskum verkamönnum hin fullkomnustu tækifæri til ör- uggrar framtíðar og velmegunar. Þá er Conservative flokkurinn tekur við stjórn, munum vér sjá um að jafnvægi fáist í atvinnu- lífinu svo að velmegum fólksins megi fara vaxandi. 8 EFTIRLAUN — Það er fast ur ásetningur vor að bæta kjör þjóðarinnar, með því að fram- fylgja tryggingu fyrir mannfé - lagslegri velmegum. Eftirlaun munu verða veitt í hlutdeild við vaxandi framleiðslu þjóðarinnar. Vér fordæmum hinn fátæklega viðbætisstyrk, — 20 cent á dag — sem veittur hefir verið gamal- mennum. Eru þeir nú í dag langt um ver staddir en árið 1951 þá er þeim fyrst voru veittir $40.00 Núverandi Canada stjórn virð- ist álíta að það sé hollt fyrir sál- ir fólksins, að það sé ofhlaðið skattbyrðum og heiðvirðir borg- arar séu eltir á röndum af skatt- heimtumönnum. Liberal stjórnin virist álíta að það auki ógurlega verðbólgu et ÞÚ notar þ itt eigið fé í einka- þarfir, en ef stjórnin tekur það frá þér og eyðir því sjálf þá sé öllu borgið. Þegar Conservative flokkur- inn myndar stjóm landsins verð- ur þing kallað saman tafarlaust til þess að lækka skatta- 3. INNFLUTNINGUR — Can ada þarfnast fleiri íbúa svo að framfarir geti verið í hlutfalli við hin miklu náttúrufríðindi. Með því markmiði myndum vér framfylgja öflugri innflutnings stefnuskrá, í samráði við fylk- in, svo takast megi að fá inn- llytjendur sem hafa nauðsynlega tækni og efni; og munum vér endurbæta innflutningslögin og sjá um framkvæmd þe'.rra, svo að mannúðlegri stefnu í þeim efnum verði framfylgt, og ýms- um kreddum verði bægt frá sem nú aftra innflutningi mætra Á þessu tímabili hafa atvinnu- laun hækkað um meir en 50%, og engin stjórn sem hefir á- byrgðartilfinning, getur rétt- lætt þessa smásálarlegu uppbót á ellistyrknum, hermannaeftir- iaunum, og núverandi lámarks- eftirlaunum stjórnarþjóna. Conservative flokkurinn ráð- gerir að miða upphæð eftirlauna við þarfir hinna öldruðu borg- ara, og hagræða þeim eftir vax- andi framfærslukostnaði; og enn fremur verður tuttugu-ára tak- markstímabilið fyrir nýja borg- ara stytt um helming. Það er trú mín að stjórnin eigi að sýna öllum borgurum sann girni og réttvísi, og loforð mitt gef eg fyrir því að Conservative stjórn muni líta eftir þeim sem eftirlaun hafa sanngjarnlega og saemilega. 9. YFIRLIT — Það sem eg nú hefi sett fram fyrir yður í stór- um dráttum, er aðeins yfirlit yfir sum vandamál þjóðarinnar. Ýms- um öðrum málum verður hreyft i 'þessari kosningabaráttu. Stefnuskrá Conservative flokksins er grundvölluð á óbil- andi trú á frelsi á viðhaldi þeirra stofnana sem eru traustar stoðir frelsis vors; á velgengni Can- ada sem frjálsu, óháðu þjóðfé- lagi; á fullvissunni um það að öllum canadiskum borgurum eigi að veita jöfn tækifæri til framtaks, tækni og iðnaðar; og akveðinni trú á því að stjórnin sé þjónn þjóðarinnar og að eng- in stjórn megi leyfa sér að verða yfirboðari fólksins. Flokkurinn mun berjast af alefli gegn hinni hættulegu kommúnista-stefnu, innan frá og utanað, með tilliti til skilnings vors á frelsi ein- staklingsins. ------------------------ HRÍFANDI SAGA UM ÓGLEYMANLEGA EIGIN- KONU REBECCA RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI -----------------------^ Eg læddist út í ganginn og hlustaði. Þeir voru enn þar, eg heyrði að þeir voru að tala sam- an og raða matarleifunum á bakka. Bráðlega varð þó allt hljótt, þeir hlutu að hafa farið út um dyrnar sem lágu út í eld- húsið, svo að eg fór yfir gang- inn og inn í borðsalinn aftur.— Já,.það var eldspítnakassi á hlið arborðinu, eins og eg bjóst við. Eg gekk hvatlega inn í salinn, og náði í kassann, og meðan eg var að því kom Frith aftur inn. Eg reyndi að troða kassanum í vasa minn, en eg sá að hann leit til mín forviða. “Þarfnaðistu einhvers, frú?” “Ó, Frith”, sagði eg vandraeða lega, “eg fann ekki neinar eld- spítur”. Hann rétti mér undireins ann- an kassa, og vindlinga einnig. Þetta kom mér nú í ennþá meiri vandræði, því að eg reykti ekki. “Nei, sannleikurinn er sá”, sagði eg, “að mér var kalt í bók- hlöðunni, eg geri ráð fyrir að mér finnist veðrið ónotalegt eftir að hafa verið á ítalíu og Frakk-j landi, og mér hugsaðist að kveikja upp.” “Eldurinn í bókhlöðunni er \analega ekki kveiktur fyr en seinni-part dagsins, frú’, sagði hann. “Frú de Winter notaði æfinlega fram-herbergið. Það er nægur hiti þar. En auðvitað ef þú óskar eftir hita í bókhlöð- unni líka þá skal eg láta kveikja þar upp”. “ó, nei”, sagði eg, “eg óska WINNIPEG, 15. MAÍ 1957 J alls ekki eftir því. Eg ætla að j fara inn í franvherbergið. — Þakka þér fyrir, Frith”. Þu munt finna pappír og rit- ! föng þar, frú”, sagði hann. “Frú j de Winter skrifaði æfinlega öll sín bréf þar, og símaði iþaðan eftir morgun verð. Þar er líka hússíminn, ef þú óskaðir eftir að tala.við frú Danvers.” “Þakka þér fyrir, Frith”, sagði eg. Eg snéri við aftur inn í ganginn, og raulaði lag til þess að reyna að leyna þvi hvað eg var kjarklaus og ósjálfstæð. Eg gat ekki sagt honum að eg ihefði aldrei séð þetta herbergi, að Maxim hefði ekki sýnt mér þáð kvöldið áður. Eg vissi að hann stóð í fordyri borðsalsins, og vaktaði mig, þegar eg fór yfir ganginn, og eg bað í huganum að það væri rétti staðurinn, en þegar eg kom þangað og opnaði hurðina sá eg að það var garð- herbergi, staður fyrir eitt og ann að; þar var borð sem blóm voru klippt og löguð á. þar voru körfu -stólar meðfram vegg, og tvær eða þrjár yfirhafnir hengdar á snaga. Eg kom út, dálítið þrjótzkufull, og horfði yfir gang inn, og sá Frith standa þar, eg hafði ekki leikið neitt á hann með því að bera mig vel og þykj ast rata, ekki minnstu ögn. “Þú ferð í gegnum samkvæmis salinn í fram-herbergið, frú”, sagði hann, “gegnum dyrnar til hægri, hérna megin við stigann. Beiftt gegnum báðar stóru salina, og snýrð til vinstri handar”. “Þakka þér fyrir, Frith”, sagði eg auðmjúk, og reyndi ekki að vera með neina uppgerð lengur. Eg fór gegnum löngu salina, eins og hann hafði sagt mér, yndislega sali með útsýni yfir flatirnar ofan að sjó. Almenning ur fékk að sjá þessa sali, gizkaði eg á, og Frith, ef að hann var að sýna þá, mundi þekkja sögu allra myndanna á veggjunum, og á hvaða tímabili hvert stykki hinn verðmætu húsgagna var bú- ið til á. Þau voru öll dásamlega falleg auðvitað; eg vissi það, að þessir stólar og borð urðu ef til vill ekki metin til verðs, en þrátt fyrir það hafði eg enga löngun til að dvelja þar neitt. Eg gat ekki hugsað mér mig sitja nokk- urn tíma í þessum stólum, eða standa fyrir framan stóru, út- skornu arinhilluna, eða kasta bókum ofan á þessi borð. Þar bar allt svo mikinn svip af forn- gripasafni, þar sem skansar voru afgirtir,, og verðir í kápum, og hver mínúta MIKILSVÆG Þegar þú veizt hvað j>ig skont- ir, en þú veizt ekki hvar það er að finna, þá lítið á gulu síðurnar. Þar eru í stafrofs- röð birt nöfn og utanáskrift vel kunnra viðskiftamanna og stofnana. Með því að nota. gulu síðumar geturðu oft komið á svipstundu í verk því sem fleiri klukkustundir þyrfti til. ItmfskoujfjovL / %

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.