Heimskringla


Heimskringla - 14.08.1957, Qupperneq 2

Heimskringla - 14.08.1957, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIM SKRINGLA WINNIPEG, 14/ ÁGÚST 1957 Hcimskringk ÍStofnuO tltt) Kemur At á hverjum mlSvlkudegl. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 856-855 Sargent Ave., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 VerB biaðslns er $3.00 árgangurlnn, borglst fyrlríram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖU viOskiftabréf blaOinu aPlútandi senaist: The Vlking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Rltstjóri STEFAN EINARSSON « . Utan&akrlft tll ritstjórans: EDITOR ♦íEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 856655 Sargent Ave., Winnipeg 3. Man. C-anada Phone SPruce 4-6251 Authorlsed as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 14. ÁGÚST 1957 BYGGJUM BRÚ YFIR HAFIÐ Ræða flutt á íslendingadegi á Gimli 5. ágúst 1957 eítir séra Benjamín Kristjánsson( Kæru landar í Vesturheimi. Innilega gleður það mig, að vera staddur á meðal ykkar í dag, og er eg íslendingadags- neíndinni þakklátur fyrir það, að hún hefir gefið mér tækifæri til að heilsa ykkur svo mörgum í einu og ávarpa ykkur svo marga á þessum þjóðminningar- degi, ■* ,-• v * »► Það eru nú liðin rétt tuttugu' *og fimm ár síðan eg kom hingað íil Gimli síðast, og var eg þá á förum heim 'til ættjaróarinnar, eftir nokkurra ára dvöl vestanj hafs. Finnst mér að þessi ár hafi liðið eins og eitt augnablik. En þó sé eg, að margt hefir tekið breytingum hér, meðal annars það, að skarð hefir kom-| ið í vina- og kunningjahópinn, j svo sem jafnan hlýtur að verða á svo löngu árabili. Margir af þeim, sem eg hefði gjarnan vilj- að hitta á ný, eru gengnir veg allrar veraldar. Gránað hafa hár-| in á kollinum á okkur hinum.| En það er eitt, sem ekki hefir breytzt: Enn er haldinn íslend- ingadagur. Enn slá hjörtun ör-; ara, þegar ættjarðarinnar er minnzt; enn er hún rómm sú taug, sem bindur niðja fslands.j hvar í heimi sem eru, við ætt- jörðina. Þess vegna er hátíð haldin í dag. Til þess er eg kominn upp í ræðustólinn að flytja ykkur bróðurleg orð frá ættingjum ogj vinum handan við hafið. en jafn framt langar mig til að hreyfa máli, sem eg hygg að orðið gæti til að treysta ættarböndin milli íslendinga austan hafs og vest- an enn um langa framtíð. Mér er það þá fyrst og fremst heiður og gleði að flytja ykkur, íslendingar í Vesturheimi, inni- legar kveðjur og árnaðaroskir irá forseta íslands, herra Ás- geiri Ásgeirssyni, sem með lif- andi áhuga fylgist með öllu því, sem gerist í þjóðræknismálum Vestur-íslendinga. Er mér óhætt að fullyrða að í forseta vorum eiga Vestur-íslendingar einlæg- an vin, sem styðja vill að nánari samskiptum milli theimaþjóðar- innar og niðja hennar hér í álfu, og lætur sér ekkert óviðkomandi í því efni. Einnig flyt eg ykkur kærar kveðjur og blessunaroskir fra irá forsætisráðherra, Hermanni Tónassyni, sem beðið hefir mig að flytja frá sér sérstaka orð-j sendingu, sem eg kem síðar að,j og frá biskupi íslands, herra; Ásmundi Guðmundssyni, sem vonandi á eftir, síðar á þessu sumri, að heimsækja íslenzkar byggðir hér í Canada. Auk þessa hefi eg verið beðinn að flytja fjöldamargar kveðjur aðrar, bæði til einstakra manna og Vestur-íslendinga í heild. Mér er óhætt að segja: Öll íslenzka þjóðin biður að heilsa frændum og vinum í Vesturheimi. Öllum finnst okkur vera orðin helzt til mikil vík milli vina betur þurfi að brúa hafið hér eftir en hingað til hefir verið gert. Það var með þungum hug, sem margir horféu á eftir þeirri vösku sveit, sem á erfiðum árum fór af íslandi vestur um hafið til að byggja þetta mikla megin land. Enginn gat þó með réttu ásakað þá, sem þannig leituðu sér nýrrar staðfestu, þegar að litlu var að hverfa heima, og ó- áran bannaði allar bjargir. En blóðtakan var mikil fyrir sumar sveitir. Ef blaðað er í kirkjubókum frá þessum árum verða fyrir augum heilar opnur, þar sem skrifuð eru nöfn vestur- faranna. Margir bæir aleyddust. Heilir ættbálkar fóru. Einn dró annan, og þeir sem eftir sátu höfðu það á tilfinningunni að vera enn fátækari og umkomu- lausari, þegar frændur og vinir hurfu í fjarskann. Auðvelt er því að skilja dapran hug þeirra, sem þannig sáu sína litlu þjóð minnka enn meir, og fannst lífis- baráttan heima verða enn von- lausari en áður. Margur spurði þá eins og Guðmundur Friðjóns- son skáld gerði í bréfi til vinar síns: hver á að signa þína móður, þegar,hennar son og sjóður sokkinn er í þjóðarhafið? Oft blæddi mér það í augu þau ár, sem eg dvaldi hér vestra, er eg virti fyrir mér ungu kyn- slóðina, sem af íslenzku bergi var brotin, þetta fólk, sem yfir- leitt var svo þroskamikið, gáfað og gervilegt, ef það væri fslandi að fullu tapað. Framtíð fslands hefir að vísu orðið miklu meiri en nokkurn mann gat órað fyrir á seinni hluta 19. aldar. En of fámenn er þjóðin ennþá, og lið- styrkur hefði það óneitanlega orðið, ef ættjörðin hefði fengið að njóta starfskrafta og hæfi- ieika þessara ágætu niðja sinna. Ekkert þýðir þó að sakast um orðinn hlut og rekja harmatölur um þetta. Þjóðflutningar eins og þessir eiga sér eðlilegar or- sakir, sem erfitt er að sporna við og ekki rétt að gera, meðan viður kenndur er réttur manna til sjálfs-ákvörðunar og frjálst íramtak þykir æskilegt. Þannig byggðist líka fsland, þegar þröngt varð fyrir dyrum í Nor- egi, en upp af þessu spratt ein- mitt ný menning á Norðurlönd- um. Sagan hefir sín innri rök, sem tíminn leiðir í ljós, og hverju hrakfalli má snúa í sigur. Þann- ig geta líka vesturferðirnar, og það stóraukna landnám íslenzkra manna, sem af þeim leiddi, orðið þjóðinni allri til blessunar. Og hér er það hlutverk vort, allra, sem fslandi og ísenzkri menn- ingu unna, að gera þessa þjóð- tlutninga að ávinningi bæði fyr- ir ættjörðina og fósturlandið nýja. Þetta er veglegt hlutverk, sem vinna þarf, og sérhver Vestur- fslendingur ætti að finna sig kallaðan til. f voldugu kvæði um Vestur- heim kemst Einar Benediktsson þannig að orði: Vínland, þér dvelur í minni vor sæfarasaga, hvar sóttu menn fastar og djarfar að ríkari ströndum, hvar inntu fáliðar voldugra hlutverk af höndum? Á hveli vestra til stórræða örlög vor draga. Sá hrausti kynstofn, sem fór til að byggja ísland, lét sér ekki nægja að stofna þar menningar- ríki, sem allar norrænar þjóðir komu síðar til að standa í þakkar skuld við vegna brautryöjenda- starfs'* í sagnavísindum, skáld skap og lýðræðishugmyndum, heldur unnu þeir einnig það af- rek að hef ja fyrstir hvítra manna landnám á Grænlandi og megin- landi Ameríku. Þessi lönd máttu því með nokkrum rétti kallæt ís- lenzk lönd á miðöldum, og var það engu öðru en mannfæð ís- lendinga að kenna á þeim tím- um að þessi landnámstilraun mistókst. En með tilliti til þessa er það engin fjarstæða að ætlast til og búast við, að íslendingar séu öðrum þjóðum betur fallnir til að gegna forystu hlutverki i þessu seinna landnámi sínu, er þeir hafa að nýju ráðist í það með sér stórum fjölmennari þjóð um að stofna voldugt menningar ríki, enda hefir reynslan sýnt, að undramargir menn af íslenzk- vjm ættum hafa komizt hér til mikils þroska og verið kjörnir til að gegna hinum ábyrgðar- mestú störfum. Höfum það hugfast, að hið besta, sem á grurfdu hverri grær - . - — er göfug þjóð með andans fjársjóð nógan. Hafi förin vestur um liaf yfir leitt orðið þeim Islendingum, sem fluttu, til aukins þroska og menningar fram yfir það, sem þeir hefðu á þeim tíma getað öðlast heima, þá var það gott að þeir fóru. Og í mörgum tilfell- nm var þetta efalaust svo. Stephan G. Stephansson, eitt hið mesta skáld í nýlendum Breta um sína daga, var einmitt gleggst dæmið um það, hvernig ný land- nám og ný útsýni blása nýjum þrótti í andlegt atgervi einstakl- inga og þjóða. Mestu menningartímabil mann kynssögunnar hafa iðulega runn- ið upp, þegar gáfaðar þjóðir hafa fært út kvíarnar og bland- að blóði við aðrar bæði í bókstaf- legum og andlegum skilQÍngi. Þannig hófst hellenska menn- ingin, og á sama hátt breyttist víkingaþjóð í bókmenntaþjóð, er Norðmenn blönduðust Skot- um og írum og tóku sér bólfestu á íslandi. Hví skyldi pá ekki eitthvaó svipað geta gerzt, þegar íslenzki kynstofninn eykur landnám sitt til vesturs og fer til að byggja þetta mikla meginland, sem jafnframt er heimaland sérhverr ar þjóðar og tungu? Þegar norskir höfðingjar flýðu til fslands undan áþján og ófrelsi fannst þeim, er heima sátu, þessir mannflutningar horfa til landáuðnar. Það varð þó þetta brot norsku- þjóðarinnar, sem varðveitti og skapaði hinn mikla hugsjónaauð og sagnasjóð, sem varð öllum Norðurlöndunum og jafnvel öll- um germönskum þjóðum dýrmæt andleg forðanæring um margar aldir. Þannig urðu íslendingar velgerðarmenn sinna gömlu for- feðra, með því að vernda menn- ingarerfðir sínar sem bezt og endurmeta þær í nýju ljósi. Einmitt þessi sama aðstaða gaf skáldagáfu Stephans G. byr í seglin, og var hann að þessu leyti arftaki fornskáldanna. Dýr- mætastar af öllu og drýgstar til andlegs ávinnings urðu honum hinar íslenzku endurminningar. Þær voru gulltöflurnar hans. Þú manst hvernig fór, þegar fornöld var runnin og fallinn var Surtur og goðheimur brunninn og jörð okkar hrunin og himnarnir níu, svo heimur og sól varð að gróa upp að nýju: Það geymdist þó nokkuð, sem varð ei unnið af eldinum, gulltöflur, þær höfðu ei brunnið. Við sitjum hér Canada í sumars þíns hlynning í sólvermdu grasi að álíka vinning: hver gulltafla er íslenzk endur- minning. koma. En til þess að tryggja sem af íslenzku bergi er brotið, verulega kynningu og koma því að fá tækifæri til að kynnast fs- í kring, að það hafi gagn af ferð- inni, þarf að skipuleggja þessi terðalög betur en gert hefir ver- ið. Æskilegt er, að árlega kæmu til íslands ekki færri en 20—30 vestur-íslenzkir æskumenn eða Engin kynslóð af íslenzkuj meyjar til náms eða dvalar um bergi brotin hefir notið betri Jengri eða skemmri tíma. Að þroskaskilyrða en þeirra, sem sumrinu gætu þeir dvalið á góð- íslendingar í Vesturheimi búa um íslenzkum sveitaheimilum og vegna hafsins, og traust og var landi af eigin sjón og raun. Um dvalir heima mætti haga svo til, að unglingarnr sem Iiéð- an kæmu, dveldu einkum, ef því yrði við komið, hjá ættingjum eða í átthögum foreldra sinna heima á íslandi, og mundu slík heimboð geta orðið sterkur þátt- ur í því að skapa sílifandi sam- band milli íslendinga beggja nú við. Jafnfrarrft því, að þeirj unnið þar að venjulegum fram- hafa hlotið í vöggugjöf dýrmæt-' ar gulltöflur mikilla menningar- erfða hafa þeir gengið til sam- starfs við margar framandi þjóð ir í merkilegri tilraun að byggja upp mikil menningarríki í þess- ari álfu með sameinaðri reynslu margra kynstofna, og það er vit- anlega sæmd og sjálfsögð skylda Vestur-íslendinga að reynast sem bezt í því samstarfi. En enginn haldi, að til þess að verða góðir borgarar þessa lands sé nauðsynlegt að varpa menningararfinum fyrir borð. Sá gengur alltaf auðugri til sam starfsins, sem gulltöflurnar geymir. Enginn efi er á því, að það voru einmitt hinar íslenzku menningarerfðir, sem gáfu fyrstu Vestur-íslendingunum andlegan dug og metnað til að geta sér góðan orðstír bæði á andlegum og verklegum sviðum og til að komast til áhrifa í þess- ari álfu, og vona eg að svo muni v§rða enn um hríð. En nú er að verða stór hætta a, að gulltöflurnar glatist, sam- bandið við ættjörðina fyrnist og rofni jafnvel að fullu, ef ekki verða gerðar róttækar ráðstafan ■r til að halda því við. Fyrstu ára tugina, meðan fólksflutningar voru miklir vestur héldust frænd semis- og vinarböndin við af sjálfu sér.Bréfaskipti voru tíð og Vesturheimsblöðin voru mikið !esin heima. Á sama hátt lögðu Vestur-íslendingar stund á að fyigjast með öllu, sem heima gerðist með lestri blaða og bóka. Nú er orðið öðruvísi ástatt. Enda þótt samgöngum hafi fleygt fram, og nú sé ekki orðin nema dagleið yfir hafið, er sem íslendingar beggja megin hafs- ms hafi fjarlægzt hverir aðra meira og meir. Til þess liggja að sjálfsögðu eðlilegar ástæður. Hópur landnemanna er tekinn aö þynnast, og þriðja kynslóðin, sem lítið þekkir til gamla lands- ins nema af afspurn, og alin er upp í engil-saxnesku andrúms- lofti, er tekin við. Tungan gleym ist fyrst. íslenzk blöð og bækur fá færri og færri lesendur, unz enginn skilur framar tungu feðra sinna og spor þeirra hverfa að iuIIu í sand gleymskunnar. Ef ættarböndin eiga nú ekki að rofna og þjóðarbrötið vestan hafs að slitna að fullu úr tengsl- um við heimaþjóðina, má sá veg- ur, sem milli þeirra liggur, ekki vaxa hrísi og hávu grasi heldur verða fjölfarinn. Nú verður að gera mikið átak og stofna til stór-aukinna kynna milli Vest- ur-íslendinga og heimaþjóðarinn ar, báðum til ómetanlegs ávinn- ings. Hópferðir aldraðs fólks héðan að vestan, eins og tíðkaðar hafa verið undanfarandi ár, eru mjög ánægjulegar. íslendingar hafa hlakkað til þess á hverju sumri að mega eiga von á ættingjum og vinum, sem komið hafa heim til gamla larfdsins eftir langa úti- vist. En þetta er ekk nóg. Unga fólkið þarf líka að koma. Það gladdi mig mikið, er til mín komu nú í sumar tvær ungar stúlkur frá Winnipeg. Þær voru af þriðju kynslóðinni og gátu því litt bjargað sér í íslenzkri tungu. En samt voru þær á pílgrímsferð til ættjaðarinnar til að heim- cækja stöðvar, þar sem forfeður beirra höfðu búið. Og þær voru himinlifandi glaðar yfir þessari för, sögðu, að ísland væri feg- ursta landið, sem þær hefðu aug .im litið. Unga fólkið þarf líka að ieiðslustörfum, en verið í skóla veturinn eftir. í skiptum mætti svo senda íslenzka unglinga hing að vestur til samskonar dvalar. Þeir skólar, sem um væri að ræða í þessu sambandi væru eink um gagnfræðaskólar, bænda- og húsmæðraskólar, auk háskólans og ýmissa annarra menntastofn- ana. Er eg viss um að auðvelt væri að útvega vestur-isienzku æskufólki ókeypis skólavistir við marga íslenzka skóla, enda tiðkast nú mjög slík manna- skipti milli Norðurlandanna og fleiri þjóða. Stundum mætti líka koma því SVO fyrir, að unglingar þeir, sem færu í þessar gagnkvæmu kynnisferðir, byggju á heimilum hvors annars, svo að kostnaður yrði ekki tilfinnanlegur við námsdvölina. Ferðakostnaður yrði vitanlega alltaf einhver, en hugsanlegt er þó, að íslenzk flug íélög mundu veita einhvern af slátt á fargjöldum, er um slíkar ferðir væri að ræða, og að ein- hver styrkur fengist til þessara kynningarferða af opinberri hálfu. Eg átti viðtal um þetta mál við forsætisráðherra íslands skömmu áður en eg lagði af stað hingaó vestur og var hann þessu máli mjög hlynntur. Leyfði hann mér að flytja þá orðsendingu til V,- íslendinga, að litið yrði á það með velvild af rikisstjórninni, ef athugað yrði um grundvöll fyrir slíkum námsferðum. Taldi hann eðlilegast, að Þjóðræknis- félagið hér leitaðist fyrir um væntanlega þátttöku í slíkum kynnisferðum, og mundLþá rík- isstjórn fslands athuga, hvað hægt væri að gera til fyrir- greiðslu í þessu efni, ef áhugi vjirri fyrir hendi. En það er auðsætt, að eigi ætt arböndin ekki að slitna, og ís- lenzk tunga, saga og bókmenntir að eiga sér eitthvert óðal í hug- un og hjörtum Vestur-íslend- inga, verður unga fólkið hér, anleg vináttubönd, sem báðum yrðu til ávinnings og gleði. Eg hefi bent á það, hvílíkur ávinningur það er fyrir sérhvern mann af íslenzku bergi brotinn að grafast sem bezt eftir menn- ingararfi kynstofns síns. En jafnauðsætt er hitt, að íslandi gæti orðið að því ómetanlegur stuðningur að eiga sér öflugan frændstyrk meðal þeirra voldugu þjóða, sem byggja þetta mikla meginland. Það standa ef til vill litlar vonir til, að annar Stephan G. komi nokkru sinni fram vestan- <<Betel,, $180,000.00 Buildíng Campaign Fund -180 Additional Govcmment Grant $5,600.66 I—$164,288.60 !—160 -140 $42.500— i — —120 —100 —80 —60 O § o O < 5S s o z MAKE YOUR DONATIONS TO BETEL BUILDING CAM- PAIGN — 123 PRINCESS ST. WINNIPEG z, MANITOBA 4* THIS YEAR ... rnake manitoba your PLAYGROUND Kynnist MANIT0BA betur 1 ár gcrið MANITOBA yðar skemtigarð. Heimsarkið sumar af stöðunum, sem menn eyða helgidögum sfnum A og eru hinir beztu fyrir hvern að kynnast. Það eru: RIDING MOUNTAIN NATIONAL PARK —öll sú helgidagaskemtun, sem menn geta hugsað sér er þar, böð, bátar, trail-riding, fiskirí, f mjög skemtielgu umhverfi. WHITESHELL FOREST RESEKVE Fallegt klettland, vatna og skóga með miklu dýralifi og bezta útbúnaði. DUCK MOUNTAIN FOREST RESERVE Undursamlegt að ganga um á milli feg- urstu vatna, eins og Singoosh og Well- man. MAN4TOBA NORTHLAND Kannið hina ókunnu fcgurð norðursins. Hið óviðjafnanleg Flin Flon, Cranberry Portage, The Pas. FRÆG VÖTN Margar mílur af sól-ströndum við win- nipegvatn, Manitoba vatn, Killarney, Rock og Dauphin vötn. Skrifið eftir ritlingum um þessa fogru skemtistaði f Manitoba eða hetmsækið: w HÉR ERU FÁIR AF ÞESSA ARS SKEMT- UNUM: Red River Exhibition —Winnipeg 22-29 júní Norður-fylkja sýnlng— Flin Flon 28 júní ‘til 1. jlllí Scottish Highland Games, Winnipeg 29. júní. Brandon Provincial Exhibition 1—5 júlí Bureau of Travel and Publicity department of industry and commerce Legislative Building—Winnipeg HON. F. L. JOBIN, Minister R. E. GROSE, Deputy Minister

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.