Heimskringla - 04.09.1957, Page 1
247 MAIN-Ph. WHitehall 2-3311
S.~---------------------------------
LXXI ÁRGANGUR WINNIPBG. MIÐVIKUDAGINN , 4. SEPT 1957
CENTURY MOTORS LTD.
241 MAIN - 716 PORTAGE
1313 PORTAGE AVE.
S.--------------------------
pft: NÚMER 49.
SÖGULEG HEIMSÓKN
Á samkomum þeim er haldnar
voru hér vestra í sambandi við
komu biskups íslands, og fjög-
urra presta að heiman, var
stundum að því vikið, að heim-
i sókn þessi væri sögulegur við-
burður .Vér erum ekki fjarri, að
það megi að sumu leyti til sanns
vegar færa.
Þó ekki sé hér um fyrstu
heimsókn af hálfu biskups frá
íslandi að ræða, hafa hér venð
veizlur og ferðalög hvildarlaus
norður að Gimli og fleiri bygða
síðan dr. Ásmund Guðmunds-
son, núverandi biskup bar hér að
garði ásamt prestunum: séra
Benjamín Kristjánssyni, séra
Pétri Sigurgeirssyni og frú og
séra Friðrik A. Friðrikssyni og
frú. Allir komu þeir sunnan frá
Minneapolis. En þar hafði al-
heimsþing lúterskra staðið yfir
Og biskup Islands verið þar full-
trúi þjóðar vorrar. Alls voru full
trúar þarna frá 32 löndum, er
mættu fyrir hönd 50 miljóna
manna af 70 miljónum, sem lút-
crskir eru alls sagðir vera. Á
ieiðinni til Winnipeg komu þeir
við í Dakota og héldu samkomur
þar, sem síðar mun frá sagt
verða. 1 þá för slóst Dr. R. Beck,
Þjóðræknisfélags forseti, frá
Grand Forks, N. Dak,, og séra
Ólafur Skúlason frá Mountain.
Dr. Valdimar J. Eylands sótti
og þingið héðan.
Síðan þeir komu til Winnipeg
s.l. fimtudagskvöld, hefir hver
veizlan þeim til heiðurs rekið
aöra. Ræðurnar sem haldnar hafa
verið skifta orðið mörgum tug-
um og munu sýnishorn af þeim
hér birtast síðar. Fyrst og fremst
lýstu þær fögnuði Vestur-lslend
inga út af komu biskups og íerða
félaga 'hans, en að öðru leyti
voru -þær spekulering um fram-
tíðar horfur íslendinga hér
vestra. Var þar á svo margar leið
ir bent til viðhalds arfinum hér,
í marga liði fram, að vandalaust
væri að halda áfram að vera
hér íslendingar að öllu leyti,
nema ef til vill, því, að halda
hér við íslenzku. Á því hefir hér
þótt síðari árin dálítill vafi. En
við viljum hafa þetta svona og
klöppum okkur sjálfum á
vanga með því á hátíðum Og tilli
dögum, eða á milli þess, sem vér
strítum hér fyrir dagiegu brauði,
og því að byggja hér upp nýtt
land í stað þess gamla!
Fyrsta móttökuveizla biskups-
ins og gestanna, var haldi'n á
Royal Alexandra hóteli kvöldið
sem þeir komu. Sat þar um 80
manns að kvöldverði. Þar voru
Vestur-íslendingar hér kyntir
gestunum og gestirnir þeim. En
þess þurfti varla við og var
kannske mest fyrir siðasakir, því
svo stóð á, að biskupinn og allir
prestarnir að heiman, höfðu hér
áður verið, töldu sig eiga tvö
föðurlönd, eins og við. Biskup-
inn var aðeins fyrsti Vestur-fs.
lendingur, til að verða biskup á
íslandi, eins og einhver komst
að orði. Samsætið var innilegt
og Vestur-fslendinga dreymdi þá
stundina vissulega ekki um nein
önnur lönd, eða þjóðir en ísland
og íslendinga.
Þá var daginn eftir samsæti
haft fyrir gestina á heimili
Sveins Björnssonar læknis og
frúar hans. Og eitt kvöldið á
heimili séra Philip M. Pétursson
ar og frúar. Var á báðum þess-
um stöðum húsfylli gesta, þó hús
rými sé þar dágott.
En fjölmennasta samkoman
var síðastliðið sunnudagskvöld,
er biskup íslands messaði í
Fyrstu lútersku kirkju. Messan
fór fram að íslenzkum sið, með
tóni og margvíslegum textalestri
fyrir altari. Tóku margir prest-
ar þátt í þeim lestri. Var fyrstur
nieðal þeirra séra Philip M. Pét-
ursson. að taka til máls, og svo
hver af öðrum hinna hempu-
kiæddu, til til beggja hliða stóðu
bonum og þjónuðu fyrir altari
einnig.
Við fylgdum þessu með aug-
unum hálf undrandi framan úr
kirkju. En fyrir því öllu hafði
láð verið gert af prestum kirkn-
anna hér, að gera móttökuveizlu
biskups sameiginlega á þennan
hátt. Fórst það svo vel, að eftir-
breytnisvert mun þykja. Um okk
ur hefir ekki ávalt verið hægt
að segja, að við vildum ailir eitt.
En annað létu menn séi ekki i
hug koma en að vera þarna allir
eitt. Má ef til vill telja þetta eitt
af því sögulega, sem þarna gerð-
ist, og vissulega var mjög við-
eigandi. Það ber ljóst vitni um
vaxandi samvinnu, sem synd
væri að segja að íslendingar
væru nafntogaðir fyrir. Þá mun
til daganna enda greina á um
mörg mál. Og það hefði ekki
nærri eins oft þurft að verða að
samvinnuslitum og raun hefir á
orðið um dagana vor á meðal.
Oss dettur ekki í hug að halda
að öll deilumál hverfi. En að þau
verði minni þrandur í götu sam-
starfs vors en áður, er mikill á-
vinningur og eiginlega það sem
koma þarf, í þjóðræknisátökum
vorum.
Á eftir messu voru gestirnir
frá íslandi kvaddir í samkomu-
sal lútersku kirkju með kaffi og
ræðuhöldum, er auk gestanna að
heimann tóku nokkrir aðrir þátt
i.
Halda biskup og séra Pétur
Sigurgeirsson heimleiðis á mánu
dag, en séra Friðrik mun verða
hér vestra nokkra mánuði. Hefir
hann hvíld frá störfum heima
árlangt og með kaupi. Þessa að-
stöðu sína ætlar hann að nota
sér hér til guðsþjónustu^halda
þegar menn fýsir þess hér á hans
fyrri slóðum. Bætist þar vel úr
vanda þeim, sem af fæð íslenzkra
presta hér stafar. Þykir oss þetta
cinnig sögulegur viðburður, sem
óhugsanlegt er ekki, að ísland
muni í framtíð eiga samvinnu við
Vestur-íslendinga um að bæta
úr. Skortur íslenzkra presta hér
vestra í íslenzkum bygðum, er
að verða 'hér hverjum þjóðrækn-
um fslendingi áhyggjuefni.
Séra Benjamín mun einnig
halda vestur í iand og ef til vill
íerðast suður eftir Kyrrahafs-
ströndinni, en koma austur að
því búnu og halda heim.
Sérstök skemtun var það mörg
um, að hitta hér séra Pétur Sig-
urgeirsson, er þeir höfðu kynst
hér vestra um skeið, sem elsku-
legasta unglingi, er var að leggja
út á kennimanns brautina—og
hér var okkur þessar góðu heim-
sóknarstundir til ánægju. Hann
er nú prestur á Akureyri.
Fyrir heimsókn biskupsins,
erum við Vestur-íslendingar
honum þakklátir og óskum hon-
um alls hins bezta í hinni mikil-
vægu og virðingarverðu stöðu, er
hann skipar hjá þjóð vorri.
Móttökuveizlunni á Royal
Alexandra stjórnaði Dr. Valdi-
mar J. Eylands. En í kveðjusam-
sætinu í Fyrstu lútersku kirkju
var séra Eric Sigmar, kirkjufé-
lags forseti, samkomustjóri.
Á þeirri samkomu bauð Paul
Goodman, bæjarráðsmaður, bisk-
up íslands velkominn af hálfu
borgarstjóra Winnipeg.
Ræðumenn voru þarna níu
prestar íslenzkir, að heiman og
héðan, lúterskir og unitarískir;
þar á meðal ejnn vestan frá
Blaine, séra Albert Kristjánsson.
“OG FRÆNDSEMIN SKAL
BRÚA SAMAN LÖNDIN”
Prófessor Richard Beck
Ávarp flutt í Winnipeg 29. ágúst
i kvöldveizlu til heiðurs biskup-
inum yfir íslandi, herra Ás-
mundi Guðmundssyni
í einu kvæða sinna mælir séra
Matthías Jochumsson -þessi
fleygu orð: “Og frændsemin skal
brúa saman löndin”. Það er í
þeim anda, sem þessi mannfagn-
aður er haldinn til heiðurs bisk-
upinum yfir fslandi, herra Ás-
mundi Guðmundssyni. Mér þykir
sérstaklega vænt um það, að
Þjóðræknisfélag fslendinga í V.-
heimi á hér sinn hlut að máli, og
tel mér mikla sæmd að því að
flytja heiðursgestinum og heið-
utsfélaga Þjóðræknsifélagsins
kveðjur þess félagsskapar, er
vinnur einmitt að því marki, sem
skáldið skilgreinir fagurlega í
fyrrnefndri ljóðlínu sinni; að
því göfuga markmiði: að byggja
sem haldbezta brú frændseminn-
ar—lifandi ræktarsemi—milli fs
lendinga yfir hið breiða haf.
En virðulegir biskupar ís-
lands í liðinni tíð fóru eigi ein-
ir saman í yfirreiðar sínar um
landið eða aðrar embættisferðir;
þeim fylgdi löngum hópui: bisk-
upssveina og annarra virðingar-
manna. Þannig er því farið um
heiðursgest okkar að þessu sinni.'
Hann er hingað kominn af ný-af-
stöðu voldugu allsherjarþingi
lúterskra manna með fríðu föru-
neyti, þrem merkisklerkum, þeim
séra Friðrik A. Friðrikssyni
prófasti, séra Benjamín Kristj-
ánssyni og séra Pétri Sigur-
geirssyni; ágætar frúr hins
fyrst- og síðarnefnda eru einnig
með í hópnum. í nafni Þjóðrækn-
isfélagsins fagna eg þeim öllum
hjartanlega. Eins og Ásmundur
biskup, eru klerkarnir þrír okkur
að gömlu og góðu kunnir, dvalið
vor á meðal lengri eða skemmri
tíma, og tveir þeirra, þeir séra
Friðrik og séra Benjamín, eru
fyrrv. embættismenn Þjóðrækn-
isfélagsins. Allir hafa þessir
prýðimenn íslenzkrar prestastétt
ar heiman um haf ennfremur
reynst okkur íslendingum vsetan
hafs drengilegir málsvarar í
ræðu og riti heima á ættjörðinni,
túlkað sögu okkar, líf og starf,
af þekkingu og ríkri samúð, og
með þeim hætti lagt drjúgan
skerf til brúarbyggingarinnar
yfir hafið. Og mörg erum við
orðin vestan hafs, sem notið höf-
um örlátrar gestrisni á heimilum
þeirra, og annarrar fyrirgreiðslu
af þeirra hálfu.
Það eru nú nærri því fjörutíu
ár síðan leiðir okkar dr. Ásmund
ar Guðmundssonar lágu fyrst
saman, en þá var hann skólastjóri
á Eiðum austur á 'Fljótsdalshér-
aði. Síðan hefir fundum okkar
all oft borið saman beggja megin
hafsins, en þó oftar austan hafs,
og þá sér í lagi á hinum milku
tímamótum í sögu ættlandsins,
Alþingishátíðarsumarið 1930 og
Lýðveldishátíðarsumarið 1944.
Sérstaklega minnisstæð verður
mér þó hin hátíðlega biskups-
vígsla hans í Dómkirkjunni í
Reykjavík sumarið 1954 og önn-
ur samkomuhöld í sambandi við
þann sögulega viðburð. Var það
hið góða hlutskifti mitt að koma
fram við þau hátíðahöld sem full
trúi Þjóðræknisfélagsins, jafn-
framt því og eg fór með kveðjur
Sambandskirkjufélagsins.
Margar fegurstu minningarnar
úr þeirri ógleymanlegu heimferð
okkar hjónanna eru einnig tengd
ar samvistunum við Ásmund
biskup og ánægjustundum á hinu
fagra heimili þeirra biskupshjón-
anna, þar sem höfðingsskapur og
hjartahlýja ráða ríkjum.
Alltaf verður bjart í hugum
okkar hjónanna um ferð, sem við
fórum í boði biskupsins, ásamt
nokkrum öðrum gestum hans, til
Geysis, Gullfoss og Þingvalla á
yndislegum sumardegi, þegar ís-
lenzk náttúrufegurð hló við sjón-
um í mikilleik sínum og lit.
skrúði. Dýrðlegt var kvöldið það
á Þingvöllum, og þá fann eg það
betur en nokkuru sinni áður, hve
Jakob J. Smári skáld hitti meist
aralega í mark, er honum fórust
þannig orð um hinn söguríka
nelgistað þjóðar vorrar við Öx-
ará:
Nú heyri eg minnar þjóðar þús-
und ár
sem þyt í laufi á sumarkvöldi
hljöðu.
Jafn minnisstætt varð okkur
hjónunum það að hlýða á Ás-
mund biskup flytja faguryrta og
áhrifamikla prédikun úr prédik-
unarstóli Jóns biskups Vídalíns
á Skálholtshátíðinni 1954; minn-
ingarnar sóttu fast á hugann þá
hátíðlegu stund, þó að guðshúsið
væri litið og ósjálegt. En að sama
skapi er það öllum góðum ís-
lendingum fagnaðarefni, að veg-
leg kirkja og önnur sambærileg
staðarhús eru nú að rísa af
grunni á þessu sögufræga
menntasetri ættjarðarinnar. Og
vitanlega á biskupinn sinn mikla
þátt í því.
Fg gæti flutt langt mál um
fræðimanninn ágæta, og um rit-
höfundinn mikilvirka, en góð-
virka og málhaga, dr. Ásmund
Guðmundsson prófessor; en eg
hefi vikið að hinum persónulegu
kynnum við hann og samvistum
við hann á söguríkum stundum
og stöðum, af því að þar lýsa sér
svo ljóst meginhliðar á allri starf
semi hans og hugðarefnum: —
Annars vegar, djúpstæð þekking
hans og ást á sögu og dýrmætum
menningarerfðum hinnar ís-J
lenzku þjóðar, og á tiginni tungu
hennar, sem hann handleikur i
ræðu og riti með virðingu og frá
bærri smekkvísi; og hins vegar,
einlæg, heit og fangvíð guðstrú
og trúnaður við allt hið bezta og
fegursta í kirkjusögu og kristni-
haldi þjóðarinnar. í fáum orðum1
sagt, hjá honum, eins og í lífi og
starfi annarra hinna fremstu ís-(
lenzkra kirkjulegra leiðtoga
keggja megin hafsins, renna’
“þjóðræknin” og “trúræknin” í
samafarveg.- Hann slær kröftu-
lega á þann streng í snjallri og
andríkri kveðju, “Heilindi og
hugsjónarlíf”, sem hann sendi
Ungmennafélögum íslands á 50
ára afmælishátíð þeirra 30. júni
s.l., og prentuð er í nýútkomnu
júlíhefti Kirkjuritsins. Þar far-
ast honum meðal annars þannig
orð, og þau eiga einnig erindi
til okkar íslendinga utan ættjarð
arstranda:
“Heilindi í starfi og hugsjón-
arlíf eiga að vera blessun og
styrkur æsku íslands og Ung-
mennafélögum. Hver sem vinnur
af ajhug til gagnsemdar landij
sinu, verður snortinn af heilög-,
um anda kærleikans. Það er rétt
og satt, er skáldið kveður:
En sá, sem heitast ættjörð sinni
ann
mun einnig leita Guðs og nálgast
hann.
Eg veit þessi orð töluð beint
út úr hjarta heiðursgestsins
okkar, biskupsins; því vil eg gera
þau að lokaorðum mínum, og mæl
íst til þess, að við hugfestum þau
og hugleiðum.
í nafni Þjóðræknisfélagsins
þakka eg herra biskupinum og
i'öruneyti hans hjartanlega kom-
una og óska honum og fylgdar-
liði hans heilla og blessunar. Af
hálfu Þjóðræknisfélagsins bið eg
hann ennfremur fyrir kærar
kveðjur heim um haf til Forseta
íslands, heiðursverndara félags-
íns, til ríkisstjórnarinnar og þjóð
a.rinnar allrar. Þær óskir og
kveðjur ber eg fram í anda orða
rkáldsins:
“Og frændsemin skal brúa saman
löndin.”
FRÁ ÍSLANDI
nu
tJR ÖLLUM ÁTTUM
Á verkamannadaginn, 2. sept.
rigndi meira og minna allan dag
inn. varð því lítið um hátíðahöld
úti að minsta kosti. Srúðfarir eru
ef til vill það helzta sem fram
fer. En um þær var nú lítið. Dag
urinn var orðsins fylsta skiln-
ingi hvíldardagur—og ætti svo
að vera.
En þrátt fyrir slæmt veður á
verkamannadeginum sjálfum,
var talsvert um ferðalög laugar-
daginn og sunndaginn áður og
mikið um slys. Á þessum þrem-
ur hvíldardögum, er sagt, að 75
hafi farist í umferðarslysum i
Canada.
Landsími íslands hefur
i byrjað á þráðlausum ljósmynda
sendingum til útlanda og virðíst
þessi fyrsta tilraun gefast vel.
Áður hafði Vísir skýrt frá því
að eitt sænsku blaðanna lét senda
slíkt tæki hingað til lands í sam
bandi við konungs komuna, og
voru myndir sendar gegnum það
á meðan konungshjónin dvöldu
hér. En jafnhliða voru einnig
sendar út myndir á vegum Lands
simans með tæki, sem hann hefur
fengið til bráðabirgða að láni.
Með þessu tæki er þó aðeins unnt
að senda myndir héðan til út-
landa, en ekki að taka á móti
myndum þaðan.
Nú á Landssíminn hins vegar
í pöntun ný fullkomin tæki frá
Þýzkalandi og með þeim verður
bæði hægt að senda myndir héð-
an og eins að veita myndum mót
töku frá útlöndum.
Kostnaðurinn við slíkar mynd
i sendingar er allmikill eða um
250 krónur á hverja mynd í
stærð ca. 12x15 cm.
Sumri og útisamkomum öll-
um lýkur vanalega með verka-
mannadeginum. Þá taka skólar
til s^rfa. Innrituðust í skóla
Winnipegborgar í gær 41,500
nemendur.
Einhver stærsta og ægilegasta
fréttin utan úr heimi s.l. viku,
var fréttin um það, að Rússland
hefði atomfleygsprengjur, er
þeir gætu sent um 5000 mílur og
hitt innan við 25 mílur i mark,
og eru hreyknir af. Hvort mann
kyninu er frétt þessi til gleði,
er annað mál.
Lagningu Trans Canada þjóð-
vegarins, innan Saskatchewan-
er nú lokið. Er þetta fylki hið
fyrsta að ljúka sínum hluta þjóð
vegarins yfir þverL landið, er
alls mun vera 4,571 milu lang-
ur. Hlutur Sask. er 406 mílur og
kostuðu 27 miljón dali. Verkinu
átti að vera lokið 1960, og er því
þrjú ár á undan tíma.
Ef ekið er um 60 mílur á kl.st.
er nú hægt að komast á sex kl.st.
þvert yfir fylkið á 24 feta vegi
—steyptum og eggsléttum.
í júlí voru 163,000 atvinnu-
lausir í Canada, 61,000 meira en
á sama tíma árið áður. Atvinnu
höfðu 6,112,000 í júlí og er það
221,000 meira en fyrir einu ári.
A fyrstu sex mánuðum þessa árs,
bættust í verkamanna hópinn um
175,000 innflytjendur. Er það tal
iö að olla atvinnuleysinu nú.
Það voru tvær konur með
nafninu Mary Hamilton í Am-
herstburg, Ont. Hafa póstar átt
í sífeldum vandræðum með póst
þeirra. Nýlega giftist önnur og
varð nafn hennar þá Mary Hall.
Þetta var gott og blessað, en að-
eins um stundar sakir. Hin kon
an giftist litlu síðar og heitir
nú einnig Mary Hall.
í gærkvöldi var tilkynnt í
Bandaríkjunum, að vísindamönn
um í Montgomery, Alabama,
hefði tekizt að framleiða bólu-
efni við Asíu-inflúensunni. Vís-
indamennirnir hafa unmð að því
udanfarið að framleiða slikt bólu
efni og fyrir skömmu gerðu þeir
tilraun með það á mönnum. í
gærkvöldi var svo tilkynnt, að
tilraunirnar hefðu borið ágæt-
an árangur og hefir sex banda-
rískum lyfjaverksmiðjum verið
ialið að framleiða bóluefnið í
stórum stíl. — Sérfræðingar bú-
ast við því, að inflúensan breið
ist út um Evrópu og Ameríku
nieð haustinu og taki sig jafnvel
upp aftur í Asíulöndunum. Mbl.
*
Fyrir um það bil mánuði síð-
an gaf að líta hér á Akureyri
furðulegt verkfæri á vörubíls-
palli. Hugðu sumir að hér væri
súgþurrkunarblásarinn og af
nýrri gerð. Það reyndist þó ekki
rétt, því að þetta var dæla, sem
flutt var til Mývatnssveitar og
áti að noa þar til að dæla með
henni botnleðju úr Mývatni.
Á botni vatnsins er þykkt lag
af kísilleðju, sem talin er mjög
verðmæt til margra nota i iðn-
aði, sums staðar allt upp í lOm
að þykkt. Þessari leðju á að dæla
upp í tilraunaskyni í sumar og
rannsaka notagildi hennar og
vinnslumöguleika. Dæla sú, er
flutt var austur, verður væntan-
lega notuð síðar í sumar, en ekki
hefur ennþá verið svo frá henni
gengið að hún sé tilbúin til
starfs. "v
Fyrirhugað er að nota hina
miklu orku jarðhitans í Náma-
skarði til að þurrka kísilleðjuna
og hreinsa hana, og ættu þessi
náttúrufyrirbæri að geta stutt
í sameiningu nýja framleiðslu-
grein.
• *
Minnst var 75 ára afmælis
Bændaskólans að Hólum í Hjalta
j dal 14. f.m. með hátíðahöldum
og ágætum mannfagnaði þar á
staðnum. Fjölmenni var mikið.
Bókvitog verkmenning er undir
staða aukinnar búmenningar og
á Hólaskóli þar bæði stóran og
giftudrjúgan þátt í sögu íslenzkr
ar bændastéttar. Skólastjóri er
Kristján Karlsson.
Aðeins þeir, sem hafa þolin
mæði til að gera einfalda hluti
íneð f ullkominni nákvæmi munu
öðlast hæfni til að gera vanda-
sama hluti auðveldlega.
—SchiIIer