Heimskringla - 04.09.1957, Síða 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. SEPT 1957
WINNIPEG, 4. SEPT 1957
GRUNNFÆRNI í FJÁR-
MÁLUM
Það er fátt sem fólk lætur sig
minna skifta, en hina eiginlegu
þýðingu peninga.
Að þeir séu miðill, sem alt
hagfræðilegt í þjóðfélaginu velt-
ur á, er ekki hugsað um nema af
einstöku mönnum.
Og þeir sem seka gera sig um
það úr hópi almennings, eru oft-
ast nefndir sérvitringar ef ekki
annað verra.
Á þessu er nú að verða breyt-
ing. Menn hugsa alvarlegar um
fjármál og efnalegan rekstur í
þjóðfélaginu en áður.
Eitt af því eftirtektarverðasta
sem oss virðsit, er það sem nú
er skrifað um verðbólgu. Skal hér
með nokkrum orðum að því vik-
ik^
Verðbólga er sjúkdómur í fjár
málalífinu. Hún bráðdrepur ekki
sjúklinginn. En hún sýgur hæg-
færa merg og kraft úr líkama
hans. Til dæmis um það hefir
verið bent á, að það sem kostað
hafi $1.00 árin 1947—49, kosti
nú $1.20. En árið 1900 hafi sami
hluturinn kostað 34c.
Og nú er verðbólga komin á
það stig, að menn sjá glögglega
hættuna af henni. Um hana er
nú rætt í blöðum út um allan
heim, nema í Rússlandi.
En það sem menn eru mest
hissa í sambandi við þann lest-
og draumóramanna. Grundvöllur
peninga væri óhagganlegur.
Það mun lengi verða mönnum
minnisstætt, hvernig fjármála-
fræðingarnir litu fyrst á skoðun
þá, sem við umræður kom fram
um það, að í hvert skifti er bánki
■veitti lán (með vöxtum) væri
hann að skapa peninga af engu.
Það liðu tuttugu ár áður en
hinn fræði banka-sérfræðingur
Reginald McKenna, fékk það al-
ment viðurkent að bankar sköp-
uðu peninga af engu og vildi at-
huga 'hvað það hefði við verð-
bólgu að gera. Og þegar skorað
var á H. N. Whyte, formann
bankasamtaka New Zealand eigi
alls fyrir löngu að segja skoð-
un sína á málinu, gerði hann það
með þessum orðum:
“Bankar skapa peninga (með
lánum). Þeir hafa gert það um
langan tíma, en þeir hafa ekki
vitað af því og því ekki viður-
kent það, að fáeinum undantekn
ingum. Þú verður þess víða var
í skjölum og text-bókum bank-
a.ma, að efnið í þeim lýtur oft
að þessu.
Á undanförnum árum, hefir
efni þessu verið gefinn talsverð
ur gaumur. Og nú munu flestir
fróðir fjármálamenn ekki hafa á
móti hugmyndinni um að bank-
ar “skapi” peninga.
En í heild sinni má segja, að
peningavaldinu tækist að hefta
alla alvarlega rannsókn málsins.
Það var að vísu deilt um að pen-
ur um verðbólguna, er það, að
hún virðist gersamlega óviðráð-
anleg stjórnum. Þær standa ráð-
þróta yfir henni hafa enga hug-
mynd um lausn eða lækningu
hennar.
En almenningur ber sífelt eitt-
hvað í brjósti um það, að verð-
bólga og kreppur, séu peninga-
valdinu að kenna, án þess að
hann vissi hvemig það ætti sér
stað. En nú er orsök verðbólgu
einmitt haldin sú, að grundvöll-
ur peningarekstursins sé holur.
Með vöxtum á lánum framleiði
peningavaldið auð, sem ekkert
sé á bak við og orsaki verðbólg-
una.
Mál þetta á sér langa sögu.
Það var ekki í almennum skiln-
ingi mikið rætt um fjármál frá
hagsmunalegri eða efnalegri
hlið fyr en eftir árekstur verð-
bólgunnar upp úr fyrsta alheims
stríðinu 1914-18. Og ástæðan sem
olli því þá voru stríðs-
skuldirnar, bæði e r 1 e n dr a
þjóða milli og innbyrðis. Á þeim
tímum gaf J. M. Keynes út bók
sína um hagfræðislegar afleiðing
ar friðarins.
Það var einnig þá að C. H.
Douglas kom fram með stefnu
þá sem að nokkru mun vera und-
irstaða þjóðeyrisstefnunnar —
(Social Credit), sem í orði
kveðnu er nú ráðandi í tveim
fylkjum Canada, Alberta og B.
C. Það urðu miklar umræður um
þýðingu fjármálanna í þjóðlíf-
inu á þessum tímum. Og verð-
bólga og verðrýrnun vöru og
fjármiðils urðu ein af helztu mál
um á dagskrá þjóða.
En þetta nýja viðhorf var ekki
djúptækt eða varanlegt. Pen-
ingaöfl þjóðfélagsins hötuðu alla
eftirgrenslan út í æsar á starfi
þeirra. Umtalið um hana var ým-
íst kallað hitasótt í mönnum eða
bull fáfróðra, en æstra sósíalista
ingar væru afl þeirra hluta sem
gera skal, en það var hart að
neita því, og það greindi dugn-
aðar og ódugnaðarmenn að. Það
var erfitt að gera öllum
þetta skiljanlegt en hinu
var erfitt að bera á móti að vald
peninga var mikið og í hugum
fjöldans festi það rætur sem eitt
hvað yfirnátturlegt, eins og vald
konunga. Og að mótmæla því var
jafnvel talinn ósiður — er
bverju góðu kristilegu þjóðfé-
lagi ylli hugsýki. Um öryggis-
leysi peninga varð því variega að
tala og varla án þess, að vera
skoðaður óþegnhollur.
En svo skall á kreppa á þriðja
tug þessarar aldar. Hún var lækn
uð með síðasta heimstríðinu í
svip og peningavaldið haggaðist
ekkert á grunni sínum. Það
varð ekki fyrir miklu tapi
í þeim umbrotum. En
að sú lækning sé ekki til lang
frama, er nú að koma í ljós. Það
má heita, að alls staðar kveði nú
við söngurinn um verðbólgu. Og
verði hún ekki læknuð, fari ver
fyrir mannkyninu.
Stjórnir flestra landa eiga nú
við það að stríða, að festa verð
peninga sinna, koma í veg fyrir
verðhækkun, er á góðri leið virð
ist með að velta í efnalegum
skilningi öllu um koll. Þetta er
efst á dagskrá allra stjórna. En
fá þær við það ráðið?
í Bretaveldi hefir ein alvar-
legasta tilraunin verið gerð til
þess. Og í hverju eru lækningarn
ar eða breytingarnar fólgnar? í
því fyrst, að kaupgjald verði að
v^ra í hlutfalli við verð fram-
leiðslu en sem á frelsi og fleira
rekur sig mjög í lýðræðis heimin
um. Fjárfesting næstu tvö árín.
Takmörkun á lánveitingum.
Eyðsla ríkisvaldsins á að mínka.
Útskýring þessara greina er
ekki frekar þörf, því þær eru ná-
GóÐIR GESTIR FRÁ
VESTUR-HEIMI
Það er hverjum sönnum ís-
lendingi mikið fagnaðarefni, að
nokkur undanfarandi surr.ur hafa
Vestur-íslendingar efnt til hóp-
íerða heim til ættjarðarinnar.
Svo var og að þessu sinni. Laust
fyrir miðjan júní heimsóttu um
það bil tuttugu lanaar að vestan
ættjörðina og komu til Reykja-
víkur í tæka tíð til að taka þátt
: þjóðhátíðarfagnaðinum 17.
júní. Eftir það dreifðust ýmsir
þeirra út um land, hver og einn
á leið tir átthaga sirina.
Einn þessara manna hitti eg
lcga sama lækning og alls staðar
er fengist við. í Canada er að
svo miklu leyti, sem við dýrtíð-
ina er glímt, alveg það sama uppi
á teningi.
En lækning þessi kemur að
iitlu gagni, ef ástæðan fyrir
kaupgetuleysi peninga skyldi
vera í því fólgin, að peningar
séu “skapaðir”, sem ekkert
standi á bak við, eins og haldið
er fram af sumum, að eigi sér
stað með vexti af lánum. Það
verður að koma nær grundvelli
þeim, er fjármálasýsla öll hvíl-
ir á, en í þeim tilraunum stjórna
er fólgin. Framleiðslumagn pen-
inga og vöru verður að standast
á, ef verðbólga á ekki af að
hljótast. Verð vöru og peninga
verður að haldast óbreytt eða í
jafnvægi. En nú er sem kunnugt
er kaupgjald dollarsins aðeins
53 cents hjá því sem það var fyr-
ir tuttugu árum, og nær til mik-
ils hluta almennings.
Fjármálagarpar ættu að rann-
saka að minsta kosti af hverju
verðbólga stafar og hvort að hún
á nokkuð skylt við þessa hug-
rnynd um, að peningar séu
“skapaðir” af engu með vöxtum
af lánum, geri með tíð og tíma
þennan mun á kaupgildi pen-
inga sem orsök er dýrtíðarinn-
ar. Því er haldið fram af grúsk-
urum, að ef um allan heim væri
að ræða, gæti lækning fengist á
verðbólgu og verðrýrnun með ný
um reglum eða fyrirkomulagi á
peningarekstri. Hvað einstakar
þjóðir gera, hefir ekki verið tal-
íð eins mikilsvægt og með þarf,
eins og nú er komið.
Samt er eitt vert að benda á í
því efni. Þýzkaland, er það land,
sem mest allra landa hefir verið
rúið síðari árin, en, sem meiri
viðreisn hefir átt sér stað hjá, en
r.okkurri annari þjóð. Og hvérju
er það þakkað? Því, að þeir
hafa ávalt stilt kaupgjaldi og
verði í jafnvægi langt fram yfir
það, sem aðrar þjóðir gera. Ætti
það ekki að vera rannsóknar-
ef ni ?
Áróður í stjórnmálum og trú-
málum og í mörgum efnum get-
ur verið góður og til einhvers
gagns. En hann er það ekki til
langframa, nema því aðeins að
hann stefni í al-vísindalega átt.
Það á við hvaðeina, sem grund-
völlur lífs vors hvílir á. Áróður
í gróðaskyni á í sjálfu sér engan
rétt á sér, en er þó það, sem mann
kynið fylgir trúlegar, en eigin
samvizku og viti. Fjármál þjóða,
eru þessum örlögum undir-orpin
og standa ein? og flest verk
manna löngum til bóta eða meiri
fullkomnunar. Hvað alrnáttugur
eða heilagur, sem dollaiinn er,
ætti því að vera bæði sjálfsagt
og fróðlegt að rannsaka þetta
verðbólgumál, hvort að það á
vcrulegar rætur að rekja til
grundvallar lánveitinga með
vöxtum. En þar er svo margt að
athuga, að einstaklingar geta-
aðeins lítið gert og litlar örugg-
ar upplýsingar gefið. Málið er
víðtækt og krefst ra-:nsóknar
fjölda manna víða um heim.
Vér minnumst a þetta ekki
sízt til þess að draga athygli að
því, hvað vísindalegt viðhorf
hlutanna sé mikilvægt og hver
kostur því fylgi, að hugsunarhátt
ur almennings helgaði sig meira
raunhyggju, en áróðri.
á heimili Björgvins Guömunds-
sonar tónskálds á Akureyri, en
það var Páll bróðir nans, kominn
af hafi eftir 46 ára útivist til að
halda hátíðlegt 70 ára afmæli
sitt heima á ættjörðunni. Hann
mun nú vera kominn austur til
æskustöðvanna í Vopnafirði, þar
rem honum þykir vera bezt ilmað
úr grasi.
Ekki sér aldur á Páii. Hann
er ennþá teinréttur og kvikur í
spori, eldfjörugur í anda og
gæddur lifandi áhuga fyrir heill
og hag ættjarðar sinnar. Og ekki
verður honum heldur fótaskort-
ur á íslenzkunni. Eigi heyrist út
lendur hreimur í rödd hans eins
og oft vill verða eftir langa f jar-
veru. Hann talar kröftugt mál,
ramíslenzkur í anda, auðsjáan-
lega þaullesinn í íslendingasög-
um og kannast við hvern sögu-
stað, betur en margur langskóla-
maður hér heima. Enda þótt
thann sé búinn að vera böndi um
fjörutíu ára skeið í Vatnabygð-
um í Canada, hefur andi hans oft
íarið hamförum um landið þvert
og endilangt. Fyrir honum hefur
farið eins og mörgum íslendingi
í dreifingunni, að honum hafa
orðið dýrmætastar gulltöflur ís-
lenzkra endurminninga í Hodd-
mímisholti hins nýja heims.
Eðlilegt er það og nærri óhjá-
kvæmilegt, að andi þeirra, sem
fullorðnir hurfu vestur, leiti aft-
ur til átthaganna. Hins er síður
að vænta, að þriðja kynslóðin,
barnabörn landnemanna, telji sig
vandbundna ættlandi sínu, og
hugsi í austurátt. Það gladdi mig
því stórlega, þegar tvær ungar
stúlkur frá Winnipeg heimsóttu
mig fyrir nokkrum dögum síðan,
knúnar af sömu þörf og þrá að
sjá land feðra sinna, og hitta ætt
ingja sína hér, enda þótt þær töl
uðu einungis enska tungu. Önn-
L’i þessara ungu kvenna hét Jó
hanna, dóttir Ágústs heitins
Blöndals læknis í Winnipeg og
konu hans: Guðrúnar Stefáns-
dóttur, sem er náfrænka Jóns
Rögnvaldssonar garðyrkjuráðu-
nauts og þeirra systkina. En móð
ir dr. Ágústs Blöndals var Björg
Bjarnardóttir Halldórssonar stú-
dents á Úlfsstöðum í Loðmundar
firði Sigurðssonar presst á Hálsi
Árnarsonar, af Svalbraðsætt.
Hin stúlkan, Violet, var dóttur-
dóttir Jóns Benediktssonar ’ rka
frá Hólum í Hjaltadal Vigfús-
sonar. Höfðu þessar gerfilegu
ungu stúlkur báðar verið við nám
í London í vetur og brugðu sér
hingað í sumarfriinu, og kváð-
ust ekki hafa orðið fyrir von-
brigðum. Töldu þær ættland sitt
vera með þeim allra fegurstu,
sem þær hefðu augum lítið.
f þessu sambandi kom mér það
í hug, að greiða þyrfti fyrir því,
að ungir Vestur-íslendingar,
sem kynnu að hafa hug á að koma
hingað til að kynnast landi og
þjóð, gætu átt kost á ókeypis
skólavistum eða dvöl hér um
lengri eða skemmri tíma. Hver
einasti skóli í landinu ætti að
hafa að minnsta kosti eina slíka
skólavist á boðstólum, og marg-
ur mundi fegins hendi taka við
unglingum að vestan til dvalar.
Með þessu móti mætti viðhalda
vináttu og menningartengslum
milli þjóðarbrotanna austan hafs
og vestan miklu lengur en ella
væri líkur til, báðum til ómetan-
legs ávinnings.
Þá mundi þessa dagana vera
von hingað á gömlum og góðum
Norðurlendingi, sem margir Ak-
ureyringar munu innilega fagna,
en það er Jakob F. Kristjánsson
l'rá Winnipeg. En hann hefur
undanfarið dvalið hjá systur
sinni, frú Margrétu Friðriksdótt
úr á Seyðisfirði, álpamt konu
sinni frú Steinunni. Á Akureyri
á Jakob marga ættingja, æsku-
félaga og vini, sem enn minnast
hans með hlýjum hug, þó að bráð
um sé liðin hálf öld frá því að
hann flutti vestur um haf. Eftir
að fréttist um komu hans, hafa
rnargir vikið sér að mér og spurt:
“HVenær kemur Jakob? Hann
má eg til að sjá.’’
Jakob F. Kristjánsson er fædd
| ur á Akureyri 23. maí 1895, son-
! nr Friðriks Kristjánssonar banka
( stjóra og Jakobínu Jakobsdóttur
I (Möller), konu hans. Haustið
1908 settist hann í annan bekk
j Gagnfræðaskólans á Akureyri
, og útskrifaðist þaðan fimmtán
1 ára gamall vorið 1910. Sama ár
i fiuttist hann til Canada. Þar
vann hann fram til ársins 1927
við ýmis verzlunarfyrirtæki, að
undanskildum tveim árum, er
i hann vann algenga sveitavinnu
i Saskatchewan.
#
Árið ,1927 fékk hann atvinnu
hjá CNR járnbrautarféiaginu í
Winnipeg og starfaði á innflytj
endaskrifstofu þess félags fjög-
ur fyrstu árin, einkum til að leið
beina innlytjendum frá Skandin
avíu og greiða götu þeirra.. Síð-
an vann hann hjá sama félagi
við að hjálpa innflytjendum af
öllum þjóðum til að útvega sér
bújarðir og bústofn (Land In-
spection Work) fram til ársins
1943. En þá réð Canadastjórn
hann til starfa við ríkisstofnun
er nefnist “Unemployment In-
surance Commission”, er hefur
með höndum atvinnuleysistrygg
ingar og vinnu miðlun, og vann
hann þar sem ráðunautur í þeim
atvinnuvegum Canada, sem
grundvallast á náttúrugæðum
landsins (landbúnaði, fiskiveið-
um, námugreftri og skógar-
höggi).
Síðan 1951 hefur hann verið
Regional Employment Officer,
en það er yfir umsjónarmaður
með 30 skrifstofum þessarar
stofnunnar á svæðinu frá Lake
Superior vestur að Klettafjöll-
um.
Má af þessu sjá, að Jakob er
enginn meðalmaður að hæfileik-
um eða afköstum, þar sem hon-
um eru falin svo geysilega um-
iangsmikil embætti, enda fer
saman hjá honum sköíp greind
og dugnaður. En jafnframt er
hann manna yfirlætislausastur
i,g hvers manns hugljúfi, eins og
hann á ætt til.
Lífsstarf hans hefur verið fólg
ið í því áð greiða götu margra
þjóða manna, sem flutzt hafa til
Canada til lengri eða skemmri
dvalar. Þessarar fyrirgreiðslu
hafa hans eigin landar ekki sízt
notið, meðal annars ungt fólk,
cem komið hefur til náms vestur,
og munu mjög margir ísiending
ar geta vitnað með þakklæti um
ástúðlega fyrirgreiðslu hans og
frábæra hjálpfýsi, sem jafnan
hefur verið ótæpt af höndum lát-
in, og náð hefur miklu iengra
en embættisskylda hans.
Steinunn, kona hans, er fædd
vestra og alin upp með foreldr-
um sínum í Álftavatnsbyggð
fram til fjórtán ára aldurs, en
átti síðan heima í Wmnipeg.
Eiríkur faðir hennar fluttist til
Canada árið 1888 frá Hræreks-
]æk Hróarstungu með Jórunni
Þorsteinsdóttur, konu smni, og
tveim elztu börnum þeirru hjóna.
Hann var Jónsson Hallssonar og
nefndi sig Hallson vestra. Eirík
ur var þrí-giftur og andaðist að
Lundar, Manitoba fyrir nokkrum
árum síðan, 91 árs að aldri. Mun
frú Steinunn eiga ættingja á Ak
ureyri.
Frú Steinunn er, eins og mað-
i:
ur hennar, prýðilega vel gefin
kona, og hefur talsvert starfað
að felagsmálum í Wínnipeg.
Fékkst hún nokkuð við leiklist
á yngri árum, og þótti vel tak-
ast. Einnig hefur hún verið ritari
Kvenfélags Sambandssafnaðar í
Winnipeg yfir 30 ár og um eitt
skeið forseti þess.
Eg fagna komu þessara forn-
vina minna frá Winnipeg og býð
þau hjartanlega velkomin heim.
Benjamín Kristjánsson
Jón Jónatansson
ÞRJÚ KYÆÐI
Svanur á heimleið
Flýgur inn í fjallabláman
fjallasvanur mjalla hvítur
lágfleygur með klökku kvaki,
kliðhendan í fjöðrum þýtur.
Hann er að fljúga í heiðafriðinn
háður sínum föstu reglum
þar sem hann um síðkvöld
sýngur
cólónnar á vatnaspeglum.
Vættir drjúpa höfðum hljóðar
hamrabeltin taka undir
dalabörn í lyndi ljúfu
lögin dansa um hóla og grundir.
Heiðarvatna hvíti baldur
Höðum öllum skot eg banna
lifi heill um allan aldur
ástmögurinn guða og manna.
Gamall kunningi
Fram þú veltur viðnáms frí
vatnajöfur prúði
sólglitrandi öldum í
ofinn perluskrúði.
þar sem ernir eiga ból
upp við brúnir fjalla, r
þar sem tröll sinn aldur ól
undir jökulskalla.
Hljómdyn enn eg heyri þinn
hafsins breiður yfir
gamli virkta vinur minn
vel í minning lifir.
Brim hvítt men á brjóstum lands
bygðarprýði og yndi —
sem um ár og aldir rannst
undir hamra tindi.
Vetur sumar yor óg haust
vall þin strauma þyrill
undir þinni ofurraust
uxu fálki og smyrill.
Teygir þú þitt töfra band —
torfærð nein þér bægir,
unz því fram við svartan sand
svelgir gamli »gir-
Yfirlit
Hafsins drotning. hamra prúð
hliðskjálf brags og sagna
málfegurst og mikil-úð
miðstöð helgra ragna.
Frá þér langt í ferðasveim
fór á ránar essi
nú er eg kominn hálfur heim
hitt í lamasessi.
Barn sér lék um blómskreytt
lönd
bernsku sæll og glaður,
stein þrep nú með staf í hönd
staulast blindur maður. •