Heimskringla - 25.09.1957, Síða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. SEPT. 1957
ffíimskringk
(Stofnuð l»l$)
Cemur út á hverjum mlðvlkudegl
Elgendur: THE VIKING PRESS LTD.
856-855 Sareent Ave., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251
Ver8 blaCslns er $3.00 árgangurlnn, borglst íyrlríram.
Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD.
öll viBsklftabréf blaBlnu aPlútandl senólst:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjórl STEFAN EINARSSON
Utanáskrlft tH ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg
HEIMSKRXNGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
856-855 Sareent Ave., Winnipeg 3. Man. Canada Phone SPruce 4-6251
Authorlxed cts Second Clctss Mcdl—Post Offlce Dept., Ottgwq
WINNIPEG, 25. SEPT. 1957
HINN LOGANDI
ÞYRNIRUNNUR
Ræða flutt í kirkju Sambands-
safnaðar í Winnipeg 22. sept.
1957 af
SÉRA BENJAMIN KRISTJ-
ANSSYNI
Kæru vinir
Þegar mér veitist sú gleði að
koma aftur upp í ræðustól þess-
arar kirkju eftir svo langa fjar-
veru, stpejrma til mín margar og
kærar minningar.
Eg minnist prestanna, sem
þjónað höfðu þessum söfnuði á
undan mér og voru enn með
margvíslengum hætti samstarfs-
menn mínir þau ár, sem eg dvaldi
í Vesturheimi. S€ra Rögnvaldur
Pétursson, séra Guðmundur
Árnason og séra Ragnar Kvaran,
allir voru þeir atkvæðamiklir
gáfumenn, sem gott var að kynn-
ast og ógleymanlegir hlutu að
verða, hverjum sem kynntist
þeim. Þeir eru nú komnir á und-
an mér yfir í eilífðina miklu og
ókunnu, sem bíður vor allra inn-
an stundar. Samt finnst mér
þeir vera hér enn með einhverj-
um hætti nálægir. Blessuð sé
þeirra minning.
M,eð sama hætti minnist eg
margra annarra samstarfsmanna
í safnaðarnefnd og við sunnu-
dagaskóla, sem lögðu mikið á sig
kirkjunnar vegna og auðsýndu
mér alúð og margvíslega vináttu.
Sumir þeirra eru líka horfnir
inn á hinn sama veg, aðrir tvístr-
aðir í ýmsar áttir. Allmarga hefi
eg þó hitt aftur mér til mikillar
gleði. Nokkrar minningarnar og
jafnvel þær allra ánægjulegustu
á eg um börnin í sunnudagaskól-
anum, sem voru þá eins og börn-
in eru efalaust nú, fegursta prýði
og framtíðarvon kirkjunnar.
Þessi börn eru nú öll orðin full-
orðin fyrir löngu, hafa yfirleitt
orðið nýtir og ágætir borgarar.
Eg hefi hitt nokkur þeirra og
séð með eig-in augum, hversu
gott fólk varð úr litlu börnunum
sem sátu á skólabekkjunum
hérna niðri í kjallaranum fyrir
aldar-fjórðungi og það hefir ylj-
að mér um hjartarætur. Guð
blessi framtíð þeirra allra.
Og loks varð mér minnisstætt
safnaðarfólkið allt, sem hingað
kom sunnudag eftir sunnudag,
og allt auðsýndi mér, þá ungum
manni og óreyndum, og konu
minni engu síður, einstaka ást-
úð og umburðarlyndi. Þessi ár
urðu mér dýrmæt fyrir margra
hluta sakir. Þau færðu mér að
höndum meiri og áreiðanlega
víðtækari lífsreynslu, en líklegt
er að eg hefði hlotið á sama tíma
heima. Fyrir þetta hefi eg ævin-
lega verið þessum söfnuði þakk-
látur.
trúði hann með meistaranum
á það frelsi, sem einungis verður
fundið með því að leita að sann-
leika og ástunda sannleika.
Enn í dag trúi eg því, að eng-
in guðs þjónusta sé meiri en sú
að leita sannleikans, sé það í ein-
lægni og kærleika gert. Að vísu
hljóta skoðanir ávallt að vera
skiptar, af því að skilningur, vor
er misjafn, jafnvel þó að allir
séu einlægir í þessu efni. Fyrir
því geta menn verið alveg eins
góðir vinir og eiga að vera,
minnungir þess að engin von er
^il í þessum heimi að vér lærum
nokkru sinni að þekkja guð til
hlítar. Einn hefir kannske náð i
þetta brot af sannleikanum, og
annar hitt. Þess vegna er helzt
von til að vér getum lært eitt-
hvað hver af öðrum, ef vér gæt-
um lært að bera reynslu vora
saman, vitandi það, að þekking
vor getur aldrei verið alger:
Vegir drpttins eru ofar vorum
vegum og hugsanir hans ofar
vorum hugsunum.
Á þessum grundvelli finnst
mér, að allir trúarflokkar ættu að
geta mætst: Auðmýktinni gagn-
vart sannleikanum, skilningnum
á því, að “Guð er andi, og þeir
sem tilbiðja hann, eiga að til-
biðja hann í anda og sannleika.”
Því víðsýnni sem vér verðum,
því óhræddari að fara eftir
ínnstu rödd samvizku vorrar og
sannleiksástar, því meiri von
hygg eg að sé til, að vér lærum
að þekkja sannan guð.
Reynsla annarra manna getur
oft orðið oss til leiðbeiningar.
En gætum þess að hver maður
verður samt sem áður að læra að
þekkja guð fyrir sjálfan sig.
Hver maður verður að leita þang
að til hann finnur.
Sem betur fer getum vér engu
að síður átt sterka og lifandi trú,
enda þótt oss sé það ljóst, að
hvorki vér né aðrir á undan oss
höfum né munum nokkru sinni
öðlast fullkominn skilning á
guði.
Trúin er í eðli sínu annað
kenning um guð, eða fróðleikur
um hann. Trúin er fyrst og
fremst tilfinning fyrir guði.
Hún er tilfinning fyrir heilag-
leik hans, mætti og veldi. Hún
er löngun til að gera vilja hans
og vinna hans verk ,eins og vér
höfum bezt vit á. Trúin er ósjálf-
rátt traust á guði, ekki af því
endilega, að við höfum heyrt
sagt frá honum, heldur af þvi
að vér finnum að hann er.
Ef vér höfum aldrei skynjað
nálægð hans eða þreifað á leið-
sögn hans, þá er trú vor ónýt,
hverju sem vér játum.
HINN LOGANDI ÞYRNI-
RUNNUR
Óll könnumst vér við söguna
um Móse og hinn logandi þyrni-
runn:
SANNLEIKURINN MUN
GERA YÐUR FRJÁLSAN
Eg skrifaði eitt sinn á skóla-
árum mínum ritgerð, sem eg
nefndi: Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa. Eitt af því, sem eg
er söfnuði Sambandskirkju þakk-
látur fyrir, er það að hann lagði
aldrei neinar hömlur á þekking-
arleit mína né sannleiksást.
Aldrei sagði hann: Svona máttu
kenna en ekki öðruvísi. Heldur
ísraleslýður var í ánauð í
Egyptalandi, og maðurinn-,
sem guð hafði fyrirhugað til
að vera frelsara og leiðtoga
þjóðar sinnar, var staddur í
fjarlægu landi, útlægur gerr
og landflótta. Hann gegnir því
hversdagslega starfi að gæta
fjár Jetrós tengdaföður síns.
undir Hórebsfjalli, og sjálf-
sagt datt engum það í hug og
sízt honum sjálfum, að hann
mundi nokkru sinni eiga eftir
að komast til valda og áhrifa.
En þá gerist þetta allt í einu,
sem sagan segir frá: Engill
drottins birtist honum í þyrni-
runninum og hrópar þessi ein-
kennilegu orð til hans: “Drag
skó þína af fótum þér, því að
staðurinn sem þú stendur á er
heilög jörð.”
Trúin er eins og þessi logandi
þyrnirunnur. Grámi hversdags-
leikans víkur til hliðar, og öll
veröldin breytir um svip. Sálin
skynjar með lotningu nálægð
hins lifandi guðs. Hún skynjar
rödd hans. Hún heyrir skipanir
hans, og að lokum tekur hún
sjálf að brenna af þrá til að
gera vilja hans og fullkomna
hans verk.
HVER HEFIR GEFIÐ MANN-
INUM MÁLIÐ?
Móses var án efa ekki full-
kominn maður fremur en vér.
Hann var bráðlyndur og ofsa-
fenginn, eins og kom í ljós, er
hann drap egypzka manninn.
Ekki var hann heldur kjarkmik-
ill að eðlisfari, er hann flúði
skelfdur út í eyðimörkina til að
bjarga lífi sínu. Og þegar engill-
inn skipar honum að hverfa aft-
ur tli Egyptalands til að vera
þjóð sinni að liði telst hann und-
an:“Hver er eg, að eg fari til
fundar við Faró,” mælti hann.
Honum fannst það fullkomin
íjarstæða, að hann gæti þetta,
barmaði sér og kvaðst ekki vera
nógu málsnjall til að flytja það
erindi, sem honum var boðið.
En drottinn sagði við hann:
“Hver gefur manninum málið
eða gerir hann mállausan? Er
það ekki eg, sem geri það? Eg
skal vera með munni þínum og
kenna þér hvað þú skalt mæla.
Og staf þennan skalt þú hafa i
hendi þér, og með honum skaltu
tákn vinna.”
Slíkrar brýningar þurfti
Móses við er drottinn valdi hans
til mikils hlutverks, hvað mundi
þá vera um oss? f
LJÓNIÐ Á VEGINUM
Erum vér ekki al.lt of oft hrædd
og hikandi, þegar mikið skal
vinna, og vantreystum oss til
þeirra stórræða, sem vér ættum
að framkvæma? Teljumst vér
ekki undan, þegar á oss er hróp-
að og sjáum alls staðar ljón á
veginum? Þess vegna gengur
ferðin svo seint til fyrirheitna
landsins.
Af hverju stafar hinn mikli
ótti í lífi einstaklinga og þjóða
nú í dag: áhyggjan fyrir morg-
undeginum, óttinn við skort á
lífsnauðsynjum, óttinn við stríð
og jafnvel tortímingu alis mann-
kyns?
Skyldi þessi ótti, sem sturlar
meira og minna allt líf mann-
kynsins, ekki fyrst og fremst
stafa af því, að svo margir eru
hættir að trúa á guð og treysta
honum? Óll öfund og fjandskap-
ur manna á milli er sömu ættar.
Það er hræðslan í einni eða ann-
arri mynd, sem kemur hatrinu af
stað. Ekki öfunda trén hvert
annað, sem vaxa hlið við hlið,
og sér skaparinn þeim fyrir öll-
um lífsnauðsynjum, enda þótt
þau geti ekki hreyft sig úr stað:
Hversu lítilmótlegur verður þá
ótti mannanna, sem mörgum
sinnum betur virðast búnir til
lífsbaráttunnar.
Fyrir aðeins fám dögum síðan
kom eg frá einni fegurstu borg
Norður Ameríku, sem reist var
saltauðnunum í Utah, þar sem
engum manni hafði áður þótt
byggilegt. Ef nokkur borg hefir
verið reist fyrir trú, er það Salt
Lake City. Eins og kraftaverk
stendur hún mitt í eyðimörkinni,
eins og lofsöngur trúaðra manna
um skaparann, sem allt gerir
mögulegt.
EK SKAL VERA MEÐ ÞÉR
Hlustum þess vegna á það sem
arottinn sagði við Móse og segir
cnn við oss: “Eg skal vera með
þér.”
Það voru þessi orð, sem
breyttu Móse úr heigul í hetju.
Undir eins og hann tekur trú á
guð og sannfærist um að hann
muni verða í verki með ser, verða
honum allir hlutir mögulegir.
Hann gengur beint að verkefni
sínu og verður einn af fyrirferða-
mestu persónum mannkynssög-
unnar.
Leyndardómurinn bak við
furðuleg afrek margra stór-
menna, sem straumur sögunnar
hefir brotnað á, er ávallt hinn
sami og sá, sem Jesús orðaði
með þessum alkunnu orðum:
Allt getur sá, sem trúna hefir.
LIFIÐ 1 GUÐI
Með því að treysta guði og
trúa honum fyrir lífi voru, opn-
um vér sálir vorar fyrir krafti
af hæðum, sem er óexidanlega
meiri en vor eigin: mætti guðs.
Það er þetta, sem Páll postuli á
við, er hann segir: Sjálfur lifi
eg ekki framar, heldur lifir Krist
ur í mér.
Allt líf á eina uppsprettu.
Allt líf er frá guði. Ef vér ótt-
umst og efumst um þetta, lokum
vér fyrir kraftinn frá hæðum
að hann nær ekki að streyma
hindrunarlaust inn sálir vorar.
Hræddur maður og huglaus get-
ur ævinlega lítið, og því hrædd-
ari sem hann er, þeim mun meiri
líkur eru til, að honum mistak-
izt. Þetta getur hver maður
reynt á sjálfum sér. En gæfa
fylgir djörfum. Það er ótrúlegt,
hvað komast má langt, jafnvel
með litlum hæfileikum, ef mað-
urinn á aðeins nógu mikið traust
í sál sinni.
Hvaða ályktun getum vér dreg
ið af þessu?
Af sjálfum oss megnum vér
ekkert. Allt sem vér erum eða
verðum, erum vér fyrir hans
mátt* sem oss styrka gerir. Allt
höfum vér frá guði þegið. Ef
lífið frá guði streymdi ekki til
vor hvert einasta augnablik,
mundum vér fölna sem strá,
visna upp í einu vetfangi eins og
hið ófrjósama fikjutré. Fyrir
guðs náð lifum vér hvert einasta
augnablik.
Hvert ættum vér þá að sækja
máttinn nema til hans, sem gef-
ur hverja góða og fullkomna
gjöf, til guðsföður almáttugs,
skapara himins og jarðar?
Þessu lýsir sálmaskáld G. T.
snilldarlega, er það segir: Sæll
er sá maður, sem hefir yndi af
lögmáli drottins og hugleiðir
það dag eftir dag. Hann er eins
og tré gróðursett hjá vatnslækj-
um, sem ber ávöxt á réttum tíma,
blöð þess visna ekki og allt, sem
hann gerir lánast honum. Svo
fer ekki hinum óguðlega, heldur
sem sáðum, er vindurinn feykir.
YNDIÐ AF LÓGMÁLl GUÐS
Þetta er meistaraleg lýsing á
því hverju það skiptir', að trúa á
guð, eða trúa ekki. Traustinu á
guð fylgir farsæld og lán, af því
að þetta traust er beinlínis skil-
yrði fyrir því, að náð guðs geti
streymt til vor í sem ríkustu
mæli. Þar sem þetta traust aftur
á móti skortir, þar sem efinn er
og vantraustið um allt og alla,
þar tvístrast kraftarnir eins og
sáðir, sem vindurinn feykir, þeir
tvístrast vegna þess meðal ann-
ars, að vér vitum ekki að hverju
vér eigum að beita þeim, vér
verðum hikandi og úrræðalaus
eða þá að minnsta kosti sljó og
kærulaus.
Hvernig ætti sá maður, sem
heldur að lífið hér á jörðu hafi
ekki nokkurn tilgang, að geta
fengið verulegan áhuga fyrir
nokkru, sem menningarlega þýð-
íngu hefir? Annað hvort steypir
hann sér út í blint kauphlaup um
þessa heims gæði og uppsker
vonbrigði, eða hann verður leið-
ur og uppgefinn á lífinu um ald-
nr fram.
Það er einungis til ein aðferð
til að geta uppskorið gleði og
hana í vaxandi mæli, og hún er
i þessu fólgin að hugleiða lögmál
skaparans dag eftir dag, leitast
við að finna hans tilgang með
lifi voru og þroska vitsmuni
vora, hæfileika og mannkosti
með hans hjálp.
Eg fullyrði, að ekkert annað
getur gefið oss varanlega gleði,
ekkert annað gefur lífinu veru-
legt gildi.
En hafandi þetta í huga eru
engin takmörk fyrir því, sem
unnt er að koma í framkvæmd, ef
vér treystum guði. Því að hann
gefur bæði vizkuna til að hafa
giftusamlega hluti með höndum
og máttinn til að leiða málefnin
vel til lykta.
HEILÖG JÖRÐ
Eftir þrjátíu ára starf að and-
legum málum, hefi eg kæru vin-
ir, engan boðskap að flytja ykk-
ur, sem eg tel þýðingarmeirí en
þennan. Og vissulega er þetta
ekki niðurstaða, sem eg hefi einn
komizt að í hugsun minni og
starfi, heldur er þetta boðskapur,
sem allir mestu hugsuðir mann-
kynsins hafa komizt atS fyrr eða
seinna. Þetta er kjarninn í trú-
í.rboðun allra þjóða frá fornu
fari.
Og lítum þá að lokum á hitt
atriði, atriði opinberunarinnar,
sem Móse var gefin. Engillinn
sagði: “Drag skó þína af fótum
þér, því að staðurinn, sem þú
stendur á er heilög jörð.”
Mundi það ekki vera býsna al-
gengt, að oss finnist staðurinn,
sem vér stöndum á tilkomu-
minnstur og augnablikið, sem er
að líða hversdagslegast af öll-
um? Langt í burtu gerast miklir
atburðir, í fornöld gerðust
kraftaverk, og framtíðin kann að
geyma furðulega hluti í skauti
slnu. En augnablikið, sem er að
liða, hlaðið önn og erfiði, jörðin
sem við erjum, staðurinn, sem
við stöndum á hvernig ætti hann
að geta jafnast á við aldingarð-
inn Eden, þar sem mannkynið
lifði sælt í upphafi?
Þó er það svo, að hið gullna
augnablik vort er hvorki í for-
tð eða framtíð heldur í nútíð.
Augnablikið er sú stund, sem líð-
ur. Staðurinn, sem vér stöndum
á er heilög jörð.
Öllum er oss kunnugt um þetta
orðatiltæki, að heimur fari
versnandi. Margur spyr efabland
inn, hvort framfarirnar marg-
umtöluðu geti ekki orðið að aft-
urför, hvort tæknin sé ekki að
leiða oss til glötunar? Margir
eru farnír að efast um að mann-
kyninu sé viðreisnarvon. Áður
fyrr var því trúað, að menn gætu
orðið guðsbörn svo að segja á
einu vetfangi, frelsast á leiftur-
snöggan hátt frá öflum myrkurs-
ins með skjótri ákvörðun endur-
fæðingarinnar.
Nú gefa sálgrennslunarfræð-
ingar oss minni vonir um slíkan
snöggsoðinn heilagleik og finna
fátt guðdómlegt í mannlegu
eðli. Jafnvel umbótamaðurinn og
stórskáldið Bernhard Shaw
komst svo að orði, að því lengur
sem hann lifði því nær sé sér að
halda, að þessi pláneta, sem við
lifum á, sé til þess notuð að
vera vitlausraspítali frá öðrum
hnöttum.
Allir kannast við þennan böl-
móð: Vantrú á það, sem er að
gerast, vantrú á tímana, sem vér
lifum á, vantrú á mennina. Allt
Þetta stafar af vantrú á guð. En
þetta hefir ávallt verið þannig. að
mönnum hafi gengið illa að trúa
á kraftaverkin á sinni eigin öld.
Þeir hafi verið blindir fyrir
möguleikum síns eigin augna-
bliks?
Jafnvel þegar augun eru far-
in að opnast fyrir takmarkalaus-
um möguleikum á sviði tækn-
innar, vér sjúum að kraftaverk
eru nú unnin á degi hverjum
furðulegri en nokkur þau, sem
getið er um í helgisögutn, þá er
þó bölsýnin enn mikil.
Hvað er þá það, sem vantar
inn í menningu vora til þess að
auðæfin geti orðið mönnum til
blessunar og tæknin til gleði?
Skyldi það ekki einmitt vera
skilningurinn á þvi, að það er
heilög jörð, sem vér stöndum á?
Vér megum því aldrei saurga
liana með hatri eða heiftarblóði.
Spámaðurinn sagði: Heilagur,
heilagur, heilagur er drottinn
hersveitanna og jörðin er full af
hans dýrð.
Eftir lögmáli þessa guðs ber
oss að starfa. Hann hefir kallað
oss í víngarð sinn og gefið oss
verkefnin. Eins lengi og vér leit-
umst við að fylgja boði hans
mun oss vel farnast. En daprist
oss sýn á þetta, verður jörðin
fyrir oss vanheilagur staður,
sem missir allan ljóma sinn. Þá
störfum vér illa, stritið verður
að böli, vonirnar að engu, lífið
ter í mola. Líf vort og menning
ris aldrei hærra en trú vor og
hugsjónir ná. Þetta er sagan um
upphaf og endalok allrar menn-
ingar.
FERÐIN TIL FYRIR-
HEITNA LANDSINS
Guðsríkið kemur ekki nema
vér trúum á það. En höfum vér
einu sinni fundið hinn ioganda
þyrnirunn guðstrúarinnar í sál
vorri, skynjað dýrð hans og
heyrt þá rödd, sem þaðan talar
til vor, býður oss fylgd sína, og
gefur lífinu nýtt mark og mið,
þá breytir tilveran um svip.
Ferðin er hafin til fyrirheitna
landsins, sem guð einn þekkir
og hefir fyrirbúið oss frá grund-
völlum heims. Ferðin er hafin
þangað, sem innsta þrá hugans
dreymir, þangað sem ævintýri
skapírans munu birtast oss með
cnnþá iurðulegra og dýrlegra
hætti en vér enn höfum hugmynd
um. Og hann, sem fylgdi Móse,
mun einnig verða í förinni með
oss, yfir eyðimerkur og ófærur, i
brennandi sólarhita dagsins og
nístingskulda næturinnar. Hann
mun innblása oss með mætti sín-
um og vera með oss í erfiði dag-
anna.
Þessi saga er jafnsönn í dag
og hún var fyrir þrem þúsundum
ára, því að þetta er táknsaga um
dýpstu sannindi tilveru vorrar.
Maðurinn er barn guðs og á að
hlýða boði hans og reka erindi
hans. Einungis þannig mun líf
bans blessast og bera ávöxt, og
gleðin, sem Adam og Eva týndu
\ Eden forðum verða aftur fund-
in.
MfT og Mrs. Lindal J- Hall-
grimson of Vancouver B. C.
wish to express their sincere
thanks to all their relatives and
friends who honored them so
greatly on Sunday, september 15,
in the auditorium of the First
Lutheran Church, Winnipeg on
che occasion of their Golden An-
niversary.
CrissXCross
(Potented 1 945)
French Shorts
Fara alveg sérstaklega vel, með
teygjubandi um mittið—einka-
leyfð—knept með sjálfvirku
“Criss X Cross” að framan, er
hið bezta lítur út, búið til úr
efnisgóðri kembdri bómull. Auð-
þvegin — engin strauing — sézt
lítið á við brúkun — Jersey er við
á. W-18-56