Heimskringla - 23.04.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.04.1958, Blaðsíða 1
CENTURV MOTORS ITO. 247 MAIN-Ph. WHitehall 2-3311 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. L.XXII ÁRGANGUR WTNTSIPEG, MIÐVTKUUAGUSIN 23. APRÍL 1958 NÚMER 30. FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Verð á matvöru rann- sakað Fyrir sköxnmu skipaði sam- bandsstjórn Canada 7 manna konunglega nefnd til að rann- saka verð á matvöru. Ástæðan var fyrst og fremst um- kvörtun bænda um lágverð á vöru sinni, en háverð á allri iðn- aðar vöru, sem iþeir þurftu að kaupa. Nefnd þessi tók til starfa í Winnipeg s.l. viku. Formaður hennar er dr. Andrew Stewart, prófessor við Alberta háskóla. í nefndinni eru tveir aðrir pró- fessorar og kunnáttu menn í ýxnsum greinum, svo sem búnaði, verzlun, o.s.frv. Nefndin hóf hér yfirheyrzlu s.l. viku. Hafa þær leitt í ljós ýmislegt eftirtektarvert og margt ljótara en menn hafa áður trúað að ætti sér stað og hafa tal ið bændanöldur eitt. Skal fyrst nefna kjöt-verð.— Samkvæmt upplýsingum nefnd- arinnar var mikið verðfall á kjóti til bænda frá 1951-1956. En verðið lækkaði þó lítið sem ekkert í smásölu í Winnipeg. Húsfreyjur þessa ibæjar greiddu t.d. 1951 80c fyrir þund af kjöti sem bóndinn seldi fyrir 54c. eða 26c minna, en smásalinn bér gerði. Þetta hefir meira og minna haldið áfram til þessa. Til skýringar þessu hefir i'efndin þetta að segja: Fyrir hver 100 pund af kjöti, befir verðið skifts þanning síð- ustu árin: sem eru að reyna að vera, og bú- ið er að ganga lengi, en fer en hraðvaxandi, og án þess að nokk ur Mose komi sem stöðvar það. Ráðinn hjá CLC Ár bæiulav Sláturh. Heildsv 1935 $ 5.24 $ 6.15 $ 9.43 1945 17.26 18.41 22.09 1956 28.91 30.72 34.48 55.90 Hér eru aðeins þrjú ár tekin úr langri töflu, er sýna glögt tvent—að smásöluverðið er sem næst helmingi hærra en það sem bóndinn fær fyrir vöruna, og þó það hafi hækkað frá 1935 úr $14.38 upp í $55.90,1956, helzt ávalt þessi rnunur á heildsöu og bænda verði. —Er hægt að hugsa sér það sanngjarna útbýtingu vöri unnar? Svo koma eggin til greina. —! Smásöluverð þeirra hefir verið um 17 tii 18C meira á tylft hverri x smas'lu en bóndinn hefir feng íð fyrir þau. Þá er verð á fiski. A vötnum þessa fylkis hafa verið greidd 4c fyrir 1 pund fiskjar til veiði-j mannsins, sem seldur var í smá-j söluverði 65c í Winnipeg. Hér var um fisk af Norður-Win- mpeg vatni að ræða. Önnur dæmi eru að veiði- roönnum hafi verið greidd lOc fyrir fisk, sem í búðum í þessum bæ kosta 51c pundið. Fregnritar hafa náð i þessa mola á tveimur dögum frá nefnd inni. En fullnaðar skýrsla henn- ar verður send sambandsstjórn, þegar nefndin hefir lokið starfi. En þetta gefur eigi að siður til kynna, hvað hér er að gerast —og ekki aðeins með gnýi á mat vörum, heldur verðokri á hverju sem er. Það gengur nú svo langt, að það er ekki til neins að spyrja hvað hlutur kosti nú orðið. Það er úr sögu viðskifta. Hugsjónin er aðeins ein, sem lifað er fyrir, hún er að græða með lýgi eða svikum ef ekki er kostur með öðru móti, á flestu eða öllu er kaupum og sölu gengur. Það er hugsjónaháttur hinna tniklu framfara tíma vorra, þess-i ara gull kálfs dyrkunar tíma, sepi 50 peninga rífa í sig af hverj um dollar heiðvirðra aumingja Mr. Stanley Knowles, fyrrum sambandsþingmaður frá Win- nipeg en tapaði í kosningunum 31. marz, hefir þegið starfið, er honum stóð til boða frá Canadian Labor Congress, en það var vara- forsetastaða hjá verkamanna sam tökunum. Þessu var til lykta ráðið s.l. viku á fundi Canadian Labor Congress í Winnipeg. Árslaun eru $12,000, að hermt er. í viðtali við fregnrita mintist Knowles þess, að hann vonaði enn til að ná kosningu á sam- bandsþing. Það er óvíst enn þá, hvað CLC vill gera með að veita CCF fylgi. Það mun nú sem fyr kjósa að vera utan flokka. Mr. Knowles lét þingmenska vel. Hann var mjög vinsæll í hópi þingmanna, ihvers flokks sem var. Og Diefenbaker er talið að boðið hafi honum fasta- stöðu sem þing-forseta eftir kosningarnar 10. júní, en hann þáði hana ekki. Dauðadómar úr sögunni Það þykir alt benda til að hengingar verði hér úr lögum numdar, er næsta sambandsþing hefst í Ottawa. Núverandi ráðuneyti hefir breytt líflátsdómum tveggja manna í lífstíðar fangavist. Það hefir oft verið fram á þetta farið áður á þingi, eink- um að breyta núverandi aftökum með hengíngu í lífstíðar fanga- vist. Og málið var rætt á síðasta þingi nndir stjórn liberala. En af framkvæmdum Varð ekkert, eins og stundum fyr. Núverandi sjjórn hefir áður tjáð sig fylgjandi afnámi dauða dóms og það er nú eitt af málun- um á löggjarfarstefnuskrá kom- andi þings. Aukin Hveitisala Það var eftirtektaverð frétt, sem blöð hér fluttu s.l. viku utn hveitisölu undan farna sjö mán- uði, eða frá 1. ágúst til loka febr. mánaðar. Hún var í því fólgin, að Canada væri eina hveitisölu- landið í heimi, sem á þessum tíma hefði aukið sölu sína. Hún hafði ekki náð því marki hjá nokkurri annari þjóð. Á þessum tíma voru send út úr Canada 170 miljón mælar hveitis. Á sömu mánuðum árið áður, nam salan 158 miljón. En á þessum mánuðum féll salan mjög mikið hjá Bandarikjunum, Ástra líu og Argentínu. í Bandaríkjun- um minkaði hún úr 300 miljón mælum í 208 miljón rnæla. #lebílegt ^>umar Þessi batnandi sala hér, er sögð mest allra Gordon Churchill að þakka. í stað þess að núa Bandaríkjunum því um nasir, að þau væru að gefa hveiti burtu til að spilla hér sölu, eins og um sölu væri nokkra að ræða, þar sem gefa varð vöruna, fór hann og seldi hveiti, ekki aðeins göml um skiftavinum, sem Bretum, heldur jafnframt nýjum, svo sem Kínverjum, Jöpum, Rússum og Indverjum, sem hann nýlega! seldi 10 miljón mæla. Hann hefir ennfremur gert samninga um hveitisölu við nokkur lönd, með löngum gjald- fresti. Erlendis vekur þessi mark verða og góða frétt athygli og aðdáun hinnar nýju Canada- stjórnar. HLÝTUR TóNLISTA VERÐLAUN HÁTÍÐAHÖLD t MIN- NESOTA Grettir Johannsson, konsúll, færði Heimskringlu í gær, bréf, er hann hafði nýlega fengið frá Valdimar Björnssyni í St. Paul, Minn og bað hann konsúlinn að sýna það ritstjórum íslenzku blað anna í von um að þeir mintust á hvað til stæði í Minnesota, en það er hvorki meira né minna en aldar-minningarhátíð Minnesota ríkis. Þessi miklu hátíðahöld hef jast 8. maí og lýkur ekki fyr en 12. maí Dagskrána þessa 5 daga höf- um vér séð og verður samkvæmt henni hvers sögulegs viðburðár- ins getið af öðrum. Vegna þess að rí'ki þetta byggja xnest megnis Norður- landa þjóðir, Svíar, Norðmenn, Danir, Þjóðverjar, Finnar og fs- lendingar, er búist við' gestum frá Norður-Evrópu á þessa há- tíð. íslendingar hafa ákveðið að taka sérstakan þátt í hátíðinni og munu fara að líkt og aðrar þjóðflokkar, að minnast sögu sinnar þjóðar. Verða því sam- fara samkomur og ferðalög um bygðir frumherjanna. Vér sjáum þess getið að heimsókn er ákveð- in að Hákonarstöðum, en það er landnám fyrsta íslendingsins í Minnesota, Gunnlaugs Péturs- son frá Hákonarstöðum og átti sér stað 4. júlí 1875. Forsætisráðherra íslands, Her mann Jónasson og frú og sendi- herra Thor Thors og frú, verða þarna, og verður ein veizlan hald in þeim til heiðurs og íslending- um. Dr. Richard Beck, forseti Þjóð ræknisfélagsins í Norður Am- eríku og Grettir L. Johannsson konsúll, verða á hátíðinni. Auk þessara aðkomu gesta, verða þarna f jöldi íslendinga úr byggð inni, er að því munu vinna, að sjá hlut íslands og fslendinga sem beztan. Þeir sem sækja hátíð þessa ættu að ná til einhverra Minn- esota íslendinga er þeir þekkja, ef einhverra sérstakra upplýs- inga æskja. Veizluhöld og helztu skemti- skrár munu fara fram í bæjun- um Minneapolis og St. Paul. En hugmyndin er að sjálfsögðu jafnframt, að sýna sem flest að auðið er, af þróun menningar þessa landshluta. í þetta sinn gefst ekki tæki- færi, að gera þessa sögu lengri. En gaman væri, að sjá í næsta blaði, frá einhverjum innbyggja þessa norræna heims, viðburðar bessa frekar minst Nauta-at í Canada f bænum Lyndsay, Ont. fer fram nauta-at dagana frá 2 til 4j ágúst á þessu sumri. Segir Chamber of Commerce, að það sé í fyrsta sinni, sem ekta eða fullkomið nauta-at fari fram hér í landi. Sport þetta kemur hingað frá Mexico. Eru nautin 6 og stendur hvert at yfir 15—20 mínútur. Kvað komið með þetta til að draga ierðamenn hingað. í þessu ati verða engin vopn notuð, svo engar blóðsúthelling ar verða, af hálfu mannanna, að minst kosti. Negrakóngur vill fara með 300 eiginkonur á heimssýn- inguna í Brussel Ráðherrar hins unga Belgíu- konungs, Baudouins, sitja nú með sveittan skallann og reyna að finna leið út úr mestu ógöng- um, sem þeir hafa ratað í tilefni af heimssýningunni í B.russel. Þeir eru í vandræðum með að hýsa kóng einn úr Afríku og eiginkonur hans—300 að tölu. Vandamálið hófst þannig að nýlendumálaráðherra August Buisseret bauð öllum þjóðarleið- tpgum Belgísku Kongó á heims- sýninguna ásamt eiginkonum þeirra og skyldi það verða þeim útgjaldalaust. Einn þeirra sem fékk slíkt boð var Lukengo Bope Mabintshi spikfeitur negrakóngur í Bak- ubas. En yfirvöldin í Kongó höfðu steingleymt því að nokkur ár voru liðin frá því Lukengo hafði verið leyft að halda 300 konum. Til allra ágæfu fyrir yfirvöld in virðist Lukengo gera öllum konum sínum jafnhátt undir höfði. Hann vill ekki skilja neina þeirra eftir þegar hann fer að sjá heimssýninguna. Annað væri! óhugsandi frá hans sjónarmiði. j í höfuðborginni sem er eitt mold arsvað hefir hver kona sérstak- an kofa og hjá þeim dvelur Luk-i engo til skiptis, nokkra daga í einu. Þær 299 sem bíða hans jafn an verja tíma sínum til þess að undirbúa fyrir hann ýmis huggu legheit. Þessi fjölskyldusamheldni hef xr valdið mánaðarlöngum deilum og bitrum erjum í Brussel hjá ráðamönnum. Að stinga upp á því að Lukengo skildi einhverj- ar konur’ sínar eftir heima væri sama og að taka aftur boðið. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir ætt- bálkinn sexxxl er að undirbúa glæsta innreið þjóðhöfðingjans og kvennanna 300 til Brussel á heimssýninguna. En fyrirsjáan- legt er að húsnæðisörðugleikar verða gifurlegir á sýmngunni þar sem 53 þjóðir koma saman. Hvar er hægt að hýsa 300 eigin- konur? Belgískur stjórnarfulltrúi sagði að eina leiðin til að leysa vandann væri að leigja heilt skip og láta konurnar búa um borð meðan staðið væri við í Brussel. Lukengo er sá síðasti þjóð- höfðinginn í Kongó sem leyftl hefir verið fjölkvæni. Þegar lögl gegn fjölkvæni voru samþykkt var ekki hægt að skipa honum að reka 299 eiginkonur. Hann fær að halda konunum meðan hann lifir. Eftirmaður hans fær ekki að hafa nema eina konu. Stjórnarfulltrúinn sagði ennfremur að það væri mikil bót í máli að. kóngurinn ætlaði sér Mrs. Elma Gislason f hljómleika og söngsamkepn- inni sem fór fram hér í bæ fyrir stuttu lagði Mrs. Elma Gislason fram frumsamið lag, sett við orð kvæðisins “Kveðja að heimarí' eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Melgerði. Mrs. Gislason þýddi kvæðið á ensku, og á enski textinn við lagið, fylgir eítir meiningu íslenzka kvæðis- ins þó að hann rími ekki né fylgi Öðrum skáldlegum reglum. Lag- ið fékk ágætar viðtökur og var sæmt 86 stig, sem er óvanalega góður dómur, bæði á þekkingu og kunnáttu höfundarins. Með- al annars komst dómarinn að orði á þessa leið, í dóm sinum, “a simple expression in song of a charming simple poem . . . it certainly does not want anything harmonically.” Einnig fór hann nokkrum orðum sem hjálpleg verða höfundinum seinna meir. Gert er ráð fyrir að lágið verði sungið við sumarmála samkomu k\ enfélags Unitara á fimtudags kvöldið 24. apríl. —P.M.P. KVEÐJA AÐ HEIMAN Þú, sem áttir æskusporin, íslands fögru ströndum á. Manstu hlýju, mildu vorin, manstu, er leysti af fjöllum snjá. Manstu fagra fossinn hvíta, cr féll í dökkri klettaþröng. Unaðslegt var út að líta. Astljóð vorsins fossinn söng Manstu blóm i brekkum fríðum, ber, er spruttu út í mó, sóleyjar á velli víðum, vaskur bóndinn þar sem sló, á, er féll um fagra dalinn, íriðsæl kvöld, er lækkar sól, glaður lagði litli smalinn leið sína á kvíaból. Manstu haust, er hrímið hvíta hafði lagzt á sérhvert strá. Færðu í minjar ljósi að líta landið öllu fegra en þá. Þegar geisla sólin sendir sást allt nýtt og hreint og bjart. Allt er gjöf frá Guðs vors hendi, glit á snjó og blómaskart. Manstu vetrarmyrkrið svarta, manstu líka geisla af sól, manstu litla ljósið bjarta, er lýsti um bernsku þinnar jól, manstu bak við myrkratjöldin, mikinn fagran, bjartan heim, er mamma bænir bað á kvöldin - og benti á stjörnu í loftsins geim. Líður blær frá landsins ströndum, líkt og andvarp brjósti frá. Nær til þín, er barnsins böndum bundinn enn ert móður hjá Kveðjur okkar allra heima eiga að snerta hjarta þitt. Víst er þér ei Guð mun gleyma. Geyrndu í huga landið mítt. Dost remember childhood’s pathway Trod on Iceland’s wondrous shore? Dost remember warmth of springtime snow on mountains melt away? Dost recall, down deep, dark gorges, sparkling waters white with spray? Wondrous fair was all around you, Waterfalls spring’s roundelay! ekki að koma með börn sín og barnabörn. —Tíminn FRÉTTAMOLAR 10 mana nefnd frá Sask.-fylki var stödd hér í borg til þess að rannsaka öl-veitingar og öl-veit- íngahús. Mættu þeir með öllum þeim nefndum, sem hér hafa völd á öl og vín sölu og veitingu. Sögðust þeir vera mjög hrifnir af öllu, viðvíkjandi þessu. Þeir segja að Sask-fylki þurfi að fá einhverjar breitingar á öl- og vín sölu, þar sem nú hafa bæði Alberta og Manitoba gert það. ★ Það hafa þótt horfur á því í Canada, eftir kosningarnar 31 marz, að hér verði aðeins um tvo ílokka að ræða á næsta þingi. Lib eralar verða að sjálfsögðu and- stæðingaflokkur stjórnarinnar. En jafnvel þó þeir geti verið tveir, er vafi á að CCF álítist nógu fjölmennur til þess, þar sem hann hefir einungis 8 þing- mönnum á að skipa. Það er óvíst, að CCF flokki þyki borga sig að veita andstæðingaflokkinum óskorðað fylgi, sem að vísu er ekki skylda hans vegna þessa, en ósérstæðari gerir hvern flokk samt. Dost remember vales flow’r scented, meadows lush with bursting seed, Lilies gold on glittering waters, Robust reapers on the mead. Silver rivers through the valley, Quiet eve in sunset's glow? Shepherd small, contented, happy homeward wends with heart aglow. Dost remember grass blades shimm’ring, touched by autumn’s fingertips? Dost thröugh mem’rys gilded dreaming glimpse the land, all fairest then? Seemed all newly fair, fresh gleaming, as the sun it’s rays spread o’er? Glint on snow and fields transcending. Gifts from God’s own loving hand. Dost remember sombre winter Dost remember sunbeams bright? Dost remember treasured candles Childhood’s glowing Christmas lights? Past the dark enfolding portals Dost remember realms of light Unfolding in the starlit heavens, And mother whispering prayers at night? From the shore on zephyrs wafted like a pray’r, from out your breast, Childhood memories entwining bands engraven—“Mother’s best.” We at home regards are sending Hoping that your hearts be touched. Sure ’tis God will ne’er forget thee, In your hearts keep my dear land.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.