Heimskringla - 24.09.1958, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.09.1958, Blaðsíða 3
3 SÍÐA WPG., 24. SEPT og 1. OKT. ’58 HEIMSKRINGLA kom honum að notum síðar meir og átti drjúgan þátt í almennings hylli (þeirri, sem hann hefir not- ið í Egyptarlandi. Naguib hélt að Nasser mundij geta orðið honum að liði vegna^ vinsælda hans, en þar brást hon- j um bogalistin. Hann hefði ef til vill átt að gefa því gaum, að á skólaárum sínum lék Nasser ein hverju sinni hlutverk Brútusar í leikriti Shakespears og gerði það af snilld. Líkt og Hitler skrifaði Mein Kampf, á sínum tíma, og lýsti þar stjórnmálahugsjónunum sín um, skrifaði Nasser sams konar bók fyrir nokkrum árum og bók þessa nefnir hann Frelsun Eg- yptans—toyltingarheimspeki”. — Þykir hún bera nokkurn keim af verki Hitlers sáluga, og Nasser virðist sækja margt til Mein Kampf í bók sinni. Gamal Nasser giftist aðeins 15 ára gamall og býr hann ennþá hamingjusamlega með sömu kon unni og eiga þau fimm börn. CANADA COUNCIL VEITIR ÍSLENZKUM NÁMSMANNI STYRK Þann 9. júlí, 1958, fékk hr. Thor Thors ambassador íslandsj í Kanada bréf frá Canada Coun-j cil, en afrit af því bréfi sendb hann formanni fulltrúaráðs ‘‘Canada-Iceland Foundation.” í þessu bréfi segir hr. E. Bus- siére, sem ihefir umsjón með styrkveitingum Canada Council til erlendra námsmanna að sér veitist sú) ánægja að til- kynna ambassador Thor Thors, að hr. Gunnar Ragnarsson, Eski- hlíð 10A, Reykjavik, hafi orðið einn meðal þeirra fyrstu, sem hlutu áðurnefndan námsstyrk. Herra Bussiére lét þess ennfrem- ur getið, að styrkurinn næmi 2,000.00 dollurum og auk þess myndi ferðakostnaður styrkþega greiddur. Styrkur þessi gæti or'S- ið endurnýjaður eða framlengd- ur næsta ár. Stjórnarnefnd Canada-Iceland Foundation, fagnaði mjög þeim fregnum, að ísland hefði orðið fyri valinu, er til þess kom, að fyrstu styrkjum frá Canada Council væri úthlutað. Þetta tal- ar skýru máli um verðleika hinna íslenzku umsækjenda, ekki sízt þegar haft er í huga, að um það bil 50 þjóðir sendu inn beiðnir, og frá sumum kom mikill fjöldi umsókna. Samtals 40 styrkjum var út- hlutað af Canada Council til námsmanna, sem ekki hafa búsetu í Canada. Canada-Iceland Foundation var það og gleðiefni og hvatning að fá bréf frá ambassador Thor Thors, þar sem hann fer lofsam- legum orðum uifl stofnunina (Canada-Iceland Foundation) og samsvarandi félag á íslandi “ís- land-Kanada Ráð” fyrir þann hlut, sem þessir aðiljar áttu að því, að styrkveitingu frá Can- ada Council var úthlutað íslend- ingi. í reglugerð fyrir Canada Council, sem birt var 1951, var það tekið fram, að umsóknir um styrki fyrir erlenda vísindamenn og námsmenn yr'ðu að berast ráð- inu eigi síðar en 1. febrúar 1958. í desember s.l. varð stjórnar- nefnd Canada-Iceland Founda- tion sér úti um sérstök umsókn- areyðublöð og sendi þau hr. Hall- grími Hallgrímssyni konsúl í Reykjavík, en hann hafði þá ný- lega verið kjörinn forseti ísland- Kanada Ráðsins á íslandi. Var konsúllinn beðinn að sjá svo til, að eyðublöð yrðu fyllt út og nauðsynlegra fylgiskjala aflað, svo fljótt sem auðið yrði. Konsúllinn og meðnefndar- menn hans í “ísland-Kanada Ráð” urðu skjótt við þessari málaleit- an. Umsóknirnar ásamt með nauðsynlegum fylgiskjölum voru sendar Canada-Iceland Founda- tion það snemma, að formanni félagsins yrði kleift að senda þær með nokkrum viðbótarskjöl- um til Canada Council fyrir 1. febrúar, 1958, eins og tilskilið hafði verið í reglugjörð. Það má vera, að aðrar þjóðir hafi ekki brugðið jafn skjótt við og íslendingar, því að umsóknar- tímanum um styrkveitingar, sem Canada Council veitir erlendum námsmönnum Iveturinn 1958-’59, var framlengur frá 1. febrúar til 1. maí, 1958. Það er rétt að taka það skýrt fram, að umsóknir þær, sem hér um ræðir, verða að ganga um hendur fulltrúa kanadisku sam- bandsstjórnarinnar í ihinum ýmsu iöndum. Þar sem ræðismaður Kanada á íslandi, hr R. A. Mac- Kay hefir aðsetur sitt í Osló, hefir þannig verið um hnútana búið, að nægilegt er, að umsókn- um frá íslandi sé komið á fram- færi við hr. Hallgrím F. Hall- grímsson konsúl í líeykjavík, en hann mun síðan senda þær rak- leiðis til Kanada. Þess er vænzí, að einn náms- maður a.m.k. eigi þess kost, að koma frá íslandi til Kanada ár hvert. En ekki nægir að stefna eingöngu að því að menn verði styrktir vestur um hafið til náms- ferða. Kanadamenn af íslenzkum ættum mega ekki treysta um of Örlæti Canada Council. Því er það einlæg ósk Canada-Iceland Foundation, að félagið verði þess um komið að veita aðstoð þeim Kanadamönnum, námsmönnum og listafólki, sem hug hafa á að efla menntun sína á íslandi. Svo vill félagið eiga hlut að því að styrkja þá fslendinga, sem hyggjast stunda framhaidsnám í Kanada. Hér er um að xæða tvö meginatriði á stefnuskrá Canada- Iceland Foundation, atriði sem áttu drjúgan þátt í stofnun fé- lagsins. Nákvæm greinargjörð um til- drög að stofnun Canada-Iceland Foundation, um stefnumið fé- lagsins og viðfangsefni ásamt með skrá um heiðursmeðlimi og aðra embættismenn mun verða birt bráðlega í vikublöðunum Heimskringlu og LögbergL og “The Icelandic Canadian”. Sams- konar greinargerð verður og send hr. Hallgrími F. Hallgrímssyni konsúl á fslandi og mun henni komið á framfæri þar, eftir því sem ísland-Kanada Ráð kann að ákveða. Birt fyrir hönd Canada-Icclan* Founda- ation í september 1958. WALTER J. LINÐAL íormaður fulltrúaráðs Canada-Iceland Foundation. crissYcross (Patented " ^ 1 945) FRENCH SHORTS 555 Mjúk og liggja hið bezta að likam- anum-þægilegt teygju mittisband. Sjálflokandi “Criss X Cross” að framan og fer eins vel og af beztu klæðskera væru gerð. Gert úr efnisgóðri kemdri bómull. Auðþvegin, engin strauing— endingargóð Jersey, sem vel fer með því. að handa okkur, frú Danvers”, sagði eg. “Þú hlýtur að hafa mat- seðla sem eiga við öll tækifæri í herberginu þínu.” “Eg er ekki vön því að mér séu send skilaboð með Robert”, sagði bún. “Ef að frú de Winter vildi að einihverju væri breytt þá hringdi hún æfinlega í mig per- sónulega í hússímanum.” “Eg er hrædd um að það snerti mig ekki mjög mikið hvað frú de Winter var vön að gera ’, sagði eg. “Eg er frú de Winter nú; það veitztu. Og ef að mér býður svo við að ihofa að senda skila- boð með Robert þá geri eg það.” Rétt í því kom Robert inn i herbergið. “County Chronicle fréttaritarinn hringdi og bíður í símanum, frú”, sagði hann. “Segðu honum að eg sé ekki heima’’, sagði eg. “Já, frú”, sagði hann. “Jæja, frú Danvers”, sagði eg, “er þaö nokkuð annað?” Hún ihélt áfram að stara á mig. Þó sagði hún ekkert. “Ef að þú hefir ekkert meira til að segja, væri þér betra að fara og segja matreiðslumannin- um um heita hádegisverðinn”, sagði eg. “Eg er frekar unnum kafin.” “Hversvegna. vildi fréttaritar- inn tala við þig?” sagði hún. “Eg hefi ekki minnstu hug- mynd um það, frú Danvers”, sagði eg. “Er hún sönn”, sagði hún hægt “þessi saga sem Frith kom með frá Kerrith í gærkvöldi, að bát- ur frú de Winters hafi fundist?” “Er eirnhver saga komin á gang nm það?” sagði eg. “Eg er hrædd um að eg viti ekkert um það”. “Kapteinn Searle, yfirumsjón- armaður hafnarinnar í Kerrith, kom hér í gær, var ekki svo?” sagði hún. “Robert sagði mér það, Robert fór með hann inn. Frith segir að það sé sagt í Ker- rith að kafarinn sem fór niður til þess að skoða skemmdirnar á skipinu hafi fundið bát frú de Winters”. “Það getur verið”, sagði eg. “Þér er betra að bíða þangað til herra de Winter kemur sjálfur heim og spyrja hann um þetta.” “Hversvegna fór herra de Win ter svona snemma á fætur í morg un?” sagði hún. “Það kemur herra de Winter sjálfsagt einum við”, sagði eg. Hún ihélt áfram að stara á mig rannsakandi. “Frith segir að það fylgi sög- unni að lík hafi verið í bátnum”, sagði hún. “Hversvegna ætti að vera lík í bátsklefanum? Frú de Winter fór æfinlega ein í þessa siglingartúra”. “Það er algerlega þýðingar- iaust að spyrja mig, frú Dan- vers, sagði eg. “Eg veit ekkert meira en þú um þetta.” “Gerirðu það ekki?” sagði hún hægt. Hún hélt áfram að horfa á mig. Eg snéri mér frá henni, eg lét kerið á borðið hjá glugg- anum. “Eg skal skipa fyrir um hádegisverðinn” ,sagði hún. Hún beið augnablik. Eg sagði ekk- ert. Svo fór hún út úr herberg- inu. Hún getur aldrei hrætt mig framar, hugsaði eg. Hún hefir misst allt sitt vald yfir mér með Rebbeccu. Hvað svo sem ihún sagði eða gerði gat ekki gert mér neitt mein. Eg vissi að hún var óvinur minn, en það skifti mig engu. En ef að ihún skyldi kom- ast að sannleikanum um líkið í bátnum og verða óvinur Maxims líka—hvað þá? Eg settist niður á stól. Eg lét skærin á borðið. Eg var ekki í skapi til að eiga neitt meira við rósirnar. Eg héit áfram að hugsa um það hversvegna fréttaritarinn hefði hringt okkur upp aftur. Gamla ónota tilfinningin fór að gera vart við sig aftur einhvers- staðar innvortis. Eg fór út að opnum glugganum og hallaði mér út. Það var mjög heitt. Það voru þrumur í loftinu. Garðyrkju- mennirnir fóru að slá grasið aft- ur. Eg sá einn þeirra ganga á eftir sláttuvélinni aftur og fram Professionetl and Business — . ljli ecLory T FRÁ VINI Thorvaldson, Eggertson Bastin & Stringer Lögfræðingar BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage Ave. og Garry St. Sími: WHitehalI 2-8291 L J Erlingur K. Eggertson B.A., L.L.B. Barrister, Solicitor, Notary Public DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Building — Winnipeg 1 WH 2-3149 - Res. GL 2-6076 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ph. WH 3-2934 ERESH CUT FLOWERS DAILY I’LANTS IN SEASON WE SPECIALIZE IN - Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs. — Icelandic Spoken — , uppi á hjallanum. Eg gat ekki haldist lengur við í morgunher- berginu. Eg skildi skærin og rós irnar eftir og fór út á svalirnar. Eg fór að ganga þar fram og aft- vr. Jasper trítlaði við hliðina á mér, og undraðist víst yfir því hversvegna eg fór ekki með hann í göngutúr. Eg hélt áfram a ganga fram og aftur um svalirn- ar. Um klukkan hál-tólf kom Frith til miín úr ganginum. “Herra de Winter vlil tala við þig í símanum, frú”, sagði hann. Eg fór í gegnum bókhlöðuna inn í litla hliðarherbergið. Hend urnar á mér voru óstyrkar þeg- ar eg tók upp símtækið. “Ert það þú”, sagði hann. “Það er Maxim. Eg er að tala úr skrif- stofunni. Eg er hjá Frank”. “Já”, sagði eg. Það var þögn. “Eg kem með Frank og Julyan hershöfðingja heim með mér til hádegisverðar .klukkan eitt”, sagði hann. “Já”, sagði eg. Eg beið, beið eftir því að hann héldi áfram. “Þeim tókst að lyfta bátnum”, sagði hann. “Eg var rétt að koma til baka frá víkinni”. “Searle var þar, og Julyan hers höfðingi og Frank og hinir”, — sagði hann. Eg gerði ráð fyrir að Frank stæði vi ðhlið hans við símann, og að það væri ástæðan fyrir því að hann var svo kaldur og þur- legur. “Gott og vel þá,” sagði hann, “þú býst þá við okkur um klukk- an eitt.” Eg lét símtækið niður. Hann hafði ekki sagt mér neitt að ráði. Eg vissi enn ekkert um hvað hafði gerst. Eg fór aftur út á svalinar, sagði þó Frith fyrst að við yrðum fjögur við hádegis- verðarborðið í stað tveggja. — Þessi rúmi klukkutími ætlaði aldrei að líða. A. S. Bardal Limited FUNERAL HOME Established 1891 843 SHERBROOK ST Phone SPruce 4-7474 Wínnipeg 0penhagen HEIMSINS BEZTA MUNN TóBAK Umboðsmaður Heimskringlu í Árborg, er Tímóteus Böðvarsson. Eru áskrifendur beðnir að minn ast þessa, jafnframt nýir áskrif endur, er hyggja á, að færa sér kjörkaup hennar í nyt. HRIFANDI saga um ÓGLEYMANLEGA EIGIN- KONU REBECCA RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI -----------------^ Hún starði á niig. Hún sagði ekkert. Eg lét rósina í kerið með hinum. “Segðu mér ekki að þú getir ekki látið matreiða eitthvað ann MEGIÐ ÞÉR VIÐ ÁFENGISKAUPUM 99 M Þér hafið að líkindum fjölskyldu að sjá fyrir, rnargt að kaupa og láa gera við. Hafið þér í raun og veru fé afgangs til áfengiskaupa? Þér eruð sá eini, sem bezt getur sagt um það. En þariirnar, sem á undan áíengis- kaupum koma til greina, eru margar. FJÖLDI MANNA DREKKUR. EN MEGA ÞEIR VIÐ ÞVf? Nærri tveir þriðju af öllu uppkomnu fólki í Manioba drekkur og skoða fénu fyrir áfengi réttilega varið. En margir einstakl- ingar og fjölskyldur verja ofmiklu fé til vínkaupa. ENGIN ÞRÖNGVAR ÞÁ TIL ÞESS! Rangt! FÉLAGSLÍFIЗeða sú hugsun, að halda að það sé “fínt og flott” að veita bæði sjálfum sér og öðrum það—rekur þá til meiri áfengiskaupa, en margir mega ekki við því. HVERT ER SVARIÐ? Það eru margir aðrir hlutir til að gæða vin- um sínum á, en áengi. En ef ekki er ann- ars kostur þá veitið það skynsamlega og sparnaðarlega og án þess að offra nokkru sem mikilsvert er fyrir það sem fyrir féð sem fyrir alkólhol er eytt. maritoba committee on ALCOHOL EDUCATION Department ot Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1, Manitoba " -v M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and “ Good Used Carj Distributors toi FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone V Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Bulldex • Office and Warehouse: 1410 ERIN ST. Ph. SPruce 2 6860 Res. SP 2-1272 V I- Off. SP. 4-5257 Res. SP. 4-6753 ' Opposite Mhtemity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets - Cut Flowers Funeral Designs — Corsages Bedding Plants S. L. Stefansson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN z~~~~ V MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRING8 MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springt 175 FORT STREET Winnipeg — PHONE 93-7487 — P. T. GUTTORMSSON, B.A. LL.B. Barrister, Solicitor tc Notary 474 Grain Exchange Bldg. Lombard Ave. Phone 92-4829 GUARANTEED WATCH, & CLOCI. REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Pmp. Watches, Diamonds, Rings, aoclu, Silverware, r.hina 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170 ^ SKYR ] LAKELAND DVIRIIS LTD SELKIRK, MAN, PHONE 3681 At Winnipeg IGA FOOD MARKET 591 Sargent Avenue SARBIT’S IGA - GIMLI CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. Page, Mariaging Director WHOLESALE DISTRIBUTORS OF I'RESH and FR07EN FISH 311 CHAMBERS STREET Office phone: SPrucc 4-7451 ' - V GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANT8 and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. SP. 4-4558 Res. VE. 2-1080 BALDWINSON’S BAKESY I 749 EUice Ave., Winnipeg (milli Simcoe 8c Bererley) Allax tegundir kaffibrauð*. Brúðhjóna- og afmæliskðkur gerðar samkvæmt pðntun Simi SUnset 3-6127

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.