Heimskringla - 24.09.1958, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.09.1958, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WPG., 24. SEPT og 1. OKT. ’58 fEjtátttskrittjíla (atofnue l»t) Kcmur út á hverjum miðvikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 868 Arlinuton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-G251 Verfl blaðúiu er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram illar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Vildng Press Limited, 868 Arlington St., Winnipeg 3 Ritstjóri: STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINCLA ii published by THE VIKING PRESS LIMITEÐ and printed by VIKING PRINTERS 868 Arlington St, Winnipeg 3, Maa Canada Phone SPruce 4-6251 Authoriiad aa Second Clasa Mail—Poat Office DepL, Qttqwa WPG., 24. SEPT og 1. OKT. ’58 GÓÐIR GESTIR KVEÐJA íslendingarnir, sem hér hafa verið við skráningu ævisagna V.- íslendinga, lögðu 15. september af stað heim. Starfið gekk þeim að vonum, þó erfitt væri, eins og alt frum- starf er. Þeir söfnuðu nægu af nöfnum til þess, að vonin er, að fyrsta bindi æviskránna komi út á næsta ári. Og njóti það vin- sælda, verður brátt söfnun næsta bindis hafin og svo koll af kolli. Með þessari skráningu er fysta sporið stigið í miklu sam- starfi sem íslendingar eystra og vestra eru að hefja og ráðgert er að haldi áfram um nokkur ár. Vegna þess að það hefir verið minna á orði, en átt hefði að vera og komi f slendinganna vest ur kæmi mörgum á óvart, skal hér athygli vakin að nýju á því, er birt var í Heimskringlu um það fyrir nokkru eða rétt áður en skráninga höfundarnir komu vestur. Var þar um að ræða til- lögur, í 40 liðum um í hverju samstarfið væri fólgið. Var höf- undur þeirra Árni Biarnarson bókaútgefandi á Akureyri, sem nú er hér vestra, að sjá um ævi- skráningar starfið, ásamt tveim- ur öðrum mönnum, er hann fékk i lið með sér, en þeir eru séra Benjamín Kristjánsson og Stein- dór skólastjóri Steindórsson, báðir úr hópi«. pennafærustu manna þjóðar vorrar. Auk þess ágætur myndatökumaður, Gísli Ólafsson, lögreglumaður. Reka allir þessir starfið hér í sumar- tríi sínu og taka ekkert fyrir það, gera það blátt áfram mál-j efnisins vegna, eins og á sér stað um margt af því'bezta og háleitasta, sem unnið er í nokkru þjóðfélagi og sjaldan er viður- kent sem vert er. En vegna þess að þeir verða að taka upp störfj sín í byrjun október, geta þeir! ekki nema þessa rúmu tvo mán-j uði dvalið ihér vestra. í tillögum Árna Bjarnarsonar um samstarf, er margs getið, eins og 't.d. manna skifta við ýms störf og einkum unglinga héðan til að sækja þekkingu sína um ísland heim. Ennfremur að efna til verzlunar í Winnipeg með ís- lenzkar vörur, byggingu sam- komuhúss í Winnipeg, íslenzk-1 ra menningarstofnana sem þörf er á og gagnkvæm heimboð. Þetta er aðeins sýnishorn af þessum til lögum. Verður því ekki neitað að þær eru allar nauðsynlegar | og framkvæmanlegar, þar sem fjárframlög ekki taka fram fyr- ir hendurnar. Þetta eru hinar ágætustu frétt ir fyrir Vestur-íslendinga. ÞeirJ tímar eru nú framundan, að vest-J urfarir eru að hverfa úr sög- unni og þriðja og fjórða kyn- slóð íslendinga þegar teknar við, er í fylsta máta eru canadiskar. Með þessu höfum vér á öll bönd þjóðrækni skorið milli frænd- anna hér og heima. Að heyra því nú haldið fram, að svo þurfi ekki að fara og að til séu enn leiðir til að halda sambandinu, er því furðufrétt, og góð. En hún er fólgin í samstarfi fslendinga eystra og vestra og af verkefnum í þá átt sé engin þurð. Slíkt sam- band gæti orðið órjúfandi, og það er vilji allra íslendinga ef þeir bara vissu það. Það kom hér skýrt fram á fundi sem þjóðræknisnefndin skaut á í Jóns Bjarnasonarskóla 14. september til að kveðja gest- ina, og ráðstafa því er gera þurfti áður en þeir héldu heim. Þeir voru ekki einungis látnir heyra, að hér væri farið af stað með citt af stærri verkefnum vorum frá þjóðræknislegu sjónarmiði skoðað, sem þakka bæri gestun- um, heldur var sérstaklega bent á og þakkað hið mikla óskráða starf Árna Bjarnarsonar, er und- irbjó málið heima, túlkaði það og ávann því fulltingi stjórnarinn-! ar heima—og þjóðræknisfélags Vestur-fslendinga. Hann var! þeirrar viðurkenningar einnig veíður talinn að vera í raun réttri “faðir” hugmyndarinnar og^ fyrsta framkvæmdaspors þessa stórbrotna verks, þessarar fimmj eða tíu ára áætlunar þjóðræknis-j starfs vors á hinum örlagamikluj cg ískyggilegu tímum þjóðrækni1 vorrar í Vesturheimi. Til fundarj ins boðaði séra Philip M. Péturs-j son, vara-forseti og þegar á fundj inn kom, tjáði féhirðir Grettir Joihannson, að allmikið fé væri komið í sjóð til þessa starfs og mæltu þessir með, að veita gest unum fé, er með þyrfti. Var til- laga frá Guðman Leví um það samþykt og fögnuður látinn í Ijós af vel hepnaðri byrjun starfs ins. Hefir og verið lagt fram fé til byrjunarstarfsins af stjórn fs lands. Þegar starfi fundarins var lok ið bauð séra Philip Pétusson gesú unum og fundarmönnum heim til' kaffidrykkju, úr því ekki hefði unnist tími til að halda gestun- um veglega veizlu að skilnaði. En heima hjá hinum góðu hjón- um skorti hvorki veizlurétti né ánægjulegt samtal við hina góðu gesti. Þeir lögðu af stað snemma1 mörguns sunnudagsins 15. sept., í bíl til Bandaríkjanna. Til viðbótar þessu skal þess hér minst, að Árni Bjarnarson hefir haldið úti riti um þrjú ár er hann nefnir Eddu, helgað sam' starfi íslendinga austan hafs og' vestan. Er síðasta bindi þessa rits fult af greinum um þjóðern-; ismál vor er mjög margir beztu rithöfundar og málsmetandi| menn rita og gera heftið að einu hinu ágætasta þjóðræknis mál- gagni. Áður gaf Árni út viku- blað og kallaði Laugardagsblað- ið; birtust ágætar greinar úr sögu Vestur-fslendinga í því. Starf þessa manns á því alt gott skilið af Vestur-íslendingum. hefir veitt frjálstrúarmálum. Ekkert af starfi íslendinga hér vestra, hefir meiri menningar-á- hrif haft meðal þjóðar vorrar heima en frjálstrúarstarfið. Það, sem samvinnu eystra og vestra, var steinn í vegi, var þröngsýni kirkna og presta. En þegar frjáls trúar stefnan héðan varð kunn— bæði eystra og vestra og frjáls- trúarkirkjan fékki þjóðkirkju presta hingað, breyttist viðhorf- ið og hefir margt sem menning- ar- og þjóðlegt er, síðan tekið niiklum þroska í skjóli þessa. Þegar menningarsaga vor verður skrifuð hér, að óðru leyti en því, er uppstaln- ingu á þeim er kastað hafa fram vísu, mun frjálstrúarstarfið ekki sitja á hakanum, eins og átt hefir sér stað. Við skyldum ætla, að svo væri ekki. En kirkjurnar ís- ienzku vestan hafs, eru ásamt blöðunum hneikslanlega ská- gengnar, og þeir sem að þeim hafa unnið, er á menningarleg störf er hér minst. En það er kanske bezt að svo sé. Og þegar þetta hvorttveggja er úr sögunni, birti hér yfir ís- lenzkari menningu! Heimskringlu þykir vænt um að fá fréttir af íslendingum. Þeir eru orðnir svo dreifðir, að þeim finnst þeir ekki ihafa nógu mikið samband við neina heild þeirra að skrifa af þeim. En það er ekki rétt. Bréf einstakra manna verða að heild í blöðun- um og margir eru höfundum slíkra bréfa þakklátir. Fyrir aðstoð einstakra manna í þessu efni, væri Heimskringla þakklát, og vinir höfundanna, heima á ættjörðinni og hér. í trausti góðs stuðnings við Heimskringlu ýtir hún sjötug- asta og þriðja árið úr vör. VINARHÖND YFIR HAFIÐ Eftir próf. Richard Beck HEIMSKRINGA 72 ÁRA Með næsta blaði, er kemur út 8. október, hefst 73 árgangur Heimskringlu. Þó alt leiki nú ekki í lyndi með útgáfu ís- lenzkra blaða og nú sé farið að harðna á dalnum, er samt gott til þess að vita, að vinsæld henn- cir hefir ekki farið hót rénandi, við að hún viðurkendi í verki, að tilhugsunin um úthald viku- blaðs, sé í raun og veru orðin eins fjarri og útgáfa dagblaðs. Að kaupendur hafa viðurkent þetta, er /hér meira öryggi fyrir viðhaldi islenzkt blaðs, en bráð um dauða þeirra. Blaðið verður að efni til og stefnum hið sama og áður. Eitt mesta menningarstarf þess, hef- ir verið stuðningur sá, er það Eins og getið hefir verið um í vestur-íslenzku vikublöðunum, bæði í fréttagreinum og í gagn- orðri umsögn Davíðs Björnsson- ar ibóksala í Winnipeg, kom ný- lega út á Akureyri, undir rit- stjórn og á kostnað Árna Bjarnar sonar bókaútgefanda, ársrit Edda yfir 150 blaðsður að meginmáli í stærðar broti og prýtt mörg um myndum. Er ritið sérstaklega tileinkað sameiginlegum málefn- um fslendinga austan hafs og vestan. Með hinn ágæta tilgang þessa rits í huga og einnig vegna þess að mér skilst, að það hafi eigi enn sem komið er náð mikilíi út- breiðslu hér vestan hafsins, vil eg á ný vekja athygli á því og hvetja fólk til þess að kaupa það og lesa. Ritið kostar aðeins 2.00 dollara, og er það ekki hátt verð þegar litið er á stærð þess, og þeim mun síður, þegar tekið er tillit til efnis þess og þess mál- efnis, sem útgáfa þess er helguð: eflingu sambandsins og sam- starfsins milli fslendinga yfir hafið. Þegar eg, að beiðni útgefanda, skrifaði stutta grein fyrir ritið, hafði eg aðeins við hendma bækl ing hans Eflum samstarfið, með ahyglisverðum tillögum hans um það mál, ásamt með ágætum inn- gangi Steingríms Steinþórsson- ar fyrrv. forsætisráðherra, en fyrrnefndar tillögur voru gerðar að tilmælum hans. Á því stigi málsins var mér þá eigi heldur kunnugt um það, ihverjir aðrir for vígismenn og menningarfrömuð ir heimaþjóðarinnar yrði með í ritinu, og gat því eigi í nafni Þjóðrækinsfélagsins eða af eigin bálfu vottað þeim maklega þökk Vil eg nú gera þar á nokkura bragarbót. Ritið hefst á kveðjuávörpum til vor Vestur-íslendinga frá forseta íslands, hr. Ásgeir As- geirssyni, og Hermanni Jónas- syni forsætisráðherra, en síðan fylgja inngangsorð og ofannefnd ar tillögur Árna Bjarnarsonar, út gefanda ritsins. Biskupinn yfir íslandi, far. Ás- VINNUSOKKUM BETUR Þér getið íengið hvaða stærð og þykt, sem vera vill, og óþrjótandi úrval af PENMANS vinnusokk- um. Það stendur á sama hvað þér veljið, þér fáið ávalt beztu vöruna á sann gjarnasta og bczta verði. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-10-4 mundur Guðmundsson, ritar um samstarf að kristindómsmálum, en ávörp og greinar birta hér, auk Steingríms Steinþórssonar, þeir Ólafur Thors, fyrrv. forsæt- isráðherra, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Jónas Jóns son fyrrv. dómsmálaráðherra, Vilhjálmur Þór fyrrv utanríkis- ráðherra, Bjarni Benediktsson fyrrv. utanríkisráðherra, Thor Thors sendiherra, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Jónas Þor- bergsson fyrrv. útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri, Guðmundur Vilhjálmsson forstjóri Eimskipafélags fslands, Erlendur Einarsson forstjóri ís lenzka Samvinnufélags, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, auk margra annarra kunnra ágætis- manna beggja megin hafsins, en þó flestir austan álanna; um nöfh þeirra verð eg að láta mér nægja að vitna til fyrrnefndrar umsagnar Davíðs Björnssonar, þar sem taldir eru upp allir þeir er eiga greinar í ritinu. Eru í hópnum margir, sem dvalið hafa meðal vor íslendinga vestan hafs eða heimsótt oss, og því kunnir oss persónulega, en hinir af af- spurn, svo hátt hefir þá borið í íslenzku menningarlífi. Að vonum koma fram í grein- um þessum mismunandi sjónar- mið og þar er snúið upp mörg- um flötum á viðfangsefninu, sam vinnumálunum milli íslendinga yfir hið breiða haf, og eykur það á litbrigði ritsins og gíldi þess. En allar eiga greinar sammerkt um það, að þær eru af hálfu hinna mörgu og merku landa vorra, sem þar eiga hlut að máli, þrungnar djúpum og einlægum góðhug í garð vor Vestur-íslendinga »og vakandi áhuga á því, að samband ið milli vor og heimaþjóðarinnar megi verða sem traustast og var- anlegast. í greinum þessum koma einnig fram mjög eftirtekarverð- ar tillögur í þá átt að efla sam- starfið. Er vonandi, að þær, á- samt með tillögum Árna Bjarnar- sonar, sem eðlilega fara um margt í sömu átt, beri að ein- hverju leyti tilætlaðan árangur í “raunhæfu samstarfi”, eins og Thor Thors sendiherra orðar það heppilega í grein sinni í ritinu. En hvað, sem því líður, má ekki minna vera en að vér ís- lendingar vestan hafsins sýnum það bæði í orði og verki eftir mætti, að vér kunnum að meta þann mikla góðhug í vorn garð og áhugann á málefnum vorum, sem fram kemur í útgáfu þessa rits og innihaldi þess. Sá hugur lýsir sér fagurlega í þessum máls greinum úr prýðilegu ávarpi Ás- geirs Ásgeirssonar, forseta ís- lands: “Fjörðurinn á milli frænda var lengi fullbreiður til kynnis- fara, en nú eru mikil umskifti crðin, og vart lengra í tíma að brúa þeta mikla rúm, en áður tók að fara milli Reykjavíkur og Skáholts. Þessar nýju aðstæð- ur ættum vér að notfæra til fulls. Fámenn þjóð má ekki við því að missa neitt sinna barna. Þó sum- ir þræðirnir kubbist, má hinn vígði þáttur ætternis og menn- ingar ekki slitna. Eg hefi trú á því, að það hafi nokkurt gildi fyrir niðja íslands í framandi löndum, að varðveita menningartengslin við feðranna Frón. Svo reyndist risafuru Klettaf jallanna, Stepháni G. Stephánssyni. Hann skaut rotum sinum víða, en hin forna, safa- mikla rót íslands þúsund ara menningar, varð honum drýgst til aðfanga. Stephan G. galt ríf- lega fósturlaunin fyrir sjálfan sig, og raunar nokkurn skerf fyr ir alla, sem fluttust af landinu. Það er óskandi að veggur fram- andi tungu hækki ekki svo, að ekki sjái skygn hugur yfir á milli landa. En hitt er eðlilegt, að næsta stórskáld, sem upp rís af íslenzkum stofni vestan hafs, flytji sitt erindi á því máli, sem gengur nm alla vesturálfu. Ma þá viðri veröld skiljast, að hin vígða taug hefir haldið.” Með umræddu riti er oss Vest- ur-íslendingum rétt sterk og hlý vinarhönd yfir hafið. Mætti hand tak vort á mót vera sem sambæri- legast. Þeir sem vilja kaupa ritið geta pantað það frá Davíð Björnsson bóksala, 763 Banning St., Win- nipeg, Man. UM NASSER (Úr Tímanum) Fyrir sex árum síðan var Gam- al Abdul Nasser óþekktur liðs- foringi í egypzka hernum. í dag er það hann sem leikur sér að stórveldunum líkt og köttur að mús. Tvö skammbyssuskot hafa haft mikil áhrif á feril Nassers, annað hæfði, en hitt ekki. Það fyrra fékk hann í ennið er hann tók þátt í götu óeirðum, sem stefnt var gegn Bretum, og örið, sem það skildi eftir í hugarfari hans, er dýpra en það sem hann ber á enninu! Tilraun var gerð til að ráða Nasser af dögum 1954, en þá skau trúarofstækismaður á hann, en skotið geigaði. Nasser fæddist árið 1918 í smá- bæ einum í Norður-Egyptar- landi. Faðir hans var skrifstofu- maður á pósthúsinu þar og með því að spara saman hvern eyri tókst honum að kosta Nasser til náms í Kairó. Sem ungling dreymdi Nasser stöðugt um að verða liðsforingi í hernum, en þegar umsókn hans varðandi inntöku í liðsiori«gjá- skóla var hafnað, hóf Gamal Nass er að lesa lög við háskólann í Kairó. Seinna fékk hann inn- göngu í skólann og gerðist liðs- foringi, síðan hershöðingi og loks forseti. Á háskólaárum sínum lét Nass er stjórnmál mjög til sín taka, og varla kom það fyrir að uppþot yrðu gegn Bretum að Nasser væri ekki potturinn og pannan í öllu saman. í faernum kynntist Nasser flest um þeirra manna sem seinna urðu helztu aðstoðarmenn hans í blíðu og stríðu, svo sem Mofaieddin innanríkisráðherra og Abdul Amer hermálaráðherra. Israels- styrjöldin gaf byltingarhugmynd um Nassers byr undir báða vængi. og þar gat hann sér góðan orðstír á vígvöllunum en. ■ s F A S T W H E N V O U CALL BY NUMBER USE LONG DISTANCE OFTEN-THE RATES ARE LOWER THAN YOU THINK MANITOBA TELEPHONESYSTEM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.