Heimskringla - 27.05.1959, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.05.1959, Blaðsíða 1
LXXIII ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. MAÍ og 3. JÚNÍ 1959 NÚMER 33. og 34. ÍSLENZKIR ÞINGMENN HON. GEORGE JOHNSON Kosningaúrslitin í Manitoba Hér eru í fáum orðum úrslit kosninganna 14. maí í Manitoba. Roblin stjórnin 'bætti 10 nýj um sætum við sig—8 frá liberöl- um en 2 frá CCF. Nú híeifir stjórnin því 34 þing- menn (áður 26), Liberalar 11 — (áður 19) og CCF 10, áður 11. Þingsætin eru alls 57, en í tweimur var kosningum frestað tþar til 11. júní. Var það í Chur- c'hill og Rupertsland.. Þingmenn í báðum þeim ikjördæmum ifyrir kosningar voru stjórn-isinnar. Roblinstjórnin er því líkleg að halda 36 Iþingsætum á komandi Iþingi, en andstæðingar hennar til samans 21 þingsæti. Meirihluti M.D., conservative, var kosinn Roblinstjórnar því 15 að þingfor- með miklum meirihluta atkvæða seta meðtöldum. við síðustu kosningar í Gimli I kjördæmi. JOHN CHRISTIANSON NÝJU ÞINGMENNIRNIR Það varð ekki mikil breyting á þingmönnum í kosningunum í 14. maií. Endurktosningu náðu 44 ' af heildinni. Af 34, sem Roblin- 1 stjórn fylgja, eru 22 sveita-þing- ■ menn, en 12 bæjar þingmenn. Lib 1 eralar eru 10 úr sveit, en einn úr bæ. CCF þingmenn: 8 úr bæja- kjördæmum en 2 úr sveit. Nötfn þingmanna og kjördæma þeirra, eru Iþessi: Progressive ConseiTvative Sveitar-þingnjenn Arthur—Jack Cobb Birtle-Russel—R. G. Smellie Cypress—Marcel Boulic Dauphin—Stewart McLean Prairie kjördæmi. 5ingur hans var Green- bsinni. ivrsta skifti i Dufferin,—W^Homer Hamilton yrsta skifti 1 Flin Flon—C. H. Witney ini 14. mai, sem Con- .. ~ , . J Gimli—George Johnson smm, hlaut kosmngu i Hamiota-Barry P. Strickland Lac du Bonnet—Oscar Bjornson Minnedosa—Walter WeLr Morris—Harry Shewman Pembina—Maurice Ridley P. la Prairie—John Christianson Roblin—Keith Alexander Rook Lake A. W. Harrison Rockwood-Iberville—G. Hutton Souris-Lansdowne—E. McKellar Springfield—Fred Klym Swan River—A. H. Corbett The Pas—Jack Carroll Turtle M'ountain—E. F. Willis Virden—J. W. Thompson Bæja-þingmenn Assiniboia—George Johnson Brandon—R. O. Lissaman Ft. Garry—Sterling Lyon Ft. Rouge—Gurney Evans Osborne—W. O. Baizley River Heights—W. B. Scarth St. James—D. Stanes St. Matthews—W. G. Martin S. Vial—Fred Groves Wellingon—R. Seaborn Wpg Centre—Jarnes Cowan Wolseley—Duff Roblin Liiberal —Sveitaþingm. Carillon—Edm. Prefontaine Emerson—J. P. Tanohak Ethelbert Plains— Hryhorczuk Gladstone—N. Shoemaker Lakeside—D. L. Campbell La Verendrye—Stan Rdberts Rhineland—W. C. Miller St. George—Elman Guttormson Ste. Rose—Gildas Molgat Selkirk—T. P. Hillhouse Bæjarþingmenn St. Boniface—L. Desjardins CCF—Sveita þingmenn Brokenhead—Ed Schreyer Fisiher—Peter Wagner Bæjarþingmenn Burrows—John Hawryluik Elmwood—Steve Peters Inkster—Morris A. Gray Kildonan—A. J. Reid Logan—Lemuel Harris OSCAR BJORNSON Conservative frambjóðandi í Lac Du Bonnet, hlaut 73 atkvæðij fram yfir liberal iframbjóðand- ann. Mr. Bjornson er umboðsmaður Ford Motor Co., í kjördæmi sínu og er þetta í fyrsta sinn sem ihann bíður 'sig fram til þings. ELMAN GUTTORMSON liberali, var endurkosinn með miklum meirihluta atkvæða í St. George kjördæminu. Radisson—A. R. Paulley St. John’s—David Orlikow Seven Oaks—Arthur Wright 52 TAPA TRYGGINGAFÉ Fimmtíu og tveir af þeim er sóttu í kosningunum 14. maí, töpuðu tryggingarfé sínu, en það eru 200 dalir fyrir hvern þingm., eða $10,400 til samans fyrir alla. í fylkissjóð kom þetta fé frá 24 GCF frambjóðendum, 21 lib- eral, 3 kommúnistum og 3 óháð- um þingmanna-efnum. Úr íihaldsstjórnar flokkinum tapaði ekki eitt einasta þingm.- efni tryggingarfé sínu. Þeir sem lengst áttu í land með að halda tryggingarfé sínu, voru úr þessum kjördæmum:— Wolsley, Fort Garry, Fort Rouge Daupíhin, Gimli og Brandon. En í þeim isóttu af stjórnar ’hálfu, Roblin forsætisráðherra, Hon. Sterling Lyon dómsmálaráðherra, Gurney Evans, mentamálaráðh., Stewart McLean, i’ðnaðar- og verzlunarmálaráðh., Hon. George Jo’hnson, heilbrigðismálaráðh., og R. O. Lissaman. FJÓRIR RÁÐHERRAR BRJÓTA BÁT SINN f kosningunum 14. maí brutu fjögur þingmannsefna liberala og fyrrum ráðherrar í Campbell- stjórninni bát sinn á kosninga- skerinu. Þeir voru þessir: R. W. Bend, fyrrum heilbrigðis- málaráðherra, F. L. Jobin, fyrrum viðskiftamálaráðherra. C. E. Greenlay, fyrrum fjármálaráðhr. og C. L. Shuttleworth fyrrum akuryrkjumálaráðherra. Þarna kom skarð í fylkingu Campbells. Sjálfur var Campbell farinn að verða hræddur um sig í sínu kjördæmi. Hann Ihilaut að- eins 120 atkv. fram yfir stjórnar sinnan John F. Bate, í kjördæm inu Lakeside. Atkvæðin féllu þannig að Campbell hafði 1892 en Bate 1772. Sá er sigri hrósandi gekk á hólminn á móti Greenlay í Por- tage, heitir John Christianson, bæjarráðsmaður þar og sagður fslendingur þar ofan í kaupið. Hann sótti undir heillamerki Roblins. STINSON OG SWAILES TAPA KOSNINGU Kosninga-úrslitin 14. maí, urðu CCF þungar búsif jar. Lloyd Stin son, leiðtogi flokksins í fyikimu, og sem sótti í Osborne kjördæmi, tapaði kosningu. Hann tfell fyrir W. O. Baizley, Roblin sinna. í Assiniboia tféll einnig vara-for- seti flokksins Donovan Swailes fyrir manni George Johnson að nafni, skozkum íhaldssinna. — Féllu með þessum mönnum tveir forustumenn CCF úr isögunni. En flokkur CCF tapaði þó í heild sinni ekki nema einum, því þeir unnu Logan-kjördæmið, er S. Juba skipaði sem óháður, en hætti við að endursækja um. Hafa CCF nú 10 þingmenn í stað 11 fyrir kosningar. fSLENDINGAR Á MANI- TOBA ÞINGI í þetta skifti verða fjórir fs- lendingar á Manitoba þingi. Fyr- ir kosningarnar 14. maí voru þeir aðeins tveir, Dr. George Johnson h e i l'br i gð i smá 1 ar áð’h e rra Roblin- stjórnar og Elman Guttormson, liberal þingmaður í St. George. En nú bætast tveir við í hópinn. Er annar Jdhn Christianson, kos- inn íhaldsþingmaður í Portage la Prairie, en hinn Oskar Björn- son íhaldsmaður einnig kosinn í Lac du Bionnet, um 100 mílur norður af Winnipeg. Tveir aðrir fislendingar sóttu, en töpuðu, Paul Goodman, liberali, í St. Mattheæs, og Magnús Eliason, CCF í River Heights. Portage-þingmaðurinn John Ghristianson hét sá er kosningu vann af hálfu conserv- a-tiva 14. maí ií Portage og er ís- lendingur. Hann var fæddur í Langruth af íslenzkum foreldrum, sem báð- ir eru dáin en voru fæddir í þessu landi og hétu Björn Christ- ianson og Ingibjörg Eyvindsson. Móðir hans, Ingibjörg, var dóttir Þiðriks Eyvindssonar og Guðrún ar Pétursson frá Reykjavík, konu hans, er vestur um haf komu 1886, frá Felli í Biskupstungum, fyrst til Vatnabygða, en nokkru síðar til Langruth. En þaðan var á ný flutt og sezt að norður af Westbourne, Man., þar sem þau bjuggu lengst af, reystu fyrir- myndar-hús og var heimili þetta og þungamiðja bygðar, er þarna spratt upp. Þiðrik er talinn fædd ur í Útey í Laugardalnum. Þingmaðurinn sem hér um get- ur er bæjarráðsmaður í Portage, fyrrum forseti Rotary-klúbbsins, forseti Conservative-klúbbsins í Portage, og Manitoba Retail Farm Implement Dealers Assn. Hann var kosinn 1958 “Citizen of the Year” af Chamber of Com- merce, aðallega vegna mikilla iðnaðar og framfara athafna í bygð sinni. Christianson Limited heitir viðskiftafélagið í Portage, sem hann rekur ásamt tveim bræðrum. Þeir verzla með vélar af öllu tæi, hefir umboð John Deere og allra stærri bílagerða. John er 35 ára, giftur mentaðri og glæsilegustu konu, áður Miss Beverly Fairbairn. Þau eiga tvo sonu, Jbhn, 5 og David 3 ára. Á KOSNINGAKVÖLDINU Einn af ifregnritum Winnipeg Tribune lýsti kosningakvöldinu í herbúðum íhaldsflokksins, sem hér fer á eftir. Roblin sagði fyrir fimm árum —“Sá tími mun koma”. í kvöld hafa orð hans ræzt. Sig ur íhaldsflokksins í Manitoba, er órengjanlegur. Roblin þakkaði hann öllum nema sjálfum sér. Síðast liðnu fimm árin hfeir þó enginn eins mikið að þeim sigri unnið og hann. Eftir að hann var kosinn foringi flokksins, fyrir 5 árum, hentist hann um hvert kjördæmið af öðru, með þeim árangri er nú er hlutskifti íhaldsflokksins að taka við völdum, sem hann hefir ekki haft með höndum í meira en 40 ár eða frá Iþví að afi núverandi forsætisráðherra fór frá 1915. Allan þann tíma hafa íhaldsmenn skipað bekki stjórnarandstæð- inga, eða setið þungir á svip í samsteypustjórn. Þingið segir hinn endurkosni forsætisráðherra, að komi aftur saman 9. júní og taki til óspiltra mála við starfið, sem frá var horfið. Spurningu fregnrita um hvort skattaálagning sambandsstjórnar hefði nokkuð spilt fyrir í þessu fylki, svaraði Roblin á þá leið, að hann teldi það ekki líklegt, það myndi hafa verið vakið upp af andstæðingaflokkum hér, vegna málefna hraksins sem þeir voru í og kjósendur virðast ekki hafa gefið mikið fyrir. Viðhorf kjós- enda var þar sem í öðru vissulgea annað, en stjórnar-andstæðinga. Það var eins og þeim tækist ekki að reikna þar neitt rétt út, vissu háðir kirkju né öðrum samtök- ekker hvernig almenningur hugs- aði. Hefðu að líkindum aldrei út í kosningar rekið innan eins og sarna árs, ef svo hefði verið. Þegar fregnritar spurðu for- sætisráðherra hvort hann væri ekki feginn hvíldinni, kvað hann 'svo ekki vera. Einn af þeim, sem sér bæri að þakka aðstoðina, væri kona 'hans, er á öllum fundum sínum utan tveimur hefði verið, og hvarvetna haft mikil áhrif á áheyrendur. Hann sagði fregnrit um, skoðun sína bryetta á gift- ingum, frá því sem áður var. Ráðherrar verða að líkindum hinir sömu. Forsætisráðherrann sagði um það mál ekki fengist fyr en þing kæmi saman. BLÖÐIN ENN Það er nú brájðum ár síðan að við séra Philip Pétursson sátum í alvarlegum Iþönkum vegna út- igáfukostnaðar íslenzku vikublað- anna. Vikublöðum af stærð Hkr. og Lögbergs, var strax ljóst, að ekki verður haldið úti án stór taps. Þá atihuguðum við útgóifu þeirra aðra hvora viku. Töldum við hana reynandi, en þó væri með því í full mikið lagt. Og það hefir nú í tíu mánuði verið hlut- skifti Heimskringlu og líklegast kleifasta leiðin, sem til mála kæmi. Við óttuðumst að margt yrði út á þetta sett, og með því yrði ef til vill erfitt að ihalda öllu sögulega merkilegu til skila um okkur Vetsur-fslendinga. En reynslan hefir nú sýnt, að það er hægt svo nægja megi. Eftir tvær útkomur á mánuði um okkar íslenzka starf, sem er að minka eins og blöðin, er hægt að geta hins helzta um okkur. Að hinu leyti héldist alt bet- ur við lí sama horfi og stíl og áður með því að blöðin minkuðu, hvort um tsig fremur en ef þau bæði hættu fyrir eitthvert blað- bákn, sem hér hefir svo oft verið talað um—og ekki af reynslu- lausum mönnum heldur—en ekki nær nokkurri átt og ójafnt gerði kirkjunum undir höfði eða póli- tíkinni eða hverskonar klíkum sem væri. Útgáfukostnað er hægt að lækka að miklum mun með hálfs- mánaðarblaðsútgáfu. Sumir gamlir í hettunni segja, að þeir vilji sitt vikublað og ekk- ert annað. Þeir eru sem sé með því að fá 13 dala blað fyrir 3 til 5 dali. Ef kaupendur einir ættu að standa allan straum útgáfu vikublaðs, yrði áskriftagjald hvers Mkt þessu. En þar er einnig svo fyrir að þakka, að margur greiðir það eða jafnvel meira. En á þeim ágætu þjóðræknisvinum hvílir of mik- ið nú þegar af íslenzkri félags- legri útgjaldabyrði. Eitt enn gott við að blöðin væru tvö eða öll sem nú koma út, hlutfallslega af stærð Heims- kringlu, er að þau yrðu sjálfstæðari og kaupendur þeirra frjálsari að því að ikaupa það, sem þeim finnst skemtilegasta og fróðlegast að lesa. Slíkt fæst sjaldan eða aldrei í gjafablöðum, þó tekið væri upp á því að gefa blöðin út á gjafasjóðum, sem ein- hverjum hér mun hafa dottið í hug. Það er sagt að íslendingar séu skrítnir menn um ýmislegt og jafnvel öðru vísi en aðrir menn um sittihvað. Þegar Þjóðræknis- félagið hér var stofnað, voru það menn, sem engum gátu bundið sig skoðanalega, sem af stað með það fóru. Og það var af því, að þeir vildu hér frjálst félag, þar sem þeir þurftu hvorki að vera um í að unna ættjörðinni. Þar mátti enginn meinbugur á vera. Og það mundi líkt fara hér með blöðin. Þeir vilja að þau séu frjáls og þeir vilja taka frjálsa afstöðu sína til þeirra. Þeir vilja kaupa þau, ef þau eru eftir þeirra höfði, en annars ekki. Bókmentir íslendinga eru frá fyrsta í sliku andrúmslofti skap aðar. Þjóðræknisfélagið hefir sýnt hér lit á myndun slíks and- rúmislofts. Þessvegna finnst mér hér flest ætti að hneygja lögmáli þess, eins og gerðist á fyrstu 20 árum þess, undir stjórn dr. Rögnvalds Pét- urssonar. Þar sem Heimskringla átti sinn þátt í því, er þá fór fram í vestur-íslenzku þjóðlifi eða fé- lagsstefnum hefir henni ávalt fundist eitthvað vanhugavert við satrf vort vestra í hvert skifti er það hefir hrakið af þessari leið, sem nú var vikið að. Dr. Stefán Einarsson fann einu sinni það að íislenzku blöðunum vestra, að þau teldu það fréttir, ef menn færu á kamarinn. Hann átti við að þau segðu fréttir eins og sveita eða héraðablöð, sem hér tiðkast, segðu að frú Johnson hefði iheimsótt frú Johnson, en fréttirnar ná sjaldnast lengra og virðast enga þýðingu hafa aðra en að kitla tilfinningar einstakra persóna. En annars er ekki gang andi að því sem vísu, hvað er frétt og hvað ekki. Því að eins og John Bogart á að hafa sagt, er það ekki frétt, “þó ihundur biti mann, en ef maður bitur hund, er það frétt” Að bæta og skipulegga fréttir betur en fyr, er kanske ekki van- þörf. —S.E. DÁN ARFREGN Þann 13. maí 1959 andaðist á Princess Elizabeth sjúkráhúsinu hér í borg, hinn góðkunni landi vor, Halldór Metusalemsson Swan, 76 ára. Hann var eigandi Swan Manu- facturing Co. og var forstjóri þess í 38 ár. Dóri Swan, eins og hann var almennt kallaður meðal vina sinna var með afbrigðum vinsæll, gleðimaður mikill, félagslyndur, góðhjartaður og frændrækinn. Hann var söngmaður góður og tilheyrði karlakór íslendinga í Winnipeg um 20 ára skeið, og söngflokk lúterska safnaðarins. Hann var og íþróttamaður góður á yngri árum, boglistamaður mik ill og stofnaði Winnipeg Arch- ery klúbbinn. Hann var fæddur að Burstarfelli í Norður-Múla- sýslu. Hann á bróðir og systir á lífi á íslandi, Metúsalem og Oddný. Þessa merka íslendings verður vonandi getið betur síðar. Útförin fór fram frá útfararstoifu Bardals 15. maí. Dr. V. J. Eylands jarðsöng. HREINSIÐ SEMENT GÓLF ÁN NÚNINGS! Látið ekki, er þér hreinsið gólf hrufótt eða feitmökuð gólf ægja yður. Hér er sýnt hvernig hægt er að hreinsa án núnings. Bætið tveim matskeiðum af Gillets Lye í fötu af vatni. Blandið vel. Lyið leysir óhreinindin skjótt upp, ó- hreinindi sem án þess mundu þurfa mikla nuddun og eyða vondri lykt á sama tíma.Ef yður einnig v^ntar upplýsingar um notkun ódýrs lyes til notkunnar í húsinu eða í kring á búinu. Það getur sparað mikinn tíma, vinnu og fé. Sskrifið eftir fríum bækl- ingi til Standar Brands Ltd., 550 Sherbrook St. W. Montreal.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.