Heimskringla - 10.06.1959, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.06.1959, Blaðsíða 1
LXXIII ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. og 11. JUNÍ ’59 _____________________________NÚMER 35. og 36. MERKUR ÍSLENDINGUR OG SKÁLD LÁTINN Einar Páll Jónsson Einar Páll skáld og ritstjóri Lögbergs er látinn. Hann and- aðist í almenna spítalanum bér í Winnipeg, miðvikudaginn 27. maí, 1959, þá 78 ára. Með för hans yfir landamærin miklu, er höggvið enn eitt stórt skarð í lið vors litla þjóðarbrots i hér vestan hafs. I Einar var alvörumaður og gleðimaður, tilfinningaríkur, j ifljótur að skifta skapi, fljótur að reiðast og fljótur að fyrir- gefa. Hann var skemtilegur í við- ræðum, orðheppinn, einlægur og tryggur vinur vina sinna og drengur góður. Ritstjórnartíð Einars er svip- mikil og sögurík, hann kom víða við og hafði mörg áhugamál, þó! ekkert þeirila bæri hann eins heitt fyrir brjósti og væri eins áberandi, oftar rætt með eldleg- um áhuga, djörfung oig einlægni en viðhald og efling íslenzkrar tungu á meðal vor ihér í Vestur- heimi. Einar bar allan íslenzkan fé- lagsskap landa sinna hér, ríkt í huga, lagði á ráð, gaf bendingar til betri ræktunar, hvatti, sikip- aði og studdi á allan hátt af ráði og dáð, í ræðu og riti svo drengi lega sem íslendingurinn í honum heimtaði. Einar hataði lítilmennzku og undanihald, hans mark og mið var að sækja fram, alltaf skrefi lengra og hærra frá degi til dags. Það gekk oft erfiðlega, fannst honum en lét þó aldrei hug fall- ast, í baráttunni fyrir því sem var á einlhvern hátt til eflingar íslenzkri mennt og tungu hér, á meðal landa sinna í Vestur- heimi. Eg varð þess oft var, þegar við áttum tal saman um íslenzk mál og framtíð þeirra hér, að það gustaði um andlit hans er and- stæðurnar stóðu honum í fang. Þá hleypti Einar brúnum, augun tindruðu, og straumfall stóryrða heltist yfir andstæðinga, sem hjaðnaði (þó strax eins og bóla þegan 'byrlega blés. Hugsjon hans var áfram og uppávið, og þegar vel gekk, lá svo vel á hon- um, sem allar leiðir stæðu opn- ar, að ekkert væri ómögulegt, ef viljaþrek, einlægni og eldlegur andi væri að verki að treysta böndin og brúa hin miklu höf. Einar Páll var sannur íslend- ingur í þess orðs fyllstu merk- ingu. Hann var heill en aldrei hálfur. Hann elskaði land sitt og þjóð af einlægni, eins og sjá má svo víða gegnum rit hans og ræður um næstum því hálfrar aldar skeið sem Ihann var við blaðamennsku riðinn. Það leynir sér heldur ekki i hinum fögru ættjarðarkvæðum hans, hvar hann stendur, hvað 'hugur hans þráði og hvað heillaði hann mest. Ljóðin hans bera sanna sögu af skáldinu, íslendingnum, lista- manninum í ljóði, söng og háum hugsjónum, sem náðu ekki að rætast nema að nokkru leyti. Einar Páll var einn af okkar ágætustu skáldum. Hann orti þróttmikil djarfyrt, fögur og lif- andi ljóð. Og aldrei varð eg þess var, að þótt Einar skipti oft skapi við menn, að hann léti þá gjalda andstöðu sinnar með hvössum eða ljótum édeilum í ljóði. Hann bar of mikla virð- ingu ifyrir skáldgyðjunni til þess, og var of stór til að ljá slíiku vængi. Einar var athafnamaður, ekki einungis sem ritstjóri, heldur sem skáld og ferðalangur, því óteljandi eru allar þær ferðir sem hann átti út um byggðir fs- lendinga í sambandi við islenzk- an félagsskap, stofnun deilda hér og þar og til að skemta á samikomum eða við ýmiskonar tækifæri, og kynningarferðir hans voru margar með ýmsum góðum gestum sem að heiman komu, sem og annarsstaðar frá, til að gefa stuðning, hvatningu og ýmiskonar öryggisbendingar til eflingar íslenzkum félags- málum og samtökum. Það kvað því ekki síður mikið að Einari út um byggðir íslendinga en í sjálfri borginni. Einar var og söngmaður góð- ur á yngri árum og lék vel á orgel, svo vel, að maður varð að hlusta. Það er margt fleira hægt að segja um þennan mæta mann og vin vorn, sem nýverið er búinn að kveðja, en það verða efalaust aðrir sem gera það. Mér þótti væntum hann, og þó okkur sinn- aðist stundum—í bróðerni, þá styrkti það aðeins hlýhug minn til hans. Já, vinur okkar allra, Einar Páll er fallinn, en eftir lifir kona hans, Ingibjörg, stórmerk, gáfuð og góð kona. Hún hefur verið meðritstjóri Lögbergs um mörg ár, og verið aðal ritstjóri blaðs- ins eftir að manni hennar brast þrek til að starfa, og samhliða því annaðist hún mann sinn með prýði í veikindastríði hans. Bræður Einars eru tveir á lífi, Gísli Jónsson skáld og ritstjóri Tímarits íslendinga í Vestur heimi, og séra Sigurjón Jónsson á íslandi. — D. Björnsson AFMÆLI Mrs. Anna A. Pétursson Afmælisfagnaður fór fram s.l. sunnudag, 7 júní, er haldið var upp á 75 ára afmæli Mrs. Önnu A. Pétursson. Veizluhaldið fór fram að heimili dóttur hennar og tengdasonar Mr. og Mrs. K. O. Mackenzie, 311 Waverley St. Börn hennar komu þar saman, bæði austan frá Toronto og vest- an frá hafi. Meðal þeirra voru Mr. og Mrs. O. B. Petursson, frá Toronto, Mr. og Mrs. T. A. Arnason frá Minneapolis, Rögn- valdur F. frá Victoria, B. C., og Mr. ogMrs. S. Sigmundson frá Vancouver. En Iheillaóskir voru sendar frá Mr. og Mrs. S. G. Pet- ursson og Mr. og Mrs. H. J. Petursson í Toronto, sem gátu ekki verið viðstödd. Börn henn- ar sem búa hér í ibæ auk Mrs. Mackenzie eru Petur B. Peturs- son og séra Philip M. Petursson, þeir og konur þeirra voru einnig staddir á veizluhaldinu með hin- um systkinunum. Að kvöldinu komu nofekrir vinir inn á heim- ili Mr. og Mrs. Mackenzie til að óska Mrs. Petursson alls góðs á afmælinu, og að drefeka með henni kaffi sopa. sóknar frá Churchill, Man. innan tveggja ára. Hér kvað ekki um kapphlaup í geimförum að ræða við aðrar þjóðir, heldur radar-rannsóknir á heimsóknum óvina hingað. PRINCE ALBERT BÆR EIGNAST RADAR RANN- SÓKNASTOFU Frá Ottawa barst sú frétt fyrir helgina, að opnuð hefði verið radar-rannsóknarstofa í bænum Prince Albert, er til starfs síns taki með að senda rannsóknar- ihnetti (rockets) upp um háloft- in árið 1961. . Starf þetta er hafið í þeim til- gangi, ^5 vinna að stríðsvörnum norðurhluta Vestur Álfunnar. En um það er fullkomin sam- vinna og vænleg af hálfu Banda- ríkja og Canadastjórna. Að störfum á þessari radar- stoful í Prince Albert vinna Bandaríkjamenn jafnframt því sem Canadamenn vinna í sams- konar stofnunum í Bandaríkjun- um, t.d. í Millstone Laboratory í gred við Boston—eftir |því er þörf gerist. Eisenhower Bandaríkjaforseti sendi Diefenbaker árnaðar kveðj ur út af opnun þessarar rannsókn arstofu, er hann kvað hina beztu fyrirboða um góða og heillavæn- lega samvinnu þjóða beggja meg in landamæranna. Fyrsti hnötturinn (rocket), gerður í Prince Albert verður sendur upp í háloftin til rann- J The Western Canada Con- ference of Unitarian and Other Liberal Ghristian Women, held their annual meeting on June 8th and 9th .1959. The officers for 1959 are: President Mrs. S. McDowell, V. President Miss G. Sigurdson Recording Sec. Mrs. G. Eyrikson Corr. Sec. Mrs. P. M. Petursson Financial sec. Mrs. E v. Renesse Treasurer Mrs. N. K. Stevens Counsellors: Mrs. S. E. Bjöm- son, Miss Gerða Kristjansson, Mrs. S. B. Stefansson. Extension Chairman Miss Stef- ania Sigurdsson, Arborg, Man. Honourary Members Mrs. Oddny Ásgeirsson, Wpg., Stjórnarráð Manitoba HON. DUFF ROBLIN HON. GEORGE JOHNSON HON. ERRICK WILLIS Premier of Manitoba v Minister of Health and Welfare Min. of Public Works HON. JOHN THOMPSON Min. of Labour HON. STERLING R LYON HON. JOHN B. CARROLL Attorney General Minister of Public Utilities HON. GURNEY EVANS Min. of Mines and Natural Resources HON. MARCEL BOULIC Provincial Secretary HON. STEWART E. McLEAN Minister of Education and Mrs. Maria Sigurdson, Win- nipeg. The Speakers at the lunchéons were—Monday June 8th, Mrs. R. E. Rasmussen, Director for Mani toba Association for Retarded Children. On Tuesday, June 9, Mrs. F. M. Bastin, chairman of the Committee of Elizabetlh Fry —Jöhn Howard Society. There were 35 guests and del- egates attending. Mrs. G. S. Eyrikson INNLENDAR FRÉTTIR FISKVEIÐI Á WIN- NIPEG-VATNI í blaðinu Winnpieg Tribune getur þess s.l. föstudag, að fylk- isstjórn Manitoba ®é að senda vísindalið til að safna gögnum að því hvernig hægt sé að halda við fiskveiði á vötnum Mani- toba. Veiði þessi er komin mjög illa og sama sem úr sögunni, ef á- fram heldur, sem síðustu 10 til 15 árin. Menn sáu veiðina fara þverr- andi ár frá ári. En liberalstjórn in og aðgerðir hennar manna komu ekki að neinum notum. Þurð veiðinnar er ef til vill ofmikilli veiði mest að kenna. Möskvastærð peta notuðum í leyfisleysi, er oft nefnd sem skaðræði, drepandi ungviðið. Um aukningu ránfisks er einnig talað. En hverju sem þetta er að kenna, er það góðsviti að Roblin stjómin hefir þegar innan eins árs á viðreisnarstarfi þessa forna atvinnuvegar íslendinga, sem annara, hafist. CANADA HLÝTUR ARF Duck Island heitir eyja í Ont- ario-fylki. Keypti John F. Dulles hana og notaði sem sumarbústað. Er eyjan frumbylingsleg, en hin skemtilegasta samt og einkum fyrir þá mergð fuglategunda, er þar hafast við. f erfðaskrá Dulles, er Canada gefin eyjan. Verður nafni hennar að líkind- um breytt og hún kend við gef- andann. Ef hjarta þitt er viðkvæmt, kemstu ekki .hjá kvöl og þraut. Trúin flytur fjöll — villjinn heil lönd. Lítið réttlæti er oft betra en stórt ranglæti MIÐSUMARS SAMKOMA SKANDINAVA 26., 27., og 28. JÚNI, 1959 í VANCOUVER Hinn dásamlega myndríki skemtistaður Svíanna í Norður- Vancouver, verður bráðlega opn- aður fyrir hinn árlega miðsum- ars fagnað skandinava, sem stofn að er til af samkomunefnd þess- ara þjóðarbrota. Skemtiskráin hefst kl. 1:30 þann 26. júní, með söng og hljóð færaslætti, þjóðdönsum sem allir skemta sér svo vel við. Miðsum- ars drottning verður þá einnig krýnd sem valin verður úr þátt- takendum hinna fimm skandinav isku landa. Hliðið opnast kl. 11:00 og flutningsvagnar fara þangað frá Hasting St. alla tíma dagsins. Síðarihluta laugardags verða til reiðu allskonar skemtanir fyrir börn. Að kvöldinu verða hljómleikar og dans hefst kl. 9:30. Föstudagskvöldið yerða alls- konar skemtanir í danssalnum fyrir alla sem vilja taka þátt í— frá Noregi, Sviþjóð, Finnlandi, Danmörku og íslandi. — Komið og minnist heimalandsins.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.