Heimskringla - 08.07.1959, Page 1

Heimskringla - 08.07.1959, Page 1
 LXXIII ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. og 15. JÚLÍ ’59 NÚMER 39. og 40. INNLENDAR FRÉTTIR 1. JÚLÍ Þjóðhátíðardagur Canada var haldinn 1. júlí eins og lög gera ráð fyrir. Var reynt að koma þeirri breytingu á, að halda hann mánudaginn 29. júní, og gera úr því 3 helgidaga í röð, eins og gert hefir verið með flesta tylli daga, með þeim á- rangri, að þýðing þeirra-er fall- in í gleymsku og dá. Svo fór þó ekki í þetta sinn. Má það ef til vill mest þakka því að á minningardaginn var ihér stödd Elizabeth drotning Breta, en það er sagt í fyrsta skifti sem konungur eða drotn- ing hafa á þjóðminningardegin- um verið hér stödd. Drotningin útvarpaði ávarpi sínu frá bústað landstjórans í Ottawa, kvað sér það mikið fagnaðarefni að vera stödd hér á þessum hátíðardegi og vera vitni um einingu og átök þjóðar innar, eins og opnun St. Lawr- ence sjóleiðarinnar. Fór hún víða um í Ontario kom í einar 5 borg ir og var hvarvetna fagnað—og oft af fólki frá Bandaríkjunum. er eins margt var og heimafólkið. Ottawa var og prýdd á þessum degi, svo að til var tekið. Þjóð- hátíðardagurinn fekk á sig ann- an og nýjan svip við þetta. Frá fyrsta afmælisdegi Can- ada eru nú 92 ár. Það var 1867, sem Canada sameinaðist í eina heild. Tilgangurinn með því duld ist ekki. Landið hafði þó nokkr- um framförum tekið, en vegna þess hve bygð var dreyfð, var erfiðara um alt stórstarf. Eftir sameininguna tók Vestur landið að byggjast. Og þær 4 miljónir íbúa, sem þá voru hér að verki, eru nú orðn að 17 miljónum. Fyrsti stjórnarormaður Can- ada, etir hinum nýju lögum, var Sir John A. Macdonald. En hann hafði mest að sameiningunni unnið, eða að uppkasti að stjórn arskrá Canada eða sambandslög- unum, sem Bretastjórn sneið upp úr tillögum ráðsmanna Canada og samþykkti 1. júlí. Þannig stendur á að sá dagur er þjóðhátíðardagur Canada. Ekkert þarfara verk hefir verið unnið þessu landi, en þessi sam- bandslaga smíði sem nefnd er British North American Act. Á stjórnar árum Frakka í Canada frá 1608—1759, var hér einveldi. Þrir hreppstjórar frá Frakklandi og prestur, réðu hér lögum og lofum. Þjóðin réði engu. Þegar innflutningurinn mikli frá Bandaríkjunum, hefst með loyal- istunum er ósammála voru Banda ríkjumönnum, er sambandi slitu við Breta, var hér lengi barist við að koma á brezku stjórnskipu lagi, þingstjórn o.s.frv. En það lánaðist þannig, að taka varð landið úr höndum Frakka fyrst, svo að kljúfa það í Neðri og Efri Canada, með sitt hvoru stjórnar sniði og síðast með að sameina það aftur. Fær maður af því ljósa hugmynd um hve þörfin var hér mikil á einingu. Fyrstu fylkin sem í samband- ið gengu 1867, voru Ontjario, Quebec, Nova Siotia og N. Bruns wick. Manitoba 1870 um leið og stofnað var. British Columíbia 1871, Prince Edward Island 1873, Alberta og Saskatchewan 1905, og New Foundland, sem var elzta nýlenda Breta 1949, fyrir 10 ár- um. Alvarlegt verkfall Á British Columbia-^ströndinni gerðu skógarhöggs og viðarstarfs menn verkfall s.l. mánudag. Frá vinnu gengu 27,000 manns. Þeir báðu um 20% kauphækk- un. Núverandi lágmarkskaup er $1.72 á klukkustund. Stjórnin eða fylkið er talið að tapa viðarframleiðslu við þetta er nemur frá einni til þrem milj- ón dölum á dag. Og ekki sízt, ef fiskveiði, er árlega nemur 90.- 000,000 dala tekjum, skyldi einn- ig stöðvast, sem óttast er. Stáliðnaður er sagður nema jafnmiklu. Og verkamenn hans, hóta að fara af stað, ef kauphækk j un í viðarframleiðslu fæst ekki.! Er óttast að samtök þessi, In-j ternational Woodworkers of America —CLC—, geti, ef í það versta fer, stöðvað hvert hjól framleiðslu og iðnaðar í fylkinu. Um 127 félög áttu þátt í sátta- tilraununum við verkamanna- samtökin. ROBLIN í OTTAWA Tíu fylki þessa lands sendu fulltrúa á fund sambandsstjórn- ar nýlega. Erindið var að ræða skattamálin milli fylkis- og land stjórnar og fá núverandi sam- ^ þyktum um þau breytt. Ein sex af tíu fylkjunum, eru með því, að greiðslan á skattinum til fylkj- anna sé of lág. Að hún ætti að vera 15% af bæði tekju- og fé-j lagaskatti, er skoðun Ontario- fylkis. En sá skattur er nú 13 og 9%. British Columibia fulltrúinn lagði til að 25% væri endurgreitt fylkjunum. Eitt c.-í—-~;r>st var á, var að fella gengi canadiska dollarsins. Hágengi hans væri tap í við- skiftum við önnur lönd. Hverju áorkað var í þessum málum kvaðst Roblin skýra síð- ar á þessu fylkisþingi. fbúatala Canada hækkar Á innflutningsárinu sem lauk 1. júní, hækkaði íbúatala Can- ada um 2.3%. Er hún því nú 17,442,000. íbúa tala fylkjanna var 1. júní sem hér segir: Ontario 5,952,000; British Col umbia 1,570,000; Saskatchewan 902,000; Nova Scotia 716,000; N. Brunswick 590,000, Newfound land 449,000; Prince E. I. 102,000 Nortih West Territories 21,000; Yukon 13,000; Quebec 4,999,000; Alberta 1,243,000; Manitoba 885,000. Vestur-íslenzku vikublöðin sameinast Lögberg-Heimskringla hefur göngu sína í þriðju viku ágústmánaðar ERLENDAR FRÉTTIR CHICAGO FAGNAR KOMU BRETA DROTNINGAR Komu Elizabetar Bretadrotn- ingar til Chicago í gær, var fagn að með 21 fallbyssuskoti, blístri frá skipum og hrópum og fagn- aðarlátum stærra hóps manna en nokkru sinni hafði saman safn- ast við heimsókn nokkurs gests áður. Lögreglan átti fult í fangi með, að halda þyrpingunni til baka, er út á hafnbryggjurnar ■ sótti. Drotningin kom á sínu eigin listiskipi frá Canada til Chicagoj er hún hafði með í ferðina vest- ur. Þegar drotningunni hafði ver ið sýnd borgin, kvaðst hún fleira furðulegt hafa séð þennan eina dag en á nokkrum einum degi áður. HEIMSKAPPI Hér fer á eftir tilkynning frá útgáfunefnd hins sameinaða blaðs: TILKYNNING Eins og mörgum mun kunnugt, hefir ósjaldan verið efnt til fund- arhalda af aðiljum íslenzku viku- blaðanna, Lögbergs og Heims- kringlu, í því skyni að leita hóf- anna um sameiningu þeirra beggja. Nú síðustu vikurnar hef- ir enn verið látið til skarar skríða með þeim árangri, að fullt sam- komulag hefir náðst um samein- ingu. Fyrr greindu máli var endan- lega til lykta ráðið á fundi, sem haldinn var í Fort Garry Hótel- inu hér í Winnipeg, mánudag- inn 29. júní kl. 6.15 e.h. Fundinn sóttu útgáfu- og ritnefndir Lög- bergs og Heimskringlu og aðrir þeir, sem áður greindar nefndir höfðu kvatt sér til ráðuneytis. Meðal fundargesta var herra Thor Thors ambassador fslands 'í Bandaríkjunum og Kanada. Helztu samþykktir, sem gerð- ar voru á fundinum voru sem nú skal greina: Ákveðið var, að blöðin Lög- berg og Heimskringla skyldu sameinuð í eitt vikublað, er kæmi út undir nafninu ‘Lögberg- Heimskringla.” Ráðin var stofnun nýs útgáfu- fyrirtækis, sem mun bera nafnið ‘‘North American Publishing Co. Ltd.”, og mun fyrirtækið annast útgáfu áðurnefnds vikublaðs. Herra Árna Eggertson lög- fræðingi og Senator G. S. Thor- valdson var falið að annast hina lögfræðilegu hlið málsins, sem veit að útgáfufyrirtækjunum “The Columbia Press Ltd.” og “The Viking Press Ltd.” Kosið var í útgáfu- og ritnefnd vikublaðsins “Lögberg-Heims- kringla,” og munu nöfn þeirra, sem sæti eiga í þessum nefndum, verða birt annars staðar hér í blaðinu. Ákveðið var, að síðustu tölu- blöð Lögbergs og Heimskringlu skyldu gefin út um mánaðarmót- in júlí og ágúst 1959, en fyrsta tölublað ‘Lögberg-Heimskringla’ skyldi gefið út 19. ágúst 1959. Áskriftarverð hins nýja viku- blaðs verður $6.00 í Bandaríkjun- um og Kanada fyrir hvern ár- gang, en á íslandi mun árgangur- inn kosta kr. 125.00. Áskriftar gjald greiðist fyrir fram. Það var eindreginn vilji fund- arins, að þegar yrði hafizt handa um að búa vikublaði voru sem tryggilegastan f játhagsgrund- völl með því að afla sem flestra áskrifenda, auka auglýsinga- starfsemi og veita móttöku fjár- framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Af framan skráðu má greina, að það hefir fyrst og fremst vak- að fyrir öllum þeim, sem hér áttu hlut að máli að tryggja íram tíð beggja blaðanna, Lögbergs og Heimskringlu, með því að flytja þau í sambýli. Vér væntum þess, að vikublað- ið “Lögbergs-Heimskringla”, fái að njóta óskiptra vinsælda og óskipts stuðnings allra þeirra, sem meta það nokkurs að við- halda þeim böndum, sem traust- ust hafa reynzt, annars vegar meðal Vestur-íslendinga inn- byrðis og hins vegar milli þjóð- arbrotsins í vestri og heimaþjóð- arinnar. Vestur-fslendingum hefir löng um verið það kappsmál að kunna nokkur skil á uppruna sínum og menningararfi þeim, sem þeir hlutu í vöggugjöf. Það er trú vor, að oss sé það höfuðnauðsyn að halda út íslenzku vikublaði hér á meginlandi Norður-Am- eríku eins lengi og íslenzk tunga á þar nokkur ítök. Vér viljum því enn ítreka áskorun vora um stuðning og fulltingi allra ís- lendinga vestan hafs og austan— allra fslendinga, sem vilja minn- ast þess, að íslenzk tunga og ís- lenzk menning í Vesturheimi á sér sögu, sem nær yfir meira en heila öld. Vér viljum kosta kapps um, að þessi saga verði sem tryggi- legast varðveitt, og ennfremur viljum vér búa þanning um hnút- ana ,að við hana verði bætt. Slíkt getum vér helzt gjört með því að ganga svo frá málunum, að ttyggð verði útgáfa íslenzks vikublaðs í Vesturheimi. F. h. útgáfunefndar, G. S. Thorvaldson P. H. T. Thorlakson Árni Eggertson Philip M. Pétursson Haraldur Bessason íngarnir. Húsmæður munu hafa það náð- ugt í slíkum lúxushúsum. Það er ekki nóg með að sjálfvirkar vél- ar annist öll eldhússtörfin. Ekki (þarf annað en að stilla vélheila (eftif því hvaða mat á að elda og ihvernig skuli framreiða hann). Síðan stjórnar vélheilinn sjálf- virku vélunum allt frá þvi þær byrja að afhýða kartöflurnar og þar til þær hafa lokið uppþvott- inum. Álitið er að slíkt hús muni kosta sem svarar tæpum tveim milljónum ísl. króna sarnk. nú- gildandi verðlagi.—Þjóðv 21. maí “VESALINGARNIR” TEKN- IR ÚR BANNI PÁFA- STÓLSINS í fyrsta skipti svo sögur fari af hefur páfastóllinn tekið bók af Index librorum prohibitorum, lista bóka sem rómverskaþólskir menn mega ekki lesa nema með sérstöku prestsleyfi, vilji þeir ekki fyrirgera sálarheill sinni. Bókin sem tekin var af listanum er skáldsaga Victors Hugo “Ves alingarnir”. Ekki mega þó ka- þólskir menn lesa bókina eins og höfundur gekk frá henni, þeir verða að lesa hana í sérstakri út- gáfu með neðanmálsathugasemd um við þau atriði sem kaþólska kirkjan telur varhugaverð. —Þjóðv. 22. maí ATTRÆÐ FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI bandarísku þjóðina smeikari ast svo gömlum manni. En Oona við, en Bretar gátu nokkurn og Chaplin eru hamingjusöm, fjma gert. Ingímar, miljónera eiga sex börn sem komu hvert á hnefaleikarinn frá Gautaborg fætur öðru og færðu pabba sín- mætti veraldar kongi hnefaleik- um afmælisgjöf á afmælinu hans. ara Patterson, og í þriðja kafla Síðast kom Oona, hvíslaði ein- leysti hann Þór, og beindi hœgri hverju að honum, og bros færð- hnefanum að Patterson —og það ist yfir andlitið á Chaplin. Af- var allt sem þurfti, Ingimar er mælisgjöf konu hans var loforð nú konungur hnefaleikara í um sjöunda barnið í desember. veröldinni. Fólk sem borgaði ‘Börnin láta mig hafa nóg um eins mikið og $100 fyrir sæti, að hugsa allan daginn”, segir og þeir sem hlustuðu á í útvarpi, Ohaplin. “Það er allur leyndar- trúðu því ekki að Ingimar hefði dómurinn við það hve ungur eg þessa krafta í hægri hnefanum, er, þrátt fyrir 70 árin.” °g meira segja sáu ekki höggið —Mbl. 21. maí er það féll, en heyrðu það þó.1 Lengi lifi Ingimar frá Gauta ÍBÚÐARHÚSIÐ ÁRIÐ 2000 botg- j Árið 2000 munu í'búðarhúsin .. snúast sjálfkrafa eftir því sem CHAPLIN SJoTUGUR j sólin færist yfir þimininn, þann Um daginn varð Charlie Chap- ig að stöðugt sólskin verður í lin sjötugur, en hann er eins og íbúðinni. Frá þessu hafa banda- kunnugt er, kvæntur Oonu, dótt- rískir verkfræðingar skýrt á hi- ir rithöfundarins Eugene O’Niel. býlasýningu í Washington. Ingimar Johannsen kom frá Gautaborg, í Svíþjóð, til Banda-| Hún er 36 árum yngri og faðir^ Vatnsþörf hússins verður full ríkjanna með hamar Thors í hennar fyrirgaf henni ekki með- nægt með því að nota rakann í hægrS h e n d i, og gerði an Ihann lifði að hún skyldi gift- andrúmsloftinu, segja verkfræð- Kveðjur yfir hafið 1 tilefni af fimmtán ára afrnæli1 íslenzka lýðveldisins sendi dr. Richard Beck, forseti Þjóðrækn- isfélagsins, herra Ásgeir Ásgeirs syni, forseta íslands, eftirfarandi símkveðju þ.l7. júní: “Minnugt fimmtán ára afmælis lýðveldisins, sendir Þjóðræknis- félagið Forseta íslands, ríkis- stjórn og þjóð hugheilustu árn- aðaróskir. Cuð blessi ættjörð- ina.” Forseti íslands þakkaði með svohljóðandi símskeyti: “Þakka hlýjar árnaðaróskir Þjóðhátíðardaginn. Óska Vestur- íslendingum gæfu og gengis.” Ásgeir Ásgeirsson * ÚRSLIT KOSNINGA TIL ALÞINGIS Á ÍSLANDI 28. JÚNÍ 1959 Sjálfstæðisflokkurinn 20 Framsóknarflokkurinn 19 Alþýðubandalagið 7 Alþýðuflokkurinn 6 73% atkvæða með kjördæma- skiftingunni. Alþýðubandalagið tapið 20% atkvæðamagni borið saman við kosningar 26. janúar 1958. Ofanskráðar fréttir, sem munu þær síðustu er borist hafa vest- ur, lét Grettir Jóhannson ræðis- maður blaðinu í té Fyrir kosningarnar var tala þingmanna hvers flokks, sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn 19, framsóknarflokkurinn 17, AI þýðuflokkurinn 8, og Alþýðu- bandalagið, eða kommúnistar 8. Nýja kjördæmaskipuninn er sem hér segir Kjövdæmi Kjóstndur Þingm. áður 1956 eftir frv Reykjavík 37.603 12 8 Reykjanes 10.901 5 2 Miðvesturland 6.234 5 4 Vestfirðir 5.835 5 4 Norðurl. vestra 5.876 5 . 5 Norðurl. eystra 10.893 6 5 Austurland 5.712 5 6 Suðurland 8.552 6 6 Samtals 49 41 Uppbótamenn 11 11 Þingmenn alls 60 52 Hólmfríður Pétursson Samsæti var haldið Hólmfríði Pétursson, ekkju Dr. Rögnvaldar sál Péturssonar, miðvikudaginn, 10. júní, að heimili hennar 742 Waterloo St., er hún átti áttræðis afmæli. Þar komu saman börn og barnabörn, er til heimilis eru í Winnipeg. Einnig komu þangað heim til að samfagna henni, syst- ur hennar tvær, Hlaðgerður Kristjánsson og Matthildur Fredrickson frá Vancouver. Bróðir hennar Hákon Kristjáns- son sem býr í Vancouver sendi samfagnarskeyti vestan að, þar sem hann gat ekki verið sjálfur viðstaddur. Laugardaginn, næstan á eftir, 13 júní, var aftur haldið heimboð, og þá komu margir vinir iheim til að óska Mrs. Pétursson alls góðs og drekka með henni kaffisopa. Þetta var hin mesta fagnaðar- stund. Hólmfríður var fædd 10. júní, 1879, á Hraunkoti í Suður-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hennar voru Jónas Kristjánsson og Guð- rún Þorsteinsdóttir frá Hraun- koti. Börn hennar eru fjögur, Thorvaldur, i Toronto, Margrét i heimahúsum, Ólafur, efnafræð- ingur, í Fort Garry, og Pétur, í Winnipeg. Hún á fimrn barna- börn. Stærstu kjördæmin 3 til 4 fá flest uppbótarsætin. —Alþbl. LAN DHELGISBR JóT AR REKAST Á Það er farið að þrengjast á þjófabásum Bretans hér við land. í fyrra kvöld sigldi brezkur landhelgisbrjótur á annan veiði- þjóf með þeim afleiðingum, að gat kom á hann og varð hann að fara heim. Af ótta við Óðinn hjuggu báð- ir á víranna og flýðu frá vörp- unni —Þjóðv. 26. maí Þjóðleikhúsið í leikför ti Austurfjaiða Á s.l. ári fór Þjóðleikhúsið leikför til Norðurlands og Vest- fjarða, en tími vannst þá ekki til að fara til Austfjarða. Nú hefur leikhúsið ákveðið að sýna “Föð- urinn” eftir August Strindberg á Austfjörðum í næsta mánuði. —Þjóðv. 26. maí. Hæsta hús á íslandi í gær var lokið við að reisa hæsta hús, sem byggt hefur ver- ið hér á landi til þessa. Er það 13 hæða íbúðarhús að Austur- brún 2, skammt frá Dvalarheim- ili aldraða sjómanna. í húsinu eru 68 íbúðir. Það er byggt af Sameignarfélagi Laugaráss.. Byggingarmeistari er Sigurð- ur Pálsson. Fjölmennt reisugildi var í Tjarnarcafé í gærkvöldi.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.