Heimskringla - 08.07.1959, Síða 2

Heimskringla - 08.07.1959, Síða 2
2. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 8. og 15. JÚLÍ ’59 Híimskringk (BtotMð ltH) Kemui út i hrerjum miðvikudegi Eigendur: THE VLKENG PRESS LTD. ArUni'ton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruee 4-C251 Verfl blaðaim er $3.00 árgangurinn, horgút fyrirfranx 411ar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll Yiðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Preaa Limited, 868 Arlington St., Winnipeg 3 Ritstjóri: STKíAN KINARSSON Utanáskrift til riutjórans: KDITOR HEIMSKRINGLA, 868 ArUngton St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 868 Arlington Sc, Wiaoipog 3, Maa r.anoda Phonc SPruce 4-6251 Anthonznd aa Second Claaa Maál—Pogt Ofilce DepU Ottawa WINNIPEG 8. og 15. JÚLÍ ’59 JÓN KRISTINN OG LÁRA VILHELMINA LAXDAL 25 ára giftingar afmæli, 4. júlí ’59 Þau hjón sem hér er minnst áttu 25 ára giftingarafmæli 4. jú'Ií, og í iþví tilefni efndu ætt- ingjar Iþeirra og vinir til veglegr- ar veizlu, sem fór fram á hinu veglega heimili þeirra Árna og Maju Eggertson, að 109 Hert- ford Blvd., Tuxedo, Man. Nærri 100 manns sátu veizluna. Veizlu- stjóri A. S. Eggertson, Q.C., flutti ávarp og var minni drukk- ið í góm'sætu sherry. Bjarni Egilsson bæjarstjóri á Gimli, flutti þá minni brúðhjónanna og afhenti þeim silver borðbúnað (Silver Service), að gjöf frá ætt- ingjum og vinum þeirra. Þá mælti frú Marja Björnsson nokk ur vel valin orð til brúðarinnar, og afhenti henni blóm, sem vott þakklætis, og virðingu frá vin- um og vandamönnum fyrir alla hennar góðvild og gestrisni auð- sýnda öllum sem að garði báru á liðnum árum. Ættingjar þeirra beggja hafa ávalt verið boðnir og velkomnir á heimili þeirra og munu þeir ávalt minnast þeirra frábæra heimilis og þeirrar alúð- ar sem þeim var auðsýnd í öllu. Þrjú efnileg börn þeirra hjóna voru þarna viðstödd, og öldruð móðir brúðarinnar, frú Krist-| björg Isberg frá Baldur prýddi^ einnig þetta samsæti. Sá er þetta ritar las upp frumort kvæði íi minningu heiðursgestanna, og voru að endingu bomar framj rausnarlegar ikaffiveitingar og öllum var gefið orðið. Var sam- sætið mjög skemtilegt og lýsti iþeim miklu vinsældum sem hjóní in höfðu áunnið sér á liðnum ár- um, og virðingu fyrir þeirraj mannkostum og dugnaði í öllu iþeirra starfi gegnum árin. Eins og kunnugt er hefir Jón gengt aðstoðar yfirkennarastöðu á Kennaraskóla fylkisins í mörg ár við prýðilegan orðstír. Hafa þau bæði ávalt verið fús til þátt- töku í íslenzkum félagsskap og í mörg ár hefir Jón verið ein stærsta driffjöðrin í íslendinga- dagsnefnd okkar hér og er það enn. Hefir hann verið bæði for- seti nefndar og dagsins, en lengst hefir hann gengt skrifara- embættinu, sem er ef til vill erfið asta hlutverkið, en fáir hefðu gert það eins vel. Að kvöldi var svo heimboð til heiðursgestanna og í heildarsýn verður þessi merkisdagur lengi í minnum hafður þeirra sem tóku þátt í veizluhaldinu. S. E. Björnsson TIL LÁRU VILHELMÍNU Og! JÓNS KRISTINNS LAXDAL á 25 ára giftingarafmæli þeirra sameinuð í ættararfi, örugg bæði og trú í starfi. Trausta von og tryggðir batt hann trútt og kunni á ölluskil. Þau kunnu vel að klifa í bratt- ann; en kapp með forsjá iþurfti til. Landnám þeirra í Vesturvegi varð því frægt, og gleymist eigi. Hér var sviphrein saga landans í sókn á glæstri menntabraut. Öreigi og útlendingur ósigrandi stóð í þraut. Fósturlandsins frægð því jók hann: fleira gaf en af því tók hann. Le'iðir þeirra ilágu saman; ljós í dag er vegferð sú. Vífið, sem hann valið hafði var hans styrkur þá og nú. Virðing, gæfa og gengi faldar glæstri minning fjórðung aldar. Júlidagur himinheiður halli þeim að brjósti sér. Starf og saga mætra manna má ei gleymast framtíð hér. Lifi drenglund, dáð í starfi dyggð og kjarni í frónskum arfi! S. E. Björnsson FRÉTTIR FRA ISLANDI 4. júlí 1959 Júlímorgunn himinheiður heilla forðum spáði þeim. Ástarljóð á ungu sumri yndi færði hjörtum tveim. Áfram stefna örlög tíða, ár sem straumur fram hjá líða. í austri svipfríð sól var risin. sumargróður moldin ól. Eygðu hugir elskendanna alt frá nýjum sjónarhól; Sr. Ingólfur Ástmarsson skipaður biskupsritari Séra Ingólfur Ástmarsson á Mosfelli í Grímsnesi hefur verið skipaður biskupsritari frá 1. júlí. Hinn nýi biskupsritari er 48 ára. Hann lauk guðfræðiprófi 1942, og var Iþá um sumarið vígð- ur prestur til Staðarjþings í Stein grímsfirði, en Ihefur verið prest- ur á Mosfelli nokkur ár, Hann annaðist um tíma kennslu í guð- fræðideild Háskólans í forföll- um Sigurbjörns Einarssonar prófessors, sem kosirin hefur verið biskup Íslands. Séra Sveinn Víkingur sótti fyrir nokkru um lausn frá em- bætti ibiskupsritara, sem hann hefur gegnt síðan 1942. —Vísir 16. maí ÓLAFUR B. BJÖRNSSON LÁTINN Olafur B. Björnsson, ritstjóri, andaðist að heimili sínu, Mið- teigi 2, föstudagskvöldið 15. þ. m. Ólafur átti við vanheilsu að stríða síðustu 9 mánuðina, sem hann lifði og var langdvölum í sjúkrahúsi. Ólafur B. Björnsson var fjöl- hæfur og stórhuga. Auk fjöl- margra starfa, sem hann vann fyrir bæ sinn, gaf hann út tíma- ritið Akranes nærfellt í tvo ára- tug>> og enginn hefur verið svo stórhuga að stofnsetja prent- smiðju á Akranesi sem hann. Og eg Stygg. að um þriðjungur af fyrsta bindi af sögu Akraness, sem gefið var út fyrir nokkru, væri algerlega glatað og gleymt, ef Ólafur hefði ekki gerzt sjálf- boðaliði á þessum vettvangi. — Ólafur B. Björnsson var frum- kvöðull að því, ásamt Bjama skipstjóra Ólafssyni bróður sín- um að hafnargerð var fyrst hafin hér á Akranesi. Ólafur var fæddur 6. júlí 1895 og því tæpra 64 ára, er hann lézt. Hann lætur eftir sig konu, son og dóttur, sem bæði eru gift, og einá fósturdóttur.—Oddur —Mbl. 20. maí Gjöf Kjarvals Hin veg'lega gjöf Jóhannesar Kjarvals til byggingar Lista- safns ríkisins er hinum mikla meístara samboðin. Kjarval hef- ur árum saman skotið sér undan því, að byggt væri fyrir hann sjálfan hús, þar sem ihann gæti Ibúið og unnið að listaverkum sínum og þau síðan geymzt um aldur og ævi. í stað þess vill hann safnbyggingu svo að sem flestum listaverkum verði kom- ið Iþar fyrir. Sú ákvörðun hans verður ekki til þess að hans eig-j in verk gleymist. Þó að Kjarval j hefði ekki sýnt þessa óeigingirni mundi málverkum hans ætíð hafa verið tryggur heiðursvegg- ur meðal hins bezta, sem íslenzk ir listamenn í þessari grein hafa gert. —Mbl. Gunnar Gunnarsson hylltur í Þjóðleikhúsinu 23. maí. 23. maí gengust Bandalag ís- ilenzkra listamanna, Almenna 'bókafélagið, Helgafell og Land- náma fyrir kynningu á verkum Gunnars skálds Gunnarssonar í Þjóðleikhúsinu í tilefni af sjöt- ugsafmæli hans. Kynningin hófst með ávarpi Bjarna Ben- ediktssonar ritstjóra, sem flutti skáldinu kveðju í nafni þeirra, sem að kynningunni stóðu og af- henti frú Franziscu, konu Gunn- ars Gunnarssonar, gjöf frá all- mörgum vinum hans. Hefur blað ið fregnað, að gjöfin til þeirra hjóna sé ferðalag til útlanda. Þá tók til máls Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og flutti stuttan og fróðlegan fyrirlestur um skáldið og verk hans, en að því búnu hófst kynning á verk-! um skáldsins. Andrés Björnsson las kafla úr Borgarættinni, þá las Lárus Pálsson úr Fjallkirkj- unni og Þorsteinn Ö. Stephensen úr Sálumessu. Loks var samlest- ur úr Svartfugli og komu þar fram leikararnir Helga Vatýs- dóttir, Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson og Ævar Kvaran, Síðasti liður kynningarinnar var einiþáttungurinn Reiðarslag í Iþýðingu Þorsteins Ö. Stephen- sens. Leikstjóri var Lárus Páls- son, en leikarar Guðbjörg Þor- ibjargardóttir, Gísli Halldórsson, Jón Aðils og Þorsteinn Ö. Steph ensen, sem jafnframt var stjórn- andi dagskrárinnar. Að sýningu lokinni tók Þor- kell Jóhannesson Háskólarektor ti'l máls og flutti þakkir skálds- ins, sem ekki gat verið viðstadd- ur sökum sjúkleika. Bað hann menn hylla Gunnar Gunnarsson og var 'það gert af miklum inni- leik. Kynningu Iþessari var vel tekið og var augsýnilegt, að menn skemmtu sér hið bezta. Forsetahjónin voru viðstödd kynninguna, sem var útvarpað. —Mbl. 22. maí HVER LÉT PRENTA Á f SLENZKU 1530? Björn Þorsteinsson sagnfræð ingur hefur undanfarið dvalið í Þýzkalandi og leitar nú í þýzk- um skjalasöfnum að heimildum um sögu íslands fyr á öldum. Telur hann sig hafa fundið líkur fyrir því að siglt hafi verið frá fslandi til Ameríku á 15. öld á undan Kólumbusi. Ennfremur hefur hann fundið heimildir um prentun á íslenzku árið 1530. í sambandi við úthlutun úr hugvísindadeild vísinda s j ó ð s hafði Þjóðviljinn tal af Bjarna Vilhjálmssyni magister, og í sam bandi við veitinguna ti] Björns Þorsteinssonar sagnfræðings, skýrði Bjarni frá því að Björn teldi sig hafa fundið líkur fyrir að sigit hefði verið á 15. öld frá íslandi til Ameríku—áður en Kól umbus fór sína nafnkunnu för. Hér var þá danskur hiðstjóri, Didrik Pining, sá er píningsvet- ur og Píningsdómur eru við kenndir. Hann var sjóliðsoringi og myndi það sennilega hafa ver- ið hann er sigldi til Ameríku. Þá skýrði Bjarni frá því að Björn Þorsteinsson hefði fundið í Hamlborg, eftir hálfsmánaðar- leit, bókun í illlæsilegri reikn- ingsbók um greiðslu fyrir til- raun með prentun á íslenzku. Þetta er 20 árum áður en Nýja testament Odds var prentað. Talið er að rétt sé að Jón Ara- son biskup hafi Ihaft prentverk, þótt ekkert hafi varðveitzt sem í iþví var prentað, nema sennilega bænakver. Hvort greiðslan sem fyrr getur hefur staðið í sam- bandi við prentverk Jóns Ara- sonar, eða hvort t.d. siðaskipta- menn, eða aðrir, hafa verið þar að undirbúa útgáf-u á íslenzku.. eða prentsmiðjukaup, er ekki hgt að segja að svo komnu máli. —Þjóðv. 24. maí HRIFANDI SAGA UM 6GLEYMANLEGA EIGIN- KONU REBECCA RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI Ben starði á hann. Andlit hans bar þess engin merki að hann iþekkti hann. Hann svaraði engu. “Nei”, sagði Favell, “þú veitzt hver eg er, er það ekki?” Ben hélt áfram að snúa sjóhatt inum í höndunum. “Hvað”? sagði hann. “Fáðu iþér vindling”, sagði Fa- vell, og rétti kassann að honum. Ben leit til Maxims og Franks. “Allt í lagi”, sagði Maxim, “taktu eins marga og þú vilt”. Ben tók fjóra og stakk tveim ur bak við hvort eyra. Svo stóð hann og snéri höfuðfatinu á milli handanna eins og áður. “Þú veitzt hver eg er, er ekki svo?” endurtók Favell. Og enn- þá svaraði Benn engu. Julyan hersihöfðingi gekk yfir til hans. “Þú færð að fara heim aftur eftir fáein augnablik, Ben”, sagði hann. “Enginn ætlar að gera þér nokkurt rnein. Við viljum aðeins að þú svarir einni eða tveimur spuringum. Þú þekkir herra Fa- vell, gerirðu það ekki?” í þetta sinn hrissti Ben Ihöf- uðið. “Eg hefi aldrei séð hann”, sagði hann. “Láttu ekki eins og Ibölvað fífl”, sagði Favell ruddalega; — “þú veitzt að þú hefir séð mig —Iþú hefir séð mig fara til húss- ins fyrir ofan fjöruna, húss frú de Winter. Þú hefir séð mig þar, er það ekki?” “Nei”, sagði Ben. “Eg sá aldrei neinn”. “Þú bölvaði hálfviti og lyg- ari”, sagði Favell, “ætlarðu að standa þarna og segja að þú haf- ir aldrei séð mig, fyrir ári síðan, ganga gegnum skóginn með frú de Winter, og fara inn í húsið? Stóðum við þig kannske ekki einu sinni að því að njósna um okkur gegnum gluggann?” “Hvað?” sagði Ben. “Frekar sannfærandi vitni”, sagði Julyan kaldhæðnislega. Favell snéri sér snögglega að Ihonum. “Þetta er samsæri, allt fyrirfram skipulagt”, sagði hann. “Einhver hefir náð tökum á þess um fábjána og mútað honum líka. Eg get sagt þér að hann hef ir séð mig mörgum einnum. — Hérna. Mundi þetta skerpa minn ið?” Hann fór ofan í vasa sinn og dró upp veski. Hann hampaði punds seðli framan í Ben. — “Manstu nú hver eg er?” sagði hann. Ben hrissti höfuðið. “Eg hefi aldrei séð hann”, sagði hann„ og svo tók hann um handlegginn á Frank. “Er hann ikominn til þess að fara með mig á vitfirringa- hælið?” sagði hann. “Nei”, sagði Frank. “Nei, auð- vitað ekki, Ben”. “Eg vil ekki fara á vitfirringa- hæli”, sagði Ben. “Þeir eru grimmir við mann þar. Eg vil vera heima. Eg hefi ekki gert neitt.” “Það er allt í lagi, Ben”, sagði Julyan. “Það ætlar enginn að setja þig á vitfirringahæli. Ertu alveg viss um að iþú hefir aldrei séð þennan mann áður?” “Nei’, sagði Ben, “eg hefi aldrei séð hann”. “Þú manst eftir frú de Win- ter, gerirðu það ekki?” sagði Julyan. s Ben leit efandi í áttina til mín. “Nei”, sagði Julyan. “Hina frúna, sem var vön að fara til hússins fyrir ofan fjöruna”. “Hvað?” sagði Ben. “Þú manst eftir frúnni sem átti bátinn?” Ben deplaði augunum. “Hún er farin”, sagði hann. “Já, við vitum það”, sagði Jul- yan. “Hún var vön að fara í sigl ingartúra á bátnum, var það ekki? Varst þú niðri í fjörunni þegar hún fór út á bátnum í síð- asta sinni? Eitt kvöld fyrir meira en tólf mánuðum síðan. Þegar hún kom ekki til baka?” Ben bögglaði saman sjóhattin um sínum. Hann lieit á Frank, og svo á Maxim. “Hvað”, sagði hann. “Þú varst þar, var ekki svo? sagði Favell, og hallaði sér á- fram. “Þú sást frú de Winter koma ofan að ihúsinu, og bráð- lega sástu herra de Winter líka. Hann fór inn í ihúsið á eftir BARGAIN DAYS o n t h e FARIÐ 23., 24., og 25. JÚLÍ Gilda 25 Daga HRINGFERÐ FRÁ WINNIPEG 1 Coaches Aðeins: Til VICTORIA .... Þér sparið $28.30 $50.00 Til NANAIMO Þér sparið $28.30 $50.00 Þér sparið $28.30 tnrista svefnklefum TTil VANCOrVFR $66.13 $21.25 $72.10 Til VICTORIA Þér sparið Til NANAIMO Þér sparið $15.30 $68.65 Þér sparið $18.75 t Þegar greitt er tiirista svefnklefa fargjald. JÁRNBRAUTAFERÐ ER ÓDÝRT FERÐALAG Fullkomnar upplýsingar hjá QoMcufoaMföajúfyc WORLD'S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM VITURLEG UMHUGSUN UM ÁFENGISNAUTN á frídögum sínum Góðir friðdagar auka umferð á þjóðvegum. Vanstiltir og skeytingarlausir ökumenn eru hættulegir. Druknir ökumenn auka á hættuna. EF ÞÚ STJÓRNAR BÍL, DREKTU EKKI! Strandirnar, bátar oe sund, eru hluti af sumarskemtun- um. En áfengisneyzla þá, getur verið blandin. Hún leiðir oft til druknunar. EFLIÐ EKKI VÍN-NEYZLU! Á hver ju sumri, spillir drykkjuskapur mikið skemtidög- ,unum. Virtu skemtun annara og skemtu sjálfum þér, án Iþess að hafa í frami nokkuð sem til ama er. Heilbrigð [skynsemi og kurteysi eru áríðandi á hvíldardögunum, sem a öðrum tímum árs. EYÐILEGIÐ EKKI HVÍLDARDAGANNA MEÐ HUGSUNARLAUSRI ÁFENGISNEYZLU One in a series presented in the public interest by the MANITOBA COMMITTEE onALCOHOL EDUCATION Dcpartment of Education, Room 42, Legielative Building, Winnipeg 1. •a-7

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.