Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Blaðsíða 1
ÍSLENZKI
íOHD-TEIPUR.
BLAÐ STÓR-STÚKU ÍSLANDS.
VII. árg. Reykjavik 15. apríl 1893. 8. blað.
Áfengisnautnin og frelsið.
Það er ein aðalviðbára bindindisóvma, að bindindi,
veitingabann, aðflutningshapt o. s. frv. sje allt saman ó-
haefileg mannfrelsisskerðing. Sú kenning er jafn tungu-
töm ófrjálslyndustu apturhaldsseggjum sem framsóknar-
öiestu frelsisgörpum, þyki hvorumtveggja góður sopinn
eða láti þeir tizkuna drottna yfir sjer í þessu efni, svo
8em tíðast vill gerast.
En eintóm heimska er hún, þessi þeim mjög svo
^ýrmæta kenning.
Fyrir þeim, sem enga áfengistilhneiging hafa, er
eindindi engin, alls engin frelsisskerðing hvað sjálfa þá
8Qertir. Það er ekkert band, engin þvingunarkvöð á
þeim, að hafna allri áfengisnautn. Það er öðru nær, eins
°S hverjum manni gefur að skilia. Fyrir hinum, er á-
^engisílöngun hafa, meiri eða minni, er bindindi sjálfsagt
^and, fyrst í stað að minnsta kostí. En á hverjum? Á
hvern er það band lagt? Það er ekki lagt á manninn
sjálfan, ekki á manninn, eins og Gruð hefir skapað hann,
* sinni mynd, heldur á óvin, sem í lionum býr, á hina
skaðsamlegu tilhneigingu, er spilla vill sönnu eðli hans
glata guðsmyndinni. Og hver er afleiðingin af því
^andi? Sú, að maðurinn, hinn sanni maður, er frjálsari
6ptir en áður.
Eins og það ríki er frjálsara eptir en áður, er yfir-
s%ur óvini þá, er á það ráðast, eins er maðurinn því