Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Blaðsíða 5
ísl, Good-Templar.
«1
»Jeg vildi óska, að jeg gæti játað því, Jón minn! en
jeg er hræddnr um, að þú hafir með þessu glappaskoti
unnið tjón, ekki að eins mjer, heldur jafnframt konu þinni,
börnum þínum, sjálfum þjer, og, jeg gæti bætt við, töður-
landi þínu«.
»Jeg leiði minn hest alveg frá þvi, að skilja, hvað
þú fer núna«, sagði Jón og var alveg forviða.
»Jæja, jeg skal þá segja þjer hreint og beint. Þeg-
ar jeg gekk heim á laugardagskvöldið, þá sá jeg marga
verkamenn fara með vikulaunin sín og leggja þau í spari-
sjóðinn. Mjer þótti vænt um, að nokkrir af ykkur verka-
mönnum mínum voru þar með. En stundu síðar sá jeg
þig og nokkra fleiri fara með vikulaunin ykkar og leggja
þau inn í allt annan sparisjóð. Og það var síður en svo,
að það væri góður sparisjóður«.
»Þú átt víst við veitingahúsið, sem nefnir sig Komdu-
hjerna-inn; jeg gekk inrw í það með kunningja minum
á laugardagskvöldið«.
»Já, það er einmitt Komdu-hjerna-inn, sem jeg á við.
Og heyrðu nú, Jón! Þú ert skynsamur maður, það sje
jeg á því, hversu vel sjerhvert verk fer þjer úr hendi. —
Heyrðu mig! Hefirðu nokkur tíma í alvöru hugsað út í
það, hvað það sje, að leggja fje inn í þann sparisjóð?«
»Nei, jeg hefi ekki hugsað út í það, og jeg get held-
ur ekki skilið, að um það þurfi nokkuð sjerstaklega að
hugsa, nema ef vera skyldi að því leyti, að það er hart
að heyra sllkt, að menn skuli ekki eiga frjálst að skrafa
við kunningja sína á tómstundum sinum þar, sem vel fer
um mann, og að maður skuli fá þungar átölur fyrir það,
rjett eins og maður hefði stolið eða myrt mann«.
»Já, í veitingahúsunum fer fram margs konar þjófn-
aður og morð, er enginn kemst undir manna hendur fyr-
ir. En sá sem sagði: »Hver sem hatar bróður sinn, er
morðingi«, hann ritar það allt upp. Hann sjer konuna
og börnin, sem eru nakin og hungruð, af því að heimilisfað-
irinn fleygir fje sínu í áfengisfenið, i stað þess að leggja