Íslenzki good-templar - 15.12.1893, Blaðsíða 2
framt að útbreiMa Good-Templar reglunnar er eitt af lajidsins
mestu framfaramálum.
Fyrirkomulagið á G-.-T. r. er án efa betra, en á nokkru öðru
bindindisfjelagi. Hún fyrirskipar tíða fundi, sem gjöra að eptir-
litið með meðlimunum er gott, og gjöra jafnframt að þeir kynn-
ast hver öðrum og halda fastar sainan. Fundarhöldin ganga
eptir ákveðnum reglum, sem gefa þeim fagran og viðkunnan-.
legan blæ. Enginn má segja neitt sem særir annan, og allar
umræður fara fram í bróðurlegum anda. Ekkert bindindisfjelag
sjer eins vel um sjúka meðlimi og Gf.-T. r. gjörir, ef þeir þurfa
þess við, og það fjelag mun naumast vera til, sem meðlimirnir
verða eins gripnir af og henni, ef það eru meðlimir sem annars
hafa áhuga á málinu, sem hún berst fyrir. Fyrirkomulagið
heldur Gf.-T. r. fast saman, svo það er óhætt að fullyrða að
ekkert fjelag, sem allt er skipt í smádeildir,. getur að því leyti
jafnast við hana. Fyrirkomulagið á fjárhag G.-T. r. er fyrir-
mynii, og- ekkert bindindisfjelag hefUr eins mikinn krapt til að
afla sjer fjár, án þess að meðlimirnir finni verulega til þess.
,Fæst sjerstök bindindisfjelög á íslandi hafa komizt svo langt,
að þau hafi haft ráð til að láta prenta lögin sín, en G.-T. stúkurn-
ar í Suðuramtinu eiga nú sjálfsagt 7000 kr. skuidlausar í hús-
um, munum og peningum, eptir að hafa staðið 1—a1/^- Góður
fjárhagur er afl, og útbreiðsla G.-T. r. stafar mikið af góðum
fjárhag, og áhuga þeirra meðlima sem taka mestan þátt í störf-
um fjelagsins.
íslenzkur G.-T. fer varla víðar um heiminn en svo, að hann
getur hvarsem hann kemur, hittfyrir meðlimi reglunnar. Vegna
samheldni þeirrar og bróðuranda, sem ríkir innan fjelagsins, mun
hann hjá þeim geta fengið að minnsta kosti góð ráð, sem geta
verið ókunnugum mikils virði. Hvar sem hann kemur verður
honum fagnað, sem einum af liðsmönnum liins mikla hers. Vega-
brjef frá hverri stúku á íslandi sem er, er sá bezti passi, sem
þú getur haft með þjer frá íslandi til Ameríku.
Komið í G.-T. regluna. Ef þú ert föðurlandsvinur öðruvísi
en í munninum, og berð velferð landsins fyrir brjóstinu, þá
gakktu í G.-T. regluna, þú gefur með því gott eptirdæmi, og