Íslenzki good-templar - 15.12.1893, Blaðsíða 4
til þess að mynda stúku. Fyrst, af öllu veroio pio ao sja yKKur
út fundarstað, sem þið getið komið saman á. Þegar þið sjáið
að hann muni geta fengizt, þá skrifið til formanni Stórstúkunn-
ar eða ritara hennar, eða til umboðsmannsins í þeirri G.-T. stúku
sem næst ykkur er, og biðjið einhvern af þessum mönnijm að
sjá um að stúka verði stofnuð hjá ykkur, og biðjið.þá inp nán-
ari upplýsingar. Ykkur verður sinnt svo fljóttj sem verða má.
Reynið að vera sem flestir, sjeuð þið færri en 10 er beiðninni
ekki gegnt. Svo þegar stúkan er stofnuð, þá látið ekki hugfall-
ast, þótt þið eigið ef til viil erfitt í byrjuninni, byrjunin er opt
erfið með það eins og annað. Haldið þrautina út, ef þið mætið
henni. Fylgið lögum reglunnar með samvjzkusemi, það eru þau
sem gjöra hana sterka. Þegar ykkur vex fiskur um hrygg, þá
koma betri dagar. Alvörugefnin í öllu, sem bindindismálið snert-
ir, eykur virðingu fyrir ykkur, menn sjá fljótt að þið vinnið
þarft og fagurt verk. Margir í kringum ykkur fá góðan þokka
á ykRur íyrlr pað, að þið oruð aldrei drukknir livar sem þið sjá-
ist. Bindindið sem þið eruð í, smittar sveitina kringum ykkur,
og verður henni til þrifa. Þið munuð sjá, að jafnvel gamlir
drykkjumenn bera kinnroða. fyrir að sýna sig drukkna þegar
þið eruð við. Drykkju-útreiðartúrarnir á sumrin munu minnka
í kringum ykkur. og sveitin fá rólegri og friðsamari blæ. Sjálf-
ir kynnist þið hver öðrum betur við samvinnuna, þið haldið fast-
ar saman; þið vitið að velferð sveitarinnar er að nokkru leyti
í ykkar höndum. Áður en langt um líður munuð þið geta glaðst
innilega yfir því, að hafa frelsað þennan eða liinn drykkjumann-
inn frá óláni sínu, og fundið til ánægjunnar yfir því, að vita
ykkur hafa friðað lieimili lians, og vita af því, að það árnar
ykkur alls góðs fyrir það, og þið eruð orðnir liðsmenn í hinum
mikla bindindisher. Kostnaðurinn fyrir ykkur við allt þetta er
— þegarþiðeruð komnir inn í fjelagið —, að mæta sem optastá
fundum þegar þeir eiga að vera, og 2 kr. um árið fyrir full-
orðna karhnenn, en minna fyrir kvennfólk og unglinga.
Úngu menn! gjörið upp huga yðar, ef þjer ætlið að verða
landinu til gagns.
-«SSS®fþi<®X§S§s&‘"-
Prentsm. Sigf. Kymundssonar og Sig. Jðnssonar.