Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1887, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1887, Síða 3
3 nst mikið mcð skipunum, og miklu meira cn áður, er einungis var um landferðir að gjöra. (Niðurl.). BÓKAFREGNIR. -—o— J>að er tíðska erlendis, að rithöfundar og forleggjarar senda dagblöðum ökeypis eiiitak af ritum peim, er peir gefa íit. J>etta er eigi að eins kurteisi við blaða- mennina, heldur mest í útgefendanna þágu, þvf að svo bezt ganga ritin tit, að alþýða fái að vita af þeim, og kynnist hinu helzta innilialdi þeirra af blöðunum. En fslenzkir rithöfundar og forleggjarar eru fæstir komnir svo langt að þekkja þetta. Hagfræðin na-r ekki svo langt. Ritgjörð mí. er hér verð- ur minnzt á, hefir ekki einu sinni verið send bóksölum hér vestra, heldur verður hver maður að skz’ifa til Reykjavikui', sem löngun hefir á að eignast hana. Launa 1 ög og launaviðbætur. I. Gefið tit af nokkrum íslcndingum. Kaup- mannahöfn' 1887. 40 bls. 8vo. það er gleðilegur áliugi á málum vonim, sem öðru hvoru lýsir sér hjá löndum roi-- um í H ifn, og einkar vel til fallið af þeim að senda oss, sem heima sitjum, kveðju við og við. |>að er einmitt hin uppvax- •■andi kynslóð, sem á að taka sinn skerf af baráttunni fyrir sjálfstjórn og öði'um fram- förum, sem ættjörð vor hefir svo lengi orð- ið ;án að vera. „Politik'1 á ekki eingöngu aðveraeign hinna eldri manna; æskufjörið þai'f að ýta undir þá, sem teknir eru að linast i sóknum. Bæklingurinn ..Launalög og launavíðbæt- ur“ byrjar með því að brýna fyrir oss Ts- lendingum að sýna seiglu og festu í stjórn- arbaráttu þeirri, s«m mi er loks hutin; og betri byrjuu gátu höfundarnir varla valið. Eins og sagt er, að Cato gainli hafi endað allnr sínar ræður með söniu orðunum: „cæterea censeo Cai'tliaginem esse delen- dam“ (þ. e. að öðru leyti legg eg það til, að Kartagoborg beri í eyði að leggja). eins zettu allar vorar i-æður að hafa sama upp- haf og endi: burt með hina dönsku ráð- herrastjórn. Aðalinntak bæklingsins er að sýna, hve kostnaðarsöm stjörn Islands se í samanburði við efnahag landsins og fólks- fjölda, og það gefur að skilja, að rneðan vér verðum að sitja uppi með dönsku stjórn- ina, verður engin bót á þessu ráðin. Hún þarf að liafa eitthvað agn, svo að htin verði eigi eins og cinstæðingur, yfirgefin af öllum. J>ess vegna hefir htin haldið dauða- haldi í amtmannaembættin, synjað eptir- launalögum staðfestingar, verið ötull for- mælandi launabitlinga o. s. frv. Höf. telst svo til. að nálega fjórði hlutinn af öllum árstekjuin landsins gangi til laima. eingöngu handa embættismönnum í Revkjavík, og eru þó „ótalin þau opinber störf og sýsl- anir, sein ekki eru regluleg embætti t. a. m. hinn umboðslegi endurskoðari (með 3000 kr.), málaflutningsmennirnir o. fl.“. |>að er ekki gott að bera á móti því, að hér sé eitthvað öfugt við, og að mikið kosti að halda oss í skefjum ekki meiri óróa- seggir, en vér erum. Höf. gei'a, að spara megi af launum einbættismanna „fullar 60.000 kr. á fjárhagstímabilinu, og vinna eitthvert stört og þjóðlegt framfaraverk“ fyz'ir. Eptirlaun vilja höf. hafa mnn minniogjafn- ai'i, en nti á sér sta.ð, en láta alþingi held- ur „.veita þeim embættismanni, landshöfð- ingja eða öðrum, er vinnur þj'tiinui fr.í- bærilega mikið gagn, eitthvað meira í beið- ursskyni sem gjöf“.—Málið á ritlingi þess- um er fjöi'ugt, og auðséð að höf. rita af á.iuga og sannfæringu. |>eir skei'a ekki utan af orðunum, en segja hverjum hrein- skilnislega til syndanna, og má því gera við, að í’itgjörð þeiri'a sé eigi allstaðar sem kærkomnastur gestur. Séra Arnljótur, ]>órarinn Böðvarsson og Tryggvi Gunnars- son fá í bæklinginum marga ádrepuna, en fæstum mun þykja það um of. Ynr liöf- uð di-epur ritgjörðin zí svo mörg íliugunar- verð efni, og gefur svo margar bondingar, að hún á það skilið að vera ssm víða*t ! lesin. Efnið, að gei'a embættisskipunina sem kostnaðarminnsta, er svo yfirgripsmikið, að vcr eigi skulum fara zit i það hér. f>að þari að rífa byggznguna niður, embættis- skipunina, sem nu er. Nokkrar krónur kann að mega spara með því að dytta að henni, en það dugar eigi til langframa. ENGINN er öðrum sjálfur. —0— f>að voi'u fölskvalausar heillaóskir, sem vér isfirzku konurnar létum fylgja þing- mönnuin vorum, þegar þeir fóru til þings í sumar. f>að var líka annaðhvort. Yér vissum fyrst og fremst, að þeir voru menn, sem ötullega myndu bei'jast fyrir hinu mikla velferðarmáli landsins, stjórnarskrármálinu, og svo var það nokkuð annað, sem oss liggur ávallt d lijarta, þótt sjaldan komist það á varirnar, það er kvennfrelsis- hi á 1 i ð. þeir, þingmennii'nir voi'ir, töluðu svo fag- ui'lega um jafnrétti karla og kvenna á politiska fundinum, sem haldinn var á ísa- firði 2. júní í vor, að oss kom ekki ann- að til hugar, en þeir myndu eitthvað gjöra. til að koma máli voru áleiðis. Nú er þzngið úti og þingmennirnir komnir heim til vor aptur, ekki með „frelsisskrá í föðui'hendi“, og heldur ekki með neili fallin frumvörp um jafnrétti kvenna, nei, þeir hafa þagað blessaðir, ekki nefnt oss á nafn, nema ef þakka skyldi fyrsta þing- manni voi’um, sem var í stjórnarskrárnefnd- inni, það, að eptir hinu fallna stjórnar- skrárfrumvarpi átti þó ekki að þurfa nýja stjórnarskrárbaráttu, ef vér, einhvern tima i framtíðinni, skyldum álítast hæfar til að hafa kjörgengi til alþingis. ]>etta ætti að kenna oss að varpa ekki alli'i vorri áhyggju upp á karlmennina, héldur reyna að gjöra það, sem í voi'U eigin valdi stendur, til að ná rétti vorum ; og þegar vér höfum sýnt, að oss er alvara ! með að halda málinu fram til þi-autai’, þá j en ekki fyr getum vér verið vissar um zxð fá fylgi karlmannanna. Yestfirzk kona. HVAÐA TUNGUMÁL EIGUM YÉR HELZT AÐ LÆRA! —o— Fæstir Islendinga þeirra, cr eigi ganga skólaveginn, hafa efni á að læra nema eitt tungumál. ]>ess vegna skiptir miklu, að valið sé vel, en eigi af handahöfi eða göml- um vana. Menn finna það opt um sejn- an, þegar fullorðinsárin færast yfir, hvo ó- heppilega námsárunum hefir verið varið. ]>á verður morgum að álasa þeirn, sem upp- eldið áttu að annast, og líta með sorg og j gremju til hinna liðnu námsára, þegarþeir | t. a. m. voi'u látnir læra sögu Gyðinga í I stað sögu sinnar eigin þjóSai', voru stopp- aðir með „dogmatiskum" kreddum, sem litla eða enga þýðingu hafa fyrir lífið. ]>jöðfélagið, sem heimtar, að hver sá, er hæfileika hefir, skuli öðlast vissa þekkingn, hefir því mikla ábyi'gð á því, að gera skyn- samlegar ki’öfur í því efni, og foreldrar eða vandamenn, sem vilja afla ungmennum ann- ai'ar fræðslu, en hinnar lögskipuðu, þurfa vissulega að vei'a vandir að vali. Að þessu sinni skulum vér þó eigi fara út í þá sálma, livernig heppilegast sé að haga uppfræðslu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.