Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1890, Qupperneq 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1890, Qupperneq 6
50 Nr. 12—13 i'engið umboð frá bátseigandanum, og verð- . ur skýrt frá peini úrslitum í næsta blaði. ! AÐ STOFNA. EITT BÚNAÐARFÉ- LAG FYRIR ÍSAFJARÐARSYSLU var annað aðal-málið, sem sýslunefndarfund- urinn, samkvæmt tillögu G. Halldórssonar, liafði til meðferðar, og kaus fundurinn 3 manna nefnd, til að semja reglur til bráða- birgða fyrir félagið, er síðan séu sendar til I hreppanna ásamt áskorun um að stofna undirdeildir í hverjum lireppi. Er það | ætlun manna, að með þessu fyrirkomulagi ínuni vakna kapp meira milli búnaðarfé- laganna, þegar þau hafa einn samtenging- arlið, en þegar hver baukar fyrir sig, án þess að vita, hvað öðrum félögum líður. I nefnd þessa voru kosnir: Halldór búfræðingur Jónsson, alþm. G. Halldórsson og alþm. Sig. Stefánsson. i Séra P.ÍLL PÁLSSON. 4. okt. þ. á. vildi það slys til, að séra Páll Pálsson, prestur til Jjingmúla í Suður- Múlasýslu, drukknaði í Grímsá á Yölluin, er hann var á heimleið úr kaupstað. Séra Páll var fæddur 4. okt. 1836, og varð því réttra 54 ára; faðir hans var Páll prófastur Pálsson í Hörgsdal á Síðu, og gerðist sonurinn aðstoðarprestur föður síns, er hann hafði leyzt guðfræðispróf við prestaskólann í Reykjavfk 1860; síðan varð hann prestur að Meðallandsþingum 1862, *ð Kálfafelli á Síðu 1863, að Kirkjubæj- arklaustri 1869, að Stafafelli í Lóni 1877 og að Jjingmúla 1881, Séra Páll var töluvert riðinn við opinber málefni, enda var hann gáfumaður mikill og fjölhæfur; hann var á ráðgjafarþingun- um 1869 og 1871 sem þingmaður Yestur- Skaptfellinga og einnig á þrem fyrstu lög- gjafarþingunum ; kom hann þar jafnan fram sém frjálslyndur og einlægur ættjarðarvin- ur, er fullkomlega skildi og kunni að meta þörf vora og rétt til sjálfstjórnar; og því sama stryki fylgdi hann fram á |>ingvalla- fundinum 1888, og síðast við aukakosning- una í Suður-Múlasýslu í sumar er leið, er hann hjálpaðist að moð séra Sigurði Gunn- arssyni og fleiri góðum mönnum, að kveða niður „miðlunar“-drauginn. Kennslu UeyrQar- og mál-leysingja hafði ÚJÖÐVILJINN. .i.;» ... " ■ ..... "■ séra Páll á hendi frá því árið 1868, og naut hann i því skyni nokkurs opinbers styrks. Stúd. BERTEL E. Ó. |>ORLEIFSSON. I 3. tölubl. skýrðum vér frá hvarfi Ber- tels stúdents J»orleifssonar, er haldið var að hefði týnt sér; sú ágizkun hefir nú og reynzt sönn, því að lík hans fannst rekið á eyjunni Amager hjá Kaupmannahöfn 23. sept. þ. á. Bertel heitinn var fæddur árið 1856, og var faðir hans lyfsölusveinn, en inóðir hans setti hann til náms af litluui efnum, og varð hann stúdent frá Reykjavíkur lærða skóla 1879, og sigldi þá samsumars til há- skólans í Kaupmannahöfn, og ætlaði að stunda þar læknisfræði; en lítið mun hafa orðið úr því námi, þvi að hann var btt lag- inn til að sitja yfirbóknámi, en hafði hug- ann meira á því að skoða lífið og náttúr- una og fást við ljóðagjörð. Hann var einn af útgefendum ritsins „Yerðandi“, og nokkur kvæði hans eru auk þess prentuð í „Heimdalli“ og i íslcnzkum | blöðum ; töluvert mun og liggja eptir liann af óprentuðum kvæðuin, og er mælt, að j hann hafi fyrir dauða sinn sent þau vini sínum, skáldinn Hannesi Hafstein, með þeim tilmælum, að hann vinsaði úr þeim, og verndaði frá glötun, það sem nýtileg- ast væri. Um ljóðagjörð Bertels, sem hann áleit sig kallaðan til að rækja, og sem var hon- um allt í lífinu, verður að vísu eigí sagt, að hún skari fram úr, eða að kvæði hans beri vott urn mikla skáldskapargáfu, en þó eru sum kvæði hans allsnotur, þó að honum eigi tækist að framleiða neitt stórt í þeirri grein. J>að er ekki ólíklegt, að blekktar vonir í þvi efni hafi hjálpast að með öðrum bág- um kringumstæðum til að leiða hann til þess örvæntingarstigs, sem gerði enda á lifi hans. HALLDÓR KROSSBERI. J>að var auðséð á þessari raunalegu, út- evgðu og horbrenglulegu mannsmynd, sem dröst hér um göturnar, þegar „Laura“ fór norður um i síðustu ferðinni í sumar, að hún grúfði yfir einhverjum þungum áhyggj- um, rétt eins og hún myndi þá og þegar kikna algjörlega út af undir byrði lífsins. Og þeir, sem „J>jóðviljann“ lesa —. og j þeir eru margir í þessu plássi — gátu I strax í kollinn, tið hér væri koininn kross- j berinn mikli, sem sá vondi „miðlunarinnar*1 djöfull vaila hetur fá eyrð augnablikinu lengur, heldur þeysir á laudsliornanna á milli í grimmustu gandreið. „Jjjóðviljinn“, sem aumkar alla bág- stadda, hefir áður nokkuð lýst raunasögu hr. Hilldórs, hversu ,,miðlunar“andinn fór fyrst í hann, hversu politíkin hans klikkaði illa í Eyjafirði, og hverja stóreflis sneypu- ferð hann fór um Dalasýslu*). enda hafðl það haft þann árangur, að nokkrir brjóst- göðir menn hér á ísafirði aumkuðust yfir hann, og beinuðu honum lítillega. J>að gladdi og bæjarbúa eigi lítið, að einmitt þessa stuttu stund, sem Halldór stóð hér við, þá spilaði „andinn“ með haui sem lystuglegast; þarna fór liann að teygja sig og teygja, og eptir því sem hlykkiruir fækkuðu eptir því þóttist hann veróa meiri og meiri maðurinn. Hann imyndaði sér, að hann væri hér á umsjónarferð, til að lita eptir lögreglu- stjórninni, og létta á þeim landshöfðingja og amtmanui, er eigi væru um þetta færir !!** *) Að ferð Halldórs um Dalasýslu varð honum lítt til frægðar sannast bezt á því, að hann skammast sín nú stórvægilega fyrir allt það ferðaflangs. og reynir að breiða yfir það, sem bezt hanngetur; sannleikur- inn er, að síðari ]iart maíinánaðar fóru þeir félagar, Halldór og vofan hans, bæ frá bæ um Dalasýslu; og að Halldór eigi bauð sig þar fram við þingkosninguna mun eingöngu hafa verið því að þnkka, að ætt- ingjum hans og venzlamömium þótti hann hafa scandaliserað nóg, og skipuðu honum að hætta. **) Eptir sögn hr. gestgjnfa TeitsJóns- sonar, er mest og bezt hafði færi á að sjá áhrif „andans“ á Halldór krossbera. kom kastið yfir hann sem hér segir: Sýnilega uppþembdur af innblæstri „and- ans“, og með „réttferðuguin“ reiðisvip kjamsaði krossberinn því út, að dómur sýslumanns Sk. Th., er dæmdi Englend- inginn John Barnett í 2 sinnum 5 daga fangelsi við vatn og brauð fyrir fylliríis 6- spektir væri engu lagi líkur, en sýndi hræðslu sýslumanns við þenna, og sjálf- sagt alla aðra útlendinga, þar sem vofai* sin segði sér svo afdráttarlaust, að mað- urinn hefði átt að hafa betrunarhúsvinnu (eða líflát kannske ?), eins og sannast myndi á landsyfirréttardómnum á sínum tíma. Með slikum og þvílíkum borðræðum skemmti hr. Halldór sínum bi’osleitu á- heyrendum á hotellinu! En hversu vofusmánin hér enn leiddi krossberann sinn afvega sézt bezt af pví, að landsyfirrétturinn 2. þ. m. linaði hér- aðsdóminn í e i n a 5 daga. Og þetta eru tildrögin til gandreiðarsög- unnar hans hr. Halldórs í „ísafold“; þ»ð eru draugaglettur og ekkert annað!!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.