Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1891, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1891, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 30 arka) 3 kr.; í Amer. 1 doll. Borgist fyrir miðjan maiinánuð. Uppsðgn skrifleg, o- gild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. dag júnímánaðar. Xr. 28. ísafirði, mánudaginn 15. júní. 18 9 1. Athugið, Frá, 17. júní þ. cá. til 31. ág. s. á. eru kaupendur “þjóðviljans" í ísafjarðarsýslu og í ísafjarðarkaupstað vinsamlega beðnir að greiða andvirði blaðsins til hr. bæjar- l'ulltrúa Jóakims snikkara Jóakimssonar á Isafirði, sem e i n n hefir heimild til að taka á móti og kvittera fyrir andvirðinu. Utan sýslu kaupendur sendi, sem fyr, borgun til “útgefanda ‘pjóðviljans1 á Isa- firði“. ísafirði, 15. júní 1891. Útgefendur “]?jóðvi 1 jans“. LANDBÚSKAPURINN og LANTAKA LANDSJÓDS. III. Vér áttum eptir að minnast ofur stutt- lega á aðal-ástæðu “J>jóðólfs“ gegn lán- töku landsjóðs, er hann auðsjáanlega ætl- ast til að reki á rembihnútinn, og taki af öll tvímæli. Vegagjörðir Eiríks í Grjóta standa “ J>jóð- ölfi“ svo i fersku minni, að hann vill helzt í ekkert ráðast, heldur bíða, — bíða þang- að til pekking íslendinga sé orðin full- komin! Sá mögulegleiki, að eitthvað kunni að mistakast, kunni að verða ófullkomið, eins og um mannaverk vill verða, hefir komið þvilíkri hjartveikis-hræðslu í “|>jóðólf“, að hann því sem næst vill alveg leggja árar í bát. f>að er sami vesaldóms “uppgjafar11- andinn, er lýsir sér í þessum “|>jóðólfs“- kenningum, eins og í frammistöðu lians í stjórnarskrármálinu; hvar sem hann kemur frain er hann sama uppgjafarhróið eða af- fallsféð. þetta er lærdómurinn, sem svo áþreifan- lega verður dreginn út úr þessum “þjöð- ólfs“-greinum uin “landbúskapinn og lán- töku landsjóðs11. Hinn alkunni víkverski nihilismus, trú- leysið á öllum framfaratilraunum, sem séra Jiin Bjarnason í Winnipeg hefir lýst svo vel, hefir sýnilega gagntekið þessa lingerðu 11 þjóðólfs“sál; Reykjavíkurþrönga andrúms- lopt hefir komið inn hjá ritstjóra “|>jóð- ólfs11 þessum tærandi sjúkdómi, er svo mörgum íslendingi liefir orðið að andlegu banameini. En það er einmitt, af því að vór eigi höfum þessa nihilista trú, að vér höfum ráðið til að breyta búskaparaðferðinni. J>að er þvert á móti vor fasta sannfær- ing, að hér á landi, sem annars staðar, séu skilyrðin til framfara fyrir höndum í ýmsum greinum, ef oss að eins eigi brestur vilja og djörfung, til að reyna að koma einhverju í verk. J>að eru fæst fyrirtæki í lífinu, sem sagt verður um, að þau séu alveg áhættulaus, og tjáir eigi að láta það jafnan aptra sér, og sízt sómir það þeim mönnum, sem á alþingi sitja, að sýna staka hjartveiki og apturhaldsanda. |>að verður heldur eigi sagt, að það sé neitt lukkuspil eða nein óttaleg áhætta, þó að tekið væri nauðsynlegt lánsfé til þess t. d. að koma vegunum í viðunan- legt horf, brúa stærstu árnar, koma á telephonum milli helztu staða landsins, bæta verztu hafnirnar, koma á vitum, þar sem hættust er leið sjófarendum, leggja fé fram, ef tök yrði á að koma landinu í samband við útlönd með fréttaþræði, styrkja iðnaðarfyrirtæki í landinu o. s. frv. Hér er sízt um neinn galdur að ræða, heldur eru þetta allt fyrirtæki, sem hægt er að fá næga hæfa útlenda menn til að standa fyrir og koma á fót, að svo miklu leyti er vora eigín menn skortir þekkingu. Eða kann ske 11 J>jóðólfur“ ætli, að vér séuin endilega einatt bundnir til að hafa Eirík í Grjóta, eða einhverja hans nóta, fyrir vegasmiðio. s. frv. ? Að berja við þekkingarlevsi landsmanna, eins og “f>jóðólfur“ gerir, er því ekki nema apturhalds-útúrdúrar. I stað þess að vera að leita með ljósi að öðrum eins grýlum, til að reyna að fæla með þjóðina og drepa hennar framfara- löngun, ætti “f>jóðólfur“ heldur að benda á hitt, hve brýn þörf það er þjöð vorri, að leitað sé allra bragða. til að koma land- inu á meira framfarastig, svo að velmegun og velsæld geti aukizt í landi, og hólmi vor geti bráðlega orðið notasæll aðseturs- staður, eigi að eins fyrir fáar hræður, heldur og með tímanum fyrir margfallt tíeira fólk, en nú er. Getur vel verið, að Húnvetningar hatí verið Svíndæling sínum Ijúfir og leiðitamir á Sveinsstaðafundum að undanförnu, en illa þekkjum vérPinnstein þá, ef hinir fraina- og framtaks-gjörnu Húnvetningarlátatil lengdar bjóða sér jafn lúalega lúsablesa-pólitik, sem farið er um of að brydda á hjá Húnakappau- um á þessum síðustu og verztu dögum. f>ar sem “þjóðölfur11 að lokum gegn lántökunni bendir til Gladstone’s og fl., er hafi mælt á móti ríkjalánum, þá pr þar reynt að kasta sandi í augu inanua, svo sem “fpjóðólfi11 vill optar verða; veit þó “f>jóðólíur“ það, að ríkjaskuldirnar í Evrópu eru að mestu til orðnar fyrir heimskulegt hernaðarbrall, og það er sitt hvað um slík lán að ræða, eða um lán, sem tekin eru til óhjákvæmilegra framfarafyrirtækja. Meira vonum vér, að eigi þurfi “f>jóð- ólfi“ að svara í þetta skipti.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.