Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1892, Blaðsíða 1
Yerð árgaixgsins (minnst
80 arka) 3 kr.; í Amerikn
1 doll. Borgist fyrir maí-
mánaðarlok.
r
Annae árgangub.
BNGI.
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 1. dag júní-
mánaðar.
M 1.
Háttvirtu landar!
Eptir ósk og áskorun útgefanda „Þjóð-
viljans unga“ heíi eg frá þessum degi að
ðllu leyti tekizt á hendur ritstjórn og á-
byrgð blaðsins.
Hvað stefnu blaðsins snertir, verður
hún, hvort sem ritstjórn mín verður lóng
eða stutt, og hvort sem blaðinu verður
haldið úti hér á ísafirði eða annars stað-
ar, óbreytt sú sama, er verið hefir að
undanfórnu.
Treysti eg því, að landar mínir styðji
blað þetta, ekki síðurhér eptir, en hing-
að til.
Af minni hálfu mun eg leitast við að
gera þetta litla blað svo vel úr garði,
sem föng eru á.
ísafirði, 14. okt. 1892.
Skúli Thoroddsen.
Kaupfélagsfundur.
Fulltrúar „kaupfélags Isfirðingaa
hoðast hér með til fundar, sem haldinn
verður á ísafirði mánudaginn 14. nóv.
næstkomandi kh 12 (hádegi).
Á fundinum verða rædd ýms félags-
mál.
1 umhoði kaupfélagsstjórnarinnar:
ísafirði, 17. okt. 1892.
Skúli Thoroddsen.
verzlan Leonli. Tang’s
fæst:
Gólfvaxdukur af fieiri breiddum.
Magasinofnar.
Eldavélar, stórar og smáar.
Alþingiskosningarn < r.
Á kjörfundi Eyfirðinga að Akureyri
24. sept. voru kosnir alþingismenn:
Klemenz sýslumaður Jóusson
og fyrv. þm. Norður-Þingeyinga, Jón
ÍSAFIRÐI, 20. OKT.
Jónsson frá íteykjum. Um at-
kvæðatólu hefir ekki frétzt.
Yantar þá enn að eins fregnir um
kosningarnar i Norður-Múla-, Austur-
Skaptafells- og Rangárvalla-sýslum.
Horfurnar.
Deilu þeirri, sem hófst á alþinginu
1889, milli sjálfstjórnar- og miðlunar-
stefnunnar i stjórnarskrármálinu, var i
raun réttri að fullu og öllu til lykta ráð-
ið á alþingi 1891.
Yið umræðurnar og atkvæðagreiðsl-
urnar i því máli, varð það ljóst, að meiri
hluti þjóðkjörinna þingmanna vildi eigi
aðhyllast miðlunarstefnuna í þvi formi,
er hún birtistíárið 1889, og þjóðin hefir
við kosningarnar i liaust, eptir því sem
oss er kunnUgt um skoðanir hinna ný
kjörnu þingmanna, fyllilega staðfest þenna
dóm.
Engum hinna ný kjörnu þingmanna,
ekki einu sinni gömlu þingmönnunum,
8r áður fylgdu miðlunarstefnunni í stjórn-
arskrármálinu, mun þvi detta í hug, að
fara henni fram.
Og þetta er bæði hyggilega og ætt-
ræknislega gjört af þeim.
Þjóð vor hefir sannarlega við nóga
erfiðleika og mótspyrnu að stríða, þó að
ekki bætist þar ofan á, að beztu menn
landsins berist á banaspjótum í hennar
mestu velferðarmálum.
Satt er það, að hörð og snörp var
deilan, og á báðar hliðar má ske gengið
feti framar, en skyldi, enda veldur sjald-
an einn, þegar tveir deila.
En allt þetta heyrir nú liðna tíman-
um til, og á að vera skrifað í gleymsk-
unnar bók; með öðrum orðum, það á ekki,
og má ekki, í minnsta máta skerða fram-
ar góða samvinnu milli málspartanna,
hvorki í stjórnarskrármálinu né öðrum
málum.
Þetta vitum vér og, að vera mimi
lifandi ósk málsmetandi manna lir báð-
1893.
um kinum fyrri fiokkum, og þess vegna
ætlum vér, að óhætt sé að segja, að
þetta ný byrjaða sex ára kjörtímabil
muni byrja með allgóðum samvinnu-skil-
yrðum á þingi.
Frá litlöndurn var tiðindafátt,
er síðast fréttist; mest var talað um kol-
eruna, sem frá Rússlandi hefir flutzt til
Hamborgar og nokkurra annara bæja á
Norður-Þýzkalandi; í Hamborg var hún
mjög mannskæð.
Harrison, forseti Bandamanna, birti í
öndverðum septembermánuði bréf til
flokksmanna sirma, og kveðst fús á, að
taka á móti kosningu við forseta val það,
sem fram á að fara í nóv. þ. á.; lýkur
liann miklu lofsorði á tollalógin nýju,
Mao Kinleys lögin, og telur þau hafa
aukið verzlun Bandamanna um 24°/0;
tollalög þessi leggja mjög háan toll á
innfluttan varning, og telja „demokratar“
þau eingöngu auðmönnúm i hag; ætla
„demokrataru af sinni hálfu að styrkja
Cleveland til forsetatignar; hann var for-
seti næstur á undan Harrison.
I New-York, Tennessee og nokkrum
öðrum fylkjum Bandaríkjanna, hafa verk-
menn hætt vinnu þúsundum saman, og
krefjast þeir betri launakjara; hafa þeir
sums staðar valdið óeyrðum, kastað eld-
kveykju efnum, stöðvað og rænt járn-
brautalestir o. s. frv.; liefir stjórn Banda-
marma víða orðið að láta herlið skakka
leikinn. í Tennessee hófust óeyrðirnar
af því, að sakamenn voru hafðir til
vinnu i námunum; þessu kunnu aðrir
verkmenn illa, að eiga að vinna saman
við alls konar óþjóðalýð, og drápu því
nokkra af sakamönnunum, en létu hina
hlaupa hvort á land, sem þeir vildu, og
komst þá allt í uppnám.
—•-----■-----•----fl---•-----
Z0T Prentun á þessu 1. nr. II. árg.
„ÞJÓÐVILJANS UNGA“
hefir dregizt nokkuð sakir lasleika mins.
Prentarinn.