Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.10.1892, Síða 3
n, 1.
ur Kristjánsson. Ísaíirði 1892. 76 bls.
8vo. Yerð bókarinnar er 60 aurar.
Hinir fornu Babylonsmenn höfðu enga
lækna, en Herodotus sagnfræðingur skýrir frá
þvi, að það hafi verið venja þeirra, er einhver
veiktist, að flytja hann út á stræti, þar Sem
umferðin var mest, og var það skylda hvers,
er fram hjá gekk, að staldra við, og líta á sjúkl-
inginn; gengi nú einhver fram hjá, er þjáðzt
hafði áður af líkum kvilla, sem sjúklingurinn,
var það horgaraleg skylda hans, að skýra frá
þvi, hvernig hann hefði fengið hata sinn.
Hvítu GYÐINGAR. Eins og kunnugt er, eru
gyðingar all-flestir svartir á brún og brá, en í
Coehin, sefai er þorp eitt suðvestan til á Ind-
landi, er gyðingaflokkur, sem kallaðir eru hvítu
gyðingar, af þvi að þeir eru ljósir á hár og
hörund; þeir eru nú að eins um 200 að tölu,
en voru áður miklu fleiri, og þykjast þeir vera
afkomendur gyðinga þeirra, er flýðu frá Jerú-
salem, þegar Bómverjar lögðu hana í eyði
árið 70.
ítalskur verkfræðingur, Abbati að nafni, hefir
nýlega lokið við smiði á bát, sem nota á til
fiskiveiða neðan sjávar, og til þéss að ná upp
munum af sjávarbotni; háturirm er knúður á-
ftam með rafurmagnsskrúfu, og getur verið
neðan sjávar 6 stundir í 330 feta dýpi.
Telephonar, sem notaðir eru í Bandaríkj-
unum, eru að tölu 512 407, en lengd þeirra allra
til samans er talin 255 800 enskar mílur, eða
sem svarar freklega 10 sinnum ummáli jarðar-
innar.
Te-ið. Blaðið „Court Journal“ hefir það
eptir skilrikum Kínverja, að te-lauf sóu mjög
hagfelld, til þess að verja rotnun. I sumum
héruðum í Kina kvað íbúamir stundum hylja
lik framliðinna vandamanna í te-i, og haldast
likin þannig óskeinmd árum saman; te það, sem
þannig hefir verið notað, senda Kínverjar síðan
úr landi sem góða og gilda verzlunarvöru!
BJAKGrRÁBAMÁL.
—:o:—-
líér með leyfi eg mér að skora á all-
ar Bjargráðanefndir í fiskiverum íslands,
að fylgja frain bjargráðum og undirbria
fundahöld, svo inálinu verði komið í fast
horf á sínum thna, samkvæmt bending-
um þeim, sem koma munu í „Sæbjörg",
nr. 8—9, í þessum mánuði.
Gœtið þessu sjómenn: „Engin bjálp
þeim, sem ekki hjálpa sjálfum séru. Sjór-
inn er gullkista íslands. — íslenzki sjó-
maðurinn er i nokkurs konar niðurlæg-
ingar standi.—Timinn og ástandið heimta,
að nú skeri úr. Flestir berjast að eins
fyrir sjálfum sér.—Verið samtaka, þá er
sigurinn vís. — Stundið af alhuga og al-
efli sjómennskuna i drottins nafni, og þá
Þjóðviljinn ungi.
fyrst getið þér treyst þvi, að djöfullinn
flekar yður eigi,—Haldið fastri kristilegri
forsjónartrú, og yðarhimneski faðir, sem
er annt um yður, hann blessar starfa yð-
ar og viðleitni, ef þér vinnið i Jesú nafni.
Önnur nöfn verða yður til falls, hversu
skært sem þau skína kunna, meðan heims-
gyllingin hangir við þau.
Það er guð einn, sem gjörir fátækan
og rikan.
p. t. Beykjavík, 1. okt. 1892.
O. V. Gíslason.
Hr. Ritstjöri!
Eg hefi nokkrum sinnum lesið i blaði
yðar, að bátum hafi hvolft hér á D júpinii
og menn drukknað, optast á siglingu. I
sumar hafa einkum orðið allmikil brögð
að þessu.
En af hverju stafa hinar tíðu
drukknanir ?
Meðfram af þvi, að björgunartól eru
engin á bátnum. Menn geta enga von
haft um að komast á kjól, nema þeim
skjóti upp rétt hjá bátnum.
En það finnst mér mestu varða, að
verða ekki viðskila við bátinn, þó að hon-
um hvolfi, og i þvi skyni væri ekki svo
illa fallið, að liafa járn- eða tré-höld ofar-
lega á borðunum, sem menn gætu hæg-
lega gripið i, þvi illt virðist mér að halda
í slettilistann.
Ef menn vildu gefa orðum mínum
gaum, væri eg fús á að benda á fleira,
sem mér sýnist að hafa mætti á bátum
sem björgunaráhöld.
Isfirzku formenn, þó að þér, sumir af
yður, minnið hásetana á, að þér eigið að
ráða, og segist vita, hvað báturinn þoli,
væri það engin vanzi, að þér hefðuð ein-
hver björgunartól á bátum yðar.
p. t. ísafirði, 19. sept. 1892.
B. Jb'nsson.
Árnessýslw, 26. sept. ’92: „Nú hefir
verið óvenju kalt smnar, stíittur sláttur, hey-
skapur í minnsta lagi, og verzlun ill, eins og
annars staðar; sendir verða til Englands til
sölu, auk kaupfélagssauða, 2—3 þús. sauðir, og
er það að vísu áhætta, en ekki annars kostur,
til að ná í peninga. Heilsufar manna gott.
Kláðafregnir hafa komið bæði að norðan og
vestan, og var því fé skoðað hér í réttum, en
fannst engi kláðavot.tur*.
ísafirði, 20. okt. ’92.
Mesta blIðviðristíð helzt enn hér ve'stra.
Aflabrögð. Siðustu dagana hefir töluvert
dregið úr aflanum her við Útdjúpið, þó að enn
megi heita all góð reita.
í Inndjúpinu sagt aflatregt'
Yerðlaun fyrir fiskverkun. „Kaupíélag
3
ísfirðinga11 hafði á vörfundi ákveðið, að verja
í ár 250 kr. til verðlauna fyrir vandaða fisk-
verkun, og hafði fullrúaráðið jafnframt skipað
3 menn í nefiid, til þess að dæma um fisk þann,
er verðlauna var beiðst fyrir.
Verðlaunanefndin lauk starfi sífau 14. þ. m.
Fyrstu verðlaun (32 kr.) hlutu:
1, Páll Halldórsson, húsmaður í Hnífsdal.
2, Guðm. bóndi Sveinsson í Hnifsdal.
3, Guðm. bóndi Pálsson J Fremri-Hnífsdal.
4, Skúli Thoroddsen á ísafirði.
5, Jón bóndi Guðmundsson í Eyrardal.
Onnur verðlaun (22 kr. 50 a.) hlutu:
1, Jónas Þorvarðarson á Bakka.
2, Valdimar Þorvarðarson bóndi í Hnífsdal.
3, Jón bóndi Einarsson á Garðsstöðum.
4, Hannes Jónsson lausamaður í Hnifsdal.
í verðlaunanefndinni sátu deildarfulltrúarnir
Guðm. Sveinssonog Jón Einasson, enhinnþriðji
netndarmanna, Sigurður Jósepsson, var fjar-
verandi."
"V ottorð.
Hin síðustn 3'/2 ár hefi eg legíð i
rúminu sókum magnleysis i taugakerftnu,
svefnleysis, magaveiki og slæmrar melt-
ingar; eg hefi leitað ráða hjá ýmsum
lækfium, en árangurslaust, þar til eg sið-
ast liðinn des. fór að brúka Kína-Lífs-
Elixír hr. Vallemars Petersen, og brásvo
við, að þegar eg var búinn úr einni flösku,
fékk eg matarlyst ög gat sofið að nótt-
unni; að 3 mánuðum liðnum gat eg klæðzt,
og er nú batiiað svo, að eg get verið á
ferli; 12 fiöskur hefi eg þegar brúkað, og
vona, með stöðugri brúkun Elixírsins, að
ná bærilegri heilsu smám saman; fyrir
þvi ræð eg hverjuin, er þjáist af likri
veiki, að reyna þenna bitter hið bráðasta.
Villingaholti, 1. júní 1892.
Helffi Eiríksson.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum
vórubirgum kaupmönnnum á Islandi.
* *
*
Svo menn séu vissir um að fá hinn
eina ekta Kína-lífs-eUxír, verður að gæta
þess, að á hverri flösku sé hið skrásetta
vörumerki: Kínverji með glas í hendi,
ásamt firmanafninu V-F- í grænu lakki.
Ifi.y jóiriii* bókbindari Bjarnason
á ísafirði:
selur
þrjátíu árganga af Skírni (1859—89) í
gyltu bandi ásamt fleiri bókum. Hentugt
fyrir lestrarfélög:
kaupir
fyrsta nr. H e i m d a 11 s.
Undirritaður tekur að sér alls konar s ö ð 1 a-
sraíði, einnig að klæða „sofa“ og stóla m. fl.
Starfhýsi mitt er í húsi Magnúsar Jochumgson-
ar á norðurtanganum á ísafirði.
Leo Eyjólfsson.
Fjármark Guðjóns Kristjáns Kristjánssonar 4
Veðrará er: sýlt Vinstra, lögg framan hægra.
Brenniniark: G. K. K.