Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1893, Side 1
Verð árgangsins (minnst
30 arka) 3 kr.; í Ameríku
1 doll. Borgist fyrir mai-
mánaðarlok.
ÞJOÐVILJIM DNGI.
■—... . |= Annak Arganguk. =|-■=—
-?—gjcxs=|:== Ritstjóri SKÚLI THOEODDSEN cand. jur. —j-
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin só til útgef-
anda fyrir L dag júni-
mánaðar.
M lö.
Fínanz Bandaríkjanna.
Eitt hið merkasta mál á dagskrá heims-
jns nú er fínanzmál Bandaríkjanna. Á
það mál hefir hinn nýi forseti, Cleveland,
lagt lang þyngsta áherzlu af óllum opin-
berum málum ríkisins.
Hinir svo nefndu „silfurmennu hafa
um langan tíma verið einráðir í „Con-
gressu um fínanzmál ríkisins. Silfurmenn-
irnir eru þeir nefndir, sem eiga hinar
fjólrnórgu og gagnauðugu silfumámur í
Bandaríkjunum, sem úr vinnst árlega
miklu meira silfur, en markaðurinn hefir
þórf fyrir, eða, með öðrum orðum, sem
út verði komið, án þess að málmurinn
falli stórlega i verði. Til þess að fá
haldið málmi þessum í verði, hafa eig-
endur silfurnámanna lengi getað komið
fram lögum, til þess að skylda ríkið til
að kaupa af þeim silfur til myntunar
langt um það fram, sem ríkissjóður þurfti
raeð. Og þegar þeir sáu, að menn vildu
ekki taka silfrið myntað, komu þeir svo
ár sinni fyrir borð í Congress, að ríkis-
sjóður var með lögum skyldaður til að
gefa út seðla, til að borga gjöld sin í,
sem silfrið skyldi þá standa fyrir, svo
sem tryggingarsjóður. Á þessum seðlum
stóð syo hljóðandi auglýsing: — „"Þetta
skírteini vottar, að inn í allsherjar fjár-
hirzlu hafa verið lagðir — dollarar, er
greiddir skulu handhafa þessa seðils, live-
nær sem krafizt verðuru. Bakatil á hverj-
um seðli stóð: —• „Þetta skírteini er
gjaldgengt í ríkissjóð i borgun fyrir tolla,
skatta og allar opinberar skyldir, og má
gefa það út aptur, hvenær sem rikissjóð-
ur hefir þannig tekið það innu*. í langan
tíma var allt það silfur, sem rikissjóður
var skyldaður til að kaupa í tryggingar-
■sjóð fyrir þessa seðla, myntað. En þegar
nú enginn vildi hafa þetta mótaða silfur,
en allir heimtuðu gull út á seðlana, og
•silfrið lá í iðjulausum hrúgum í hvolfum
rikisfjárhirzlunnar, tóku silfurmenn sig
* Með seðla landssjóðs er farið alveg eins og
hér er skipað fyrir um seðla ríkissjóðs
Bandarikjanna.
ÍSAFIRÐI, 10. MAÍ.
saman, árið 1890, og settu hin alræmdu
Sherman-lög, sem skylduðu fjármálaráð-
herrann til þess, „að kaupa eptir hend-
inni ómótað silfur, alltað 4 500 000 únzau*,
og skyldi rikissjóður gefa út seðla á sjálf-
an sig fyrir eins marga dollara, og þetta
silfur kostaði hann. Með þessa seðla
skyldi fara á saina hátt, eins og með þá, er
þegar eru nefndir, og gefnir voru út gegn
mótuðum silfurpeningum, og skyldi ríkis-
gjaldkerinn greiða út á þá gull, eða silfur,
eins og honum þætti við eiga. Hér bar
að sáma brunni, sem fyrri: allir heimtuðu
gull fyrir seðlana, en enginn silfur, og
gjaldkerinn þorði aldrei að neita um gull-
ið, svo að fjármálastjórnin varð að leita
allra bragða, að ná saman gulli, til að geta
staðið i skilum.
Nii sáu fivenn, að fjárhagur ríkisins
var að komast í næsta -óvænt efni. Silfr-
ið lá þarna iðjulaus hrúga, sem enginn
vildi hafa. Til innanlands þarfa þurftu
menn þess ekki. Tií .að borga skuldir
utanlands varð það ekki notað. Ríkis-
sjóður tapaði tvöfallt á j)ví. Fyrst and-
virðinu, sem liann gafnfyrir það i gulli,
og sem lenti í vasa silfurmanna; síðan
því andvirði í gulli, sem út var greitt
fyrir innlausn seðlanna, er út voru gefn-
ir gegn tryggingu silfursins, þegar menn
urðu að borga með þeim utanlands skuld-
ir sinar. Yið árslok hin siðustu sannaðist
það, að á þrettán undangengnum mánuð-
um liöfðu seðlarnir rekið úr landi nærri
þvi tuttugu miljónir pund sterling í gulli
(= 360 miljónir króna).
Silfurmönnum og Stjórn Harrisons,
sem á þeirra bandi var, leizt ekki á blik-
una, og tók þvi stjórnin til þess óyndis-úr-
ræðis síðast á árinu, sem leið, að bjöða
ríkjum Norðurálfunnar að eiga fund við
fulltrúa frá sér i Bryssell, til að ræða það
mál, að tiltækilegt myndi vera, að gera
silfur að allsherjar gangeyri í Norðurálf-
unni jafnframt gulli. Gengi það fram,
• þá þótti sem fjárhag Bandaríkjanna væri
* Uað er að segja, „flgtinu11, að vera að móta
i peninga málm, sem enginn vildi eiga pen-
inga úr, var sleppt.
1803.
borgið, og silfurmennirnir stæði við mót
nýrrar gullaldar. En þegar á fund var
komið, kimnu fiúltrúarnir vestan að eng-
ín ráð til að leggja, hvemig þessu mætti
koma í kring, en beiddust tillaga um
það frá þeim, er fundinn sóttu. Þóttust
nú allir hafa farið erindisleysu, og sjá,
að silfurmenn vestra ætluðust til, að riki
Norðurálfunnar hlypi undir bagga, til að
bjarga þeim úr allsendis óvænu efni, sér
sjálfum til skaða. En hér var um engin
slík tiltök að ræða, því ómögulegt er að
gjöra silfur að löglegum gangeyri jafn-
framt gulli, þar sera gull er mælikvarði
peningaverðs, því að það er svo miklu
auðunnari málmur, en gull, og er til i iðr-
um jarðar i miklu meiri gnægð en gull,
svo að hver dollar í silfri er miklu ódýr-
ari í sjálfu sér, en dollar hver í grnli;
og svo rýrir silfur þar að auki verð sitt
með þvi, að renna inn í verzlunarmark-
aðinn stöðugt langt um þörffram. Doll-
ar silfurs getur því aldrei haft sama
borgunarmagn, sem dollar gulls. I lægri
málstofu Breta hélt Gladstone nýlega
tölu um þetta fyrirkomulag, að liafa silf-
ur gjaldgengan gangeyri jafnframt gulli,
bí-metalismus (eða tvi-málmeyrir), sem
menn nú nefna likræðu þess, og þykir
hann hafa dreift á glæ öllu ráði þeirra
manna, er bi-metalismus prédika.
Lán Bandarikja í óláni þeirra er, að
nú er sá flokkur og flokksforingi til valda
kominn, sem einráðinn er, að bera silfur-
menn fyrir borð, og rétta við fjárhag al-
ríkisins. Um það efni fórust Cleveland
þannig orð i fyrsta ávarpi sinu til þjóð-
arinnar: —- „Þaðmáöllum mönnum auð-
sætt vera, að það er lífsspursmál fyrir
þjóðframa vorn, og fyrir alla starfsemi
stjórnar vorrar að heill þjóðarinnar, að
gangeyrir vor sé vammalaus og verðfast-
ur. Þegar við sjálft liggur, að liann falli
i verði, er það brýn nauðsyn, að hin
skarpvitrasta stjórnhyggja vakni til starfa
án augnabliks tafar; enda skyldi og sú
hætta,að borgunarmagn vinnulauna þeirra,
sem strita og starfa, geti rýrnað, vera hin
öflugasta livöt til þess, að slíku. verði af-