Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1893, Blaðsíða 4
64
Þjóðvjxjinx unöi.
II, 16.
Þegar menn reka sig á það, hvað ofan í
annað, að ritstj. „ísafoldar“ notar blað sitt til
persónulegrar áreitni við pólitiska mótstöðu-
menn sína, og reynir að ófrægja þá á allar
lundir með upplognum sögum og sakargiptum,
af þvi að hann sér, að hann getur eigi hnekkt
skoðunum þeirra með skynsamlegum rökum,
hvaða álit heldur þá ritstj., að almenningur
geti haft á „gagninu“ þvi?
Það er jafhaðarlegast ekki eitt, heldur allt,
sem er sorugt i sorpdalli.
Og ritstj. „Isafoldar11 er lika engan veginn
svo skyni skroppinn, að hann eigi viti, hvaða
álit „ísafold1* hefir hjá all-flestum landsmönn-
um; því að þótt hann má ske kunni að mis-
skilja meðaumkunarbrosið, sem einatt mætir af-
skiptum blaðsins af opinberum málum, þá skilur
hann þó þegar skellur í tönnunum, eins áþreif-
anlega, eins og t. d. við alþingiskosuingamar
siðastl. sumar.
Hann var, sem menn muna, ekkert smáræði
gorgeirinn og gullhamraslátturinn, þegar ritstj.
ætlaði að trompa Tryggva inn á þing, sem þm.
Ámesinga; og til þess svo sem enn betur að á-
rétta „artíkulana“, þeysti hann svo sjálfur í log-
andi loptinu austur um allar sveitir, því að allt
átti vist undan að láta, þegar sjálfur Austur-
vallar Aurgoðinn kveddi húa til fylgdar sér,
hm.! hm.!
Og það hreif lika kann ske — alveg eins
og við var að húast; hr. Tr. Gunnarsson tap-
aði að eins öllum fjölda atkvæða þeirra, er
hann áður átti vis, og féll svo „með glans“ fyr-
ir „flanið“ úr Bimi.
Þessu hk urðu og áhrif „ísafoldar11, að þvi
er snerti alþingiskosningu Borgfirðinga; og svona
mætti halda á, að telja og telja, svo að seint
yrði endir á, þvi að það virðast vera orðin ein-
hver ólukkans álög, að þegar „ísafold“ leggur
eitthvað til almennra mála, þá skuli það ein-
hvem veginn atvikast svo, að öllum þorra skyn-
samari og betri manna þyki einmitt ráð, að að-
hyllast það gagnstæða.
En fyrir blað, sem ekki hefir meira trausti
fyrir að fara, ætti það auðvitað að vera aðal-
atriðið, að reyna að af leggja sinn Adam, og
betra -sítt framferði, þvi að hver veit hvað þá
tækist með timanum?
V irt Lofoten í Noregi liefir
verið fyrirtaks fiskiafli í vetur, og sómu-
leiðis hefir aflazt mikið vel á Færeyjum;
bjuggust menn þvi almennt við því, að
þessi góðu aflabrögð myndu bafa slæm
áhrif á fiskimarkaðinn; en svo er að ráða
af bréfum frá útlóndum, að menn geri
sér nú aptur betri vonir um fisksóluna i
ár, með þvi að litlar sem engar fiskbirgð-
ir eru fyrirliggjandi frá fyrra ári.
(AÖsent).
„Mikill ertu munur“, datt mér i bug,
þegar kunningi minn í Eeykjavik skrif-
aði mér ný skeð, að i Reykjavík kosta
6 punda rúgbrauð ekki nema 50 aura,
og 3 punda sigtibrauð er þar selt á 25
aura.
En hér á ísafirði er jafn þungt rúg-
brauð selt á 80 aura, og sigtibrauð, sem
vegur 31/» pd., er einnig selt hér á 80
aura.
Miðað við verðið á sigtibrauðum í
Reykjavík, verður þá '/„ pundið, sem ís-
firzku sigtibrauðin eru þyngri, á 55 aura,
og eru það dýr raatarkaup.
ísafirði, 16. maí ’93.
Ölmóður.
EKKI LAGT AF. Hegningarlaga „para-
grapharnir11, sem settir voru til höfuðs Skúla
Thoroddsen, hafa ekki lagt af í höndurn hr. Lár-
usar Bjarnason; í stefnunni, sem loks var birt
í dag (20. maí), eru þeir orðnir 8 talsins; en
hvers vegna hr. L. B. ekki telur upp enn fleiri
„paragrapha11 -— sem óneitanlega hefði þó verið
enn meira í munni — það er óráðin gáta.
ÍSAFIBÐI, 2,,/# ’93.
Tíðakfar. Snjóhret gerði á uppstigningar-
daginn 11. þ. m., en síðan hefir haldizt all-góð
gróðrartið.
Síld. Hr. Teitur gestgjafi Jónsson dró
fyrir síld hér á Pollinum 16. þ. m., og aflaði
um 40 tunnur; var sild þessi öll seld til beitu
á 24 kr. tunnan.
IVteið^rðamálið milli Sk. Thor-
oddsen og hr. Halldórs kennara Briem á Möðru-
völlum, er báðir málsaðilar höfðu áfrýjað til
yfirdóms (Sk. Th. til staðfestingar héraðsdóm-
inum, en H. Br., til þess að fá dóminum breytt),
lyktaði með sætt, er umboðsmenn málsaðila
(málfærslumaður Páll Einarsson og cand. polit.
Sig. Briem) gjörðu 1 Reykjavík 4. april þ. á.
Með sætt. þessari skuldhatt hr. H. Br. sig
til að fullnægja aukaréttardómi Eyjafjarðarsýsl u
frá 18. febr. f. á. (að lúka 80 kr. sekt til lands-
sjóðs, eða sæta 24 daga einföldu fangelsi, sem
og til að greiða 35 kr. í málskostnað). Enn
fremur greiddi og hr. H. Briem 15 kr. í máls-
kostnað fyrir yfirdómi.
Mál þetta reis út af meiðyrðagrein, er hr. H.
Br. hafði prenta látið í 96. nr. „lsafoldar“ 1890
um Sk.Th., eptirkosningarimmunaíEyjafirðil890.
FlSKÍSKÚTAN þriðja, sem Á. Ásgeirssonar
verzlun átti von á, kom hingað 18. þ. mán., og
heitir „Springeren“.
Þilskipin hér vestra hafa flest aflað all vel,
síðan á páskum, að tölunni til, en fiskurinn
þykir smár.
Aflabrögð. All-mikið var farið að draga úr
aflanum hér við Út-Djúpið, en nú gera menn
sér góðar vonir um, að brátt lifni um fisk, fyrst
síldin er komin; þessa síðustu dagana hafa þó
ekki nema stöku bátar aflað verulega vel á
síldina, en þó verið nokkur reita, hálft hundrað
til hundraðs, og þar yfir, hjá öllum almenningi.
Gipting. 14. þ. m. voru gefin í hjónaband
1 Eyrarkirkju hér í kaupstaðnum: ungfrú Guð-
björg Jónsdóttir og Jón Bjamason frá Fossum.
Prýðisgóður afli. Hr. Jón bóndi Ein-
a r s s o n á Garðsstöðum var staddur hér í bæn-
um 18. þ. m.; hefir hann róið út í Bolungarvík,
síðan á páskum, og i þessar rúmar 6 Vikur hefir
hann saltað úr nálega 60 tunnum; segir hann
það með mesta afla, er hann hafi nokkuru sinni
fengið á jafn stuttum tíma.
Danska herskipid, „Diana“, kom hingað
sunnan úr Reykjavík 16. þ. m. — Allt þaðan
fréttalítið.
Kaupför. 9. þ. m. kom skipið „Peter“ frá
Khöín með vörur til L. A. Snorrasonar verzlun-
ar, og fór aptur til Englands 18. þ. m.
„Palmen“ fór héðan í gær til Khafnar með
fisk, ull og fl. isl. vörur frá Leonh. Tang’s verzlun.
Ekknasjóðurinn. Stjórn „Styrktarsjóðs handa
ekkjum og börnum ísfirðinga, er í sjó drukkna“
hefir veitt þessum tveim ekkjum styrk úr sjóðn-
um fyrir síðastl. ár:
Ólinu Tómasdóttur á Nesií Grunnavíkurhreppiog
Þóru' Gunnlaugsdóttur i Minni-Hattardal i Súða-
víkurhreppi, 40 kr. hvorri þeirra.
Misletrað framar í þessu hlaði Gladestone fyrir
Gladstone.
Akgrkidsla blaðs þessa úr prent-
smiðjunni befir drógizt úr bófi fram, og
stafar það að mestu af þvi, að ritstjórinn
befir ‘um bríð átt all-mikið annríki í
málaþrasinu margumrædda.
r>in<jmálaftindur fyrir
ísafjarðarsýslu kjördæmi verður haldinn
á ísafirði 19. júní næstkomandi á hádegi.
ísafirði og Vigur, 20. maí 1893.
Skúli Thoroddsen Sigurður Stefánsson
(1. þm. ísfirðinga). (2. þm. ísfirðinga).
Kaupfélagsfundnr.
„Kaupfélag Tsfirðmga“ beldur auka-
fund á Isafirði 19. júni næstk. í búsi Skúla.
Tboroddsen, til þess að ræða um ýms fé-
lagsmálefni. Funduriim hefst kl. 4 e. m.
riðjudaginn 30. mai byrja eg verzl-
un mina bér á staðnum; eg befi
alslags vórur frá Danmórku og Englandi..
ísafirði, 20. mai 1893.
Óli F. Ásmundsson.
Til sölu hjá kaupmanni S. S. Al-
exíussyni á Isafirði er vandað hús með
góðum kjörum._______ ______________
FJÁRMARK Ólafs Sakariassonar á ísa-
firði er: stúfrifað hægra, tvistýft aptan
vinstra._____________________________
Hér með er öllum bannað, að stíga
fæti á túnblett minn, án mins leyfis; ann-
ars varðar það lógsókn.
Jens Ólcifsson á G-ildrunesi.
Kvennamunur, ortur af Jóni
Hjaltasyni, gefinn út af Jóni Amórssyni,
er seldur: á ísafirði i prentsmiðjunni, á
Arngerðareyri, á Lónseyri á Snæfjalla-
strónd, á Hvylft í Önundarfirði og á Hófða-
i Dýrafirði, fyrir SO a. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans unga.
Prentari Jóhannes vigfússon.