Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.07.1893, Síða 1
Verð árgangsins (minnst
30 arka) 3 kr.; í Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
PJOÐVILJINN UNGI.
Ann
AR ARGANGUR.
Bitstjóri SKÚLI THORODDSEN cand. jur.
Uppsögn skrifleg, ógild
nema kominn sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
M 19.
REYKJAVÍK, 13. JÚLÍ.
1898.
Hvað á þingið að gjöra?
II.
I kirkjumálum kemur flestum ásamt
um það, að takmarkið eigi að vera að-
skilnaður ríkis og kirkju, og ætti þá
landssjóður að fá allar jarðeignir þær,
sem kirkjan nú hefir til afnota, en hverj-
um manni frjálst, hvort hann villnokkru
eða engu til prestsþjónustu kosta.
En þó að þetta hljóti að vera tak-
markið, dylst þó fáum, að þjóð vor er
enn eigi svo þroskuð, að þetta sé gjör-
legt, með því að bráð breyting gæti orð-
ið trúarlífinu til hnekkis, þar sem fjöldi
manna er enn á svo lágu stígi, að þeir
vilja lítið eða ekkert í sölurnar leggja
fyrir sannfæringu sina.
Starfi þingsins verður því fyrst um
sinn að vera i því fólginn, að undirbúa
skilnaðinn, og í þá átt fara frv. um
kosningu presta, borgaralegt hjóna-
band og um gjaldfrelsi utan þjóðkirkju-
manna, sem bráðlegamun lagt fyrir þingið.
í réttindamáli kvenna ætti þingið að
stíga eitthvað fram á leið; en hér mun
þurfa að ganga smáum fetum, með því
að fjöldi manna, æðri sem lægri, eiga
en bágt með að slíta sig frá gamalli
venju og biblíu-greininni, að konan eigi
að vera „manni sínum undirgefin, eins
og drottni".
Vistarbandsleysingin er eitt af þýðing-
armestu málum, sem nú eru á dagskrá
þjóðarinnar; en kynlegt má það þykja,
að í þessu máli lýtur svo út, sem stjórn-
in sjálf, er annars þykir ekki ýkja frjáls-
lynd, sé langar leiðir á undan ýmsum
héruðum landsins. Algjörð leysing vist-
arbandsins, er að voru áliti væri ákjósan-
legust, mun eigi fást fram á þessu þingi,
eins og það er skipað; og úr þvi sem
gjöra er, verða menn því líklega að
sætta sig við eins konar miðlunar-veg,
líkt og stjórnarfrv. fer fram á.
Á þessu þingi næst að líkindum sam-
komulag um fjölgun Jcjörstaða, svo að
kjósendum veiti greiðara að nota kosn-
ingarr. sinn til alþ. enda er þess stór þörf.
í samgöngumálinu mun þingið fallast
á stefnu þá, 'sem felst í frv. síra Jens
Pálssonar, enda hefir það frv. þegar feng-
ið all-mikið fylgi meðal þjóðarinnar. —
Að öðru leyti er hætt við, að minna
verði afrekað, en skyldi. Náttúran bend-
ir oss til þess, að aðal-ferða- og flutn-
inga-braut vor hlýtur að liggja um sjó-
inn, en frámunaleg hræðsla og vogunar-
leysi, jafnt þjóðar sem stjórnar, er sá
Þrándur í Grötu, er eigi mun verða yfir-
stiginn á þessu þingi; og á meðan sá er
hugsunar-hátturinn, að allt landið þorir
ekki að ráðast í, að eiga, eða leigja, eina
gufufleytu, til þess að geta komið strand-
ferðunum í heilla-vænlegt horf, þá er
hætt við, að þessi aðal-flutningabraut
landsins liggi enn um hríð að meira eða
minna leyti ónotuð, svo sem verið hefir
að undanförnu. Yegabótum á landi mun
aptur á móti byrja betur á þessu þingi,
enda gengur landstjórnin þar á undan
með góðu eptirdæmi i fjárlagafrv. því,
sem nú liggur fyrir þinginu.
Dauðadæmd Chicago-sendiför.
Eg heyri marga segja, að það sé ó-
lukkans óleikur, sem ritstjóri „ísafoldar“
hafi gert vini sínum síra 0. Y. GHslasyni,
að geta ekki stillt sig um, að fara að mæla
með Chicago-sendiför hans, því að það sé
aldrei hyggilegt, að berja það inn í með-
vitund manna um fyrirtæki, sem manni
sjálfum sé annt um, að þau séu fyrir fram
dauðadæmd; en í almennings augum muni
meðmæli „ísafoldar“ að venju þegar hafa
verið skoðuð sem dauðadómur.
Af því ég er einn af vinum og vel-
unnurum síra Odds, álít ég þetta illa farið,
og bið menn að misskilja „ísafold“ ekki svo
hörmulega, eða í öllu falli að meta orð
ritstjórans, sem ótöluð, svo að þau ekki
verði síra Oddi til hnekkis á þessari Chi-
cago sendiför hans.
Rvík, 10. júlí 1893.
Vinur síra Odds.
Kvennréttindi.
28. nr. Fjk. flytur 2 greinar, er snerta
kvennréttindi; hin fyrri bendir á ójöfnuð
þann, er konur mega búa við, þegarræða
er um vinnu þeirra og kaup, í samanburði
við vinnu og kanp karla.
Sérhver kona ætti að vera höf. þakk-
lát fyrir, hve röggsamlega hann talar máli
þeirra, og vonandi er, að þau rangindi,
sem konur hafa orðið fyrir í þessu efni,
sjái innan skamms sitt endadægur.
Hin greinin ber óneitanlega vott um
hlýjan hug höf. til kvennþjóðarinnar, en
ekki er jeg honum samdóma í því, að
konur ættu að leggja það í vana sinn, að
biðja sjer manns, ekki síður en karlar
biðja sér kvenna.
Það gefur að skilja, að það veldur kon-
unni sorg, að geta ekki fengið að njóta
þess manns, sem hún fellir ástarhug til;
en konan verður, eins og aðrir, að sætta
sig við, að vera án þess, sem hún ekki
hefir ráð á að veita sér. Því er sem sé
svo varið, að hversu heit sem ástin er,
verður ekki komizt hjá því, að fullnægja
þörfum líkamans; og eins og efnahag og
atvinnuvegum kvenna hjer er varið, getur
ekki meir en 1 af 1000 staðið straum af
heimili og fjölskyldu, nema því að eins, að
hún og hennar líði töluverðan skort á gæð-
um lífsins; og meðan konan ekkihefirefni
á að sjá sjer og sínum sómasamlega borg-
ið, álít jeg, að hún getí ekki látið sér
koma til hugar, að biðja nokknrn mann að
taka sig á arma sér, og bera sig yfir
brautir lífsins, svo ekki steyti hún fót
sinn við steini; annað mál er það, þó að
hún sæti því kostaboði, þegar það býðst,
frá þeim manni, sem hún ann.
Það er svo að sjá, sem höf. sé þeirrar
meiningar, að hjónabandið sé það eina tak-
mark, sem konan eigi að ná, til þess að
sjá sjálfri sér borgið, og hafa nokkra þýð-
ingu fyrir mannfélagið; en þetta er að
mínu áliti rammskökk skoðun; gæti konan
ekki unnið fósturjörðu sinni eða þjóðfé-
lagi því, sem hún lifir í, gagn utan hjú-
skapar, hefði forsjónin án efa hagað svo
til, að mögulegleiki væri fyrir hverja
stúlku að ná í pilt. En sannleikurinn er,
eins og allir vita sá, að konur eru tölu-
vert fleiri, en karlar, svo að ekki geta allar