Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.07.1893, Page 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.07.1893, Page 2
74 ÞJOÐVILJINN UNGI. orðið eigirikouur, og hvað á þá að verða úr hinum vesalingunum? En jafnvel þó að kvennfólkinu hér á landi séu margar bjargir bannaðar, er þó svo fyrir að þakka, að hver einhleyp kona, sem hefir heilsu og and- lega eða líkamlega hæfilegleika, getur unn- ið mannfélaginu eins mikið, ef ekki meira, gagn, en mörg konan, sem í hjúskap lifir. Það kann að hafa átt sér stað fyrir 40—50 árum, og þaðan af fyr, að stúlk- ur hafi verið neyddar tii að giptast þvert um geð sér, en nú á tímnm mun það mjög sjaldgæft, enda er það hverri stúlku meiri en meðal miunkuu, að ganga út í hjónaband- ið af öðrurn hvötum, en hreinni ást til manns þess, sem hún ætlar að búa saman við alla æfi; láti hún leiðast af áeggjan vina og vandamanna, eða gangist fyrir glæsi- legri stöðu, á hún sök á sjálfri sér, ef hjónabandið verður ófarsælt. Góðir bræður, styðjið að því, að konur fái borgaraleg rjettindi og atvinnufrelsi til jafns við yður; þegar það er fengið, þá og ekki fyr, getur það komið til mála, að þær taki af yður það ómakið, sem þér þó sjaldan eða aldrei teljið á yður, að biðja yður konu. D. Þiiigfréttum í blaði voru mun verða hagað svo í sumar, að getið sé helztu þingmálanna; en ekki leifir rúm blaðsins, að þylja upp frumvörpin orðrétt, enda vit- um vér, að mörgum blaðlesendum er það að eins til þreytu og leiðinda. Umræður eru daglega all-miklar í neðri deiid þingsins, en „lávarðarnir“ of þreyta sig eigi á umræðunum enn sem komið er, og gengur þó aiit slysalítið. Aukalæknar. Á ekki færri en 8 stöð- um vilja meun fá aukalæknahéruð sett á stofn; en naumast munþingið sjá sérfært, að auka við meira en 4 aukalæknum að þessu sinni, þar sem þörfin er brýnust. Áskoranir hafa þinginu borist um stofnun aukalæknahéraða á þessum stöð- um: 1. í Álptaness- Hrauns- og Kolbeinsstaða- hreppum. 2. í Eyja- Múla- og Gufudals-hreppum í Barðastrandarsýslu. 3. í Breiðadals- Beruness- og Geithellna- hreppum. 4. í Grunnavíkur- og Sléttu-hreppum í ísafjarðarsýslu. 5. í Háls- Grýtubakka- og Svalbarðs- strandar-hreppum. 6. í Grímsness- Biskupstungna- Hruna- manna- Gnúpverja- Skeiða- og Þing- valla-hreppum. 7. í 5 austustu hreppum Húuavatnssýslu. 8. í Inn-Djúpinu. Stjórnarskipunarmálið. Frv. neðri deildar frá 1891 hefir verið lagt fyrir neðri deild, og er Siglivatur Árnason, 1. þm. Kangvellinga, flutningsmaður þess; fyrsta umræða um málið fór fram 10. júlí; flutningsmaður talaði nokkur orð, en að því búnu var málinu umræðulaust vísað til annarar umræðu, sem fer fram í dag (13. júlí). Ekki mun vera ástæða til aunars, en að spá málinu góðs gengis á þinginu. MáJafjöldinn á þessu þingi verður varla minni, en á uudan förnum þingum, þó að allir þingmeun viðurkenni í raun og veru, að þetta megi ekki svo til ganga, með því að það geti spillt fyrir framgaugi þýðingarmeiri mála. En illt er að ráða bót á þessu, — nema myndaður væri harð-snúinn „slátr- unar“-flokkur — þar sem svo að segja hver þingmaður hefir eitt eða fleiri smá- mál, og enda nauðsynjaleysis-mál, fyrir brjósti að bera. Fjölgun k,jörstaða. Frv. frá Sk. Th. og Jóni Jónssyni, þm. N.-M., vill heimila amtsráðum, að fjölga kjörstöðum í sýslu hverri, eptir óskum og tillögum sýslunefnda, en þó svo, að kjörstaðir séu aldrei fleiri en þrír í sömu sýslu. Einn á báti rær hr. skólastjóri Jón A. Hjaltalín enn með kosningarlagafrumvarp- ið sitt (hreppakosningarnar), sem hann hefir borið á örmum sér á undanförnum þingum; en meiri hluti þingmauna mun fjarri því, að ganga svo langt í bráð í kjörstaða-fjölguninni, enda hefir og, bæði utan þings og á, verið sýnt fram á, að fyrirkomulag það, sem hr. Hjaltalín fer fram á, hefir ýmsa agnúa, og suma eigi smáa, þótt ekki hafi hann enn látið sann- færazt um það. Frímerkja-breyting. Björn Bjarnar- son og fl. hafa borið fram þá tillögu, að skora á stjórnina, að láta búa til og inn- leiða ný íslenzk frímerki. Tillaga þessi gengur eflaust fram á H, 19. þinginu, enda virðist það hyggilegast af smá-löndum, eins og ísland er, að skipta um frímerki öðru hvoru; bæði landssjóðn- um, og einstökum mönnum, getur græðzt við það nokkurt fé, vegna eptirsóknar frí- merkja-safnanda, eins og fyrir nokkru var sýnt fram á í „Fjallk.“ Verzlunarmálefni. Neðri deild hefir skipað 5 manna nefnd, til að íhuga verzl- unarmálefni landsius, og reyna að koma fram með tillögur til umbóta. Um mál þetta urðu all-miklar umræð- ur á þingfundi 8. júlí, enda um mikið vandamál að ræða; í nefndina voru kosn- ir: Skúli Thoroddsen, Jón Jónsson, þm. Eyf., Bogi Molsted, Jens Pálsson og Þorl. Guðmundsson. Um kvennfólkið eru þeir Jón Jóns- son, þm. Eyf., og Sk. Thoroddsen — og vonandi allir þingmenn — dálítið að hugsa. Hafa þeir Skúli og Jón borið fram frv. um fjárráð giptra kvenna, samhljóða frv. því, er neðri deild alþingis samþykkti 1891. Einnig hefir Sk. Th. borið upp frv. þess efnis, að ekkjur og aðrar ógiptar konur, sem standa fyrir búi, eða á ein- hvern hátt eiga með sig sjálfar, skulihafa kjörgengi til hreppsnefndar, bæjarstjórnar, sýslunefndar, og á safnaðafundum, með sömu skilyrðum sem karlmenn. Burt ineð grísku og latínu úr lærða- skólanum, segja þeir Bogi Melsted, Jón Jakobsson og fi. Tillaga til þingsálykt- unar þessa efnis er lögð fyrir þingið. En hér er við ramman reip að draga, að steypa goði þessu af stalli, er svo lengi hefir í öndvegi setið, bæði hjá oss og öðrum þjóðum. Gott er þó, að málinu sé hreift, og þessi óvinur smátt og smátt gjörður ó- skaðlegri; en um verulegan árangur, eða algjörðan sigur, naumast að hugsa í bráð, sízt meðan frændþjóðir vorar lifa í sömu fornaldar draumunum. Búnaðarmálefni. Eptir tillögu Bj. Bjarnarsonar og fl. skipaði neðri deildin 10. júlí 5 manna nefnd (Bj. Bj., Bj. Sig- fússon, Þorl. Guðmundssou, Einar Jónsson og Ól. Briem), til að íhuga búnaðarmál- efni landsins 0: samsteypu búnaðarskóla (sem ekkert verður af) og reglur um fjár- styrk til búnaðarfélaga.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.