Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.07.1893, Side 4
76
6JÓÐVILJINN TJNGI.
II, 19.
með öllu óþokndi, annaðhvort með því,
að landið leigi, eða kaupi, gufuskip.
b, viðvíkjandi samgöngum á landi: Hvað
snertir vegina á landi skorar fundur-
inn á alþingi, að fylgja fast fram grund-
vallarstefnunni í vegafrumvarpi sjera
Jens Pálssonar frá síðasta þingi.
3. Eptirlaimamálið. „Fundurinn skorar
á alþingi, að afnema, eða að minnsta kosti
lækka, öll eptirlaun embættismanna svo
mikið, sem framast má verða.
4. Afnám amtmannaembættanna. „Fund-
urinn skorar á alþingi að afnema amt-
mannaembættin.
5. Fast þingfararkaup. „Fundurinn
leggur til, að þingið ákveði með lögum
fast þingfararkaup.
6. Tollmál. „Fundurinn leggur það til,
að lækkaður verði toliur á sykrí, en hækk-
aður á vínföngum, og lagður tollur á álna-
vöru.
7. Leysing vistarbandsins. „Fundurinn
leggur það til, að rýmkað verði um rétt
hjúa til að vera laus, án þess vistarband-
ið sé leyst með öllu að svo stöddu“.
8. Breyting á prestakosningarlögunum.
„Fundurinn skorar á alþingi að breyta þeim
lögum í þá átt, að allir umsækeudur presta-
kalls verði í vali hjá söfnuðunum.
9. Aíþýðumenntunarmálið.
a, „Fundurinn skorar á alþingi að leggja
fram sem ríflegastan styrk til umferð-
arkennslu í landinu;
b, að hinum núverandi búnaðarskólum
verði eigi steypt saman, en fyrirkomu-
lagi þeirra breytt í hagkvæmara horf-
10. Lagaskoli. „Fundurinn skorar á
alþingi að halda áfram lagaskólamálinu.
11. Frelsi kvenna. Fundurinn skorar á
alþingi að semja lög um jafnrétti kvenna
móts við karlmenn“.
12. Verzlunarmál. „Fundurinn leggur
til, að skipaður verði verzlunarfróður maður
sem konsúll í útlöndum fyrir íslands hönd,
launaður af opinberu fé“.
13. Lesin upp bænarskrá frá Stöðfirð-
ingum um löggildingu Kirkjubólshafnar í
Stöðvarfirði.
14. Lesin upp bænarskrá til alþingis
frá Stefáni Sigfússyni um styrk af lands-
fje til að kynnast lækningatilraunum við
bráðafári í sauðfé.
15. Lesin upp bænarskrá til aiþingis
um stofnun nýs aukalæknishéraðs, er nái
yfir þrjá syðstu hreppa Suður-Múlasýslu.
Fundurinn gaf öllum þessum bænarskrám
meðmæli sín.
16. Um seli. „Fundurinn leggur til, að
alþingi semji lög um algjörða útrýmingu
selsins11.
Fleira kom ekki til umræðu á fundin-
um. Fundi slitið eptir 6 klukkutíma um-
ræðnr; 40 kjósendur á fundi.
Sigurður Ounnarsson Jön Finnsson
fundarstjóri. skrifari.
Gamanvísur
fundnar hjá Mosfellinu syðra.
Það er ei allra þrönga veginn
að þræða skers og báru milli,
auglýsingarnar öðru megin,
en öðru megin þjóðarhylli;
frelsis því verð eg fána’ að veifa,
þó frjálslyndi sé ei „til að dreifa“.
Sannleikinn mér á sama stendur,
sé mér ei að eins krónufátt;
ef að eins fjölga áskrifendur,
að öllu hinu hlæ eg dátt;
velferð landsins er varaskeifa,
verði’ ekki öðru „til að dreifa".
Leiðrétting.
í blaðinu „Þjóðviljinn ungi“ 6. þ. m.
stendur:
„Björn ritstjóri Jónsson fékk það á-
unnið á (kennara)fundinum, að skora skyldi
á þingið, að stofna „Slöid“-skóla í Rvík,
eins og stjórnin hafði farið fram á í fjár-
lagafrv. 1891“.
Þetta er villandi, fyrir það fyrsta af
því, að það var kennari við latínuskólann,
en ekki Björn Jónsson ritstjóri, sem bar
fram tillögu um sjerstakan slöid-skóla,
eins og stjórnin gerði á seinasta þingi, og
í öðru lagi að því leyti, að það virðist
gefið í skyn, að tillaga fundarins hafi ver-
ið borin fram með kappi móti sannfæringu
margra fundarmanna; en sannleikurinn er,
að þetta mál er áhugamál kennarafélags-
ins, og tillagan var samþykkt með öllum
atkvæðum.
' p. t. Reykjavík 11. júlí 1893.
Jön Þórarinsson.
p. t. foreeti kennarafélagsina.
Kvittun.
Ungi „þingmaðurinn", aem ávarpar mig í 44.
nr. „ísafoldar", hefði átt að láta sér nægja af-
skipti þau, er hann áður hafði haft af kosningu
minni, og jórta betur jómfrú-ræðuna sína, er hann
réð þinginu til að samþykkja það, sem hann sjálf-
ur sagði lögbrot!!
En þó að hann sé sjálfur svo gerður, að hann
greiði atkvæði með því, er hann þó í öðru orðinu
segir, að sé „alveg ólöglegt11, þá má hann ómögu-
lega ætla þinginu í heild sinni aðra eins aðferð,
eða eigna því lúalegar hvatir, enda mun slík að-
dróttun einsdæmi af ungum og óreyndum þing-
manni; hann hefði mátt sjá, að frammistaða hans
í máli þessu varð ekki réttlætt, og að engu hreinna
verður fyrir hans eigin dyrum, þótt hann hreyti
ónotum að samþingismönnum sínum.
Getsakir þær, er hann í grein sinni gerir mér
sjálfum, lýsi eg einber ósannindi, en þrátta svo ekki
við „þingmanninn11 frekar, því að eg álít það ekki
eiga við, að þingmenn séu að sendast á bitrum
skeytum í blöðunum þann tímann, sem þeir eiga
saman að vinna að þjóðarinnar málum á þingi.
En nauðsyn braut lög, hvað mig snerti, í þetta
skipti.
Kveð eg svo „þingmanninn11, og er jafn góður
vinur hans eptir sem áður.
Rvík 12. júlí ’93.
Skúli Thoroddsen.
Reykjavík, 13. júlí ’93.
Iíókmenntafélagsfundur var haldinn hér í
bænum 8. þ. m., og var hann herfilega illa sóttur,
að eins rúmir 20 félagsmenn á fundi.
Reikningar félagsins voru fram lagðir á fund-
inum, og eru báðar deildir félagsins í skuld, svo
að bóka-útgáfan verður með minna móti í ár
Kaupmannahafnar deildin gefur út Árstíðaskrá og
12 arkir af Pornbréfasafninu, en Reykjavikur deild-
in Tímaritið og Skírni.
Embættismenn Reykjavíkur-deildarinnar voru því
næst kosnir, og varð Björn ritstjóri Jónsson
forseti að vanda, og semur því framvegis við sjálf-
au sig, eins og að undauförnu, um prentun félags-
bókanna m. m. — Yaraforseti varð dr. Björn M.
Ólsen, og aðrir embættismenn flestir endurkosnir.
4 ensk herskip komu hingað til bæjarins 10.
þ. m., og kvað ætla að hafa hér 10 daga dvöl;
eru það kennsluskip fyrir sjóforingjaefni, og nálægt
1400 manns á öllum skipunum samtals.
Hersltip frá Belgíu, þrí-mastrað seglskip, kom
hingað 9. þ. m.; það er æfingaskip fyrir hermenn.
Skemmtiskúta ensk kom hingað 6. þ. m. og
með henni nokkrir franskir ferðamenn, sem tekið
hafa skip þetta á leigu; fóru tveir þeirra til Geysis.
Einkennilegt landshöfðingjabréf er nýlega
komið út í stjórnartíðindunum; það er bréf lands-
höfðingja til ráðherrans um stofnun lagaskóla, út
af áskorun þess efnis frá efri deild alþíngis 1891;
í bréfi þessu mælir landshöfðinginn eindregið gegn
innlendri lagakennslu, og þykir það eigi alls kost-
ar koma heim við loforð það, er hann gaf á al-
þinginu 1891, að mælaekki móti því við stjórnina, að
lagaskóli kæmist hér á fót, sbr. alþ.tíð. 1891. B.
bls. 1312.
Bréf þetta er birt að boði ráðherrans.
Yestanpóstur kom í dag; ódæmt var enn mál
Sk. Th. 5. júli, og sat L. Bjarnason enn þá í Holti
í Önundarfirði með öll plöggin.
Fj elagsprentsmiftjan.