Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1893, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1893, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 30 arka) 3 kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGI. ----1= ANNAR ÁRGANGXJR. ==|.:--- -vj. ■ | f 1 -i|= EITSTJÓRI SKÚLI THORODDSEN CAND. JUR. 1 Uppsögn skrifleg, ðgild nema kominn sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. M 22. REYKJAVÍK, 3. ÁGÚST. 1893. Strandferöirnar. Það væri stakt ólag af alþingi, ef það skildist svo við strandferðamálið að þessu sinni, að vér fengjum eigi all-viðunanlegar strandferðir umhverfis ísland um næstu tvö ár. Svo langt er nú komið, að gufuskipa- félagið danska er eigi lengur eitt um boð- ið, heldur hefir þingið um fleiri að velja. Kaupmaður Otto Wathne á Seyðisfirði hefir sent þinginu þrenns konar strand- ferða tilboð; býðst til að taka að sér ferð- irnar fyrir 35—50 þús. kr. eptir því, hvern- ig þeim sé hagað; og annar Norðmaður, Jönas Randulff að nafni, alkunnur sjó- garpur, er lengi hefir í íslands fórum ver- ið, hefir einnig boðizt til að taka að sér strandferðirnar. En allt er nú undir því komið, að þing- menn reyni að koma sér saman, og fari eigi í sundrung, út af einhverjum óveru- legum atriðum, er hver um sig kynni að óska, að hagað væri eitthvað öðru vísi. Þjóðin væntir þess, að þingið skiljist nú betur við mál þetta, en síðast, og að stígið verði eitthvert spor, til að koma þessu þýðingarmikia máli í heillavænlegra horf. en verið heflr. Þetta þurfa þíngmenn að hafa sér hug- fast, og þá erum vér vissir um, að vel muni takast. Um strandferðir þær, sem gufuskipa- félagið danska vill af náð sinni veita oss, er það að segja, að fæstir þjóðkjörinna þing- manna munu álíta þeir einhlýtar, eða sam- svarandi því, sem þjóðfélag vort þarfnast. Félag þetta býður uú svipaðar ferðir, eins og vér höfðum árin 1890—’91; en skiiyrðum þeim, er alþingi setti árið 1891, hefir það að ýmsu leyti ekki viljað sinna. Eigum vér þá aðkrjúpa aðkrossinum? Eigum vér að sæta þeim sömu kjörum, er vér fyrir tveim árum síðan álitum ó- nóg? Nei, svo framarlega sem kröfur alþing- is 1891 voru á viti byggðar, og sniðnar eptir því, sem þjóðarþörfin krafði, eigum vér miklu freniur að reyna að feta oss áfram, en að þoka aptur á leið, Stöku menn eru það auðvitað á þing- inu, sem gjarna vilja falla í faðm á félag- inu danska, semja við það og engan annaun. Þeir hafa tekið félag þetta því ást- fóstri, að þeir treysta engum öðrum, gcta ekki hugsað sér strandferðamáli voru öðru vísi hagað, en félag þetta vill vera láta, og álíta allt svo einstaklega gott og bless- að, sem það býður. En hinir eru þó fleiri, sem ýmist vilja ekkert við danska gufuskipafélagið eiga saman að sælda, eða að minnsta kosti ekki vilja láta sér lynda þær strandferðir, sem það hefir á boðstólum. í athugasemdum við fjárlagafrumvarp það, sem lagt hefir verið fyrir þingið, læt- ur stjórnin það álit sitt í Ijósi, að heppi- legast muni, að halda þeirri stefnu í strand- ferðamáiinu, að láta sameinaða gufuskipa- félagið annast aðal-strandferðirnar um- hverfis landið, og sambandið við útlönd, en styrkja jafnframt gufubátsferðir á fjörð- um og flóum. Þetta er og í samræmi við þá skoð- un, er ríkti á síðasta alþingi, að láta hér- uðin, með tilstyrk landssjóðs, koma á gufu- bátsferðum innfjarða, og skapa þannig smámsaman viðskipta- og- flutninga-þörfina innan héraða, eða kenna mönnum að nota þau samgöngufæri, sem náttúran, og reynsla annara þjóða, sýnir oss, að hægust og hagkvæmust eru. En hvaða gagn er að því, að veita annað hvort ár svo og svo miklar upp- hæðir á fjárlögunum í þessu skyni, þegar framkvæmda- og framtaks-semi hér- aðanna ekki er meiri, en svo, að styrk- urinn liggur að mestu ónotaður ár frá ári, og hrúgast fyrir í viðlagasjóðnum, í stað þess að greiða samgöngur og við- skipti manna á milli? Eins og talandi vottur um framtaks- leysi þjóðarinnar standa tölur þessar í fjár lögunum ár frá ári; en samgöngumáli voru þokar lítt áleiðis, þrátt fyrir það. Þess vegna hafa og ýmsir alþingis- menn orðir ásáttir um það, að reyna að breyta þessari „pappírs-gufu“ í regluleg- ur gufuskipaferðir; og tilþess býðst þing- inu all-gott færi, ef þingmenn eigi, sökum sundurlyndis, láta það ganga sér úr greip- um. Fyrir 25 þús. krónur á ári, sem að eins freklega samsvarar þeirri upphæð, sem alþingi mun hafa hugsað sér, að veita tii „pappírs“-gufubátsferðanna, býðst hr. J. Randulff, sem fyr var nefndur, til að fara 10 strandferðir umhverfis landið, ým- ist sunnan og austan, eða vestan og norð- an, um land; og hann lætur það alveg á vald alþingis, hverjir víðkomustaðirnir eiga að vera, og hvernig ferðunum yflr höfuð eigi að vera háttað. Til ferðanna ætlar hann að nota gufu- skip sitt „Ernst“, c. 200 tonna skip, er hann lætur umbreyta nokkuð í því skyni, svo að það verði sem bezt til ferðanna fallið; og tryggingu hefir liann boðið þing- inu fyrir því, að hann haldi samningaþá, er við hann kynnu að verða gjörðir, og útvegi t. d. annað skip, ef „Ernst“ skyldi eitthvað hlekkjast á. Verði nú þetta ofan á, að samið verði við Kandulff, og jafnframt veittar 18 þús. krónur á ári til sameinaða gufuskipa- félagsins, til þess að halda uppi samgöng- unum við útlönd, og svipuðum strandferð- um, eins og árin 1890—’91, þá verður ekki annað sagt, en að þingið skiljist vel við strandferðamálið. íslendingar fá þá meira en hélmingi fleiri strandferðir, en þeir hafa nokkuru sinni átt af að segja; og það, sem mestu um varðar, þingið getur sjálft ráðið mestu um það, hvernig ferðum Randulffs verð- ur hagað. Búast má við, að sumum þyki vel mik- ið í lagt, þyki landssjóðurinn of rífur á fjárframlögum til strandferðanna, ef varið er til þeirra 43 þús. króna á ári; en von- andi er, að þeir verði þó færri, sem telja þá upphæðina eptir, þegar um jafn þýð- ingarmikið mál er að ræða. Sumir munu einnig máske vilja halda gufubátastyrknum á fjárlögunum í því trausti, að héruðin kunni að vakna af dvala, og sýna meiri manndáð og rögg, en að undanförnu. En óhyggilegt væri það, að voru áliti, að gera þetta og því um líkt að miklu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.