Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1893, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.08.1893, Blaðsíða 4
88 ÞJÓÐYILJINN UNGI. Brú á Austur-HéraðsYÖtnum. Með því að svifferja sú, er sett var á Austur- Héraðsvötnin í Skagafirði, hefir reynzt 6- hent-ug, leggur fjárlaganefndin það til, eptir áskorun sýslunefndarinnar í Skaga- fjarðarsýslu, að veittar verði 5 þús. krón- ur til brúargjörðar yfir Vötnin, gegn því, sð Skagfirðingar leggi fram fé það, sem til vantar (c. 3500 kr.), og setji svifferj- uua, landssjóðnum að kostnaðarlausu, ofar á Héraðsvötnin, á aðal-póstleið. Aukalæknar. Fjórum aukalæknis-hér- uðum vill fjárlaganefndin bæta við: í Suður-Múlasýslu, Mýrasýslu, ísafjarðar- sýslu og Árnessýslu. Til ullarvinnuvéla vill fjárlaganefnd- in veita sýslufélögum allt að 40 þús. kr. lán úr viðlagasjóði, er ávaxtist og endur- horgist með 6°/0 á 28 árum. (xjaldskylda utanþjóðkirkjumanna. Skúli Thoroddsen hefir borið fram frv. í neðri deild þess efnis, að utanþjóðkirkju- menn, sem eigi eru i neinu kirkjufélagi, því er prest hefir eða forstöðumann, er fengið hefir kgl. staðfestingu samkvæmt 13. gr. iaga 19. febr. 1886, skuli vera lausir við offur, lambseldi, dagsverk, ljós- toll og lausafjártiund til kirkna og presta þjóðkirkjunnar, en greiða skulu þeir gjöld þessi til barnakennslu í þeim hreppi, er þeir eru búsettir í. Oddur læknir Jónsson, sem vikið var frá aukalæknis-sýslan fyrir skömmu, hefir þar til eg alveg var á þínu valdi, viljalaus hlýddi þínu minnsta boði, og virtist sæla, að þjóna þér sem þræll. Mig varði ei, að undir byggi þá atlotum þínum grimmd og hefndargirni, er steypti mér í glötun lífs og liðnum, og leiddi mig af réttlætisins vegi. Ó! eg hefi’ brotið boðorð guðs og manna og bölfun þung á herðum minum hvílir, þyngri, en að eg undir geti risið, eilífur dauði’ er hegning syndar minnar. Pó borga verði’ eg líf með mínu lífi er lítilsvert, — ef afmáð gæti það mitt afbrot fyrir augliti hins hæzta; en svo er ei, — þvi að eins mannalögum, en ekki guðs — er fullnægt þó eg deyi. Pá byrjar eiumitt strangleg hegning hans, sem hegnir öllum glæpum moldarbarna. Eilífur dauði, sífeld kvöl og sorg, samvizkubit og félag vondra anda sezt að í vestanverðum Arnarfirði, sem „praktíserandi“ læknir. Hafa héraðsbúar heitið honum 600 kr. á ári fyrst um sinn, og munu hafa í huga, að auka þá þóknun fremur en minnka, enda er Óddur talinn ágætur læknir. 200 þúsund krónur. Fjárbænir þær, sem fjárlaganefndinni í neðri deild alþing- is bárust í hendur í sumar, námu alls freklega 200 þús. króna, og gefur því að skilja, að fæstum þessara fjárbæna hafi orðið sinnt. Fréttaþráðnr til íslands. í neðri deild er komin fram tillaga til þingsálykt- unar, að skora á ráðherra íslands, að hlut- ast til um, að það verði borið fram við erlend ríki, hvort og að hve miklu leyti þau vilja að því styðja, sérstaklega veð- urfræðinnar vegna, að lagður verði frétta- þráður (,,telepraph“) til íslands. Tillaga þessi er að öllu leyti samhljóða þingsályktun þeirri, er samþykkt var af neðri deild alþingis 1891; en þeirri álykt- un hefir ráðherrann enn engu svarað; von- andi fá menn nú að vita, hvort ráðherrann hefir nokkuð sinnt þessu máli, eða hvort hann vill ekkert við það eiga. Reykjavík 3. ágúst ’93. Póstskiplð „Laura“ fór héðan í dag til út- landa, og með því ýmsir útlendir ferðamenn. j- 31. júlí merkisbóndinn Kristinn Magnússon í Engey. „8tamford“ kom hingað í gær frá Englandi, til að sækja hesta. í ríki hans, „hvers ormur aldrei deyr né eldur slokknar“, er mér fyrirbúið. Ó, Drottinn minn! Eg varla voga það, að vanhelga þitt nafn með því að kalla á þig, — eg, sem er því svo miklu minni, að minnast viljir þú á sekan mig. Agnes: Hvað er að heyra! Kappinn æðrast fer, og kalla á Drottins hjálp til líknar sér! Hvar er nú allur kjarkur þinn og hugur, karlmennskan til að geta boðið öllu himni og jörð og helvítinu byrginn? Gráttu nú ei, né æðrast meir’ en kona of seint er nú að fella þessi tár. Enginn þau virðir viðlits, — hræsni kallar veröldin þau, og geit þig sjálfan nefnir. Sjáðu! Það er allt, sem berðu úr býtum fyrir bænastagl og raunatölur þínar. Þér færi betur nú að herða’ upp hugann II, 22. 25 ára embættisafinæli. Dr. Jónas Jónassen heflr i dag gengt héraðslæknisemhæti i 25 ár, og voru honum í því skyni sýnd ýms virðinga- og i þakklætis-merki af Reykjavíkurbúum, leikið á horn, flutt kvæði eptir Hannes Hafstein, er Helgi Helga- son hafði samið lag við o. s. frv. Dr. Jónassen er maður einkar vinsæll í lækn- isumdæmi sínu, 'og heflr unnið þjóð vorri mikið gagn með læknisbókum sinum, svo að hann má með réttu nefna öndvegishöld íslenzkra lækna, þeirra er nú eru uppi. Mikið er að ganga hér hjá verzlunarhúsunum, og sjá sleifaralagið gamla, að hvergi skuli sjást járnbrautarspotti, og varla kerrumynd, heldur er allt borið á bakinu, og vinnan þannig gjörð bæði örðugri og kcstnaðarsamari. í þessu efni stendur Reykjavík langt að baki ýmsum kaupstöðum og kauptúnum landsins. „ísafold11 hefir auðsjáanlega komizt á snoðir um tillögur fjárlaganefndarinnar i strandferðamál- inu, eins og sjá má af grein þeirri, er hún flytur um „strandferðir"; að eins hefir ritstjóranum láðzt að geta þess, að hugmyndin var fjárlaganefndar- innar, en eigi hans; en það hefir auðvitað komið sér betur, að þegja nm þetta, svo að hægra væri að hnýta að fjárlaganefndinni. M. Johannesen kaupmaður kvað hafa keypt nálega 1000 skpd. af málflski hér við sunnanverð- an Faxaflóa, fyrir 37 kr. í peningum skpd. Tómas Helgason lœknir í eyrna- nef- og háls-sjúkdómuœ er að hitta heima hvern virkan dag kl. 12 í Bankastrœti nr. 7. FjelagsprentsmiBjan. með höfði reistu ganga þessi spor fáu, sem áttu eptir liér á jörðu, og ei þig kæra urn, hvað þessi prestur um eilifð tautar, dóm og fordæmingu. Friðrik: Forherta sál! Þú svífist ei að gjöra að sjálfum Drottni gys og prestsins orðum, sem leitast við með hræsnislausum huga, að hjálpa okkur til að sjá og þekkja og iðrast hinnar afarmiklu syndar á okkur báðum sem að jafnþungt hvílir. Hvað mun þá geta huga þínum snúið? Hvað mun þá ljúka svo upp augum þínum, að sjá þú megir, hvílíkt eymda afgrunn, óttalegt, rétt við fætur þina liggur? Þú trúir hvorki’ á liimins hefnd né náð, hugsunarlaust þú gengur út í dauðann, og þér er að eins um að gjöra’, að enginn iðrun né kvíða fyrir Drottins hegning séð á þér geti, þar til þú ert höggvinn. (Framhald).

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (03.08.1893)
https://timarit.is/issue/155152

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (03.08.1893)

Aðgerðir: