Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1893, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst
40 arka) 3 kr.; í Ameríku
1 doll. Í3orgist fyrir júní-
mánaðarlok.
DJÓÐVILJIM IINGI.
Þbiðji ábganguk.
-gacxsl^E BITSTJÓEI: SKÚLI THOKODDSEN. -!-
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
M l-
ÍSAFIBÐI, 28. OKT.
1893.
l>riÖji árgangur
,l>jóðv. unija4 wfer aí minnsta
liosti 40 ÍDlÖÖ, og verður
seldur við SílHlíl verði, eins og að
undanförnu.
, I *joíð v'. vxngi6 verður þann-
ig ócl^rasta Uaðið, sm út
er gefið hér á landi, utan Begkajvíkur.
Útsölumenn, sem útvega 6 ngja kaup-
endur að III. árg., geta fengið í kaup-
hœti, auk venjulegra söhdauna, eitt ein-
tali af I. og II. blaðs-
ins.
Nýir kaupendur
ættu að gefa sig fram seni
allra fyrst.
Avarps-orð.
Þegar vér í fyrra haust tókum að
oss ritstjórn blaðs þessa, stóð eltinga-
gangurinn gegn oss, — þessar svo kóll-
uðu réttar-rannsóknir, sem enginn vildi
síðan kannast við faðernið að — fyrir
dyrurn.
Og með því að vér gerðum oss þá
þegar í hugarlund, að rannsóknum þess-
um> eins og þær voru óvanalegaupp
fitjaðar , myndi verða fram haldið með
öllu því kappi, og með allri þeirri ófyr-
irleitni, sem meðvitundin um það, að
hafa valdið að öruggum bakhjalli, veit-
ir þeirn, sem sjálíir eru samvizku-litlir,
og opruttnir að meðulum, þá gengum
vér að þvi sem vísu, að ritstjórn vor
myndi trauðla geta önnur orðið, en á
hlaupum, og í hjáverkum.
Sú hefir nú og raun á orðið, að rit-
stjórn vor á II. árg. blaðsins heíir orðið
að vera i hjáverkum,—og þvi að mörgu
leyti miklu síður af hendi leyst, en vér
myndum kjörið hafa —, þar sem vér
höíurn orðið að verjast árásum, sem
beinlínis virtust til þess stýlaðar, ekki
að eins að svipta oss embætti því, sem
ver höfuin haft á liendi, heldur enda
að svipta oss mannorði og fé, eða
flæma oss af landi.
Að visu er nú málarekstur þessi all-
ur enn ekki um garð genginn, og allt í
óvissu um það, hvernig honum lyktar,
eða hvað lengi hann enn stendur yfir,
svo að búast er við, að enn kunni um
hríð að verða nokkuð frátafasamt hjá
oss frá ritstjörninni; en vér hófum þó
engu að síður áformað, að halda áfram
blað-útgáfu þessari, og það i nokkuð
stærri stýl, en verið hefir, i þvi trausti,
að ekki sé verra eptir, en af er staðið,
i eltingaleik þessum, og að oss megi
takast að gera blaðið svo úr garði, að því
— þrátt fyrir blaðamergðina — ekki þyki
of aukið.
ísafirði, 28. okt. 1893.
Skúli Thoroddsen.
Stjórnarskipiinarinálið.
Eins og kunnugt er, var stjórnar-
skipunarmálið samþykkt á alþingi voru
síðastliðið sumar, og er það i þriðja
skiptið, er frv. til stjórnarskipunarlaga
hefir verið samþykk á þingi, síðan vér
fengum stjórnarskrána frá 5. jan. 1874.
Hverjar verða muni undirtektir stjörn-
arinnar i Danmörku i þetta skiptið skul-
um vér ekkert um segja.
Að vísu fræða þeir oss um það, sem
kunnugastir þykjast vera vilja stjórnar-
innar, og henni handgengnastir, að
hún sé svo þverlynd og þrá, að hún
inuni aldrei víkja eina hársbreidd frá
þeirri stefnu, er hún hafi áður tekið i
því máli; kgl. auglýsingin frá 2. nóv.
1885 sé liennar síðasta orð.
Og svo trúaðir eru þeir orðnir á þessa
„þrályndisa-kenningu, að menn, eins og
t. d. Hallgrimur biskup Sveinsson, sem
þó játa upphátt og hreinskilnislega, að
þeii’ áliti stjórnarskrár breitinguna aðal-
lífs-skilyrði þessarar þjóðar, greiða þó
■ engu að síður atkvæði á mót málinu.
Má vel vera, að þeim lierrum verði
og að þessari „þrályndis -trú, að stjórn-
in taki enn jafn þvert og öfugt i þetta
mál, eins og i auglýsingunni frá 2. nóv.
1885.
En hvað oss snertir, þá verðum vér
að játa, að vér erum stjórnhollari maður
en svo, að vér viljum gera stjórn vorri
þvilikar þrályndis-getsakir.
Þvert á móti virðist oss, að það
hljóti að liggja í klutarins eðli, að stjóm-
arinnar menn, sem til þess eru settir,
að vinna að þjóðarinnar farsæld og frama,
skipti opt um skoðanir, og hagi stjórn
sinni eingöngu eptir því, hvað þeir í
svipinn sjá þjóðinni fyrir beztu.
Og oss finnst það satt að segja ganga
þvi næst, að gera konunginum getsakir,
að ætla, að hann hafi þá þver-höfða i
stjórn sinni, sem ekki láta sannfærast,
þótt atvik og ástæður breytist, heldur
þumbast og þverhöfðast von úr viti.
En hverjar svo sem undirtektir stjórn-
arinnar verða í þessu máli að lokum,
þá mun kjósendum landsins ekki bland-
ast hugur um það, hvað til þeirra frið-
ar heyrir.
Samkvæmt marg-ítrekuðum og yfir-
lýstum vilja þjóðarinnar hefir þingið
sainþykkt stjórnarskrár-breytinguna; og
við alþingiskosningar þær, sem væntan-
lega fara fram að sumri, er nú einmitt
sú spurning lögð fyrir kjósendurna, hvort
þeir séu henni samþykkir.
Svar það, sem kjósendurnir veita,
þarf að verða eindregið og hiklaust.
Otviræðar, en nokkru sinni fyr, þarf
þjóðin að lýsa því yfir, að hún þrái
breytingu á stjórnarhögum landsins.
Og þá fyrst, þegar hið ný kosna al-
þingi hefir samþykkt stjórnarskipunar-
frv. síðasta alþingis óbreytt, kemur til
stjórnarinnar kasta, að segja já eða nei.
Leiðarsteinn þjóðarinnar í þessu máli
■ verður að vera sá einn, að fara eptir
því, sem hún álítur hógum sínum holl-
ast, en ekki sá, að fara að dæmi bisk-
upsins, að gera sér grýlur, sem alls óvist
er, að nokkuð þurfi að óttast.