Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.12.1893, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.12.1893, Blaðsíða 2
22 ÞjÓÐVILJINN UNGtl. m, 6. vinsæll inaður, og drengur góður; olli morð þetta því, að sýningunnni var slit- ið, án þess nokkuð yrði af ýmsum þeim hátíða-hóldum, er fyrir huguð hófðu verið. ---iS«bi»Bi-— *h Sigurður sýslumaður Jönsson. 15. nóv. þ. á. andaðist í Stykkishólmi Sigurður Jónsson, sýslumaður Snæfellinga, á bezta aldurs skeiði, að eins 42 ára gamall. Hann var fæddur að Steinanesi í Arn- arfirði 13. okt. 1851, og voru foreldrar hans: Jón skipstjóri Jónsson og Margrét Sigurðardóttir, systir Jóns alþingisforseta Sigurðssonar og Jens rektors; ólst hann að mestu upp hjá móðurbróður sinum, Jóni heitnum Sigurðssyni, og stundaði skólanám í Danmörku; lógfræðispróf tók hann 1875, og fékk veitingu fyrir Snæ- fellsness- og Hnappadals-sýslu 1878. Hann var mjög hneigður fyrir „poli- tíku á stúdenta-árunum, og mun hafa ritað ýmislegt i útlend blóð urn stjórn- armálefni Islands um þær mundir; en eptir það er hann tók við embætti, gaf hann sig lítið að landsmálum; þó sat hann á auka-þinginu 1886 sem þingmað- ur Snæfellinga, og amtsráðsmaður fyrir þá sýslu var hann til dauðadags, frá því er nýju amtsráðskosningarnar hófust. Sigurður var einkar vel kynntur hjá sýslubúum sínum, enda var hann dreng- ur góður, jafnt við lága sem háa. — Hann var kvongaðiir Guðlaugu Jensdótt- ur, rektors Sigurðssonar, frændkonu sinni, og lifir hún mann sinn. — Þeim hjón- um varð ekki barna auðið. Það var heilablóðfall, er Sigurð sýslu- mann dró til bana, og lá hann að eins tvo daga. HRADSKREITT SKIP. „Torpedo“-bátur- inn „Havock“, sem var smíðaður í sumar, er talinn hraðskreiðasta skipið í flota Breta, enda fer hann um 30 mílur enskar k hverri klukku- stund. ELHHÚSGÖGN eru menn teknir að smíða úr „aluminíum“, og þykja þau gefast einkar vel, því að þau þola svo vel hitann. ELZTA ÚTGÁFAN AB’ RITUM SHAKES- PEARE’S er i geypi-verði á Englandi, enda er hún orðin mjög sjaldgæf; yfir 1000 pund sterl- ing voru ný skeð boðin í eitt eintak. LOPTPAR, sem hægt er að stýra, kvað ný skeð hafa verið smiðað í Parísar-borg; loptfar þetta hafði verið smíðað handa herstjórn Rússa, og er sagt, að tilraunir þær, sem gerðar hafa verið í Rússlandi, hafi gefizt einkar vel. HVAÐ MARGRA HESTA-APL HEFIR HVALURINN? Úr þessari spurningu hafa tveir Englendingar fyrir skömmu leyzt þannig, að hvalurinn, sem opt fer 12 milur enskar á kl. stundinni, hafi 145 tiesta-afl. TE-DRTKKJUR fara mjög í vöxt á Stór- bretalandi, svo að sumir eru farnir að hafa á orði, að fullkomin nauðsyn muni fara að verða á te-bindindi, með því að of mikil to-nautn veiki taugarnar. ' Árið 1892 var á Stórbretalandi eytt 207,055, 679 pd af te-i. HÚS. SEM ÆTLAÐ ER TIL STJÖRNU- RANNSÓKNA, hefir í sumar verið reizt á hæðsta tindinum 4 Mont Blanc, rúm 15 þús. fet yfir sjávarflöt, og er það hyggt á einni jökul-bung- unni, með þvi að snjórinn reyndist svo djúpur, að ógjörningur þótti, að grafa fyrir undirstöð- um, enda hafa menn veitt því eptirtekt, að jökullinn hreifist ekki sjáanlega, svo að ætla má, að þetta geti blessazt. Ur öllnm áttum. .—•••«■•— Hvaðan íi'\ a fréttist nú óstóð- ug tíð, og að veturinn haíi lagzt óvana- lega hart að; er svo að ráða af bréfum, sem frost-harkan hafi verið fullt eins mikil á Suðurlandi, eins og hér vestra; 30. f. m. var t. d. 19gr. frost á reaumur í Borgarfjarðarsýslu miðri. — 23. okt. gekk ákafur feliibylur yiir Austfirði, og gerði víða skemmdir á heyjum og hús- um; báta tók í lopt upp, og bar langar leiðir, rúður brotnuðu í all-flestum húsum í Seyðisfjarðarkaupstað o. s. frv. Ivaupfar strandaði á Húsa- vík 1. nóv., „Alfred“ að nafni, fermt ýmsum íslenzkum afurðum, svo sem lýsi, kjöti, tólg og fl. — Manntjón varð ekkert við skipstrand. þetta. I 'i;íí-ulíiiii- í hundum gengur nú víða um land, svo að í sumum sveit- um norðan og austan lands kvað vera orðinn all-mikill hórgull a smala-seppum; pest þessi hefir þó enn ekki gert vart við sig hér á vestur-kjálkanum, að því er spurzt hefir. „Agenta44 mála-stappan gegn ritstjóra „Þjóðólfs“ lyktaði svo í landsyfirdóminum 13. f. m., að ritstjór- inn var algjörlega sýlmaður, en í héraði hafði hann verið dæmdur i 20 kr. sekt og málskostnað í hvoru málinu, Bald- vins og Sigurðar Christopherssonar. Mælt er, að „agentarnir“ hafi haft á orði, að skjóta þessu merkilega(!) máli til hæztaréttar, ef yfirréttardómurinn yrði þeim ekki i vil, svo sem nú er raunin á orðin. Dr. ji'ii*. lAriepfer*, sem and- aðist í Kaupmannahófn 27. sept þ. á., sbr. 2. nr. „Þjóðv. unga“, hefir i arf- leiðsluskrá sinni ánafnað landsbókasafn- inu megnið af bókasafni því, er hann lét eptir sig, og er það sagt all-mikið safn og merkilegt. Ný málafer-li syðra. Út af greininni „óaldarbraguru í 51. nr. „Þjóð- ólfsu þ. á. hefir bæjarfógetinn í íteykja- vik, að fenginni gjafsólm, hófðað meið- yrðamál gegn ritstjóra „Þjóðólfsu, hr. Hannesi Þorsteinssyni. Synd að segja, að þær séu sparaðar í þessari tíð, gjafsóknirnar til handa em- bættismónnunum, þar sem þeir eru nú jirír á svellinu: amtmaður Havstein, Halldór bæjarfógeti, og svo — „hann Lárus Bjama-buru hérna fyrir vestan. Cand. Sigiirðnr Bríem hefir verið settur sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadals-sýslu, i stað Sigurðar heitins Jónssonar, og hafði hann lagt af stað úr Reykjavik vestur i Stykkisholm í ónd- verðum desembermánuði. Slysfarir. Sunnudaginn 26. f. m. dó gamall maður, Bétur Guðmunds- son frá Lambadal, hátt á áttræðis-aldri, á hlíðinni milli Hófða og Næfranes í Dýrafirði; fór hann frá Höfða fyrri part dags, á leið heim til sín, að óllu heil- brigður, það menn gátu séð; hann fannst á næsta fimmtudegi á eptir, og var þá á réttri leið; menn geta ekki ímyndað sér neitt um dauða hans, annað en það, að hann hafi orðið bráðkvaddur, því líkið lá á grúfu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (23.12.1893)
https://timarit.is/issue/155168

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (23.12.1893)

Aðgerðir: