Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.12.1893, Blaðsíða 4
24
Þjoðviljxnn ungi.
III, 6.
EKKI hefir enn neitt rekið af líkum þeirra,
er drukknuðu með Benedikt Gabríel 7. þ. m.,
enda hefir Stigahllð eigi orðið gengin, nema
einu sinni síðan, vegna óveðurs.
YITNAMÁL sem mótpartar L&rusar Bjarna-
son höfðu stefnt til, og takast kttu fyrir í Dýra-
firði 1. þ. m., að Sléttu 9. þ. m., og að Æðey
11. þ. m., fórust fyrir, af því að setudómarinn,
og málspartarnir, sátu veður-tepptir.
„BJÓR“- EÐA „BRENNIVÍNS“-MÁLIÐ,
sem svo er nefnt, var á ný tekið fyrir 19. þ.
m., og þá meðal annars úrskurðað af Lárusi
dómara, eða dæmt rétt að vera, að sýslumaður
Björn Bjarnarson EKKI fengi að leiða fram
vitni sin strax; en aptur á móti fengu hinir
stefndu frest til sinnar vitnaieiðslu.
Að afloknum þessum afrekum vék svo Lár-
us dómara-sæti i máli þessu i gær
SÝSLUMAÐUR BJÖRN BJARNARSON var
lasinn, og treystist því eigí að fara inn í Djúp-
ið, þegar vitnaieiðslumálin áttu að takast fyrir
að Skátavík og að Nauteyri 16. og 18. þ. m.
ODDUR læknir JÓNSSON lagði af stað héð-
an úr kaupstaðnum vestur i Dýrafjörð 21. þ.
m.; hann hefir á orði að koma ef til vill bingað
norður i janúar- eða febrúar-mánuði.
Lýgm1 „ísafold44 enn!
Af því að mér er farið að leiðast, að
lesa þá upptuggu „ísafoldar“ — sbr. nú
síðast 75. nr. þ. á. —, að stúlkan Þór-
unn EiríksdótMr, sem er eiginkona min,
sé vinnukona Skída sýslumanns Thor-
oddsen, þá vil jeg biðja ritstjóra ..ísa-
foldar“, að spara sér jafn leiðinlegar mis-
sagnir framvegis.
Kona mín hefir síðast liðið ár haft
nóg að starfa, að gæta heimilis ogbarns
okkar, og hefir þvi eínskis vinnukona
verið.
Grerið svo vel, hr. ritstjóri, að ljá
línum þessum rúm í blaði yður.
ísafirði, 18. des. 1893.
Guðmundur Jensson,
skósmiður.
Til ritstjóra „Is/vtolrlnr“.
. • ._
ísafirði 21. des. ’93.
Hr. ritstjóri!
Kærar þakkir, góði vin, fyrir „obligationina“,
sem eg fékk frá þér með síðasta pósti, — eg
meina auðvitað meiðyrðin um mig f 75. nr.
blaðs þfns þ. á. —, því að hún er, svei mér,
nokkurra krónanna virði, „obligationin" sú, og
þú skalt fá að inn leysa hana, undir aðför laga,
áður iangt um líður; þú mátt reiða þig á það.
Þinn einlægur
Skúli Thoroddsen
„ÍSAFOLD“ er að vanda eitthvað ofur-lítið
að kjankast framan í alþm. síra Sigurð Stefáns-
son í Vigur, eflaust til að auka á orðstýr hans,
þvi að mörgum gerir hún þann greiða, enda
þótt óviljandi sé og óafvitandi stundum.
En annars er svo af atlotunum að ráða, sem
ísfirðingar ekki séu óska-börnin hennar, nema
ef vera skyldi, að hún gerði sér gælur við 3—4
manna frænda-„klfkuna“ liðlausu, og mætti þá
sjálfsagt „gratúlera“ með góðum „selskap11?
Um síra Sigurð segir „ísafold11 í 75. nr. þ.
á., ofur “andagtug“ í tóninum, að „sannast hafi
á hann leiðinlegar mis-sagnir fyrir rétti i máli
Skúla 1 fyrra vetur, undir eiðs tilboð11.
En sannleikurinn er sá, að í fyrra vetur
var síra Sigurði, — sem og ýmsum fleirum —
„lilýtt yfir“ skiptaréttarhald af Lárusi „dómara“,
sem hann fyrir allt að 18 mántlðum hafði und-
irskrifað, og verið viðstaddur; en með þvl að
síra Sigurði var það óljóst. ekki síður en öðr-
nm, að menn ættu að kunna gamlar réttar-
gjörðir orðrétt utan bókar, árum saman, eins og
„faðir-vorið“, þá mundi hann óglöggt eptir ýmsu
því, er gjörzt hafði 1 þessu gamla réttarhaldi,
sem Lárus ekki leyfði honum að sjá; og þar á
ofan bættist, að hann ekki fékk framburð sinn
bókaðan, eins og hann vildi, svo sem sjá má
af þessu merkilega réttarhaldi hr. Lárusar
Bjarnasonar sjálfs.
Hvað nú eiginlega geti verið hneyxlanlegt
í þessu, mun fæstum geta skilizt; og sannar-
lega situr það sízt á bróður vorum Birni —
honum, sem aldrei hafði þá herkjuna, að láta
„hlýða“ sér „yfir“ lögin, þótt hann sæti yfir
þoim 6 oða 7 árin, — sællar minningar — í
Höfn —, að hneyxlast á öðru eins.
Satt er það líka, að fyrir þessum Lárusar
rétti mundi síra Sigurður — fjarri heimli, og
alveg óviðbúinn — holdur okki alveg utan bók-
ar gömul og útkljáð skuldaskipti, er hann bafði
haft við „prentfélag ísfirðinga11; en satt að segja
efum vér einnig, að Birni tækist betur, efhann
væri krafinn til þess, alveg óviðbúinn, og utan
heimilis, að þylja upp einhvern gamlan banka-
reikninginn sinn. Að ininnsta kosti minnir oss
til þess, að honum yrðu „Iðunnar“-reiknings-skil-
in eigi sem all greiðust, þótt hann hefði alla
sína pappíra úr að vinsa, heiðurs-hetjan! —
Farðu því hægt út í minnið og mis-sagnirn-
ar, Björn minn bezti, og heittu á allar helgar
vættir, bæði Magnús og biskupinn, að ekki
verði þér sjálfum „hlýtt yfir“, því að minnið
getur brostið liina beztu menn.
Og „kássastu“, vinur, eigi um of „upp á
annara jússu“, að eigi vakni of margar endur-
minningarnar.
]VýT sliösiniöur.
Eg undirritaður leyfi mér hér með,
að gefa hinum háttvirtu kaupstaðarbúum
og óðrum til vitundar, að eg í veturtek
að mér alls konar skósmíði, og leysi það
af hendi svo ódýrt, fljótt og vel, sem frek-
ast er auðið.
Vinnustofa mín er í húsi hr. Eðv.
Ásmundarsonar á ísafirði.
ísafirði 19 nóv. 1893
fxiiðm. Jensson
!E3ijá undirrituðum fást ný reiðtygi, og
alls konar ólar, er til heyra reiðskap.
Einnig veiti jeg aðgerð fornum reiðtygj-
um. Enn freinur sel eg tóskur, sjóskó, mitt-
is-olar, úlfnliðaskjól og ólar í skauta.—Þeir,
sem panta vilja hjá mér ný reiðtygi, eða
vilja fá aðgerð á fornum reiðtygjum á
þessum vetri, ættu að gera það sem fyrst.
ísafirði, 17. des. 1893.
I J'ó Eyjólísson,
sóðlasmiður.
IVý sönnun fyrir gæðum
„Ivína-lífselixírsins“ er ept-
irfyig-jarwii vottorð:
Eg hefi verið rúmfastur nú í B1/^ ár.
Það, sem að inér hefir gengið, hefir verið
ostyrkleiki í taugakerfinu, svefnleysi,
magaverkur og slæm melting. Eg hefi
leitað til margra lækna, en enga bót
fengið, fyr en eg í næstliðnum desem-
bermánuði tók að við hafa Kína-lífs-elixír
herra Valdemars Petersens.
Þá er eg hafði néytt úr einniflösku,
tók eg að fá matarlyst og rólegan svefn.
Að 3 mánuðmn liðnum tók eg að hafa
fótaferð, og hefi smátt og smátt gerzt
svo hress, að eg get nú verið á gangi.
Alls hefi eg eytt úr 12 flóskum, og geri
eg mér vonir um, að mér muni mikið
til batna við að neyta þessa elixirs stöð-
ugt framvegis. Fyrir því vil eg ráð-
leggja óllum, er þjást af sams konar
kvillum, að reyna sem fyrst bitter
þennan.
Villingaholti, 1. júni 1892.
Helyi Eiríksson.
Kina-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta
vel eptir því, að ——- standi á flöskunum í
grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vöru-
merki á flöskumiðanum: Kinverji með glas í
hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen.
Frederikshavn, Danmark.
PEENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNOA.