Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1894, Blaðsíða 2
30 ÞjÓðviljinn ungi. III, 8. þessum liætti getur eigi unnizt rnikið á hverjum stað, og að jarðabótunum hlýtur því að miða seint áfrain. Fáir eru þeir af bændum, er láta vinnumenn sina vinna með búfræðing- um. Þykjast þeir hafa nóg annað lianda húskórlum sínum að gera. Þess má að visu geta, að nokkrir eru þeir bændur, einkum við Djúp, er hafa haft búfræðinga sem ársmenn, og látið þá ávallt vinna að jarðabótum hjá sér, þegar náttúran hefir eigi verið því til fyrirstóðu. Hafa þar og víða verið gerð- ar stórkóstlegar jarðabætar, t. d. í Hnífs- dal, Arngerðareyri, og hjá hinum alkunna bænda-óldungi Jóni Halldórssyni á Lauga- bóli, og víðar. «&B0ssal»—•— BarnasKólinii á Ísaíii'ði. _. • ._ • • • Þó að skoðanir manna hór i kaup- staðnum séu all-skiptar, að þvi er ýmis- leg innan-bæjar-málefni snertir, þá er það þó eitt mál, sem heita má, að enginn ágreiningur só um, og það er bama- skóla-málið. Að bamaskóli vor sé í ólagi, og það í þvi ólagi, að ekki só viðunandi, játa þeir allir, nær undantekningarlaust, sein eitthvað minnast á það. Hér í kaupstaðnum eru að minnsta kosti um 70—80 bórn, sem eru á þvi reki, að þau gætu sótt skóla; og með þvi skólagjaldi, sem nú er, ætti því skólinh alveg að geta borið sig, án kostnaðar fyrir bæjarfélagið, ef hann að eins væri i þvi horfi, að bæjarbúar bæru traust til hans, og notuðu hann almennt fyrir bórn sin. En í stað þessa, þá heíir bæjarfélag- ið um undan farin ár orðið að leggja til skólans um 900—1400 kr. á ári! Og hvað er það, sem bindur bæjar- fólaginu þennan afar-mikla, og óþarflega háa, útgjahla bagga á herðar? Um það er sjón sógu ríkari. Skólinn hefir verið i því horfi, að allur fjóldi bæjarbúa hefir ekki viljað nota hann; ekki viljað trúa honum fyrir uppfræðslu barna sinna, og það blátt á- frani af því, að mónnum mislíkar kenn- arinn, álita hr. Grim Jónsson hvorki vel fallinn til uppfræðslu ungmenna, né heldur heppilegan siðferðislegan leiðtoga, og vilja því heldur vinna það til, að vera sér úti um enda dýrari kennslu handa börnum sínum annars staðar. Það hefir gengið svo hér i kaupstaðn- um að undan fórnu, að þegar liður að skólatíma á haustin, þá fer prófasturinn, sem er bróðir barnakennarans, í eins konar bónorðsfór um bæinn, til að biðja sér barna — handa G-rími á skólann. Og þegar svo þannig hafa safnazt 4—5 krakkar, eða einhver áþekk lág tala, þá er barnaskóli Isaijarðar settur á haustin! Yið þessa tólu eykst svo jafnan eitt- hvað að vetrinum, eptir því sem á líður; en sjaldan hefir þó barnatalan á síðari árum farið fram úr 20; og í vetur eru bórnin enn — þrátt fyrir all-mikla og áleitna smalamennsku — eigi orðin nema 13, og eru þess utan flest þeirra fátækra bórn, sem bærinn fær lítið, eða alls ekk- ert, kennslukaup fyrir. En fyrir þessi fáu bórn heldur bæjar- félagið barnaskóla, og setur yfir þau kennara með 900 kr. kaupi! Og samtímis eru hór í bænuin barna- kennarar, sem ekki fá oins eyris virði af opinboru fé, og hafa þó mun meiri aðsókn, svo sem t. d. ungfrú Sigríður Þorsteinsdóttir, sem kennir yfir 20 bórn- um. Bæjarbúar kjósa það heldur, að koma bórnum sínum annað, en á barnaskólann, og það þótt þeiin verði sú kennslan nokk- uð kostnaðarsamari, eins og eðlilegt er. Það hlýtur því að vera hverjum manni ljóst, að þetta barnaskólahald má ekki lengur svo til ganga. Bærinn rerður að skipta uin barna- kennara, og það þegar á komandi sumri, því að hver biðin bakar bæjarfólagi voru stórkostlegt fjártjón, og einstókum mónn- um óhagræði og kostnað. Það er og aðgætandi, að væri þessu barnaskólamáli voru komið í heillavæn- legra horf, og barnaskólinn sóttur aföll- um þorra af bæjarins bórnum — og það myndi gbður barnaskóli óefað verða, eins og meðan þeir Árni Jónsson og síra Sig. Gunnarsson voru hér kennarar —, þá gæti kennslukaupið við skólann ininnkað að mun, og bæjarsjóðnum þó jafnframt orð- ið skóla haldið miklu kostnaðarminna, en nú er; en héldist kennslu-eyririnn óbreyttur, ætti skólinn alveg að bera sig. Sem betur fer vill nú svo vel til, að bæjarbúum gefst kostur á, að skera úr máli þessu fljótt og vel, þar sem bæjar- fulltrúa kosningar eiga að fara fram í næstk. viku; og þeir þrir, sem úr bæjar- stjórninni ganga — Sigurður verzlunarm. Guðmundsson, Torfi bæjarfulltrúi Márkús- son og fír/nmr kennari Jónsson —, það oru einmitt þeir bæjarstjórarnir, sem þess urðu valdandi, að máli þessu eigi var þegar kippt í rétt horf á síðast liðnu sumri, þegar skólanefnd og bæjarstjóm höfðu málið til ineðferðar. Það er þvi ráðið, að kaupstaðarbúar, konur sem karlar. er kosningarrótt hafa, verði nú samhentir og samtaka um það, að kjósa í hin auðu sæti þá eina, sem eru einráðnir í því, að kippa máli þessu í heillavænlegt horf, og sem meta hag bæjarfélagsins og samborgara sinna meira, heldur en óskir og bænir einstakra manna, sem ekki skoða málið óvilhalt. Þetta er skylda vor gagnvart sjálfum oss, samborgurum vorum, og bæjarfólaginu i heild sinni. Að frændur hr. Gr. J. auðvitað óski þess, að hann hafi hór atvinnu, það er ekki nema bróðurlegt og eðlilogt í sjálfu sór, að eins að frændræknin sú ekki komi of hart niður á óðrum. Yilji þeir, eða aðrir, hlynna að hr. Gr. J. — og sízt vildum vér vera meins- maður þess, ef hann á annað borð er nokkur gustukamaður —, þá er að gera það á einhvern annan hátt, en þann, sem sýnt er af reynslu undan farinna ára, að bæjarfólagi voru er til stórkostlegs baga. Mál þetta er annars svo ofur einfalt og ljóst, að það er næstum broslegt, að hugsa til þess, að einstakir menn skuli með ofur-kappi ætla sór að fá bæjar- menn til þess, að láta slíkt ólag haldast við lengur. Það virðist sannarlega vera að púkka um of upp á fásinnu og ósjálfstæði kjós- enda í kaupstaðnum. KVENNMENN tveir í héraðinu Kuttenburg i Bæheimi hafa nýlega orðið uppvísir að því, að hafa beinlinis rekið þk atvinnu, að sklga óskilgetnum hörnum, og höfðu mæðurnar sum- ar ferðazt til þeirra langar leiðir með börnin, Taxtinn var 9 krónur fyrir hvern krakka, VÍN-UPPSKERAN í Frakklandi hofir krið, sem leið, orðið meiri, en dæmi eru til; í héruð- nnum umhverfís Bordeaux er t. d. sagt, að orðið hafi helmingi meiri vín-uppskera, en vant er, og hvítu Bordeaux-vínin auk þess sögð eink- ar góð. GLATAÐIR BANKA-SEÐLAR. Á 40 ára tímabilinu 1792—1832 er sagt, að glatazt hafi svo mikið af enskum banka-seðlum, að það nam alls 1 milj. og 235 þús. punda sterling, eða 22,230,000 ltr., og var það beinn ágóði bankans. 9000 KR. voru fyrir skömmu borgaðar í Englandi fyrir eitt eintak af æva-gamalli útgáfu af ritum Virgils skálds. BANKA-SEÐLAR ÚR „ALUMINIUM11. í enskum blöðum hefir ný skeð verið vakið máls á því, að réttast væri, að hætta að nota banka- seðla þá, sem nú tíðkast f flestum löndum, en hafa i þess stað merki, eða plötur, úr „alumin- ium“, með því að þessi nýi málmur stenzt hæði eld og vatn. Og þó að „aluminium“-plöturnar væru hafðar af líkri gerð og stærð, eins og vanalegir silfur-peningar, þá er eklcert hætt við því, að menn myndu taka þær í misgripum fyrir silfur, með því að „aluminium11 er miklu léttari málm-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.