Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1894, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.01.1894, Blaðsíða 4
32 Þjóðviljinn ungi. III, B. HRAÐBOÐI s&, er hr. LÁRUS BJARNA- SON sendi til Reykjavíknr i nóvembermán. sið- astl., til þess að fá BIRNI sýslumanni BJARN- ARSON vikið frá setudómarastðrfunum, kom lúngað til bæjarins á gamla-árs kvöld, og með bonum oinn „ferða-votta“ Lárusar, sá er dvalið befir í vetur í Barðastrandarsýslu; hafði sondi- rnaður sótt hann i ferðinni, eptir undirlagi Lár- usar, líklega til skrafs og ráðagjörða, áður bann yrði leiddur sem vitni, — „Ferðavotturinn“ fór siðan aptur með pósti. UÆR í'REGNIR sagði „ferðavotturinn" staf- laust hér í bænum, að BIRNI sýslumanni BJARNARSON hefði verið vikið frá setudóm- ara-störfum í kærumálum Lárusar, og hefir þessu sama síðan verið haldið á lopti hér í bænum, og ýmsir lagt trúnað á. En fregn þessi er allsendis tilhœfulaus; scndiför Lárusar varð erindisleysan ein; — brennivíns-vottorðið hjálpaði ekki, heldur var Lárusi neitað um það, að taka dóms-umboðið af Birni. AFLABRÖGÐ hafa verið all-góð hér við Djúpið, síðan á nýjári, þegar á sjó hefir geiið, en þó ekki fyllilega cins góður afli, eins og fyr- ir hátíðirnar, og aflinn miklu ísu-bornari. TAUGAYEIKI gengur í Hattardal minni í Álptafirði hér í sýslu, dáin ein stúlka, en 5 kvað liggja. Heyrzt hefir og, að taugaveiki só að stinga sér niður í Barðastrandarsýslu vestanverðri. MIKID gengur á hér i kaupstaðnum, frá hálfu þeirra, sem halda vilja Grimi við skólann, að undirbúa bæjarstjórnar kosninguna; sjö sinn- urn búið að senda til sumra, brennivín nóg á boðstólum, og búðarlán til reiðu! Nú er „skrillinn11, sem þeir svo nefna, góð- ur, þegar nota þarf atkvæði lians. JPjrrirspumlr, 1. Hvort ber kirkju legkaup og prestum líksöngseyrir fyrir greptrun utansveitar ómaga, sem deyja í sóknum þeirra? — Önfirðingur. SVAR: Eptir tilskip 27. jan. 1847, 1. og fi. gr., ber hvorki kirkju legukaup né presti lik- söngseyrir fyrir greptrun sveitarómaga, nema afgangur verði af eigum hans, „þegar sveitin hefir fengið endurgoldið það, er til hans var kostað“. Það skiptir engu, hvar ómaginn er seitlægur. 2. Hvort er landsdrottni heimilt, að reka fénað í ábúðarland leiguliða síns að honum forn- spurðum ? — K. Þ. SVAR: Óheimilt, nema svo sé umsamið í byggingarskilmálunum. Kaupíélawsfundm- Það auglýsist hér með, að aðalfundur „kaupfélags lsfirðingau verður, að for- fallalausu, haldinri á ísafirði laugardaginn 10. febrúar næsth., eða næsta virkan dag að færu veðri. A fundi þessum verður, meðal ann- ars, rætt um vóru-pantanir og fisk-loforð kaupfélagsmanna fyrir yfirstandandi ár. Skyldi einhver deildar-fulltrúa, vegna óhjákvæmilegra atvika, eigi geta mætt á fundinum, er liann beðinn að senda þó póntunarskrá sína á fundinn. ísafirði 11. jan. 1894. Skiili Thoroddsen p. t. kaupfélagsstjóri TSPye danske Brandforsilirings Selskal) (al 1«CM . (Kapital & Keserver c. Kr. 2,700,000). At oven nævnte Selskabs Agentur for Isafjords Kjobstad og Ornegn er overdraget Undertegnede, bekjendtgjores herved. Selskabet tegner Forsikring paa Byg- ninger, Boliave, Varelager, Skiire o. s. v. til billige og faste Præmier, uden Gjen- sidighed eller Efterskud, og uden at berogne de Forsikrede Steiripelafgift eller Policepenge. Forsikringer paa længere Aaremaal, erholde Moderation i Præinien. Enhver yderligere Oplysning meddeles beredvil- lig- Isafjord, d. 5. Januar 1894 Sophus J. NieJsen Kiá undir rituðum fæst: Dufl, Þvotta-balar, Tré-fötur, Blöndukútar. Allt mjög vandað og ódýrt, mót borgun út í hönd. ísafirði, 6- des. 1893. Guðbjartur Jönsson, beykir. ^=»©Í]T, sem kynnu að hafa fengið of-sent af þessum (III) árg. „Þjóðv.unga“, einkum af 1. tölubl., eru heðnir að endur- senda það hið b'áðasta, með því að upp- lagið er alveg á förum. <í>®isL©3ao.amca. einm afi. tölublaði III. árg. „Þjöðv. unga“ verða keypt á afgreiðslustofu blaðsins. ILíí'lin íh-.v i’lýsin <g- Sonur minn, Sigurður Óskar, fædd- ist 21. apríl 1892, hraustur og heilbrigð- ur að öllu leyti, en hálfsmanaðar gainall veiktist hann af „influenza“ (la grippe), er einkum lagðist þungt á meltingar- færin, og varð upp úr því magaveiki (catarrhus gastricus gastroatasie). 1 3 mánuði reyndi eg öll þau „homóopat- isku“ lyf, er eg hugði, að hjálpað gætu, en það kom fyrir ekki. Eg sneri mér þá til „allopatha“, og fékk hjá þeim bæði nreðala-ávísanir og meðul i 9 mán- uði; en þessar tilraunir þeirra til að lækna son minn heppnuðust þeim ekki, fremur en mér. Þrátt fyrir alla þessa rneðala- brúkun, ákveðíð matarhæfi o. fl., hnign- aði drengnum jafnan meir og meir. Magaveiki hans var orðin að búkhlaupi (catarrhus intestinalis, inheritís catarrhalis). En þá tók eg að láta son minn brúka Kína-lífs-elixír V. Petersens, sem eg þeg- ar áður hefi mælt með. Hefir nú verið eytt úr 2 flöskum af bitter þessum (’/4 úr matskeið þrisvar sinnum á dag i kaffi- dropa), og mér er sónn ánægja að votta, að hið veika barn mitt er orðið alheil- brigt. Vil eg því ráða óllum, sem eiga börn, er þjást af magaveiki eða tæringu, að reyna bitter þennan, áður en farið er að nota önnur lyf. 1 sambandi við þetta skal eg leyfa, mér að geta þess, að hinn fyrgreindi Kína-lifs-elixír hr. Petersens hefir lækn- að 5 menn, er þjáðust svo mikið af sjó- sótt, að þeir þoldu ekki að vera á sjó. Eg réð þeim þá, að taka inn 5—9 mat- skeiðar af bitter þessum daglega, áður en þeir létu frá landi, og er þeir væru komnir á sjó út. Nú eru þessir menn öldungis lausir við sjósótt (nausea marina). Þér, sem þjáist af sjósótt, skuluð þvi reyna bitter þennan! Að lokum skal þess getið, að eg hefi keypt þennan Kína-lífs-elixír hjá hr kauii- manni M. S. Blóndal í Hafnarfirði. En varið yður á eptirlíkingunum, landar mínir! Sjónarhól, 18, júní 1893. L. PáJsson, læknir. I Kina-Ufs-elixírinn fæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kina-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að Hta -\7"_ x*. vel eptir þvi, að —jg,—- standi á flöskunum í grænu iakki, og eins eptir hinu skrásetta vöru- merki á flöskumiðanum: Kínverji með glas i hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen. Fredoriksbavn, Danmark. rKKNTSMIÐJA I>JÓÐVII.JANS TINOA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.